Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.11.1976, Qupperneq 2

Dagblaðið - 23.11.1976, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. NÖVEMBER 1976. 2 ✓ Einstæð móðir sniðgengin Kristín Alexandcrsd. skrifar: Hvers eiga einstæðar mæður að gjalda sem ekki hafa fjársterka eða pólitíska menn á bak við sig? Umsókn um endursöluíbúð hjá húsnæðismálanefnd var lögð inn hjá þeim í vor og er búin að vera hjá þeim í a.m.k. 6 mánuði ef ekki lengur og alltaf þegar spurt var um hefur fengizt neikvætt svar. Það þyk- ir mér heldur hart að gengið sé fram hjá einstæðri móður með tvö börn, sem eru eins og tveggja ára og eru á götunni. Er ekki svolítið hart að frétta svo úti í bæ að ung hjón með eitt barn fái íbúð hjá þeim eftir aðeins l-2ja mánaða bið. Þessi hjón voru þó í ágætu húsnæði fyrir. Svo fær einhleypur maður íbúð sem hann notar einungis til veizluhalda, fyrir utan fjölmörg tilfelli önnur. Hvað á að kalla þetta? Er þetta réttlæti? Nei, þetta er klíkuskapur. A að ganga framhjá einstæðri móður, sem reynir að fá húsnæði fyrir börn sín? Þessi kona hefur verið hingað og þangað siðan 2. maí 1976, þó mest hjá móður sinni og systur í lítilli 2ja herbergja íbúð. Þar er nú varla hægt að þverfóta fyrir kössum og öðru dóti. Einstætt foreldri er greinilega svo lítils metið að það er alltaf gengið fram hjá því. [ istwizkir vfcing<r heimtir úr hgljirfbr Aparnir í Afríku, Negrastelpa for á — og flein sögur frá Alfunni svörtu rall íslenzkir farmenn: ERU ÞEIR ALLIR SVONA RUDDALEGIR r r OG OMANNUÐLEGIR Sigríður Þorsteinsd., hringdi: Mér ofbauð nú alveg greinin sem birt var í DB um daginn þar sem farið var um borð í flutningaskipið Sögu og rætt við skipverjana. Lýsinga! þeirra bera þess greinilega vott hversu rudda- legir þeir eru og lítilmótlegir. Þarria var m.a. skrifað um meðferð á tveimur innfæddum, annars vegar af hálfu yfirvalda og hins vegar af hálfu skipverj- anna sjálfra. Hvort tveggja bar vitni um litla mannúð og næstum því mannvonzku. En skipverjunum þótti þetta bara stórsniðugt, eftir því sem manni skildist. Eflaust voru töluverðar ýkjur í lýsingum þeirra en það eitt að þeir skuli segja frá atburðum eins og þessum, ber þess merki hvað þeir hafa fádæma bágborinn persónuleika. Svo er það með þessa negra sem réðu sig á skipið. Eftir að hafa kynnzt innræti skip- verjanna í greininni, þá dettur mér ekki í hug að draga orð Nígeríu-mannanna f efa. Enn deila Birkír og Gísli: LÍTILL SÓMIAÐ SKÖMMUNUM Þann 18. október síðastliðinn birtist f Dagblaðinu greinar- stúfur saminn af óðalsbóndan- um Birki Friðbertssyni í Birki- hlíð við Súgandafjörð. Telja má að það sé svar við því, er ég sendi sama blaði og birt var 29. september. Ég óskaði ekki svars við þeirri lýsingu, enda var það bara lýsing á samtali og viðskiptum manns við mann. Yfirskriftin á grein Birkis er ,,Vesalings Skrauta — aumingja Gisli.“ Birkir hefði átt að vera í stað Skrautu. Jæja, Birkir, það var gott að þú skyldir láta ljós þitt skína i víðlesnu blaði hér á Súganda- firði, því að umboðsmaður þess tjáði mér, að hér væru 48 fastir kaupendur, og ég hygg að allur þorri manna hér lesi það yfir- leitt, enda er það albezta blaðið, sem nú er gefið út á íslandi. Ekki versnar það við það þegar tveir flokksbræður frá Súg- andafirði eru farnir að tjá hug sinn þar, hver til annars. Þú ert búfræðingur að mennt, fæddur 10. mai 1936 og ert því ungur að árum og lftt þekktur, riema hjá ritstjórum Þjóðvilj- ans, þegar þú ert að kvarta þar. Þú ert talinn mikill bóndi og þú sækist eftir jarðneskum munum á ýmsan hátt, eins og fleiri. Þér þykir sómi að skömmunum. samanber okrið á Raddir lesenda Skrautu, er þú nefnir svo. Nú ert þú f hreppsnefnd hér fyrir Alþýðubandalagsmannfólkið. Fyrri part árs 1975 eða