Dagblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 2
DAC5BLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. OKTÖBER 1976.
Herdís Hermóðsdóttir skrifar:
FRÁ HÚSMÆÐRUM Á ESKIFIRÐI
Sunnudaginn 19. september
1976 héldu húsmæður á Eski-
firði fund í félagsheimilinu
Valhöll.
Þar mótmæltu húsmæður
harðlega hinum gífurlegu verð-
hækkunum sem orðið hafa á
svo til öllum lífsnauðsynjum.
Sendi fundurinn frá sér svo-
hljóðandi ályktun:
Fundurinn ályktar það í
hæsta máta óeðlilega þróun að
þegar launafólk í landinu fær
lítils háttar launahækkun til að
mæta sívaxandi dýrtíð, skuli
allar nauðsynjavörur og sér í
lagi landbúnaðarvörur látnar
hækka sjálfkrafa, miklu meira
en þeirri kauphækkun nemur
og mótmælir því harðlega.
Því til sönnunar ályktar
fundurinn að benda stjórnum
ríkis og ASÍ á að samkvæmt
nýja taxtanum frá í vor hækk-
aði dagkaup manns um kr.
267,20.
En hjón með 4 börn þurftu
strax á eftir að greiða 369 kr.
meira fyrir eina máltíð af ódýr-
asta kjöti (i heilum skrokkum)
og venjulegan dagskammt
mjólkur eftir þá stökkbreyt-
ingu á búvöruverði sem þá
varð.
Því hljóti að liggja í augum
uppi að hafi afkoma þessara
alþýðuheimila verið kröpp
fyrir, hlýtur hún að hafa stór-
versnað þá. Telur fundurinn að
engum getum þurfi að því að
leiða hvernig afkoman muni
vera eftir verðskriðu síðustu
daga og fyrirhugaða mánudags-
verðhækkun.
Til frekari glöggvunar
ályktar fundurinn að benda
sömu aðilum á eftirfarandi:
Samkvæmt kjarasamningunum
í vor hækkaði timakaup verka-
manns úr kr. 306.90 í kr. 340.30
eða um kr. 33.40. En þá
hækkaði eitt kg af smjöri úr
612 kr. í 845 kr. eða um 203 kr.
Siðan hefur timakaupið
hækkað úr kr. 340.30 i kr.
370.30 eða um réttar 30 kr. Á
sama tíma hefur kg af smjörinu
hækkað um 155 kr. og er nú
komið i 1000 kr. kílóið. Þar sem
okkur er svo lofað nýrri verð-
hækkun á morgun finnst fund-
inum kominn tími til að spyrna
við fótum.
Þá ályktar fundurinn að
benda einnig á að i fréttum
fjölmiðla er þess getið að sala á
búvörum hafi dregizt saman. Á
sama tíma er þess og getið að
landsfólkinu fjölgi og einnig
ferðamönnum. Því hljóti að
liggja i augum uppi að um veru
legan samdrátt sé að ræða og sé
það stórhættuleg þróun, heilsu-
farslega séð. Enda sé raunveru-
lega verið að taka brauðið frá
munni barnanna, þar sem for-
eldrar geti ekki keypt þessar
nauðsynlegu fæðutegundir
sökum okurverðs. Því krefst
fundurinn þess að íslenzkar
húsmæður fái að sitja við sama
borð og t.d. Færeyingar hvað
snertir verðlag á búvörum og
fordæmir harðlega þá viður-
styggð að útlendingum sé selt
kjöt og aðrar búvörur fyrir
langtum lægra verð. En ís-
lenzkir neytendur sem ekki
geta keypt þær siðan skatt-
lagðir til að borga bændum mis
muninn. En sérstaklega lýsir
fundurinn andúð og furðu sinni
á því er Jökuldælir voru látnir
smala saman fé sínu (fyrir
göngur) til slátrunar og flytja
síðan afurðirnar til Seyðis-
fjarðar til útfiutnings með
Smyrli. Þá áiyktar fundurinn
að alls ekki sé um offramleiðslu
á búvörum að ræða, væri verðið
viðráðanlegt og telur bæði eðli-
legra og réttlátara að því fé sem
reytt er af skattgreiðandanum
til útflutningsbóta sé varið til
lækkunar búvöruverðinu hér
innanlands.
Þá vill fundurinn skora á
allar húsmæður að kaupa
ekkert slátur 1 haust til að mót-
mæla því gífurlega okurverði
sem er á þessum vörum og telur
glæpsamlegt að blóði og innmat
skuli heldur vera fleygt fyrir
hund og hrafn en selt á lægra
verði svo fólk geti keypt það.
