Dagblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 15
77V
11«i
Staðan í
1. deild
tlrslit leikjanna
handknattleiksins i
höll í gærkvöld:
Fram — Haukar
Víkingur — FH
í 1. deild
LaugardalS'
15-18
35-26
Staðan er nú Valur þannig: 5 4 0 1 113-86 8
Haukar 5 4 0 1 103-92 8
ÍR 5 3 1 1 106-106 7
Víkingur 5 3 0 2 124-115 6
FH 5 2 0 3 118-117 4
Fram 5 1 1 3 100-109 3
Þróttur 5 0 3 2 87-103 3
Grótta 5 0 1 4 97-120 1
DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976.
KsmiaSfifiBSfiSlE&ÍB
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976.
Markahæstu leikmenn eru nú:
Hörður Sigmarss. Haukum 43/15
Geir Hallsteinsson, FH, 35/9
Þorbjörn Guðmundss., Val, 31/6
Jón Karlsson, Val, 30/9
Konráð Jónsson, Þrótti, 28/3
Viðar Símonarson, FH, 28/11
Þorb. Aðalsteinsson, Víking, 27
Ólafur Einarsson, Víking 25/5.
Tottenham
kaupir
— Ég óttast ekki lífið í stór-l
borginni og var fljótur að ákveða
að fara til Tottenham, þegar
Lundúnafélagið bauð Carlisle 60
þúsund stérlingspund fyrir mig,
sagði John Gorman, bakvörður-;
inn sterki hjá Carlisle í gær eftir
að hafa undirritað samning við
Tottenham. Hann fer beint í aðal-
liðið og mun leika sinn fyrsta leik
með Tottenham gegn Bristol City
á White Hart Lane í Lundúnum á
laugardag. Bristol City verður
líka með nýjan leikmann í liði
sínu, Peter Cormaek frá Liver-
pool.
John Gorman hefur lengi verið
talinn í hópi beztu bakvarða á
Englandi. Hann hefur leikið um
230 deildaleiki með Carlisle, en
hóf feril sinn hjá Glasgow Celtic,
svo hann er ekki óvanur að búa í
stórborg. Það þóttu mikil mistök
hjá framkvæmdastjóra Celtic,
Jock Stein, þegar hann scldi
Gorman til Carlisle fyrir nokkur
þúsund pund, en Stein hafði þá
mikið úrval góðra leikmanna hjá
Celtic. Síðan eru tæp sex ár — og
Gorman hefur staðið fyrir sínu
hjá Carlisle.
West Ham
selur
Þó
.West Ham gangi illa að
kaupa leikmenn hikuðu forráða-
menn Lundúnafélagsins ekki við
að selja einn sinn kunnasta leik-
mann í gær. Norwich bauð þá 110
þúsund sterlingspund í Graham
Paddon — og West Ham sam-
þykkti á stundinni að taka þvij
tilboði.
Graham Paddon kemst því á|
fornar slóðir á ný, en hann lék;
182 deildaleiki með Norwieh áður
en hann var seldur til West Ham
fyrir nokkrum árum, þar sem
hann hefur leikið um 120 deilda-f
leiki. Paddon hóf feril sinn hjá
Coventry cn var seldur fljótt til
Norwich. Akaflega sterkur fram-
vörður, sem oft kemst á marka-
listann.
Opið hús
hjá Haukum
Haukar munu hafa opið hús í
hinu nýja og glæsilega íþrótta
húsi sínu í Hafnarfirði á sunnu-j
dag frá kl. 2—6. Öllum Hafn-
firðingum og öðrum er boðið að
mada og skoða hið nýja íþrótta-
hús, sem Haukar hafa af mikilli
eljusemi byggt upp.
Línumaðurinn Svavar Geirsson, Haukum, sleppur framhjá Arna Sverrissyni, Fram, og skorar annað af
tveimur mörkum sínum í leiknum. DB-mvnd Bjarnleifur.
