Dagblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 13
I).\(;HLA«II). K()STUDA(;UK22. OKTOBKR 1976. Vuyani Mngaza (til vinstri) og Mfanasekaya Gqobose: „Vopnuð barátta er eina leiðin sem dugar til sigurs.“ DB-mynd Bj.Bj. „Munu hvftir menn verða áfram í Azaníu eftir að rétt- lætinu hefur verið fullnægt og meirihlutastjórn ykkar hefur tekið við?“ „Að sjálfsögðu. Við höfum ekki áhuga á að reka hvítu mennina i burtu. Þetta er þeirra heimaland. Við viljum aðeins afnema óréttlætið og ójöfnuðinn. Eins og stofnandi Pan Afrikanist Congress sagði við stofnun samtakanna árið 1959, þá höfum við ekki aðeins bug á að frelsa okkar eigið fólk, heldur einnig hvítu verka- mennina, alla undan oki fasismans." „Njótið þið stuðnings ein- hvers hluta hvítra íbúa í landinu?" „Nei, það er ekki hægt að segja það. Meira að segja hvítu verkaménnirnir hafa verið heilaþvegnir svo gjörsamlega, að þeir eru nærri jafn afturhaldssamir og fasistarnir. En sá dagur kemur, að þeir skilja að þeirra hagsmunir Iiggja samsíða okkar hags- munum. Hvenær það verður getur enginn sagt um, en við erum reiðubúnir að berjast til hinzta manns. Við höfum feng- ið nóg og það er þess vegna, sem við höfum nú hafið vopnaða baráttu fyrir frelsi okkar og allra íbúa Azaníu. En áður en sá dagurinn kemur á eftir að úthella miklu blóði í heimalandi okkar. Margir munu deyja — og nú deyja fasistarnir líka, ekki aðeins okkar fólk. Til þessa hefur mótmælum okkar verið svarað með . ofbeldi. Maður verður líklega að tala sömu tungu og þeir sjálfir. Konur, karlar og börn, óvopnað fólk, er brytjað skipulega niður. Þeir hafa viljað útrýma okkur, nota okkur í eigin þágu, en sá tími er senn liðinn." „Hversu umfangsmikil hefur vopnuð barátta ykkar verið til þéssa?“ „Hún fer stöðugt vaxandi. Eins og við sögðum hér áðan er hernaðarlegt jafnvægi okkur mjög i óhag, jafnvel þótt við séum fjórum sinnum fleiri en þeir, enda erum við illa vopnum búnir. En það jafnvægi næst og baráttan er stöðugt að færast i aukana.“ -ÖV. „Milljónir manna eru í stöðugri ánauð.“ A veðhlaupavölium ræöa hvítir ibúar S-Afríku um veðmál sin og ljúfa daga, á meðan biökkumenn hirða upp ruslið eftir þá. / svona virkar. Hvað skyldi vera þarna inn í? Nei, nú ætia ég að fá mér sjálf brauðsneið. Það er gaman að leika sér i baðinu, en þar skyidu börn aldrei vera eftiriitsiaus. Þetta er gaman, er það ekki, en iitlidrengurinngetur kafnað eftir svolítinn tíma vegna loftleysis. Þetta er alveg eins og fiaskan sem mamma geymir appelsínusafann i, hvernig skyldi þetta vera á bragðið? En hvað er yfirleitt geymt i skápnum undir vaskinum? annan slysaflokk sem eru eitranir. Þær eru óhugnanlega algengar, sérstaklega hjá óvitum, 3 ára og yngri,“ segja þau Eiríkur, Regína og Margrét. Gott dæmi um þetta séu til dæmis plastbrúsar með fallegum miða. Appelsínusafi sé með mynd af appelsínu utan á, en sítrónumynd sé líka utan á þvotta legi. Barnið gerir vitanlega engan greinarmun á þessu og heldur að hvort tveggja sé eitthvað ljúf- fengt. Lœstir lyfjaskápar á hvert heimili — öryggistappar á glös Öfl Iyf eru líka hættuleg hverju nafni sem þau nefnast, vítamín jafnt sem magnyl, séu þau tekin í stórum skömmtum. Vitanlega ættu! öll lyf að vera geymd I læstum skáp, en lyfjaskápar fást því miður ekki víða, en eru til í Brynju og kosta 6.600 kr. og svo er vjtanlega hægt að fá þá smíð- aða. Neytendasamtökin hafa bar- izt fyrir því að það verði sett i byggingasamþykktina að læstir skápar verði í eldhúsum. „Það er ekki langt síðan ég fann á götu pilluglas," sagði Eiríkur og bæíti við að hann hefði hringt í apótek til þess að spyrjast fyrir um hvers konar lyf þetta væri. Jú, þetta var fyrir flogaveikan sjúkling og iítið magn af þessum pillum myndi vera lífshættulegt. Svar við því af hverju væri þá ekki tryggilegur tappi á pilluglasinu, svo að börn gætu ekki náð honum af, var að þannig tappar væru aðeins á glösum erlendis en ekki hér. Ekkert af þeim 5—10 apótekum sem hringt var í hafði til sölu læsta lyf jaskápa. A heimilum okkar eru oft brattir stigar. Hvernig væri að setja grind fyrir stigaopið? Talið aldrei um meðul sem sœlgœti Eitt er það sem er allt of algengt, og það er að tala um meðul sem sælgæti. Ætli það séu ekki margir er kannast við þessi orð: „Þetta er eins og „nammi“, bara að taka eina skeið fyrir mömmu,“ eða þá að börn fá sykurhúðaðar pillur, fallegar á litinn til þess að taka inn þegar þau eru lasin.Þau finna að visu vont bragð, er þau tyggja þær, en það er auðvelt að bæta úr því með því að gleypa þær. Finni börn eitthvað sem vekur áhuga þeirra gera þau engan greinarmun á því hvort það er hættulegt eða ekki. Umvandanir og skammir geta ekki komið í veg fyrir eðliiega forvitni þeirra. Hér fylgir listi yfir algeng efni á heimilum, sem vitað er til að börn hafa skaðað sig á sankvæmt upplýsingum sem starfshópurinn fékk frá læknum. Efnasambönd: 1. Lyf: geðlyf. róandi lyf, svefnlyf, hjarta- og æðalyf, önnur verkjalyf, vöðva- slappandi lyf, járn, nefdropar, önnur lyf (t.d. megrunarlyf, getn- aðarvarnartöflur og blóðþynning- arlyf). Það er betra að gæta vel að því að litlir fingur klemmistekki á milli þegar dyrum er lokað. Öll þessi efni eða lyf œttu að vera tryggilega lœst inni Efni áheimilum: Terpentina, húsgagnaáburður, þvotta- og hreinsiefni, bensín og steinolía, ediksýra, salmíaksspíritus, bór- sýra, annað (t.d hárvökvi, bón, ilmvötn, naglalakkseyðir og lím- efni). önnur efnasambönd: Garðúð- unarefni, meindýra- og skordýra- eitur, sígarettu- og vindlastubbar, áfengi, annað (t.d. benzol, fenol, tréspíritus og kvikasilfur). Er eitthvað af þessu til á þínu heimili? Ef svo er settu það þá á öruggan stað. Eina ráðið til þess að koma I veg fyrir eitranir er að læsa öll hættuleg efni inni. Namm. namm, hvað skvidi vera í þéssum potti? Með fyrirbyggjandi aðgerðum Sígarettustubbar eru lífshættu- iegir. Það eru margar hættur sem f.vlgja þessum leik. Hvað skeður ef einhverri annarri lítilli mannveru dettur i hug að loka þegar verið er í feluleik?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.