Dagblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 12
12 ✓ DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976. Tveir heimar — um sýningu Þorvalds Skúlasonar á Loftinu og Tryggva Ólafssonar á Mokka Dessa vetrardaga er þægilega upplífgandi að ganga niður Skólavörðustíginn. Þar eru nú bæði aðlaðandi og sérstæðar verslanir, viðræðugott fólk og auk þessa hafa nú bæst við tvær athyglisverðar sýningar, á Loftinu og á Mokkakaffi. A loftinu eru nú til sýnis 38 smá- myndir eftir Þorvald Skúlason, gerðar á síðastliðnum 10 árum með gvassi, tússlitum og krít, oft í bland. Þessar myndir Þor- valds sýna að vísu ekki nýja hlið á listamanninum og fjalla sem fyrr um vandlega upp- byggða myndveröld, grundvall- aða á markvissu samræmi, yfir- Ein af myndunum á Mokka. veguðu flugi og hnitmiðuðum átökum. Þó er sýningin merki- leg fyrir það hversu náið hún opinberar vinnubrögð lista- mannsins og hugarflug og hvernig hugdettur augnabliks- ins eru skilmerkilega þróaðar yfir í stærri og voldug málverk. Flug á fleti tímans Flug á fleti tímans er uppi- staðan í myndhugsun Þorvalds, þar sem hvelfd lína bæði um- lykur litfleti eða stígur óbundin dans á pappírnum. Sem sjálf- stæð myndverk eru þessar myndir nokkuð misjafnar og haíamargarvart gildi nema sem hluti af ákveðinni framþróun. Aðrar hafa í sér nægan sprengi- og spennikraft til að geta staðið stolt og sjálfstæð, en varla eru þær nægilega margar. Bestar þykir mér þær myndir þar sem Þorvaldur hvílir sig á kosmísku flugi en einbeitir sér þess í stað að ,,hleðslu“ og niðurröðun þyngri forma, eins og t.a.m. í nr. 11 og 14, — en þeirrar til- hneigingar þykir mér gæta í nýjustu málverkum hans. Þar er ekki laust við að einhvers konar landslagshugmyndir skjóti upp kollinum, alltént fær maður á tilfinninguna lands- lagssjónhrings viðmiðun eða þá aö listamaðurinn virðist-beina athygli sinni niður á við, á smágerð náttúruform Grœnlandsför Tryggva Á Mokka er maður aftur kominn í hlutveruleikann, þótt umbreyttur sé hann. Þar sýnir Tryggvi Ölafsson myndskreyt- ingar þær sem hann gerði fyrir Grænlandsbók Asa í Bæ og eru það einhverjar heillegustu teikningar sem ég hef séð frá Tryggva hendi. Sem áður notar Tryggvi myndvörpu og teiknar eftir ljósmyndum eða uppdrátt- um, en nú ber meir á hug- myndaauðgi hans sjálfs heldur en þeim mannamyndum sem hann sýndi á Mokka fyrir ári. Þar lét Tryggvi sér nægja eitt viðfang, andlitið sjálft, en hér nýtir hann svipaða „collage“- tækni og í bestu málverkum sínum og raðar saman föngum sfnum. Bölsýni er undirtónninn í texta Asa, aðdáun á seiglu og einlægni Eskimóa og hryggð yfir því böli sem nútlma „menning“ hefur valdið þeim. Notar Tryggvi því gjarnan myndrænar andstæður til að undirstrika lesmálið og oft af mikilli hugkvæmni, eins og t.d. í samsetningu risaþotu og grænlenskra fjalla, eða í bráð- snjallri mynd þar sem hann teflir saman skugga af túrista og því grænlenska andliti sem hann sér í gegnum myndavél sína. Minning HEIÐARLEIKIER EKKIAUKAATRIÐI Föstudaginn 15. okt. sl. ritaði Vilmundur Gylfason grein um viðskipti Listasafns íslands við Framsóknarflokkinn. Svo mjög var hallað réttu máli í þessari grein Vilmundar, að ég sá mig knúinn til þess að svara. 1 stuttu máli var saga Vilmundar sú, að eftir bruna Glaumbæjar hafi Framsóknar- flokkurinn séð sér leik á borði. Hann hafi leitað til Listasafns Islands og gefið safnráði í skyn, að ef safnið keypti Glaumbæ^, mundi ekki standa á fé úr ríkis- sjóði Eftir athugun hafi síðan safnráð fallisl á kaupin. 1 svargrein minni sýndi ég fram á með skjölum, að hér fór Vilmundur algjörlega rangt með og beinlínis bjó til gróusögu um atburðarásina. Vilmundur svarar grein minni og segir þá, að þetta sé rétt hjá mér. Listasafn Islands hafi átt allt frum- kvæðið að kaupunum, en þetta sé bara aukaatriði. Aukaatriði Vilmundar Eg hef alltaf talið, að heilbrigð gagnrvni sé öllum til góðs, en gagnrýni verður að vera heiðarleg, ef hún á að ná marki sínu. En ef menn saka aðra um óheiðarleika og búa til heila atburðarás og fara á allan hátt rangt með, játa síðan að hafa búið til gróusögu og lýsa því svo yfir, að þetta sé bara allt aukaatriði, þá vandast málið. Orðrétt segir Vilmundur: „Hitt er rétt, að nákvæmara hefði verið að geta þess, að hugmyndin hefði fæðst hjá aðstandendum Listasafns Islands. Þetta er auðvitað algert aukaatriði, sem skiptir engu máli um framgang málsins.