HAUKAR NÁÐU VALS-
MÖNNUM AÐ STIGUM
— eftir sigur gegn Fram í Laugardalshöllinni í gærkvöld
Haukar skutust upp að hliðinni
á Val í 1. deild íslandsmótsins í
handknattleik í gærkvöld er
Hafnarfjarðarliðið sigraði Fram
18-15. Haukar og Valur hafa bæði
hlotið 8 stig úr fimm leikjum —
bæði hafa tapað einum leik.
Valur fyrir Víking — Haukar
fyrir Val.
Leikur Hauka og Fram í
gærkvöld bauð hvorki upp á
miklaspennuné tilþrif. Það fór þó
aldrei á milli mála hvort liðið var
sterkara — Haukar höfðu yfir frá
byrjun til enda. Leikmenn liðsins
Ieku af skynsemi fyrst og siðast
— skot voru ekki reynd nema úr
ákjósanlegum tækifærum. Sama
verður ekki sagt um Fram.
Leikmenn liðsins eru staðir, litið
um keyrslur, hvað þá fléttur.
Hittni leikmanna var ákaflega
slæm. Bæði var það, að skot voru
alls ekki nógu föst né heldur
hnitmiðuð.
Gunnar Einarsson, markvörður
Hauka, átti því ekki í miklum
■vandræðum að verja skot frá
leikmönnum Fram. Og hann ef til
vill öðrum fremur var maðurinn á
bak við sigur Hauka. Gunnar
varði eitt vítakast, auk þess sem
hann varði fjölda langskota og
eins úr hraðaupphlaupum. Já,
það er ánægjulegt að sjá, hve
Gunn'ar hefur komið sterkur upp.
En Pétur Bjarnason, þjálfari
Hauka, hefur fyrst og fremst
byggt upp samstæða liðsheild og
þar liggur skýringin á velgengni
Hauka nú.
Haukar byrjuðu leikinn i
gærkvöld vel — skoruðu þrjú
fyrstu miirk leiksins, áður en
Pálmi Pálmason náði að svara
fyrir Fram. Leikmenn Fram
reyndu að gera Hiirð óvirkan
án þess að taka hann úr umferð.
Kn þá Itlómstraði Sigurgeir
Mtuleinsson — hann skoraði þrjú
mörk í röð og staðan í leikhléi var
10-7 Haukum í vil.
Síðari hálfleikur fór ákaflega
hægt af stað — þegar 15. mínútur
voru af honum hafði hvort lið um
sig skorað tvö mörk 13-9. Bæði liö^
léku ákaflega veikt — enginn
leikmaður virtist hafa getu né
kraft til að rífa sig lausan og nýta
möguleika er gáfust. En svo fór
þó, að Haukar náðu að síga hægt
framúr. Þegar 25 mínútur voru
liðnar af síðari hálfleik höfðu
Haukar náð 5 marka forustu —
16-11 — og úrslit raunar ráðin.
Leikmenn Fram reyndu í
örvæntingu að koma meira út og
fiska knöttinn. Þeim tókst að
minnka muninn í þrjú mörk — en
sigri Hauka ógnuðu þeir aldrei,
18-15, og tvö dýrmæt stig suður í
Hafnarfjörð. Fram hins vegar
hefur aðeins hlotið þrjú stig úr
fimm leikjum — er í fimmta
sæti og langur vetur framundan.
Hörður Sigmarsson var að
vanda markhæstur Haukanna —
en óvenjulítið bar á honum. Hans
var að vísu gætt vel — en ein-
hvern veginn viróist Hörður ekki
ná sér á strik nema suður í Hafn-
arf. Hörður skoraði 5 mörk — 2
úr vítaköstum. Sigurgeir
Marteinsson skoraði 3 mörk,
Svavar Geiráson, Ingimar
Haraldsson, Jón Hauksson og
Ólafur Ólafsson skoruðu 2 mörk
hver. Stefán Jónsson skoraði eitt
mark.
