Dagblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. OKTÖBER 1976'
■
12
„Nú deyja fasistarnir líka"
(
— rœtt við tvo fulltrúa frelsishreyfingar blökkumanna i
Azaníu (S-Afríku), Pan Afrikanist Congress
„Vissulega höfum við
stuðning yfirgnæfandi
meir hluta þjóðarinnar.um það
er engin spurning. Hernaðar-
jafnvægið er okkur aftur á móti
mjög í óhag, enda njótum við
ekki stuðnings stórveldanna, en
þegar það jafnvægi er komið á
eru fasistarnir búnir að vera.“
Þetta sögðu tveir fulltrúar
Pan Afrikanist Congress,
frelsissamtaka blökkumanna í
Suður-Afríku eða Azaníu, eins
og landið heitir á tungu inn-
fæddra, í samtali við frétta-
mann DB í vikunni. Þeir voru
staddir hér til að kynna málstað
hreyfingar sinnar og azanískrar
alþýðu og nutu fulltingis Ein-
ingarsamtaka kommúnista m-1.
Tvímenningarnir heita
Mfanaseka.va Gqobose, sem er
settur fjármálastjóri sam-
takanna og starfar í höfuð-
stöðvum þeirra utan heima-
landsins í Dar Es Salaam í
Tanzaníu, og Vuyani Mngaza,
fulltrúi PanAfrikanistCongress
í Evrópu með aðsetur í London.
Mfanasekaya Gqobose þýðir
„sonur fjölskyldunnar“ Gqo-
bose og er borið fram með því
að smella rækilega í góm þegar
að q-inu kemur. Vuyani þýðir
aftur á móti „gleðjizt“ og
Mngaza „stórfljót" á tungu
Azaníumanna.
Samtal þeirra og blaðamanns
DB fór fram morguninn eftir að
Bandaríkin, Bretland og Frakk-
land beittu neitunarvaldi í
V ■■■■---------------------------
Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna gegn tillögu um að
sett yrði algjört vopnasölubann
á stjórn hvíta minnihlutans i
Suður-Afríku. Félagarnir voru
spurðir álits á síðustu
atburðum.
„Þetta breytir engu,“
svöruðu þeir. „Vopnasalarnir
hafa hingað til aldrei
viðurkennt að þeir selji fasista-
stjórn Vorsters vopn, þannig að
bannið hefði engin áhrif haft.
Beiting neitunarvaldsins er
aðeins enn ein staðfesting á
stuðningi stjórna þessara ríkja
við fasistastjórnina og þeirri
staðreynd, að hagsmunir
Vesturveldanna, bæði efna-
hagslegir og hernaðarlegir, í
Azaníu eru of miklir. Þeim
hagsmunum vilja þessi ríki og
stuðningsríki þeirra náttúrlega
ekki hagga á nokkurn hátt.“
Þeir Gqooose og Mngaza voru
sammála um, að það sem helzt
væri harðstjórn Vorsters í
Suður-Afríku til lifs, væri
stuðningur áðurnefndra
þriggja rikja, svo og einkum
Vestur-Þýzkalands, ttaliu,
Kanada, Japans og Norður-
landanna. A alþjóðlegum
vettvangi nyti stjórn hvíta
minnihlutans viðurkenningar
sem lögleg stjórn landsins, og
það væri t.d. ástæðan fyrir því
að svo mikil áherzla væri nú
lögð á að bjarga ástandinu í
Ródesíu, enda væri stjórn
Smiths talin hálfgerð útlaga-
stjórn og nyti ekki viður-
kenningar.
„En samningaferð Kiss-
ingers_ um Afriku nýverið
og fyrirhuguð ráðstefna um
framtið Ródesíu; hvaða
afleiðingar kemur það til með
að hafa á baráttu ykkar?“
„Þessi svokallaða „skutl-
diplómatík" Kissingers er ekki
annað en blekking. Nú er
fyrirhugað að setja upp hálf-
gildings nýlendustjórn, svo að
hagsmunun hvítra og útlendra
kapítalista sé ekki ógnað á
nokkurn hátt. Siðan á að segja
við okkur í Azaníu, sjáið þið
bara hvað þetta er gott. Þannig
á að fá okkur til að sætta okkur
við ástandið eins og það er
heima fyrir. Það á að ná til
okkar I gegnum Ródesíu."
