Dagblaðið - 18.10.1976, Blaðsíða 20
20
DAC'.BLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. OKTÖBER 1976.
Farah flytur til Parísar
— írans-
keisari
hefur
fengið
sér nýja
konu
Þgjin 31. október veróur
Cyrus, sonur íranskeisara
ofi konu hans, Farah, 16 ára.
Þar með er móðir hans laus við
að koma fram fyrir hans hönd
opinberlega. Frá og með þeim
Uegi ætlar Farah að búa með
þrem yngstu börnum sínum í
París. Hún ætlar að flýja harð-
stjórn- eiginmannsins og getur
loks um frjálst höfuð strokið
eftir að vera búin að þola
margra ára hörku keisarans af
íran. Þau hafa verið gift
síðan á árinu 1959 og hafa
eignazt fjögur börn. Síðustu
árin hefur sambúð þeirra sífellt
farið versnandi og nú hefur
Farah ákveðið að flytja burt frá
íran. Keisarinn hefur mjög
ákveðnar skoðanir á þvi
hvernig ala skuli börnin upp en
Farah finnst hann allt of
strangur og hún fær ekki að
umgangast elzta son sinn mikið.
Hann á að taka við ríkinu að
föður sínum látnum og fær'þvl
sérstakt uppeldi sem faðirinn
annast.
Undanfarið hefur Farah búið
ein með börnum sínum þrem á
öðrum stað en keisarinn. Hann
lætur sér þetta bara vel líka og
hefur fengið sér aðra unga og
fallega konu. Þetta hefur farið
mjög i taugarnar á konu hans
og þegar hún vissi að hann ætti
tvö börn með konu að nafni
Gila Soufi Asad sprakk blaðran
og hún ákvað að flytjast til
Parísar.
Það er margt sem hrellir
Farah þessa síðustu og verstu
tíma. Hún á í miklum erfiðleik-
um með að haida línunum og
verður að vera mjög vel á verði
að verða ekki fitubolla.
En Farah verður að véra án
elzta sonar síns í Paris. Hann
verður eftir í íran og verður að
takast á herðar hinar ýmsu
skyldur. sem f.vlgja því að vera
ríkisarfi. Hver veit hvenær þau
mæðginin fá að sjást á ný?
Þýtt og endursagt. —KP
Ævisagan hneykslar
og veldur fjölskyldu-
óeirðum
Elizabeth Harrison er stúika
sem er élskuð heitt. Hún er
dóttir Ogore lávarðar og hefur
verið gift leikaranum Richard
Harris og eignaðist með honum
þrjú börn sem nú eru komin á
táningaaldur. Hún var einnig
gift leikaranum Rex Harrison
en þau eru nýlega skilin.
Svona rétt til þess að gefa
honum og hjónabandinu sina
hinztu kveðju hefur Elizabeth
nú gefið út endurminníngar
sinar. Það er ekki nema mán-
uður síðan bókin kom út en hún
hofur þegar komið róti á
margar f.jiilskyldur og kontið af
stað ulls kvns ósamkomulagi.
Elizabeth Harrison er þekkt
fyrir að hafa bein í nefinu. Hún
er á þeirri skoðun að ef einhver
ætlar að skrifa endurminningar
sínar eigi þær að vera sannleik-
anum samkvæmar.
Richard Harris fær orð í e.vra
fyrir framhjáhald sitt og f.vrr-
verandi frú Harris viðurkennir
að hún hafi heldur ekki verið
við eina fjölina felld á meðan
þau voru gift. M.a. segir hún
frá brezkum þingmanni sem
sendi henni „himnasæng" og
með f.vlgdi eftirfarandi bréf:
„Eg kem sjálfur með næstu
ferð".
Það eru ekki allir kaflar
bókarinnar jafnánægjulegir. I
einum kaflanum segir frá
þegar hinn snjalli píanóleikari
Robin Douglas Home, sem var
einn af æskuvinum Margrétar
prinsessu. stvtti sér aldur eftir
að hann hafði árangurslaust
re.vnt að hringja heim til Eliza-
bethar og biðja hana að koma
til sin.
Elizabeth er í dag frjáls eins
og fuglinn og býr með börnun-
um sinum þremur i London.
Hún hittir báða f.vrrverandi
eiginmenn sína af og til.
„Eftir þrjá klukkutima með
Richard er ég vanalega búin að
fá glóðarauga." segir hún.
Rex Ilarrison og Elizaheth á
meöan allt lék í lyndi.
]