Dagblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 9
n AHRT A nm Tí’AC'T'Tm \nnx> 1 O TVTA\M^Ti/rr>T^r» 1 ana Verkamannasambandið er á móti ráðstefnu Sóknar segir formaðurinn tveir stjórnarmenn voru þó ekki boðaðir á fundinn f.......... Má láglaunafólk ekki ræða hlutskipti sitt? „Það er samdóma álit að lág- launakjör eru óviðunandi. Mér datt því ekki annað í hug en að þessir félagar okkar gætu staðið saman um einn fund. Ég get ekki séð neina hættu í því að almenningur segi sina mein- ingu um lágu launin og full ástæða er til þess að þetta sé áréttað rétt fyrir Alþýðusam- bandsfund.“ Þetta sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, en fundur láglaunafólks verður haldinn á sunnudaginn í Hreyfilshiisinu. Stendur starfsstúlknafélagið — „stjórnin sammála ” Sókn fyrir þessum fundi og skrifaði það verkamannasam- bandi Islands bréf þar sem það fór fram á þátttöku þess í' fundinum. Svarbréf barst og grípum við niður i það. „A stjórnarfundi í Verka- mannasambandi tslands var i dag tekið fyrir bréf frá félagi ykkar, þar sem Verkamanna- sambandinu er boðin þátttaka í sameiginlegum fundi láglauna- fólks fyrir ASÍ-þing, sem áætlað er að halda. Stjórnin var sammála um að eðlilegra væri að þegar til slíks fundar væri boðað á félagssvæði ákveðinna sambandsfélaga, væru viðkom- andi félög aðilar að slíkum fundum; í Reykjavík eru það Verkakvennafélagið Framsókn og Verkamannafélagið Dags- brún. Jafnframt kom frá á stjórnar- fundinum að bæði þessi félög myndu nú á næstunni boða til félagsfunda um málefni ASÍ- þings og óliklegt væri að þessi umræddu félög myndu vilja standa að slíkum fundi áður en þau hefðu rætt málin á eigin félagsfundum. Ef Starfsstúlknafélagið Sókn heldur áður boðaðan fund, munu stjórnarmenn Verka- mannasambandsins mæta á þeim fundi, þó að sambandið telji ekki af áður tilgreindum ástæðum eðlilegt að það sé fundarboðandi eða aðili að fundinum.“ „Ég veit ekki betur en að ég sé enn i stjórn Verkamanna- sambandsins. Ég álít að þessi stjórnarfundur hafi verið ólög- legur. Ég hefði verið hlynntur því að Verkamannasambandið væri aðili að fundinum,“ sagði Björgvin Sigurðsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags- ins Bjarma á Stokkseyri. Jú, ég er í stjórn, en var ekki boðuð á stjórnarfund ,“ sagði Herdís Olafsdóttir formaður kvennadeildar Verkalýðsfélags Akraness. Hún sagðist myndu hafa staðið með þvi að sam- bandið væri með. Ekki veitti af og þá ekki sizt fyrir konurnar sem væru lægstlaunaðar og væri hægt að segja upp með viku fyrirvara, þegar atvinna minnkaði. EVI cargokix „Ljónamarkaður” í félagsheimilinu í Kópavogi Það munu ýmsir verða hissa að sjá í dag stóran borða á brúnni milli bæjarhlutanna í Kópavogi með áletruninni „Ljónamarkaður í félagsheimilinu“. Tilefnið er að Lionsklúbbur Kópavogs efnir til flóamarkaðar á sunnudaginn milli kl. 2 og 6. Verður þar ýmis-' legt á boðstólum, m.a. leikföng og skófatnaður auk annars. Lionsfélagar i Kópavogi hafa staðið fyrir byggingu sumar- dvalarheimilis í Lækjarbotnum og hefur það notið mikilla vin- sælda. Á næsta ári er fyrirhugað að byggja við húsið svo að fleiri börn geti þar fengið aðstöðu. Ennfremur hafa Lionsmenn styrkt fatlaða unglinga til sumar- dvalar í Noregi þar sem þeir hafa fengið þjálfun í leik og starfi hjá sérmenntuðum kennurum. Er það von Lionsmanna að framhald geti orðið á þessari starfsemi og m.a. í þeim tilgangi safna þeir nú fé.