Þá samþykkti fundurinn að
beina þeirri áskorun til allra
þingmanna kjördæmisins að
taka fyrir á næsta þingi að leið-
réttá þann aðstöðumun sem er
á kjörum heima- og útivinnandi
húsmæðra, þannig að tekið sé
meira tillit til vinnu konunnar
sem gætir barnanna og heimil-
isins en nú er gert. Svo hún sé
ekki lengur tilheyrandi þeirri
vinnustétt sem kauplaust er
látin halda niðri kostnaði við
heimilisreksturinn, því vegna
kaupleysis konunnar er hann
talinn stórum minni en
hann raunverulega er.
Þó ekki með því að fella
niður skattfrádrátt húsmóður-
innar, sem starfar utan
heimilisins, heldur með því að
skipta tekjum heimilisins jafnt
milli hjónanna og gefa siðan
konunni sem heima vinnur
jafnan hlut og hinni.
Einnig að stuðla að raunveru-
legu jafnvægi í byggð landsins
með því að vinna að því að
afnema söluskattinn af aðflutn-
ings- og símgjöldum til lands-
byggðarinnar. Það er krafa um
réttlæti.
Islenzkar húsmæður, haldið
vöku ykkar.
Fyrir hönd húsmæðra á
Eskifirði,
Herdís Hermóðsdóttir.
Númer hvoð?
Húsnúmerin sjcst illa þar sem trjúgróður skyggir ó
Leigubílstjóri skrifar:
Við sem störfum sem leigu-
bilstjórar hér í bæ erum skilj-
anlcga mikið á ferð um allan
hæinn. Hér í Reykjavík bætast
sifellt nýjar og nýjar götur við.
Borgin hefur stækkað mikið á
siðustu árum. Gömlu hverfin
hafa einnig breytzt. Þar hefur
trjágróður blómgazt mjög.
Nú er víða svo komið
að tré skyggja svo á húsin
að ógerningur er að sjá hús-
númerin lengur. Oft er nauð-
synlegt að fara inn á lóðina til
þess að sjá númerið á húsinu.
Þetta getur verið mjög hvim-
leitt, þar sem við viljum veita
viðskiptavinum okkar fljóta og
góða þjónustu. Einnig kemur
þetta sér illa fyrir sjúkrabif-
reiðir og lækna. sem eiga erindi
í hús.
Eru það vinsamleg tilmæli
mín til húseigenda að koma
númerum á húsum sínum
þannig f.vrir að þau sjáist vel af
götunni. Það er hægt að koma
þeim fyrir á girðingarstólpum
ef trjágróðurinn skyggir áliúsi(\
hverfa, segir Jean Jensen
Jean Jensen skrifar:
Þeir sem eiga börn í skóla
verða varir við það að ætlazt er
til að fylgt sé reglum sem skól-
inn setur. Oft eru þessar reglur
,til bóta en stundum finnst mér
þær í vafasamara lagi svo ekki
sé meira sagt. Finnst mér þvi
kominn tími til að skera upp
herör gegn þvilíkum hálfgild-
ingsreglum. Hafa ber í huga að
skólastjórum og kennurum
getur mistekizt eins og öðrum
mönnum og því ber okkur að
standa á verði þar sem annars
staðar. Eitt er það sem angrað
hefur mig lengi vel og veit ég
að þar eru mér fleiri sammála.
Það er þegar barn kemur heim
úr skólanum og tilkynnir
pabba og mömmu að það eigi að
taka mynd af bekknum á
morgun o.s.frv. Það kostar kr.
2000. Ég á að fá að fara í dans-
skóla. Það kostar kr. 1800. Svo
mætti lengi telja í þessum dúr.
Skilja forráðamenn skóla ekki
það að með því að anza þessu
kvabbi sölumanna eru þeir
komnir inn á mjög varhugaverða
braut svo ekki séu tíunduð
ósköpin. Eg veit ekki betur en
það að skólarnir vilji hafa sem
bezt samstarf við foreldra um
allt sem varðar skólamál og er
það vel.^En þá verða skólarnir
að ganga við hlið foreldranna
með góðu fordæmi. Þetta og
annað, s.s. páskaeggsgjafir,
mættu hverfa mín vegna.
EG
Raddir
lesenda
Hringið í
síma
83322
milli kl.
13 og 15
eða
skrifið
Fleiri
harmóníkulög
Björn Sigtryggsson hringdi:
„Mér finnst harmoníkumúsík
mjög skemmtiieg og er ég viss
um, að það finnst fleirum. Nú
vil ég fara þess á leit við
Ríkisútvarpið að það leiki
meira af þessari tónlist. Sér-
staklega er skemmtilegt að
heyra í íslenzku harmoníku-
leikurunum. Þeir jafnast svo
sannarlega á við þá erlendu.
Það er allt I l.agi . fá þá lfka, en
ég vona bara að þið ráðamenn
útvarpsins verðið við þessari
bón minni.“
Það kostar skildinginn að hafa börnin sin i skóla, segir Jean Jensen. Þessi mynd er tekin i elnum skóla borearinnar. Þar voru börnin að
hlýða á umferðarfræðslu.
A B0RNISK0LA
Púskaeggjagjafir og þess háttar mega