Dagblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. NÖVEMBER 1976.
3
Lögreglan þarf stundum að hafa afskipti af unglingum fyrir utan Tónabæ en hverjir kenna börnum siðina? Það gera fullorðnir, segir
Guðlaug.
Ferðu i morgun-
leikfimi?
Spurning
dagsins
Kristján Kristjánsson: Nei. Ég
stunda badminton og því hef ég
gaman af. Ég læt því morgunleik-
fimina lönd og leið.
Sigmar E. Arnórsson: Nei, ég geri
jógaæfirigar þegar mér hentar.
Við eigum ekki við
unglingavandamál að
stríða heldur fullorð-
insvandamál
Guðlaug Björnsdóttir hringdi:
Það er skrifað um unglinga-
vandamál svo til daglega en af
hverju stafar þetta vandamál?
Það er út af foreldrunum. Fyrir
stuttu var lika skrifað um það
að börnin fæddust inn í
heiminn og væru svo alin upp á
færibandi, alin upp á vöggu-
stofum, barnaheimilum og svo í
skólunum.
Hver kennir þessum börnum
mannasiði? Kennararnir og
aðrir hafa ekki tíma til slíks.
Þeir kunna sumir heldur
hvorki að segja takk fyrir né
'biðjast afsökunar. Börnunum
er ekki sinnt eftir að þau fara í
barnaskóla. Þau ganga með
lykil um hálsinn og konta heim
að tómum kofanum. Hve
margir foreldrar nenna að
standa í því daglega að hafa
eitthvað tilbúið þegar komið
er heim úr skólunum? Hvert
eiga svo börn og ungiingar að
fara til þess að skcmm'.a ;ér?
Skrílslætin sem unglingarnir
hafa i frammi eru aðeins af
völdutn fárra en svo er öllum
kennt um
Skólarnir ættu að starfa frá 8
til 3 eða 4 á daginn og þar ættu
krakkarnir að fá heitan
hádegismat. Það gæti varla
verið.mikill kostnaður fyrir for-
eldrana og skólinn væri þá at-
hvarf fyrir börnin á meðan for-
eldrar þeirra vinna úti.
Skemmtistaðir fyrir
unglinga, 13—16 ára og 17—20
ára, ættu að vera þannig að þeir
sjálfir tækju virkan þátt í því
sem gert er, ekki bara diskótek
eða hljómsveitir. Það er margt
annað hægt að gera. Krakkar
sem kynnu að spila á eitthvert
hljóðfæri gætu gert það, það
væri hægt að spila á spiI eða
hreinlega sitja saman í hring og
segja sögur.
Við verðum að vakna af þess-
um doða áður en ailt er orðið
um seinan. Við verðum að
h.jálpa þessum biirnum og ungl-
ingum áður en þau verða orðin
geðveik, en þá er ráðið bara að
fyll'a þau deyfandi meðulum
svo að þau fari sér og öðrum
ekki að voða.
Hugsum líka um það að eftir
nokkur ár eru það þessir
krakkar sem eiga að stjórna
landi okkar. Ég er hálfhrædd
um að ef þetta ásigkomulag
helzt áfram verði lítið eftir af
heilbrigðu fólki hér á landi.
Það heilbrigða flýr hreinlega
land.
Fullorðið fólk er oft heldur
engar góðar fyrirmyndir. Það
er dónalegt og frekt við börnin,
t.d. þegar þau koma inn i verzl-
anir. Þeim er sagt að koma sér
út ef þau ætli ekki að verzla.
Þórir Guðmundsson, Huldu-
landi 11, skrifar:
Halldór Kiljan Laxness segir
frá því í bók sinni, Innan-
sveitarkróniku, er vinnukona
prestsins á Mosfelli fór að sækja
brauð er seytt var við hver í
landi Hlaðgerðarkots. Hafði
hún með sér hráan brauðhleif
til að setja í hverinn í stað þess
er fullseyddur var. Þá er hún
hafði lokið verki sínu við hver-
inn og hugðist halda heim hafði
lagt yfir dimma þoku. Missti
hún áttir með þeim afleiðing-
unt að í þrjá sólarhringa villtist
hún um Mosfellsheiði, vot af
þokunni og svöng. Þegar hún
mörgum árum seinna var spurð
að þvi hvers vegna hún hefði
ekki borðað af brauðinu, sem
hún hélt á allan tímann, svaraði
hún: Maður borðar nú kannski
ekki það sem manni er trúað
f.vrir.
