Dagblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. OKTÖBER 1976. Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði, er látinn. Hann fæddist 20. júlí 1889 á Egilsstöðum á Völlum, S- Múlasýslu, sonur Jóns Bergssonar bónda þar og konu hans Mar- grétar Pétursdóttur. Hann stund- aði nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1905-7 og í verzlunar- skóla í Kaupmannahöfn 1909-10. ■Kaupfélagsstjóri Kaupfélags Héraðsbúa á Reyðarfirði var Þor- steinn frá árinu 1917 til ársloka 1961. Gegndi hann mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveitar- félag sitt á þessum árum. 12. ágúst 1916 kvæntist Þorsteinn Sigríði Þorvarðard., frá Ormars- stöðum í Fellum, N-Múl. Hún lézt árið 1973. Þau eignuðust fjögur börn, Margréti, hús- treyju í Reykjavík, Þorvarð, bæjarfógeta og sýslumann á ísa- firði, Jón, yfirlækni við Landspit- alann í Reykjavík og Þorgeir, lög- reglustjóra á Keflavíkurflugvelli. Tóku þau einnig tvo fóstursyni, þá Ólaf Bjarnason, skrifstofu- mann, Reykjavík og Einar Þor- varðars.verkfræöing á Reyðarfirði. Jón Kristinn Ólafsson, Klepps- vegi 20, Reykjavík, er látinn. Hann var fæddur í Hvallátrum á Breiðafirði 21. febrúar 1903, sonur Ölafs Aðalsteins Berg- sveinssonar bónda og konu hans Ólínu Jóhönnu Jónsdóttur. Jón dvaldist í heimahúsum til 21 árs aldurs, er hann hélt til náms við bændaskólann á Hvanneyri, hvaðan hann lauk prófi vorið 1925. Sem ráðsmaður á prestssetr- inu á Stað í Súgandafirði kvænt- ist Jón eftirlifandi konu sinni, Vigdísi Þjóðbjarnardóttur árið 1931. Síðar fluttust þau hjón í. Hvallátur og bjuggu víða áður en þau komu til Reykjavíkur árið 1956, þar sem Jón stundaði lengst af byggingarvinnu. Jóni og Vig- dísi varð fjögurra barna auðið, en þau eru: Ölafur, tollvörður í Reykjavík, Indriði, stýrimaður, Lárus, vinnur við Landbúnaðar- deild Uppsalaháskóla og Dröfn, sem búsett er á Egilsstöðum. Einar Marel Erlendsson, sem fæddur er að Bollagörðum á Sel- tjarnarnesi 18. apríl 1904, sonur Halldóru Jónsdóttur og Erlends Eyjólfssonar, er látinn. Lengst af stundaði Einar vörubílaakstur, fyrst hjá Reykjavíkurborg en siðan hjá vörubílastöðinni Þrótti. Hann kvæntist aldrei en lætur eftir sig tvö börn: Gísla Valen- tínus búsettan í Reykjavík og Sigrúnu Ellen, sem býr á Stokks- eyri. Sigurjón Jónsson frá Djúpadal er látinn. Valgeir Óli Gíslason, Su<iurgötu , 33, Hafnarfirði er látinn. Margrét Herta Friðriksdóttir, Þinghólsbraut 33, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju laugardaginn 23,október kl. 10.30 Ingibjörg Sigurðardóttir frá Vegamótum Stokkseyri, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 23. okt. kl. 2. Sigurður Guðmundsson, bóndi Vígholtsstöðum, Dalasýslu, verður jarðsunginn frá Hvammskirkju í Dölum laugar- daginn 23. okt. kl. 2. Magnús Pétursson, fyrrum kennari, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni laugardaginn 23. okt. kl. 10.30. Bjarni Jóhannesson verður jarð- sunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, laugardaginn 23. okt. kl. 10.30. Samkomur K.F.U.M. og K Hafnarfirði. Fjögur samkomukvöld Samluima I kvöld kl. 8.30. Rærtumaóur: Sóra I>árus Halldórsson. nokkur orð Arnfríður Einarsdóttir. Einsön«ur: Ilalldór Vilholms- son. Allir velkomnir. t IM“"" Dœmdur fyrir smygl á hassi til Spánar Dómur í máli Matthíasar Einarssonar var kveðinn upp í Cadiz á Spáni miðvikudaginn 20. þessa mánaðar að því er tekur til annars meginákæru- atriðisins. Var hann dæmdur í 