fram í marz varst þú sveitarstjóri. Telur þú, að fólki hafi yfirleitt likað vel við þig i því starfi? Varstu ekki nokkuð gleyminn? Reiknar þú með því að verða gerður að heiðursborgara í ellinni? Nei, sennilega ekki. Þú segir í grein þinni, að kýrin Skrauta hafi verið seld 29. júní. Hið rétta er, að hún var seld og afhent 19. júni. Eru margar skekkjur þessu líkar og þá á öðru sviði í starfi þínu eða störfum? Þú byrjar harma- kvein þín með þessum orðum: „Fyrr hefur þessi maður skrifað greinar svipaðs eðlis, fyrst í Morgunblaðið sem fréttamaður þess og sfðar sem fréttamaður Þjóðviljans, nú hin síðari ár.“ Ég byrja á því hér, að lýsa þig skaðlegan stórlyg- ara, sem getur ef með þarf logið á hærri stöðum. Ég var aldrei fréttamaður Morgunblaðsins. Ég hafði verið beðinn og ég hafði dregizt á að taka það að mér. Samkvæmt þeirri beiðni simaði ég á minn kostnað nokk- ur orð þann 8. nóvember 1968 um ástandið hér á Súganda- firði, eins og það var þá og hafði verið að undanförnu í atvinnumálum. Þetta kom svo út sunnudaginn 10. nóvember og þá endurbætt, sem hentaði þeim betur. Þeir þoldu ekki sannleikann þar frekar en heiðursmaðurinn Birkir í Botni. Frá þeirri stundu, sem að framan greinir, hefi ég verið f'réttamaður Þjóðviljans og kaupendatalan jókst úr 2 í 16. Þú hefur aldrei, að eigin sögn, dáðst að þeirri meðferð frétta, sem þar hafa staðið og því slúðri, sem í þessum greinum hefur falizt. Þú hefur tárazt yf ir því að sjá skrif mín í Þjóðviljanum, sem átti að vera vettvangur ábyrgðarmeiri skrifa en iinnur blöð. Hvernig gazt þú dæmt skrif min þar, þú fórst ekki að kaupa blaðið. ja, l'yrr en árið 1974. Þú leiðréttir þetta i næstu grein, ef ekki er rétt með farið. Núll tekjuskatt- ar og fátækleg útsvör þin hafa eðlilega ekki levft þann tnunað að kaupa blöð flokks þíns. Var það ekki í júlí 1975, sem þú neitaðir að borga mér blaðið fyrir mai og júní. Þú áttir eftir að tala við ritstjórana út af 16. júlí grein minni það ár: „Fimm sveitarstjórar á tæpu ári“. Það voru raunar 8 mánuðir. Þú varst einn af þeim fimm. Þú náðir í Svavar Gests- son ritstjóra, frændi þinn Kjartan var úti. Eðlilega fékk Kjartan skilaboðin, þvf að pólitískt umráðasvæði hans er Vestfirðir. Sennilega hefur þú beðið þess eða óskað, að sett yrði á mig þumalskrúfa þegar í stað gagnvart skrifum mínum. I stað þess, líklega fyrir harma- kvein þfn, var íréttabréf það, sem ég sendi 6. ágúst og ekki var komið út.sent hingað til formanns Alþýðubandalagsins sem trúnaðarmál. Kjartan frændi þinn hefur ekki þorað að senda þér það prívat til umsagnar. Ekki er nú traustið mikið. Var það ekki kvöldið 21. ágúst, sem fundur var settur á heimili þínu og fréttabréfið tekið til umræðu. Mættur var Einar Guðnason formaður Al- þýðubandalagsins hér. Þú ert f stjórn þess félags. Sá þriðji Guðvarður Kjartansson gat vist ekki mætt, aftur á móti var þar staddur Gestur Kristinsson, sennilega sem fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í hreppsnefnd. Þetta fór þó svo, að bréfið kom út 27. ág. Þú viðurkennir að hafa kvartað tíl Þjóðvilja- manna. Sennilega hefur þú kvartað oftar en einu sinni, ekki til Þjóðviljamanna, heldur frænda þíns Kjartans ritstjóra. enda vildi hann ekki, að dropa- greinin yrði birt í Þjóðviljanunt og af þeim ástæðum kom hún i Dagblaðinu. Það fór vel. Eg tel, aö þú sért aumkunar- verður vesalingur hvað stór- mennsku þinni viðkcmur.Þúseg- ist aldrei naia nait unigun til þess að svara mér. hvorki hér heima eða í landsmálablöðum. Fyrir hvað hefðir þú átt að svara. Eg hefi aldrei deilt á.