— Þrátt fyrir margvísJeg samskipti íslendinga og færeyinga um langan aldur hafa samskiptin í raun aldrei orðið svo náin, sem frændsemi þjóðanna og vinátta gefur tilefni til. Stopular samgöngur fyrr á árum áttu þar stærstan þátt. Undanfarin ár höfum við annast reglu- bundið áætlunarflug milli íslands og Færeyja, 4 ferðir vikulega yfir sumarið, og einu sinni i viku yfir veturinn. Nú höfum við hins vegar ákveðið að fjölga ferðum i Færeyjaflugi okkar og og munum fljúga þangað tvisvar í viku i vetur fram til 1. maí. Flogið verður á fimmtudögum og sunnu- dögum frá Reykjavik um Egilsstaði, og Færeyjaflugið þannig tengt innanlands- fluginu. Með tveim ferðum í viku opnast mögu- leiki á stuttum heimsóknum, og þar sem við höfum gert samning við hótel Hafnía um gistingu, og býðst nú þeim lægra verð sem kaupa saman flugfar og gist- ingu í 3 nætur. Þessar ódýru 3ja daga ferðir, gera kleift að skreppa til Færeyja - skólafóiki, starfshópum, þeim sem ætla að heim- sækja vini og vandamenn, og svo auð- vitað þeim sem þurfa að sinna viðskipta- erindum. Verðið er frá 33.785 krónum fyrir manninn. Það verður enginn svikinn af feró til Færeyja. Færeyjaferð er öðruvisi. FLUGFÉLAG ÍSLANDS LOFTLEIOIR CARGOLUX heldur sig líka við jörðina: STENDUR FYRIR KAPP- AKSTRI í HONG KONG Til Færeyja hluta til íslenzkt fyrirtæki. Cargolux mun á sunnudag- inn gangast fyrir kapp- aksturskeppni í Hong Kong ásamt Bob Harper og meðal þátttakenda í kapp- akstrinum, Macau Grand. Prix, verður David Purley, þekktur kappi frá Eng- landi. Myndin var tekin þegar bíll Purleys, sem er skær- asta stjarna keppninnar, var settur um borð í áætl- unarflugvél Cargolux frá Luxemburg til Hong Kong á dögunum. Bíllinn er Formula 2 og er smíðaður af Modus Cars í Englandi og kostar hann nær 2 millj- ónir króna. 24 keppendur taka þátt i Macau- keppninni og verður vega- lengdin 250 kílómetrar. Líklega þekkja margir merkið á bílunum tveim, vöruflutningabílnum og kappakstursbílnum. Það er merki Cargolux, sem er að RÚSSARNIR KOMNIR SST Laugardalshöll á morgun kl. 15:00 MOSKVA Slysið í París GUÐMUNDUR SKRIKAÐI Á GÓLFMOTTU Nú er ljóst með hverjum hætti Guðmundur Magnús- son leikari, sem féll niður fimm hæðir og stórslasaðist i París um síðustu helgi, ' féll og hvar hann féll. Hann var staddur uppi á fimmtu hæð í gömlu húsi ásamt vini sínum og ætluðu þeir að heimsækja kunn- ingja sinn, sem býr þar. Hann reyndist ekki heima, en á meðan þeir biðu á gang- inum hallaði Guðmundur sér upp að stigahandriðinu, en stóð á renningi á gangin- um. Skyndilega rann renn- ingurinn á gólfinu með þeim afleiðingum að Guðmundur missti jafnvægið og féll yfir handriðið. Þannig háttar til að gap- hús er milli stiganna alla leið niður og því ekkert til fyrirstöðu. Lenti Guð- mundur á gólfinu á neðstu hæð. Guðmundur er 25 ára og leggur stund á framhalds- nám í leiklist. Það var síðast að frétta af líðan hans að hann er enn á gjörgæzlu- deild í sjúkrahúsi í París. — G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.