Pálmi Pálmason skoraði 5 mörk
fyrir Fram — eitt víti. Gústaf
Björnsson skoraði 4, Guðmundur
Sveinsson 3 og þeir Arnar
Guðlaugsson, Jón Árni Rúnarsson
og Árni Sverrisson skoruðu eitt
mark hver.
Leikinn dæmdu þeir Manús
Pétursson og Valur Benediktsson.
Þeir voru ákaflega hikandi og
óákveðnir í gerðum sínum. Illa
virtust þeir taka eftir augljósum
brotum — furðulegt, þar sem allir
aðrir virtust sjá.
-h. halls.
Booth fer ekki til Forest
Ekkerl varð af því í gær, að
Tomm.v Booth hjá Manch. City,
færi til Nottingham Forest. Hann
ncitaði að undirrita samning við
Forest — félögin höfðu náð sam-
komulagi um kaupverð, 75 þús-
und sterlingspund — þegar
Manch. City vildi ekki tryggja
honum ágóðaleik (testimonial
match) f.vrir langa þjónustu hjá
City. Ætlar sér greinilega að ná
slíkum leik áður en hann yfir-
gefur Maine Road, en slíkir leikir
gefa leikmönnum oft mikið í aðra
hönd.
Ian Ross, leikmaðurinn kunni
hjá Aston Villa, fyrirliði nokkur
undanfarin ár, þar til hann missti
ekki alls fyrir löngu stöðu sína í
liðinu, var í gær lánaður til
Northampton í mánaðartíma.
Hann var þá nýkominn aftur til
Birmingham eftir að hafa leikið
með Notts County sem lánsmaður
í mánuð. Ian Ross var kunnur
leikmaður hjá Liverpool áður en
hann var seldur til Aston Villa
fyrir 3—4 árum.
Meistarakjarni í
Níu marka sigurgegn FHl
— Nýtt markamet í 1. deildarleik í Laugardalshöll þegar Víkingur skoraði 35 mörk gegn FH og fékk á sig 26!
— Víkingar hafa öðlazt sjálfs-
traust sitt aftur. Liðið leikur sem
ein heild, leikmenn vinna hver
fyrir annan. Þetta öðru fremur er
skýringin á velgengni Víkings nú
í tveimur síðustu leikjum. Það
vissu allir að getan bjó með Vík-
ingum — aðeins ef liðið léki sem
heild í upphafi mótsins, sagði
Karl Benediktsson, sem í gær-
kvöld stjórnaði Víkingi til sigurs
já, stórsigurs gcgn íslandsmeist-
urum FH. Víkingur sigraði FH
35-26 — og þar með var sett nýtt
markamet í Laugardalshöll i 1.
deild íslandsmótsins í handknatt-
leik — 61 mark á 60 mínútum. Og
hvílík mörk — já, áhorfendur
kunnu sannarlega að meta leik
Víkings og FH í gærkvöld og voru
sannarlega með á nótunum.
Já, leikur Víkings og FH var
skemmtilegur fyrir áhorfendur.
Hraði — geysilegur hraði,
einkum af hálfu Víkings, sem
beinlínis tættu Islandsmeistarana
í sig. Stórskemmtilegar fléttur og
þrumuskot höfnuðu í netmöskv-
um FH-marksins. Bókstaflega allt
gekk upp hjá Víkingum.
En hvað um FH, já hvað um
íslandsmeistara FH? — Úr því
við töpuðum þessum leik þá var
eitt ágætt. Við fengum skell — lið
okkar vantaói alla samstöðu, alla
samvinnu. Vonandi verður það til
þess að við vöknum af okkar
þyrnirósarsvefni og förum að
íeika handknattleik, sagði
Guðmundur Arni Stefánsson
fyrirliði FH eftir leikinn.