681.820 peseta sekt fyrir að smygla fíkniefnum frá Marokkó til Spánar. Nemur sektin um 1.9 milljónum íslenzkra króna. Kemur 4 ára fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd. Auk þess sem ákært var fyrir smygl er Matthías ákærður fyrir atferli sem kallað er tilræði við heilbrigði annarra manna. Er dóms að vænta út af því atriði einhvern næstu daga. Að ,sögn íslenzka ræðismanns- ins í Malaga, Marinar Guðrúnar Briand de Crevecör sem hefur fylgzt með rekstri v^___ Fundir Klúbbunnn Jazzvakning heldur aðalfunu sinn 1 Glæsibæ kl. 15.00 sunnuda}». 24. október næstkomandi. Þá fer fram stjórnar kosnins ok venjuleg aðalfundarstörf. Tríó Karls Möller ox Linda Walker koma fram o*» vetrarstarfið verður kynnt. Anglia Félagið Anglia heldur skemmtikvöld í Félagsheimili Starfsmannafélags Flugfélags íslands. Síðumúla 11. föstudaginn 22. okt. kl. ■21. Diskótek. Happdrætti o. fl. Dansað til kl. 2. Skemmtikvöldið er fyrir félgsmenn Anglía 'og gesti þeirra. Skemmtinefndin. Fóstrufélaq Islands Muriið aðalfunmnn í Lindarbæ fimmtu- daginn 28. október kl. 8.30. Skrifstofan er opin þriðjudaga kl. 13.30—17.30 og miðviku- daga 13—17. Stjórnin. Fró Guðspekifélaqinu A almennum fundi í kvöla kl. 20.30 flytur Karl Sigurðsson erindi. „Gátan um fljúgandi diska". Stúkan Dögun Á morgun kl. 15. Halldór Haraldsson flytur erindi með tóndæmum. Húsfreyjan, 3. tbl. 27 árgangser nýkomið út. Efni blaðsins er að nokkru helgað hinu gagnmerka þingi Húsmæðrasambands Norðurlanda sem haldið var í Reykjavlk slðari hluta ágústmán- aðar. 1 ritinu er birtur útdráttur úr fram- söguerindum dr. Björns Sigurbjörnssonar, Ulfs Hafsten prófessors frá Þrándheimi, dr. Jónasar Bjarnasonar og dr. Björns Dag- bjartssonar. Viðtal við Ragnhildi Helga- dóttur alþingismann, grein um norska rithöf- undinn Björg Vik, Sigurður bóndi Björnsson á Kvlskerjum skrifar um náttúruvernd. í ritinu er manneldisþáttur, prjónauppskriftir og ýmislegt fleira efni. Minningarkort Byggingarsjóðs Breiðholtskirkju fást hjá Einari Sigurossyni, Gilsárstekk 1, sími 74136 og Grétari Hannessyni, Skriðu- stekk 3, sími 74381. Ferðalög Ferðafélag íslands Skagafjörðsskán I Þórsmörk verður lokaður laugardag og sunnudag vegna einkaafnota F.l. — Ferðafélag íslands. LJÓ/AJTKOÐUN LÝKUR 31. OKTÓDER málsins, varðar síðara ákæru- atriðið að öðru jöfu mun alvar- legri viðurlögum. Matthías Einarsson er 26 ára gamall. Var hann handtekinn í ferjuborginni Algeciras í byrj- un júnímánaðar sl. ásamt íslenzkri stúlku. Þau höfðu ásamt þriðja íslenzka mannim um reynt að flytja 14,6 kg af hassi í bíldekkjum bílaleigu bíls með ferju frá Marokkó til Algeciras. Skeyti um dóm þennan barst utaríkisráðuneytinu frá sendi- ráði íslands í París i gær. Nánari forsendur dómsins hafa ekki borizt og ekki heldur skýrslur um framburð Matt- hiasar við yfirheyrslur. Hefur þeirra ekki verið óskað af hálfu islenzkra dómstóla. —BS J Árangurslaus leit i Borgarfirði Leitað var í allan gærdag án árangurs að líki Akur- nesingsins tvítuga, sem drukknaði i Borgarfirði fyrr í vikunni. Leituðu tvær flug- vélar í gær auk þess sem leitað var úr bátum og til- raunir gerðar til að slæða.. Leitinni verður haldið áfram í dag. —ASt. Smyglaði 60 flöskum af ófengi Stýrimaður á Lagarfossi var á miðvikudaginn tekinn til yfirhéyrslu hjá rannsóknar- lögreglunni í Keflavík vegna gruns um áfengissmygl. Kom f Ijós að hann hafði verið viðriðinn smygl á um 60 flöskum á löngum tíma. 16 flöskur af þessum