Dagblaðið - 23.11.1976, Page 5

Dagblaðið - 23.11.1976, Page 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976. Rannsókn Miklubrautarmorðsins: Engin tímamót í sögu rannsókna á fslandi — segir Gísli Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður í athugasemd við skrif Dagblaðsins um Geirfinnsmálið Athugasemd Gisla Guðmundssonar rannsóknar- lögreglumanns vegna skrifa Ómars Valdimarssonar og Braga Sigurðssonar frétta- manna i Dagblaðinu föstudag- inn 19. nóv. sl. þar sem gerð er úttekt á Geirfinnsmáiinu svokallaða þegar liðin eru tvö ár frá þvi að maðurinn hvarf i Keflavik. Ekki er ætlun min að blanda mér i úttekt fréttamannanna á rannsókn þessa máls en þegar þeir tengja við það rannsókn morðmálsins á Mikluhraut 26, þ. 23. sept. sl., þá tel ég nauð- synlegt að leiðrétta rang- færslur sem koma fram í yfir- liti fréttamannanna. Að áliti fréttamannanna markar rannsókn Miklubraut- armálsins timamót í sögu rann- sókna á íslandi. Ekki vil ég gera litið úr áliti þeirra á skipu- lagi og gangi þess máls en ég held að mér sé óhætt að fuli- yrða að staðið hafi verið að rannsókn málsins á mjög svip- aðan hátt og tiðkazt hefur þau 23 ár sem ég hef starfað i lög- reglunni i Reykjavik. Lögreglumenn þeir sem Örn Höskuldsson, fulitr. yfirsaka- dómarans í Revkjavik, fékk til liðs við Karl Schíitz við það verkefni að koma skipulagi á r'annsókn Geirfinnsmálsins og annarra mála, sem þvi tengd- ust, höfðu starfað í nokkrar vik- ur áður en morðið á Miklubraut 26 var framið. Flestir þessara lögreglumanna höfðu áður unn- ið eitthvað við rannsókn máls- ins og lá þvi beinast við að þeir héldu þvi áfrám. Rétt er að leitað var til Karls Schiitz og hins þýzka lífeðlis- fræðings Kieslings um ráðlegg- ingar við rannsókn hins ljóta morðs að Miklubraut 26. Þeir veittu báðir ómetanlega aðstoð og sérstaklega ber að þakka hr. Karli Schiitz hollar ráð- leggingar i þvi sambandi. Pétur .Eggertz sýndi mikinn dugnað Fjölmargir starfsmenn lögreglunnar og sakadóms unnu að lausn Miklubrautar-morðsins. flér er hluti þeirra á öskuhaugum borgarinnar við Gufunes. (DB-mynd Árni Páli). við túlkunarstörf og á þakkir skildar fyrir sitt framlag. í greininni er þvi haldið fram að nú i fyrsta sinn hafi verið settur 20 manna hópur lög- reglumanna til að rannsaka Miklubrautarmorðið. Þarna gætir misskilnings af þvi að ótalinn hópur lögreglumanna, bæði úr rannsóknarlögreglunni og almennu lögreglunni.(áreið- anlega fleiri - en 20), vann saman að rannsókninni, eins og ávallt hefur verið talið sjálfsagt við rannsókn stórafbrotamála. Mér er óhætt að fullyrða af langri reynslu minni i lögregl- unni í Rvík að slikt er ekkert einsdæmi og siður en svo að marki timamót i sögu rann- sókna á íslandi. Hér var aðeins um að ræða þá vinnuaðferð sem flestir lögreglumenn hafa tam- ið sér og eru sammála um að sé vænlegust til árangurs. Allt einstaklingspot á engan rétt á sér og getur skapað óbætanlegt tjón við rannsóknir stórafbrota- mála. Ekki sakar að minna á það hér að óvist er hvernig farið hefði ef annar háttur hefði ver- ið á hafður en að framan er lýst. Þar kom til mjög ánægju- leg samvinna jafnt meðal lög- gæzlumanna, fréttamanna og fjölmiðla, svo og borgara sem ýmist komu með upplýsingar eða leitað var til á einn eða annan hátt. Öllum þessum aðil- um verður seint fullþökkuð sú aðstoð. Ekki er hér gert litið úr störf- um eða hæfileikum þeirra rannsóknarlögreglumanna sem unnið hafa að rannsókn Geir- finnsmálsins og þeirra mála er því tengjast. En i samráði við Gunnlaug Briem, sem þá gegndi störfum yfirsakadóm- ara, og Harald Henrýsson saka- dómara, sem hafði yfirstjórn rannsóknarinnar á höndum eft- ir að grunur beindist að ákveðnum manni, var þeim lög- reglumönnum haldið utan við þetta mál. Sennilegt þykir mér að þeir hafi þegar þótt hafa ærið viðfangsefni við að glima þó ekki væri farið að íþyngja þeim með sliku stórmáli til við- bótar. Til að fyrirbyggja mis- skilning þá vil ég að það kom; fram að þeir lágu ekki á liði sinu fremur en aðrir. Það væri kannski freistandi að telja upp nöfn þeirra lög- reglumanna og annarra sem lögðu fram vinnu við rannsókn morðmálsins að Miklubraut 26. Ekki verður þetta samt gert hér, enda verður að telja það óæskilega stefnu að fjölmiðlar haldi því á lofti hvaða einstakl- ingar innan lögreglunnar fást vi4 hver einstök mál. Verður ekki séð að aðrir geti hagnazt á því en þeir sem tengjast málinu á einn eða annan hátt og eiga þá auðveldara með að fylgjast með aðgerðum og ferðum lög- reglumannanna. Með þökk fyrir birtinguna. Gisli Guðmundsson. SAMFELLUR - NÝTT LEIKFANG FYRIR LITLU Samfellur eru nýtt leikfang á islenzkum markaði. Að mörgu leyti minna þær á púsluspil en eru ætlaðar ungum börnum, allt frá þriggja ára aldri. Samfellur þessar eru ensk framleiðsla en Bókaútgáfan örn og Örlygur hefur umboð fyrir þessi leikföng her á landi. BORNIN Nú eru komnar á markaðinn Samfellu-sirkus .>g. Samfellu- dýr. I hvorum kassa eru 45-60 einingar sem börn eiga að fella saman. Þær eru prentaðar i mismunandi litum til að þau börn, sem ekki hafa lært að þekkja litina, fái æfingu i að greina á milli. — allra augu beinast á RADIÖIMETTE SM240C Radionetta SM 240 C ásamt 2 stk. TK 400 Hi—Fi hátölurunum, er eitt glæsilegasta samþyggða stereó- útvarpskassettutæki sem við höfum boðið. Verð án hátalara kr. 163.465.- Tækið er með FM-bylgju, miðbylgju, langbyglju, stereo. Magnarinn er 2x25 wött Sinus. Hi- og Low-síur, Tengi fyrir 2 heyrnartæki. Innbyggt 4 rása kerfi. Kassettu-tæki fyrir upptöku og afspilun DNL filter. Innbyggð kassettugeymsla. Verð með 2 stk. TK 400 kr. 211.115.- Komið og skoðið þetta glæsilega tæki hjá okkur. Við bjóðumst til að lofa yður að hlusta á það heima í yðar eigin stofu. — Góðir greiðsluskilmálar. EF EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI 10 A Sími 16995.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.