þig í fréttabréfum mínum. Aldrei. Þú varst ekki neinn sérstakur fréttamatur og við vorurn lík;i flokksbræður. Þig hefur bara dre.vmt þessar át'ásir. Þú erl ruglaður stórbokki. Þú deilir á dagblöðin fyrir að taka á móti fréttum. Þú segist ekki vantreysta heimamönnum. Get- ur verið að heimamenn beri traust til þín? Þú talar um einhverja hneykslun, lesendur Dagblaðsins og ærumeiðandi árás á Skrautu. Þetta er mjög svo hástemmt rugl sem fáir skilja nema þú, ef þú skilur það þá. Þá eru það liðirnir I til V, það eru til sannleikskorn f þeim, samanber dropagreinina, en þó eru það haustnáttastrá, sem þú reynir að grípa í. „Veit ekki til að nokkur ónefndur né tilnefndur aðili hjá Búnaðar- félagi íslands hafi verið spurður eðlilegs verðs eða ráðið því.“ Þetta er eitthvert rugl, skilur þú það sjálfur? Viltu vita, hver talaði við Búnaðar- félagið fyrir mig? Hann heitir Ulfar Þormóðsson hjá Þjóðvilj- anum; hann mun standa við það, sem hann fræddi mig á. Var það þetta, sem þú þvældir um „Ónefndur — Tilnefndur“? Þú segir f fimmta kafla, að kýrin sé nú á haustnóttum — það er sennilega búfræðinga- mál — ekki föl fyrir það verð, sem hún var seld á 29. júní ( þú seldir hana 19. júní), þó að tæpir þrfr mánuðir frá burði se'u liðnir og vetur framundan. ITver var það, sem bauð hjón- unum þetta sama verð, söluverð krónur 141.000.00? Það varst þú. Þér var svo mikið bumbult við að lesa um dropann, að þú raukst af stað út að Sólstöðum í grænum hvelli. Samkvæmt 1. og 2. lið má sjá, að mjólkina hefur þú í upphafi reiknað á kr. 80.000.00. Hér kemur sennilega santvizkuspurning: Ætlaðir þú að gefa þeirn mjólkina. umfram kostnaðinn sem þau lögðu fram f.vrir dropann? Þá hefðir þú sannarlega breytt eftir mál- efnasamningi þfnunt og tekið tillit til aldraðra. Og i lokin á spjalli þinu er það. að þú telur að ég hafi tvíreiknaö útsvar Guðmundar niður á dilka af mikilli nákvæmni. Þú álitur tnig lífsleiðan tómstundaskrif- ara. Þetta er ekki rétt hjá þér. ég tel mig lílsglaðan frétta- mann. Þið í hreppsnefndinni viss- uð, að framtal Guðmundar var allt of hátt, en af því að rfkið átti að borga brúsann, út- svarið.þá var það látið vera að leiðrétta það. Útsvarið kr. 68.000.00 á 30 dilka verður kr. 2.266.66 á dilk. Ríkið greiddi hreppnum aðeins kr. 2.120.00 af útsvarpinu, hitt féll eðlilega niður, því að fyrir um 20 árum var samþykkt af þáverandí hreppsnefnd, að fólk yfir 67 ára aldur þyrfti ekki að greiða út- svar og það ákvæði stendur enn Hefi ég gleymt einhverju? Jú, rétt, sannarlega má það teljast frétt, að eftir ár frá þvi, að ég hafði ritað fréttabréf, var mér tjáð af bónda hér í sveit, að hann væri að hugsa um að stefna mér fyrir birgzl um skattsvik fyrir ári síðan. Bréf það hafði ég dagsett 6. ágúst 1974. Það var sem sagt eitt ár liðið, þegar skot þetta reið af. Hann hafði ekki lesið það sjálfur. Það var Gunnar Guðbjartsson, formaður Stétt- arsambands bænda, sem kom þvi inn hjá honum. Ég kann- aðist ekki við þá frægð að hafa þorað að skrifa um skattamál og sótti því frumritið af því fréttabréfi og léði honum til aflestrar. Eg á flest öll afrit af bréfum mínum frá því fyrsta, eða 17. des. 1968, og þú getur fengið þau keypt og leitað þar að níðskrifum, sem þú minnist á. Var það ekki 10. ágúst í fyrra, sem þú komst með afritið heim til mín? Afritið, sem ég lánaði pabba þínum. Jú, þú hafðir eðlilega lesið það líka. Þú hlýtur að muna það. að þú hótaðir mér stefnum og öllu illu, ef ég minntist einu orði á þig í bréfum mínum. Þú attir auðvitað við skatta og útsvör. A því augnabliki, sem þú varst að hrella mig hér heima, i ntínu eigin húsi, var bréfið, sem þú óttaðist sennilega svo rnjög — komið suður. Þú hlýtur líka að muna, að þetta bréf var til umræðu heima hjá þér 21. ágúst í f.vrra, 1975. Eg held að það borgi sig ekki fvrir þig að reita mig til reiði og set ég þvi hér undir nafn mitt til staðfestingar. Gisli Giiðmundsson.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.