Dagblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 27
27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976.
i
Útvarp
Sjónvarp
»
Þátturinn Kastljós í umsjón
Guðjóns Einarssonar frétta-
manns er á dagskrá
sjónvarpsins í kvöld kl. 20.40.
Að sögn Guðjóns verða tekin
fyrir þrjú mál í þættinum. Það
stærsta og veigamesta er
skýrsla Rannsóknaráðs
ríkisins um þróun landbúnaðar
á islandi en sú skýrsla verður
birt opinberlega í dag. í henni
er gerð úttekt á íslenzkum land-
búnaði og horfunum í þessum
atvinnuvegi. Komið verður inn
á hinar umdeildu útflutnings-
bætur og þeirri spurningu
varpað fram hvaða áhrif það
hefði ef framleiðslan væri
einungis miðuð við innanlands-
markað.
Annað mál, sem tekið er fyrir
í þættinum er spurningin: Er
kynþáttamisrétti á Islandi?
Verður þar rætt við nokkra
hörundsdökka menn og fleiri
útlendinga sem bús&ttir eru
hér á landi og þeir inntir eftir
reynslu sinni og samskiptum
við íslendinga.
Þegar DB ræddi við Guðjón,
var ekki ákveðið hvert þriðja
málið í þættinum yrði, né hver
yrði Guðjóni til aðstoðar.
-JB.
Það má búast við að kýrnar verði í kastijósi næstu dagana víðar en í kastljósi sjónvarpsins, því skýrsla
Rannsóknaráðs ríkisins mun væntaniega vekja mikia umræðu.
Sjónvarp í kvöld kl. 20.40:
Kýríkast-
Ijósi og kyn-
Sjónvarp í kvöld kl. 22.05:
Ætluðu sér að fremja
hinn „fullkomna” glæp
Bíómyndin sem er á
dagskránni kl. 22.05 heitir Hin
myrku öfl (Compulsion) og er
bandarísk frá árinu 1959. Með
aðalhlutverkin fara Dean
Stockwell, Bradford Dillman,
Orson Welles og E.G. Marshalk
Efni myndarinnar er
óhugnanlegt. b.vggt á sannsögu-
legum atburðum. sem gerðust í
Chicago árið 1924 er tveir hálf-
ruglaðir unglingar telja sig
geta framið ,,hinn fullkomna'
glæp“. Þeir ræna ungum dreng
og krefjast lausnargjalds fyrir
hann en koma honum síðan
fyrir kattarnef.
Kvikmyndahandbókin okkar
gefur þessari mynd þrjár
stjörnur og þar segir að þótt
myndin sé nokkuð hryllileg
haldi hún áhorfendum samt
föngnum og að Orson Welles
sýni alveg frábæran leik í hlut-
verki varnarlögfræðingsins.
Þýningartími myndarinnar er
ein klukkustund og fjörutíu
mínútur. Þýðandi er Ingi Karl
Jóhannesson.
-A.Bj.
E.G. Marshail og Orson Welies i hlutverkum lögfræðinganna í bíómynd kvöldsins.
Föstudagur
12. nóvember
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn-
ingar. Viðvinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Eftir örstuttan
leik" eftir Elías Mar. Höfundur les (9).
15.00 Miðdegistónleikar.
15.45 Lesin dagskrá nœstu viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15
Veðurfregnir).
16.20 Popphom.
17.30 Útvarpssaga barnanna: „Óli frá
Skuld" eftir Stefán Jónsson. Gisli Hall-
dórsson leikari les (9).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar.
19.35 Þingsjá. Umsjón: Kári Jónasson.
20.00 Tónleikar strengjasveitar Sinfóníu*
hljómsveitar íslands í Bústaðakirkju
20.50 Myndlistarþáttur í umsjá Þóru
Kristjánsdóttur.
21.20 Lög úr ballottinum „Rómeó og
Júlíu" eftir Sergej Prokofjeff. Vladimir
Ashkenazy leikur á píanó.
21.30 Útvarpssagan: „Nýjar raddir. »*-ý’r
eftir Truman Capc.e. Atli
, ”a?nUSSO--'«pýðingusina(4).
.-.uu Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Ljóðaþáttur. Njörður
P. Njarðvík sér um þáttinn.
22.40 Áfangar. Tónlistarþáttur sem
Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar
Agnarsson stjórna.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
Laugardagur
7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl.
7.00. 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl.
7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. ,7.50. Morgunstund
bamaina kl. RJ)0: Kristín Sveinbjörns-
dóttir les söguna ..Áróru og pabba"
eftir Anne-Cath Vestly (12). Til-
k.vnningar kl. 9.30. Létt lög milli
atriða. Bamatími kl. 10.25: Þetta erum
við að gera. Stjórnandi: Inga Birna
Jónsdóttir. Líf og lög kl. 11.15: Guð-
mundur Jónsson les úr ævisögu
Péturs A. Jónssonar söngvara eftir
Björgúlf Ólafsson og kynnir lög sem
Pétur syngur.
(t
Sjónvarp
Föstudagur
12. nóvember
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Kastljós. Þáttur um innlcnd mál-
efni. Umsjónarmnður Guðjón Kinars-
son.
21.40 Banvænar býflugur. Bandarisk
fræðslumynd um býflugnategund.
sem flutt hefur verið inn til Brasilíu
frá Afriku. þar eð hún getur gefið af
sér tvöfalt ineira hunang en venju-
legar býflugur. Hins vegar fylgir sá
böggull skammrifi. að þessi býfluga
verður hundruðum manna og þúsund-
um húsdýra að bana á hverju ári.
Þýðandi Jön Skaptason. Þulur Sigur-
jón Fjeldsted.
22.05 Hin myrku öfl. (Compulsion).
Handarisk biómynd frá árinu 1959
Leikstjóri Riehard Fleischer. Aðal-
hlutverk Dean Stoekwell. Bradford
Dillman tig Orson Welles. Myndin er
byggð á sönnum. óhugnanlcgum við-
burðum. sein gerðust i Chieago árið
1924 Tveir uugir háskólanemar. Artie
Straus og Judd Steiner. r;ena ungtim
dreng i>g krefjast lausnargjalds. en
fyrirkoma houum siðan. Þetta ódæði
fremja þeir einkum til að sýna. að þeir
geti drýgt fullkominn gl;ep. en
berast þó oöndin að þeim.
Þvðandi Jóhanna Þráinsdóttir.
23 45 DagskráHok