Vissulega orð að sönnu. Lið FH
lék alls ekki sem heild, illa gekk
að ráða við sóknarleik Vikinga. I
sókninni var samvinnan í lág-
marki — rétt eins og í vörninni.
Sannarlega mega FH-ingar taka
sig á ef þeir ætla að blanda sér í
baráttu um íslandsbikarinn í ár.
Annars er mér til efs að
nokkurt lið á Islandi hefði staðizt
Víkingum snúning í þeim ham er
leikmenn voru. Samvinna leik-
manna var mjög góð og mörkin
fjölbreytleg. Skorað var úr hraða-
upphlaupum, skorað var með
þrumuskotum að utan eftir
skemmtilegar sóknarfléttur,
skorað var glæsilega af linu. Og
síðast en ekki sízt — Rósmundur
varði mark Víkings allan leikinn
og af stakri prýði — meðal annars
fjögur vítaköst. Já, flest gekk Vík-
ingum í vil. Hitt hlýtur svo að
vera íhugunarefni, að vörnin
opnaðist oft illa, einkum í hægra
horninu og ófá vítaköstin fékk
FH þar. Raunar fengu FH-ingar
13 vítaköst alls — skoruðu úr 9 en
Víkingar fengu 5 — nýttu þrjú.
Fyrri hálfleikur var mjög jafn
framan af. Geysilegur hraði og
liðin skiptust á að skora. Glæsileg
mörk — einkum af hálfu Víkinga.
Raunar skoruðu FH-ingar 6 mörk
úr vítaköstum af fyrstu níu
mörkum sínum. Víkingar hins
vegar tvisvar. Þegar staðan var
10-10 var Magnús Guðmundsson
rekinn af velli en Víkingar létu
það ekki á sig fá og skoruðu
næstu tvö mörk einum færri.
Síðan tókst þeim að breyta stöð-
unni í 15-10 en FH tókst að
minnka muninn í 15-13 fyrir leik-
hlé!
Hafi leikmenn FH gert sér ein-
hverjar vonir um að snúa leikn-
um ser í hag í síðari hálfleik þá
kom fljótlega á daginn að Víking-
ar voru ekki aldeilis á þeim bux-
unum. Stórskemmtilegur hand-
knattleikur — þar sem hraðinn
var geysilegur og FH-ingum úr
jafnvægi og eftir 15 mínútna leik
höfðu Víkingar breytt stöðunni í
25-16. Eftir það virtist kraftur
Víkinga þverra nokkuð — og FIl
tókst að rétta hlut sinn nokkuð án
þess nokkurn tímaaðögnaVíking-
um. Þannig var .. . .... uda
staðan 30-20 þegar 24 minútur
Landsliðsmaðurinn ungi í Viking, Þorbergur Aðalsteinsson, átti
stórleik með liði sínu í gær. Var markhæstur i leiknum með 10 mörk
— í 11 skottilraunum! DB-mynd Bjarnleifur.
voru liðnar — og leiknum lyktaði
með stórsigri Víkings — 35-26.
Það er greinilegt að Víkingar
hafa komið fram með meistara-
kjarna — það er ef þeim tekst að
halda öryggi sinu og leikgleði.
Liðið small vel saman og.lék fyrst
og fremst sem heild. Að öðrum
ólöstuðum var Þorbergur
Aðalsteinsson maður
leiksins. Þessi ungi og eld-
siióggi u.,Kinaður skoraði 10 mörk
úr 11 skottilraunum. Sannarlega
gott — og mörg marka hans voru
stórglæsileg. Ölafur Einarsson
kom einnig mjög sterkur út —
skoraði 7 mörk — 2 víti. Nýtni
Olafs var einnig ágæt. Viggó
Sigurðsson skoraði 4 mörk -— úr 4
skottilraunum. Björgvin Björg-
vinsson var sterkur á línunni að
vanda og fiskaði flest vítaköst
Vikinga, en auk þess skoraði
Björgvin 4 mörk. Magnús
Guðmundsson skoraði 3, Jón
Sigurðsson, Olafur Jónsson og Er-
lendur Hermannsson skoruðu tvö
mörk hver.
