Dagblaðið - 23.11.1976, Side 6

Dagblaðið - 23.11.1976, Side 6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. NÖVEMBER 1976. 6 Friður í Líbanon, en nú rífast menn ákaft: HVER ATTISOKINA AÐ UPP- HAH BORGARASTYRJALDAR? Sýrlenzkar hersveitir hafa stöðvað alla bardaga í Líbanon en nú eru menn lentir í annarri rimmu, orðaskaki yfir því hver hafi átt upptökin að borgar- styrjöldinni. Rashid Karami, forsætis- ráðherra, sem er múhameðstrúar- maður, sagði í gær, að sumar deildir innan líbanska hersins hefðu stofnað og búið vopnum herskáa flokka hægri manna til þess að brjóta á bak aftur starf- semi palestínskra skæruliða, löngu áður en borgarastyrjöldin hófst. Sagði hann ennfremur i viðtali við vikurit á mánudagsmorgun, að ráðgjafar hersins hefðu marg- sinnis neitað að beita hernum til að koma í veg fyrir að átök hæfust og jafnvel neitað að hlýða skipunum. Aðstoðarforsætisráðherrann, hægrisinninn Camille Chamon, sem er kristinnar trúar sagði, að herinn hefbi alla tíð verið hlýðinn yfirboðurum sínum og að hann hefði getað barið niður borgara- styrjöldina strax í byrjun, ef Karami hefði farið fram á það. Á tímum borgara- styrjaldarinnar, klofnaði herinn í tvær meginfylkingar múhameðs- trúarmanna og kristinna. Elias Sarkis forseti landsins hefur sagt, að það verði sitt fyrsta verk að reyna að koma skipulagi á herinn til þess að breyta friðar- gæzlu Sýrlendinga nú í varanleg- an frið í landinu. Karami sagði í viðtalinu að ljóst væri að fyrrum forseti landsins, Suleiman Franjieh, hefði alla tíð látið kristnum mönnum í té allar æðstu stöður innan hersins og boðaði að hann myndi láta fara fram fullnaðarkönnun í málinu. Nú er fyrst og fremst unnið að því að byggja upp allt á nýtt eftir 19 mánaða borgarastyrj- öld í Líbanon. Hér má sjá sýr- lenzkan skriðdreka skrölta fram hjá rústum geysistórrar vöruskemmu í borginni Beirút. CARTER VILL HITTA FÓLK Jimmy Carter, sem verður næsti forseti Bandaríkjanna, sagði í gærkvöld, að þriðja ráð- stefna iðnaðarríkja sem ekki væru kommúnistaríki, „myndu gefa mér tækifæri til þess að hitta nokkra erlenda þjóðarleiðtoga." Carter sagði þetta eftir að hann hitti Ford forseta að máli í Washington í fyrstu heimsókn sinni til höfuðborgarinnar eftir að hann vann í kosningunum 2. nóvember sl. Ford mun hafa bent Carter á, að meirá fengist út úr því að hitta ráðherra frá NATO-ríkjunum og jafnvel einhverja af hjóðarleið- togum þeirra. Einholti 8 Sími 28590 Höfum til sölu: Ford Pinto 1971, ekinn 71 þús. km. Saab 96 1971, ekinn 86 þús. Ródesíuráðstef nan: Richard hefur km. Rússajeppi 1964 með nýrri bensínvél árg. ’75. Nýtt drif úr árg. '75, framdrifslokur, allur bíllinn ný.yfirfarinn. International Scout 1974, ekinn 38 þús. km. Til sýnis á staðnum. Mercedes Benz 1966 dísil. Góðir greiðsluskilmálar. Willys jeppi árgerð 1965. Góðir greiðsluskilmálar. Mercedes Benz dísilvél — 200, með gírkassa og öllu utan á. Markaðstorgið Einholti 8. Sími 28590. Gegn samábyrgð flokkanna engar frekari tillögur Ródesíuráðstefnan: Lítil von um árangur. Brezki sendiherrann Ivor Richard, sem er formaður ráð- stefnunnar um framtíð Ródesíu sem nú er haldin í Genf, kom þangað í gær eftir ýmsar bolla- leggingar i London. Sagði hann að hann hefði engar sérstakar til- lögur frairt að færa á ráðstefn- unni, sem nú er að.fara út um þúfur eftir að hafa verið í sjálf- heldu í langan tima. Þó lét Richard að því liggja við fréttamenn, að hægt væri að komast framhjá aðaldeilumálinu. ákveðinni dagsetningu fvrir sjálf- stæðisyfirlýsingu. með þvi að ákveða dag fyrir fyrstu almennu þingkosningarnar í landinu eftir að það fær sjálfstæði. Brezhneví Búkarest: HVETUR TIL SAMVINNU í UTANRÍKIS- MÁLUM Leiðtogi sovézka kommún- istaflokksins, Leonid Brezh- nev, sem fagnað hefur verið gífurlega í fyrstu heimsókn sinni til Rúmeníu í áratug, hefur hvatt þjóðina, sem orð hefur á sér fyrir sjálfstæðar skoðanir innan austurblokk- arinnar, að hefja nánari sam- vinnu við Sovétstjórn á sviði utanríkismála. Brezhnev, sem fagnað var af hundruðum þúsunda manna er hann kom til Bukarest í gær, lét þessi ummæli falla í veizlu, sem honum var haldin af Nicolae Ceauseseu, forseta landsins, en hann er upphafs- maður að sjálfstæðri stefnu þjóðarinnar gagnvart , Sovét- ríkjunum. Sovézki flokksformaðurinn sagði, að stjórnvöld í Kreml myndu taka frekara samstarfi á sviði utanríkismála fegins hendi. Því meiri samvinna, ,,því betra fyrir frið í heimin- um og framgang sósialismans, fyrir sameiginleg markmið okkar og hugmyndir,” sagði Brezhnev. Brezhnev í Búkarest: Vill nánara samstarf.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.