Dagblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976. 16 Símar 34945 - 34999 22% meðalafsláttur KJOTBORG Búðagerði 10 — Símar 34945 og 34999 f ........... Hárgreiðslustofan HRUND Auðbrekku 53 Kópavogi Pantið í síma 44088 Þólt Christina sé ekki nema tuttugu og fimm ára er andlit hennar þegar orðið rúnum rist, enda hefur hún gengið i gegn- um margs konar mótlæti um dagana. Alexander og Christina hafa ekki oft verið samvistum á sið- ustu mánuðum. Þegar þau neyddust tn að vera saman mæltu þatt varla orð frá vörum hvort \ið annað. Lífshamingjan helzt ekki í hendur við veraldlegan auð: TINA SKILUR í ANNAÐ SINN Bílasala, bíla- skipti, bílaleiga Leigjum út nýlega jeppa. Scout og Blazer Christina Onassis er ein af ríkustu konum heims en hún er jafnframt ein af þeim óhamingjusömustu. Nú ætlar hún að skilja við annan eigin- mann sinn og vinir hennar segja að hún sé svo langt niðri að þeir óttast að hún muni stytta sér aldur. Þaö virðist enginn endir á þeirri óhannngju sem- d’ynur yfir aumingja Christinu, sem er 25 ára gömul. Hún hefur yfirgefið eigin- mann sinn Alexander Andrea- dis, sem hún var gift aðeins í 15 mánuði. Lögfræðingar f jölskyldunnar eru þegar byrjaðir að ganga frá skilnaðinum. Þau Christina og Alexander voru gefin saman í júlí á síðasta ári, aðeins níu dógum eftir að þau kynntust. Allir héldu að nú hefði Christina loks fundið hamingjuna. Þegar það spurðist að hún ætti von á barni leit út fyrir að nú væri raunum hennar lokið og gæfan ætlaði að brosa við henni. En það fór á annan veg. Christina missti barnið sitt og eftir það fór hjónabandið út um þúfur. Hún reyndi eftir megni að forðast eiginmann sinn. Hún var búsett í New York í marga mánuði, á meðan hann var í Aþenu. Þegar Alexander brá sér til New York til þess að heimsækja konu sína var hún óðara farin til Aþenu. „Það er engu líkara en að Tina hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að verða óhamingjusöm í hjónabandinu. Maðurinn hennar vildi allt fyrir hana gera en eftir að hún missti barnið var engu líkara en hún hálf sturlaðist af sorg sinni," segir náinn vinur fjölskyldunnar. Faðir Christinu, Aristoteles Onassis var ekki ljúfur í sambúð. Hann vakti eins og gamall hræfugl yfir dóttur sinni. Þegar hún giftist banda- rískum fasteignasala, aðeins nítján ára gömui, ætlaði hann af göflunum að ganga og þvingaði hana til þess að skilja við hann. Síðan hefur Christina tvisvar sinnum reynt að fyrirfara sér. í fyrra skiptið þegar bróðir henn- ar Alexander fórst í flugslysi og í síóara skiptið skömmu eftir að faðir hennar dó. ' Talið var að samkomulag Christinu og Jackie hafi verið mjög slæmt eftir að Onassis karlinn dó. Birtar voru myndir frá jarðarförinni, þar sem Christina var að stíga út úr bifreiðinni, sem þær voru báðar í, við jarðarförina. Þær hafa síðan sætzt heilum sáttum og er ekki að efa að Christina hefur heimsótt Jackie þegar hún dvaldi lang- dvölum í New York. -Þýtt og endurs. A.Bj. Ennþá er tími til, að gera góð kaup á íslenzkum iðnaðarvörum á afmælismarkaði okkar. Opið til kl. 8 í kvöld og hádegis á morgun Kópavogsbúar Leitið ekki langt yfir skammt. Allar nýlenduvörur með 10% lægri álagningu en heimilt er. Mjög ódýr egg, kr. 400,- kg. Við erum í leiðinni að heiman og heim. VERZLUNIN KÓPAVOGUR Borgarholtsbraut 6 — S/m/ 41640 Öúýr matarkaup 1 kg egg 1 kg nautahakk 1 kg kindahakk Kínverskar niðursuðuvörur á mjög góðu verði. 395,- 700,- 650,- OPIÐ LAUGARDAGA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.