Ungur nýliði. Einar Jó-
hannsson. skoraði eitt mark. En
stytkur ViKings er lyrsi og fremst
sá. að leikmenn liðsins eru ákaf-
' - '
óttir
lega jafnir — hvort heldur þeir
sem hvíla eða eru inná.
FH mætti sannarlega ofjörlum
sínum í gærkvöld. En hitt kom
berlega í ljós að samstaða innan
meistaraliðs FH er i lágmarki.
Eins vantar alla breidd í liðið. Það
er borið uppi áf þeim Viðari Sím-
onarsyni og Geir Hallsteinssyni
og slíkt kann ekki góðri lukku að
stýra. Vonandi verður þó skellur-
inn, er liðið hlaut í gærkvöld til að
ýta við FH-ingum. Það sést bezt
hve liðið er einhæft að þeir Geir
og Viðar skoruðu 18 af 26 mörk-
um liðsins. Viðar skoraði 10 mörk
— 4 víti, Geir 8 — 3 víti. Gué
mundur Árni Stefánsson skorad
2 mörk og Helgi Ragnar;
son einnig 2 —bæði úr vítakös
um. Guðmundur Magnússo:
skoraði eitt mark.
Þeir Hannes Þ. Sigurðssono
Karl Jóhannsson dæmdu leikinn
gærkvöld. Miðað við hinn geys
lega hraða þá fórst þeim hlut
verkið vel—þó nokkrum sinnun
hafi manni fundizt vítakastdón
arnir strangir — 18 vitaköst
einum og sama leiknum bera þes
gleggst vitni.
h halls
Báðir leikir
Vals og MA
í Reykjavík?
— Fer eftir úrslitum í fyrri leiknum
í Evrópukeppninni á morgun
Við ræddum við fararstjóra
sovézka liðsins MAI í gærkvöld —
og reyndum að fá þá til að fallast
á að leika báða leikina við Val í
Evrópukeppninni hér í Laugar-
dalshöllinni. Það var ekki tekin
nein ákvörðun í málinu, sagði,
Örn Höskuldsson, formaður hand-
knattleiksdeildar Vals, við blaðið
í morgun. Það fcr allt eftir því
hver úrslit verða í fyrri leiknum á
laugardag. Maður skilur þá af-
stöðu vel — Sovétmennirnir hafa
mikinn hug á því að ná langt í
keppninni, og þar getur heima-
völlur haft ntikið að segja. En
þessi möguleiki er samt opinn
enn og verður nánar ræddur eftir
leikinn á morgun, laugardag,
sagði Örn ennfremur.
Það varð ekkert úr, því, að
sovézku leikmennirnir hjá MAI-
félaginu í Moskvu, sem skráðir
eru sem námsmenn í verkfræði-
deild Moskvuháskóla, tækju
æfingu í Laugardalshöll í morgun
— og því fórum við Bjarnleifur
bónleiðir til búðar, þegar við
mættum þar. Æfingunni var
frestað til kl. þrjú í dag, en ekki
er víst að þeir fái að vera þar til
fimm eins og þeir hafa farið fram
á.
Evrópuleikur Valsmanna við
sovézku bikarmeistrana, MAI,
verður í Laugardalshöllinni á
morgun, laugardag kl. þrjú og þar
gefst tækifæri til að sjá nokkra
snjöllustu handknattleiksmenn
heims. I sovézka liðinu eru fjórir
leikmenn, sem urðu ólympíu-:
meistarar í Montreal í sumar, og
nær allir leikmenn liðsins hafgf
leikið í sovézka landsliðinu.
— Við munum reyna að hafá
strangar gætur á hinum snjalla
leikmanni Maximov, jafnvel
reyna að taka hann úr umferð
allan leikinn. Kringum hann
snýst allt spil soVezka liðsin|
sagði Jón Karlsson, fyrirliði Vals
í morgun og það er því ákaflegá
mikilvægt, að þetta atriði takis[
vel hjá okkur.
