Dagblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. OKTÖBER 1976. X Hvernig verður Alþingi i vefar7 3 STEFNT AÐ ÞVIAÐ VERÐLAGNING VERÐIGERÐ ÖLLU FRJÁLSARI Ný verölagslöggjöf verður væntanlega sett á Alþingi í vetur. Þetta kom fram í viðtali Dagblaðsins við Þórarin Þórarinsson, formann þing- flokks Framsóknar. Stefnt er að því, að verðlagning verði öll frjálsari en verið hefur,. Þórarinn kvaðst telja, . að þingbaráttan yrði nokkuð svip- uð og í fyrra. Fyrri hluti þings- ins mundi að miklu leyti fara í umræður um fjárlög, og svo sagðist hann vona, að frumvarp dómsmálaráðherra um rann- sóknarlögreglu næði fram að ganga. Það væri lika sennilegt. Þá kæmi fram frumvarp um vinnulöggjöf. Hann þyrði ekki að segja.hvortþað næði fram að ganga á þessu þingi. Talað væri um að hafa samráð við stétta- samtökin um málið. Skatta- málin yrðu í brennidepli. Þá væri von á mörgum stjórnarfrumvörpum, til dæmis einum fjórtán frá Vilhjálmi Hjálmarssyni menntamálaráð- herra. Af þeim mætti nefna frumvarp um menntaskóla- stigið, sem væri mikill laga- bálkur. Það yrði varla afgreitt á þessu þingi. Frumvarp um fuilorðins- fræðslu værikomið fram.endur- flutt. Ýmis fiárhagsmál gætu komið upp. Þórarinn kvaðst ekki sjá nein merki þess, að þingkosningar yrðu næsta sumar. Eggert G. Þorsteinsson (A) sagðist ekki merkja nein sérstök svipbrigði á nýbyrjuðu þingi. Skattanálin yrðu ofarlega og settu kannski meginsvip á þingstörfin. Um væntanlegt frumvarp um nýja vinnulöggjöf sagði hann, að menn hefðu lengi haft það milli tannanna. Sér geðjaðist ekki að því, að Sjálfstæðis- og Fram- sóknarmenn settu nýju vinnu- löggjög.Afstaða Alþýðubanda- lagsmanna væri skrýtin. Þegar vinnulöggjöfin hefði verið sett, hefðu þessir menn verið á móti henni. Nú væri hún orðin heilög kýr. Eggert sagðist bíða og sjá, hvernig frumvarp um nýja verðlagsgjöf litu út.Hannhefði á sínum tíma brugðið fæti við breytingum vegna samráðs við verkalýðshreyfinguna. Verða þingkosningar næsta sumar? „Það má Guð vita.“ —HH Norðlenzkar hafmeyjar... Akureyri 17—10 ’76. Við eigum líka hafmeyjar á steini hér fyrir norðan, þó enga eigum við Löngulínuna. En það eru ekki neinar brons-styttur, þær eru af holdi og blóði eins og þær gerast hvað beztar. Og þó þær séu ekki gerðar eftir neinu ævintýri H.C. Andersens og enginn listamaður á borð við Edvard Eriksen hafi farið höndum um þær, hvað þá að nokkur primadonna á borð við Ellen Price hafi setið fyrir hjá okkur, þá hafa þær tekizt vel litlu hafmeyjarnar okkar og við erum montnir af þeim. En fyrst við erum að tala um hafmeyjar á annað borð þá var það trú manna að það vissi á storm ef þær birtust sjómönnum og sagt var að þær hefðu spádómsgáfu en spár þeirra voru sjaldnast fyrir góðu. En verst var þó að hrepþahafmeyju því þá gekkst maður undir hefnd hennar. — En þarf hafmeyju til? —F.Ax. Hleypt aftur ó Sigöldulónið eftir nokkra daga — vonast til að viðbótarþéttiaðgerðir nœgi Nú er langt komið með að þétta þann leka sem kom fram í lóninu við Sigöldu- virkjun þegar vatni var hleypt á það fyrir nokkru. Að sögn Páls Ölafssonar verkfræðings verður væntanlegu hægt að hleypa aftur á lónið í lok þessa mánaðar eðá byr.jun nóvember. Svonefnd þéttisvunta ofan við stífluna, hefur verið lengd um 100 metra með því að aka þar á möl og