“ Þarna greinir okkur Vil- mund enn á. Þetta er ekki aukaatriði. Það er ekki aukaatriði fyrir þá, sem sakaðir eru um óheiðarleika, þegar búin er til saga til þess að sanna óheiðarleika þeirra. Hér er að mínu mati um mjög alvarlegt mál að ræða, og með því taka málin alveg nýja stefnu. Vilmundur Gylfason er staðínn að því frammi fyrir alþjóð að búa til gróusögu um óheiðarleika annarra. Það er ekkert aukaatriði. í öllum þeim söguburði, sem nú gengur yfir þjóðina, hefur sjaldnast tekist að finna upphafsmanninn. Hér tókst það, og mér virðist annar mál- flutningur Vilmundar verða að skoðast í ljósi þessa máls. Heitnildarleysi Vilmundur segir í grein sinni, að þáverandi fjármála- ráðherra hafi gert kaup Lista- safns íslands af Framsóknar- flokknum möguleg með útgáfu skuldabréfs, án þess að hafa til þess nokkra heimild. Sagt er, að svo oft megi endurtaka ósannindin, að menn fari að trúa þeim, og það virðist vera leiðarljós Vilmundar í greinum hans. Þau atriði, er máli skipta, eru: 1. Kaupin voru samþykkt i ríkisstjórn og |)\ í um fulln heimild fjármálaráðherra að ræða til þess að ganga frá þeim. 2. Kaupin voru rædd í fjárveitinganefnd á tveim fundum og samþykkt þar. Bókun fjárveitinganefndar 19. maí 1972 hljóðar svo: „Hagsýslustjóri skýrði frá erindi vegna kaupa á Fríkirkjuvegi 7 (Glaumbæ) vegna Listasafns Islands og veitti nánari upplýsingar um væntanlegan stofn-' og Gudmundur G. Þórarinsson rekstrarkostnað, eftir upp- lýsingum frá forstöðumanni safnsins. Samþykkt að mæla með erindinu." 3. Samningar um þessi kaup fara fram milli Menntamálaráðuneytis og Listasafns Islands annars vegar, en húsbyggingarsjóðs Framsóknarflokksins hins vegar. Kaupsamningur, þar sem fram kemur að eftir- stöðvar kaupverðs skuli greiddar með skuldabréfi til 10 ára og með 8% vöxtum, er meðal annarra undirritaður af Magnúsi Torfa Ölafssyni, þáverandi menntamála- ráðherra. Ég hef alltaf talið, að Magnús Torfi væri virtur sem heiðarlegur og grandvar maður. Halda menn, að hann hafi samþykkt þetta til þess að hygla Framsóknar- flokknum? Nei, hann hefur vafalaust samþykkt þetta vegna þess, að hann hefur talið kaupin hagstæð fyrir Listasafn tslands, og hann hafði heimild ríkis- stjórnarinnar og fjárveitinga- nefndar til þess að ganga frá kaupunum. 4. Þess eru fjölmörg dæmi, að frá sambærilegum málum sé gengið, þótt ekki sé heimild á fjárlögum yfirstandandi árs. 5. Það, að þessi heimild er ekki formlega tekin upp í fjárlögum fyrr en 1975 er einfaldlega vegna þess, að það gleymdist. Sú er skoðun þeirra embættismanna, sem ég hefi rætt við. Það var ekk- ert að f.ela. Hvaða ástæða gæti verið önnur? Ég get ekki komiö auga á hana. Lífeyrissjóður BSRB I grein minni skýrði ég frá því, að þáverandi fjármála- ráðherra hefði tjáð mér, að Framsóknarflokknum héfði þótt útborgun lltil, eða 5 milljónir króna, en Listasafnið fékk hins vegar rúmlega 14 jnilljónir króna í reiðufé með Glaumbæ. Fjármálaráðherra gaf því vilyrði fyrir því, að hluti skuldabréfanna yrði keyptur, en ella hefði orðið að koma til sérstök fjárveiting úr ríkis- sjóði. Hluti skuldabréfanna var Vilmundur og Listasafnið síðan keyptur fyrir það fé úr Lífeyrissjóði BSRB, sem fjár-. málaráðherra ráðstafar. Einhvern veginn fer Vilmundur á óskiljanlegan hátt í ruglingslegri grein sinni alveg úr því, að þetta hafi verið gert til þess að auðvelda Listasafni Islands að komast f eigið húsnæði yfir í það, að notað hafi verið fé úr lífeyris- sjóði BSRB til þess að lána Kristni Finnbogasyni. Varðandi þetta mál er nauðsynlegt að fram komi: 1. Um áratugaskeið hefur fjármálaráðherra haft ráðstöfunarrétt á 20% af útlánafé lífeyrissjóða BSRB. 2. I ráðherratíð Halldórs E. Sigurðssonar var þessi ráðstöfunarréttur minnkaður í 5%, en er nú 10%. 3. Réttur ráðherra til þess að ráðstafa þessu fé er ótvíræður. 4. Fé þetta hefur oft verið notað til að auðvelda ríkisstofnunum að komast í eigið húsnæði. Hefur það þá verið gert þannig, að ríkis- sjóður hefur gefið út skulda- bréf til greiðslu húseignar- innar, en bréfin síðan keypt fyrir þann hluta af útlánafé lífeyrissjóðs BSRB, sem ráðherra hefur ráðstöfunar- rétt yfir. 5. Sem dæmi um slíkt tilvik má nefna kaup húseignar v.ið Laugarásveg fyrir geðsjúkra- húsið Klepp og kaup Valhallar fyrir Félagsmála- stofnun stúdenta Háskóla íslands, ásamt með kaupum Glaumbæjar fyrir Listasafn tslands. Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.