—Við verðum að ieika mjög
hraðan handknattleik og reyna að
opna vörn sovezkra á þann hátt
þvi lítið mun þýða að reyna að
skjóta yfir varnarvegg þeirra
Sovezku leikmennirnir
eru mjög hávaxnir og það
mun reynast erfitt að
koma knettinum yfir
þá_. Ef okkur tekst vel upp með
þau leikkerfi, sem Valur hefur
þaulæft að undanförnu, er ég
bjartsýnn á sigur okkar f Ieikn-
um. En við verðum að sigra með
talsverðum mun ef einhvecj
möguleiki á að vera á því að
komast í þriðju mferð keppn-
innar. Að því stefnum við auð
vitað, þó það verði mjög erfitt
fyrir okkur, sagði Jón Karlssof
ennfremur.
|Bvrjunin hjá nýja félaginu hefur verið
_ mjög slæm. .
Allt of seinn
hlaupa. Bommi
Þjálfarinn gefurlionumekki stundarfrið
ll’akkó er ekkislæmur! Ef það væri ekki j
! Bommi.. . við hiifumJ samningurinn fær
allir lent i þessuT ég heim í dag. j
IZ-2;
BLANCHFLOWER
Þurfum að
sigra íslend-
inga stórt!
Ef við vinnum góðan siguij
gegn íslendingum í heims
meistarakeppninni í knattspyrnu
á íslandi erum vió alls ekki úr
leik í 4. riðlinum, sagði Danny
Blanchflower, þjálfari norður-
írska landsliðsins, i viðtali við
BBC í gær. Já, við þurfum stórar
sigur á íslandi.
Ég er alls ekki óánægður með
leik írska liðsins gegn Belgum og
fannst markatalan 2-0, sigur,
Belga, of mikill. George Bestj
lenti i vandræðum í leiknum i
Liege, og þegar hann stendur sig
betur er írska liðið víst til allsj
Belgíumenn eru með gott lið
en Hollendingar eru þó betrij
sagði Blanchflower ennfremur.
Enn létt
hjá Connors
Það kom mjög á óvart á opna
tennismótinu í Stokkhólmi í gær-
kvöld, að Mark Cox, Englandi,
sigraði Pólverjann sterka,
Wojtek Fibak, örugglega
tveimur lotum. Fyrir keppnina
var Pólverjinn talinn í hópij
þeirra sigurstranglegustu. Mark
Cox sigraði með 7-6 og 6-3.
Jimmy Connors, Ba.ndarikjun-
um, sem nú er talinn bezti tennis-
leikari heims, átti í litlum erfið-
leikum gegn Balazs Taroczy.
Sigraði með 6-4 og 6-2. Hins vegar
þurfti Björn Borg, Svíþjóð, þrjár
lotur til að sigra John Lloyd,
Bretlandi. Sigraði þó með 6-2, 6-‘
og 7-6, svo ekki mátti tæpara
standa hjá Birni. Einhver maga-f
veiki hefur háð honum mjög.
Af öðrum úrslítum í gær má
nefna, að Raul Ramierez, Mexikóf
sigraði Tom Okker, Hollandi, 7-1
og 6-1, Haroon Rahim, Pakistan,
sigraði Harold Solomon, USAf
með 6-7, 6-4 og 6-4 og það var mjög
óvænt. Manuel Orantes, Spáni,
sigraði Nicola Spear, Júgóslavíu,
6-1 og 6-2, Brian Gottfried, USA,
sigraði Stan Smith, USA, 6-3 og
6-4, en óvæntustu úrslitin urðu
síðasta leik kvöldsins, þegar
Byron Bertram, S-Afríku, vanr
Guillermo Vilas, Argentínu 6-l|
4-6 og 7-6.
15