leir og einnig hefur verið unnið að þéttingu hraun- lagamóta sunnanvert í lóninu, en þar re.vndist einnig leka. Vonaðist Páll til að þessar aðgerðir d.vgðu en sagði að lónið m.vndi væntanlega fljótt þéttast alveg af framburði árinnar. Vatn hefur ekkert aukizt umhverfis stöðvarhúsið eða i grunni þess af þessum siik- um en þar fara fram stiiðugar dælingar þar sem grunnurinn nær 30 metra niður f.vrir jarðvatnsborð. Þegar húsið er fullgert verður dælingum hætt. enda svo frá gengiö að vatn megi liggja að húsinu. —G.S. FIMM I LANDLEGU Ljósmyndarinn okkar sagði að þeir væru belgískir dánumennirnir á myndinni og greinilega hafa þeir ekki sparigailann með sér um borð. Þeir örkuðu Hafnarstrætið þungum skrefum, nutu þess að stiga ofuriítið í stúf við aðra vegfarendur. (DB-mynd Árni Páli). HÁLFRAR MILLJÓN KRÓNA TEIKN INGAR UNNAR FYRIR GÝG? — vegno þvermóðsku eins eigenda Hafnarstrœtis 5 Svavari Kristjánssyni veitinga- manni, sem hugðist setja upp í Hafnarstræti 5 diskótek og veitingastað sem sérhæfði sig í kínverskum réttum, hefur nú verið settur stóllinn fyrir dyrnar. Einn af eigfendum hússins neitar að undirrita heimild til Svavars um uppsetningu fyrrgreinds staðar í húsinu og án slíkrar heimildar getur bygginganefnd ekki veitt leyfi til breytinganna. Svavar sagði í viðtali við DB að í upphafi hafi þeir eigendur, er vildu leigja honum húsnæðið, Dönsk fyndni fellur ekki öllum jafnvel í geð en þeir sem kunna að meta hana ættu að leggja leið sína í Kópavogsbíó á mánudags- kvöld eða föstudagskvöld í næstu viku. Þar verður tekin til sýningar kvikmyndin „Man sku' være noget ved musikken". Framleiðandi myndartnnar er Henning Carlsen en hann gerði kvikmyndina „Sult“ sem fræg er orðin. Kvikmyndin er gerð árið 1972. Hún hefur fengið mjög góða dóma í dönskum blöðum og eru gagnrýnendur ósparir á ekkert talið til fyrirstöðu að slíkt veitingahús yrði þarna til húsa. Haft hefði verið samband við stjórn Kaupvangs sem . á húseignina Hafnarstræti 5. I þvi fyrirtæki eru allir þeir sem húsið eiga i sameiningu, en það eru allmargir aðilar. Stjórnin samþykkti hugmyndina. Er bygginganefnd vildi fá andirritun allra eigenda varðandi heimildina kom í ljós að einn var andvígur henni og á afstöðu hans hefur málið nú stöðvazt. stjörnurnar. Hún fær einar fimm í Ekstrablaðinu. Kvikmyndin gerist á „Cafe Strudsen" á Norrebro. Aðalper- sónur myndarinnar eru þjónninn ,sem leikinn er af Karl Stegger þjónustustúlkan leikin af Brigitte Price og píanistinn sem er leikinn af Otto Brandenburg. Svo koma við sögu hinir ýmsu fastagestir. Kvikmyndin fékkst hingað f.vrir sérstaka velvild danska sendiherrans í Reykjavík og er eitt af dagskrá'ratriðunum á menningarviku Kópavogs. -KP. „Þetta kemur sér ákaflega illa fyrir mig,“ sagði Svavar. „Ég var búinn að láta teikna breytingar og innréttingar og kostnaður við það verk eitt er um hálf milljón króna. Það er hart að tapa'þvl fé þegar hafizt er handa með stjórn hlutafélags eigenda að bakhjarli. Ég vona að breyting verði hér á og afstaða þessa eina eiganda breytist.“ Húsnæði það er Svavar hafði leigt er þar sem Verðandi og Glæsir voru áður og fylgdi einnig húsnæði í kjallara þar undir. ASt. Karl Stegger með bæjaraöi. Dönsk fyndni í Kópavogsbíói

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.