„Og ástandið heima fyrir? Ei
það virkilega jafnt slæmt og
ráða má af fréttaskeytum og
erlendum frásögnum?"
„SuðurAfríka er fasistariki.
Þar er öllum lögum og reglum
fasismans fylgt út í yztu æsar.
Eini munurinn á þeim og Hitler
er að heima í Azaníu eru ekki
gasklefarnir fyrir hendi. Það er
kannski verið að byggja þá, en
það er of seint, því við höfum
gripið til vopna gegn þeim!
Vopnuð harátta er eina leiðin,
sem nú er fær, þvi allt annað
hefur reynzt vita gagnslaust.
Enginn í þessum heimi getur
sakað okkur um að hafa ekki
reynt, við höfum reynt allar
hugsanlegar lýðræðislegar og
þingræðislegar leiðir, en vita
árangurslaust. Við búum í
fasistaríki, sem byggir tilveru
.sína á stuðningi Vesturveld-
anna og NATO. Þið íslendingar
eruð aðilar að Nato og styðjið
þannig fasistastjórnina, ' auk'
þess sem þið haldið uppi
viðskiptasambandi við bá.“
Samkvæmt frásögn tví-
menninganna eru margar
milljónir blökkumanna í Suður-
Afríku í stöðugri ánauð. „Laun
blakkraeru yfirleitt ekki nema
sjötti hluti þeirra launa, sem
hvítur maður í sömu vinnu fær.
Verkalýðsfélög eru bönnuð og
mótmælum svarað með skot-
hríð og pyntingum. Að kvöldi
hvers dags streyma milljónir á
milljónir ofan út úr landinu og
i vasa þeirra I auðvalds-
löndunum, sem hagsmuna eiga
að gæta í landinu.“
„En hvað getum við þá gert
hér?“
„Þið getið gert heilmikið,*]
svöruðu þeir Gqobose og
Mngaza. „Almenningur hér
getur þrýst á stjórnvöld til að
skera á viðskiptasambandið og
alla verzlun við fasista-
stjórnina. Stuðningur við hana
kemur út í beinni kúgun
nkkar.“
„Pyntingar' eru skipun dagsins," sögðu fulltrúar Pan Afrikanlst
Congress í samtali við Dagblaðið. Myndin er frá Höfðaborg, þar' sem
lögreglan beitir hundum, skotvopnum, kylfum og táragasi gegn
blökkumönnum.
Hœttur geto leynzt í hverju skoti
„Eftir að við byrjuðum á þessu
verkefni, hef ég orðið mér þess
miklu meira meðvitandi að hætta
getur leynzt í hverju skoti fyrir
börnin og að við erum aldrei nógu
varkár. Til dæmis var ég eitt sinn
að ryksuga, þegar síminn hringdi.
Eg slökkti ekki á ryksugunni,
þegar ég svaraði. Áður en ég vissi
af hafði dóttir mín eins árs
skriðið að henni, kippt út tenginu
og ætlaði að fara að stinga því upp
í sig. Sem betur fer hafði pabbi
hennar séð hvað verða vildi og
var nógu fljótur að kippa ryksug-
unni úr sambandi. Þarna hefði
getað orðið alvarlegt slys.“
Það er Regína Höskuldsdóttir
sem þetta sagði er DB hitti hana
að máli ásamt manni hennar
Eiríki Ragnarssyni félagsráðgjafa
og Margréti Sæmundsdóttur
fóstru, en þau hafa unnið að
gagnaöflun og greiningu víðtækra
upplýsinga um slys á börnum til
10 ára aldurs hér á landi. Starfs-
hópur þessi hefur unnið að þess-
ari könnun ásamt Jóni Björnssyni
sálfræðingi, sem samræmt hefur
og undirbúið verkið fvrir hönd
Landssambands íslenzkra barna-
verndarfélaga, sem nú mun taka
upp heitið og kjörorðið
„Byrgjum brunninn".
Þessi þriggja manna hópur sem
gaf sig fram til þess að vinna að
þessu verkefni hafði sérstakan
áhuga fyrir því. Margrét hefur
unnið sem forskólafulltrúi fyrir
Umferðarráð og meðal annars unn
ið verkefni fyrir Umferðarskól-
inn Ungir vegfarendur.