ólög- lega varningi fundust í Hafnarfirði en hinn hlutinn hafði verið seldur. —ASt. Tilkynningar Húnvetningar Munið vetrarfagnaðinn I Domus, föstudaginn 22. október, dansað til kl. 2. Fella- og Hólasókn Væntanleg K*rmingarbörn I Fella- og Hóla- sókn (Breiðholt 111) komi til innritunar laugardaginn 23. október kl. 5—7 síðdegis í' safnaðarheimilið að Keilufelli 1. Séra Hreinr Hiwr! j»i*son. Fermingarböm í Laugarnessokn. Þau sem fermast eiga I vor og næsta haust komi i Laugarneskirkju (aðaldyr) mánudag inn 25. okt. kl. 6 e.h. Þar mun ég taka á móti þeim f.h. væntan legs sóknarprests er bráðlega verður kosini og annast undirbúning þeirra þar til hann tekur við. Garðar Svavai/Sson. Neskirkja: væntanleg fenningarbörn næsta: ár. 1977. vor og haust. sem eiga að fermast i Neskirkju. komi til mnriiunr i kirkjuna fösludaginn 22. október kl.4 sd Sóknar- prestarnir. Bustaðakirkja: væntanieg lermingarböru eru beðin að koiua i kirkjuna a lostudagiiin kl. H i»g hafa ineðsér ritföng. Ohifur Skúlasou Fyrir bíl á gangbraut með grœnt Ijás Níu ára gamall drengur teymdi reiðhjól sitt yfir gang- braut á Sundlaugavegi í gærkvöld. Hafði hann áður þrýst á hnapp við gangbrautina og þannig fengið grænt ljós til fararinnar yfir götuna. Utan- bæjarbifreið bar að í sömu mund og sá ökumaður hennar ekki rauða Ijósið. Varð drengurinn fyrir bifreiðinni og var fluttur á slysadeild. Meiðsli hans reyndust ekki alvarlep ökumaour bifreiðar var einnig fluttur í slysadeild í gær eftir að þrír bílar lentu hver aftan á öðrum á mótum Grens- ásvegar og Fellmúla. Ekki vari ar heldur um alvarleg meiðsli að' ræða. -ASt. Yfir stokka og steina og 50 metra út í móa Bifreið, sem var á leið úr efra Breiðholti í átt til bæjarins, lenti hastarlega út af vegi á mótum Breiðholtsbrautar og Stekkjar- bakka um hádegisbilið í gær. Nam bifreiðin ekki staðar fyrr en 50-60 metrum utan vegar. ökumaður var einn í bif- reiðinni. Hann lenti einhverrí hluta vegna upp á umferðareyju ofan við gatnamótin. Missti hann við það stjórn á bflnum, sem hentist yfir eyjuna, tók með sér Asprestakall: Forminuarhörn næsta árs. 1977. komi til skráninnar hoim til min art IIjaIlavo«i '35 i næstu viku. frá kl. 5-7 sirtduéis. Grímur Grímsson sóknarprostur. Kvenfélag Hóteigssóknar. Hinn árloKÍ basar Kvonfélajjs Hátoigssóknar vorrtur á sunnudaginn kemur art IlallveiKar- störtum kl. 2. Gjöfum á basarinn vcita eftirtaldar k.onur mrtt- töku: Sigrírtur. Barmahlírt 43. s». 16797.. Bjarnoy. HátoÍKsvogi 50. s. 24994 (til kl 4 sirtdoKÍs). InKÍhjöi'K. Drápuhlið 38. s. 17883 (oftir kl. 6 á kvöldin).. Kökur oru líka vol þoynar. Basarnofndin. Kvenfélag Óhóða safnaðarins. Unnirt vorrtur alla lauuardaKa frá 1—5 o.h. í Kirkjubæ art basar félagsins som vorrtur laiiKardaKÍnn 4. dosombor nk. umferðarmerki og for síðan í loft- köstum út í móa. Ökumanninn sakaði lítið. -ASt. Notað gólfteppi til sölu Uppl. um helgina f síma 84621. Mjög vel með farið fallegt lítið notað ullarteppi til sölu, stærð rúmir 15 ferm., verð 90 þús. Nýtt teppi í sama gæðaflokki kostar um 180 þús. Uppl. í síma 75955 eftir kl. 7. Til sölu Tækni miðstöðvarketill í góðu lagi fyrir þrýstikerfi, 3ja fm, smíðaður f des. '69, selst ódýrt. Uppl. I síma 53887. Mjög góð saumavél til sölu. Sími 35195. Til sölu lítið simaborð mwð áföstum-tól, eldhúsborð, 10- 15 fm, notuð gólfteppi og einnig nokkrir gamlir munir. Uppl. í sfma 74171. UMFERÐARRAÐ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.