S.jálfsagt eru einhver tak-
miirk fyrir þvi hvuð hægt er að
Reynsla min er sú að jafnvel þó
þau ætli að verzla heldur ókurt-
eisin áfram hjá verzlunarfólk-
inu. Ég skal nefna dæmi: Lítill
drengur, 12 ára, fór að kaupa
sér buxur og peysu og þurfti
auðvitað að máta. Það var rekið
á^eftir honum og hann skamm-
aður en viti menn, peningarnir
hans voru nógu góðir! Hver
hefur lika ekki tekið eftir því
að fullorðið fólk treður sér
fram fyrir börn í búðum og svo
verða þau að bíða og bíða. Ef
farið væri eftir því að koma
fram við aðra eins og menn
vilja að komið sé fram við þá
sjálfa yrði mikil breyting til
batnaðar.
Við fullorðna fólkið ættum
þegar að taka til okkar ráða.
Við erum þau sem höfum getið
börnin af okkur. Höfum skól-
ana opna fyrir tómstundastarf-
semi á laugardögum. Það
ganga langt í heiðarleika og
trúmennsku en okkur, sem
komin eru um eða yfir fertugt,
hefur örugglega flestum verið
innrætt skilvísi og einnig að
það að taka hluti, sem við ekki
áttum, héti að stela en ekki
bjarga sér. En uppeldismáti nú-
tímans virðist vera annar, hjá
sumum að minnsta kosti, og vil
ég nú segja sögu sem bendir til
að sumir foreldrar leggi meira
upp úr því að fá hlutina fyrir
litið en venja börn sína á að
bjarga sér á heiðarlegan hátt.
. Sonur minn, ellefu ára nem-
andi í Fossvogsskóla, fór fyrir
þremur vikum i skólann í alveg
nýrri úlpu. Þegar skólatíma var
lokið og hann ætlaði að ganga
að úlpunni sinni. þar sem hann
hafði látið hana, var hún farin
en gömul og slitin úlpa skilin
eftir og er skemmst frá því að
segja að úlpuna sína hefur
hann ekki fengið aftur þrátt
fyrir mikla eftirgrennslan.
— Vertu við
aðra eins og
þú vilt að aðrir
séu við þig
hlýtur að vera nóg af fólki í
Reykjavík og annars staðar sem
getur og vill leiðbeina
börnunum þar.
Ég er sjálf einstæð móðir og
hef fyrir mörgum börnum að
sjá. Eg er bæði faðir og móðir
og fyrirvinna heimilisins og
margir aðrir eru í þannig að-
stöðu. Ég gef mér samt tíma til
þess að tala við börnin um
vandamál þeirra, aga þau og
kenna þeim kurteisi. Hvað geta
þá ekki foreldrar, hjón, gert.
Börn læra það sem þeim er
kennt.
Ef börn eru gagnrýnd læra
þau sjálf að gagnrýna, ef þeim
er sýndur fjandskapur læra
þau að bérjast, ef þau lifa við
forsmán verður það til þess að
þau fyllast sektartilfinningu, ef
börnum er sýnt umburðarlyndi
læra þau þolinmæði, ef börnin
fá uppörvun fá þau sjálfsálit og
ef börn fá viðurkenningu læra
þau að finna kærleikann.
Það er ekkert erfitt að fara
eftir þessu og eftir stuttan tíma
verður þetta að vana.
Nú þarf enginn að segja mér
að það fari fram hjá nokkurri
móður ef barnið hennar kemur
heim í flík sem það á ekki.
Þarna er aðeins verið að taka
hlut ófrjálsri hendi, hlut sem
auðvelt er að koma til skila, og
hver er munurinn á að hirða
flík á þennan hátt og taka 8000
krónur úr veski náungans til að
kaupa fyrir úlpu á barnið sitt?
Það er eflaust gott að fá hlut-
ina fyrir lítið og ekki nema gbtt
eitt um það að segja að venja
börn sín á hirðusemi með eigin
hluti, en eru ekki þeir for-
eldrar. sem venja börn sín á að
bjarga sér á þennan máta. að
grípa það sem hendi er næst, að
ala upp þá einstaklinga sem
koma tíl með að skre.vta siður
dagblaðanna þegar sagt verður
frá ávísanamálum framtiðar-
innar? Og er þá ekki búið að
greiða of hátt verð f.vrir þá
hluti sem eitt sinn áttu að kosta
litið?
Að fá hlutina fyrir Iflið
Beinteinn Asgeirsson: Nei, ég
hef nú lítið gert að því, en ég
bregð mér á dansgólfið nokkuð
oft.
Sigrún Oladóttir: Nei, ég fer í
sund á hverjum morgni áður en
ég fer i vinnuna og finnst það
alveg ómissandi.
Ragnheiður Þorkelsdóttir: Nei,
ég er að vinna á þeim tíma, sem
morgunleikfimin er 1 útvarpinu,
en ég fer 1 sund nokkuð reglulega.
Kristín Arnarsdóttir: Nei, ég er
alftaf farin í vinnuna þegar leik-
fimin bvrjar i útvarpinu á morgn-
ana. Annars stunda ég engar
íþróttir.