Eiríkur og Regína hafa nýlega
tekið að sér að veita forstöðu með-
ferðarheimili að Kleifarvegi 15
fyrir börn á grunnskólaaldri, sem
eiga við hegðunar- og/eða geðræn
vandkvæði að stríða.
Jón Björnsson kannast margir
við vegna opinberrar könnunar
sem hann gerði á atvinnumálum
aldraðra og öryrkja. Hann var
sálfr. hjá Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar og vann þar
mikið að barnaverndarmálun. Jón
hefur nú tekið við stöðu félags-
málastjóra Akureyrarbæjar.
Starfshópurinn leitaði víða upp-
lýsinga, því að enginn einn aðili
hér á landi hefur yfirsýn yfir
hvar pottur helzt er brotinn, en
Slysadeild Borgarspítalans skráir
öll slysatilfelli, sem þangað koma
og þá um leið orsakir þeirra.
Rætt var við Rauða kross Is-
lands, öryggiseftirlit ríkisins,
ýmsa einstaklinga, barnalækna og
Neytendasamtökin.
Allir.þessir aðilar höfðu orð á því
að þeir hefðu ekki gert nóg til
T
BYRGJUM BRUNNINN
I.ANDSSAMBAND ÍSLENSKRA BARNA VERNDARFÉL A GA
Regína Höskuldsdóttir sérkennari, Eirikur Ragnarsson félagsráðgjafi og Margrét Sæmundsdóttir fóstra
er við ræddum við þau um kjörorð Landssambands íslenzkra barnaverndarféiaga„Byrgjum brunninn".
Þau eru í starfshóp sem unnið hefur að gagnaöfiun um slys á börnum undir 10 ára aldri. Jon Björnsson
sálfræðingur undirbjó verkið, en hann var kominn til Akureyrar, svo að við gátum ekki rætt við hann.
DB-mynd Arni Páll.
þess að ýta við þessum málum og
hefðu af þvi slæna samvizku. Þar
er um að kenna bæði fjárskorti og
tfmaþröng.
Algengustu slysaorsakir
eru byltur
Langalgengasta slysaorsökin er
að börn detti og meiði sig. Á
síðastliðnu ári var komið með
rúmlega 3 þús. börn á Slysadeild
Borgarspitalans, sem höfðu dottið
og slasazi það alvarlega 'að leita
þurfti þangað. Sum sluppu með
minni háttar meiðsli, önnur hlutu
meiri skaða af. Oft er ekki hægt
að segja til um það strax hversu
alvarlega barnið hefur meiðzt i
fallinu. Afleiðingin kemur ekki í
ljós fyrr en mörgum árum seinna.
Slysstaðir eru ýmsir. 1 heima-
húsum urðu 2638 sl.vs á börnum, í
skólum eða á barnaheimilum varð
361 slys og úti urðu 3533
slys.Fyrir utan slys vegna falls
urðu slys vegna eitrunar 412, af
völdum bruna, hita eða kulda 164
slys og í umferðinni slösuðust 263
börn.
Við athugun á umferðarslysum
kom þó i Ijós sú gleðilega stað-
reynd að slysum á börnum í um-
ferðinni hafði fækkað. Skýringin
er e.t.v. sú að fræðslustarfsemin
hefur verið aukin á vegum skól-
anna og Umferðarráðs.
Það er óhugnanleg staðreynd
að 33 slys urðu á börnum innan
eins árs aldurs vegna fails. Sum
féllu ofan af baðborðum, út úr
rúmum sínum. steyptust út úr
barnavagni eða ultu ofan stiga.
Sum duttu utan í miðstöðvarofna,
önnur utan í skörp horn eða
hvassarbrúnir.
Skiljið ungbarnið
aldrei eftir eitt
þar sem það getur
oltið ó gólfið
Aldrei verður nógsamlega
brýnt fyrir fólki að skilia ekki við
ungbörn ein, þar semhættaer á að
þau geti velt sér ofan á gólf. Þess
skal einnig gætt að barnið sé i
beizli i barnavagninum, þannig að
það geti ekki steypt sér út úr.
„Við vildum gjarnan benda á