Dagblaðið - 18.10.1976, Blaðsíða 7
DACBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 1976.
Endurbœtur langt komnar
mikla ó • jr W I • |
Kópaskeri: J og nrargir i nýbygginganam
TÍFALDA MÁ
FJÁRSTOFNINN
— segir í grein um sauðfjárstofninn í nýju
hefti af lceland Review
Stór sprunga kom í gegnum
bryggjuna þvera og náöi hún upp-
eftir öllum brvggjukantinum.
(DB-myndir JBP)
„Allar viögerðir eru hér langt á
veg komnar og menn almennt
bjartsýnir og byggingaglaðir eftir
því sem hægt er,“ sagði Friðrik J.
Jónsson oddvíti á Kópaskeri í
samtali við DB.
Nokkur hörgull hefur verið á
trésmiðum til framkvæmda á
staðnum í sumar þar sem menn
hafa verið bundnir af ýmsum
verkefnum út um allar sveitir.
Vinnuflokkur frá Norðurverki
hefur þó starfað á Kópaskeri um
hríð og unnið að viðgerðum utan-
húss. Þá hafa sprunguviðgerðar-
menn frá Reykjavík unnið að
ýmsum lagfæringum fyrir vetur-
inn svo að þau hús, sem skemmd-
ust, verði íbúðarhæf. Alls
skemmdust um 17 hús í jarð-
skjálftunum sem urðu í fyrravet-
ur. Fyrir sláturtíðina var lögð
áherzla á uppbyggingu slátur-
hússins og er nú lítið eftir nema
að klæða nýja styrktarveggi sem
voru settir upp.
,,Menn voru almennt seinir til
að hefja viðgerðir á húsum sín-
um,“ sagði Friðrik ,.á meðan
skemmdir voru ekki fullmetnar.
Tiltölulega velgekk að fáþað mat
en ýmsum þótti þeir þó fá lítið í
sinn hlut. Fengust nokkrar leið-
réttingar á því og eru flestar
greiðslur nú komnar til skila.
Ekki er talið að fullnaðarvið-
gerðum ljúki fyrr en einhvern
tíma á næsta ári.“
Viðgerð á bryggjunni er langt
komin en hún skemmdist eins og
kunnugt er mikið í jarðskjálftun-
um. Hefur aó undanförnu verið
unnið að því að styrkja hana með
grjótfyllingu.
Sláturtíðinni er nýlokið á Kópa-
skeri. Nokkrum erfiöleikum var
bundið að halda þeirri starfsemi
eðlilegri því mikill skortur var á
vinnuafli. Ekkert lát hefur verið
,,Ef allur heyskapur færi fram
á ræktuðu landi og ef sauðfénu
væri beitt á ræktað land ein-
göngu á sumrin er áætlað að hægt
væri að tífalda sauðfjáreignina og
minntist þá enginn á þá ofbeit
sem nú er mest kvartað yfir,"
segir Sveinn Hallgrímsson hjá
Búnaðarfélagi íslands í viðtali í
nýútkomnu hefti Iceland Review,
sem er hið þriðja á þessu ári.
í greininni eru tekin rækilega
fyrir þróun og útflutningur í
ullariðnaðinum og rætt við ýmsa
sem að honum standa. Þá fylgja
henni fiölmargar litmyndir af
ullarvöru, auk þess sem í blaðinu
er litmyndasería af ýmsu sem
tengist íslenzkri náttúru.
Af öðru efni í þessu nýútkomna
heftí má nefna pistil um tengsl
islendinga við Bandaríkin í til-
efni 200 ára afmælis þeirra, birtir
eru kaflar úr Grænlendingasögu
með myndskreytingum Kjartans
Guðjónssonar listmálara. Þá er
grein um Landhelgisgæzluna,
myndasería frá loðnuveiðKtn og
grein um Sigurð Björnsson óperu-
söngvara. auk margvíslegs annars
efnis.
JB
Kísilgúrverksmiðjan:
Björn lœtur af
störfum
Björn Friðfinnsson fram-
kvæmdastjóri Kísiliðjunnar er
um þessar mundir að undirbúa
brottflutning sinn og fjölskyldu
sinnar frá Mývatnsbyggð. Þar
hefur Bjorn starfað sem fram-
kvæmdastjóri Kísiliðjunnar fimm
undanfarin ár við almennar vin-
sældir manna þar nyrðra. Þar
áður hafði Björn verið bæjar-
stjóri á Húsavík við mikinnorðs-
tír
Við starfi Björns við Kísilgúr-
verksmiðjuna tekur Þorsteinn
Ólafsson viðskiptafræðingur en
hann hefur verið deildarstjóri
tollamála í fjármálaráðuneytinu.
Mun hann, eins og Björn, annast
fjármálahlið fyrirtækisins.
Framkvæmdastjóri tæknilegra
málefna Kísilgúrverksmiðjunnar
verður hér eftir sem hingað lil
Vésteinn Guðmundsson efnaverk-
fræðingur. Formaður stjórnar
verksmiðjunnar er Magnús Jóns-
son bankastjóri.
á byggingaframkvæmaum en
nokkrar tafir urðu þó á lóðaút-
hlutun. Stafaði það af því að ekki
var unnt að ljúka breytingum á
aðalskipulagi vegna þess að jarð-
fræðilegum rannsóknum,
sem skipulagið þurfti að b.vggjast
á, lauk ekki fyrr en undir haustið.
„Veðrið hefur verið gott undan-
farið og enginn snjór sést hér
ennþá," sagði Friðrik að lokum.
— JB
Undanfarið hefur verið unnið að uppbyggingu og st.vrkingu bryggjunnar á Kópaskeri, en hún laskaðist
mikið í jarðskjálftunum í fyrravetur eins og kom fram í fréttum þá.
Farseóill,
sem vekur fögnuó
erlendis
í desember bjóöum vió sérstök jóla-
fargjöld frá útlöndum til íslands.
Þessi jólafargjöld, sem eru 30% lægri
en venjulega, gera fleirum kleift aö
komast heim til íslands um jólin.
Ef þú átt ættingja eöa vini erlendis,
sem vilja halda jólin heima,
þá bendum viö þér á aö farseðill
heim til íslands er kærkomin gjöf.
Slikur farseðill vekur sannarlega fögnuö.
FLUCFÉLAC LOFTLEIDIfí
ISLA/VDS
— JBP