Dagblaðið - 23.11.1976, Side 8

Dagblaðið - 23.11.1976, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976. Nýtt skipulag Háskólans: Raunhæf lausn á húsnæðis- og skipulagsvandanum Hér gefur að lita hið nýja skipulag kjarna háskóiasvæoisins, væntanlega séð frá Hringbraut fraintiðarinnar. Viðbótarálman við aðalbygginguna litur ekki svo illa út, séð fra pessu sjónarhorni.... Ný áætlun um framtíðarskipu- lag háskólasvæðisins var lögð fram í Háskóla Islands í gær. Er hér um að ræða skipulag sem prófessor Alvar Aalto, arkitekt og skipulagsfræðingur, vann að beiðni Háskólans skömmu fyrir andlát sitt. Þessi áætlun miðar að þvi að nýta þann kjarna sem fyrir er, þ.e. að aðalbygging Háskólans verði áfram miðdepill svæðisins. Það var árið 1961 sem Háskóli íslands fékk úthlutað viðbótar- svæði frá Reykjavikurborg. Nær það allt austur frá mótum Njarðargötu suður að Tivoli og því fylgir einnig nokkur landskiki vestan við Suðurgötuna. Ekkert skipulag um svæðið var gert og þvi ljóst að ekki yrði byggt i nánustu framtið nema það liti dagsins ljós. Þvi var það að leitað var til prófessors Aaltos, sem þekktur er fyrir skipulag háskóla- og menningarsvæða viða um lönd, og hann beðinn um að setja fram hugmynd um hvað mætti byggja meira á lóðinni, miðað við að nú- verandi aðalbygging yrði áfram miðpunkturinn. Hugmyndin sem prófessor Aalto setti fram er að mati há- skólamanna mjög raunhæf til lausnar, auk þess sem hún er mjög áhugaverð og djörf. I henni er ekki endilega tekið tillit til samræmis i staðsetningu og hönn- un bygginga heldur hugsað um að viðhalda umhverfinu án stórvægi- legrar skerðingar og gera það mannlegra og meira aðlaðandi. Gert ér ráð fyrir fjölda nýrra bygginga sem mun rúmlega tvö- falda núverandi byggingar. Þar af er viðbótarálma við norðanverða Háskólabygginguna sem gefa mundi gott skjól og gera útisvæð- ið fyrir framan hana þrengra og vistlegra. Þá er einnig gert ráð fyrir viðbótarálmu við Þjóðminja- safnið. Gert er ráð fyrir að iþróttavöll- ur Háskólans verði gerður að grasflöt en i stað hans, og þá einnig Melavallarins sem í fram- tiðinni mun víkja fyrir þjóðarbók- hlöðu, yrði reistur nýr iþróttavöll- ur suður við Tivoli. Þar sem ráðgert er að færa starfsemi læknadeildarinnar að Landspítalanum, sem fær mun stærra svæði til yfirráða i fram- tiðinni, samkvæmt aðalskipulagi Reykjavikurborgar, mun nær öll starfsemi Háskólans verða saman- komin á tiltölulega litlu svæði. Er það álit háskólamanna að með þessu skipulagi muni verða séð fyrir þörfum Háskólans um tölu- vért langan tima. Skipulagshugmyndin var i gær lögð fyrir Skipulagsnefnd Reykja- vikurborgar, sem tekur úrslita- ákvörðun um samþykkt hennar en ákvörðunar er ekki að vænta strax. Er ekki unnt að hefja neina hönnun eða framkvæmdir fyrr en sú ákvörðun liggur fyrir, en þess má geta að hugmyndin hefur m.a. verið lögð fyrir háskólaráð, borgarverkfræðing og Þróunar- stofnun Reykjavikurborgar og hafa undirtektir viðast hvar verið mjög góðar. JB .. en það stingur óneitanlega i augað að sjá hana á þessari ímynduðu loftmynd. Nýjar b.vggingar i mið kjarnanum eru merktar. Urður — ný verzlun í miðbænum í Kópavogi Smám saman verða umsvifin meiri i miðbænum i Kópavogi. Þar hafa verið opnaðar margar nýjar verzlanir undanfarið, sú nýjasta heitir Urður og er til húsa að Hamraborg 1. Þar er á boðstólum tizkufatnaður fyrir konur, t.d. kjólar, pils, peysur, blússur og náttsloppar. Það verður ekki mikil hætta á þvi að kona hitti stallsystur sina í eins kjól vegna þess að i Urði er nær eingöngu einn kjóll af hverri tegund. Eigandi Urðar er Brynja Pétursdóttir. Brvnja Pétursdóttir i ver/.lun sinni sem ber nafniö l'rður, Málfreyjur: íslenzk kona önnur í keppni ræðukvenna tsland var i öðru sæti i alþjóðaræðukeppni kvenna og var þetta i úrslitakeppni á árs- þingi ..Toastmistress" (ræðu- kvenna) i júlí 1976. Það var Málfre.vjudeildin Varð- an i Keflavik, sem stofnuð var i desember 1975, sem sendi þessa ræðu á segulbandi i keppnina. Það gerðist aðili að alþjóðasam- tökum ,,Toastmistress“ i mai 1976 og hefur á þjálfunarskrá sinni ræðukeppni sem haldin er einu sinni á ári. I slikri ræðukeppni eru ræðurnar fluttar á ensku og vinningsræðan send út á segul- bandi. Vinningsræðan i ræðukeppni Vörðunnar fjallaði um vélvæð- ingu og hafði fyrirsögnina ..The Dark Age of Mechanical Power“ (Hin dökka öld vélvæðingarinn- ar). Hún var samin og flutt af Erlu Guðmundsdóttur, þáverandi forseta deildarinnar. Þjálfunarstarf i málfreyju- alþjóða- deildinni beinist í átt til eflingar samskipta og forustuhæfileika. Þetta er framkvæmt með flutn- ingi verkefna á reglulegum fund- um, samkvæmt niðurröðun í áfanga. Þjálfunaráfangar eru þrir i deild. Um þetta leyti er tæpur þriðjungur aðila Vörðunnar að ljúka 1. áfanga sem felur i sér 15 verkefni.. Málfreyjum i Vörðunni var frá upphafi hugleikið að kynna öðr- um konum á tslandi þessa þjálfun og finnst nú timi til kominn að hefja útbreiðslu senn hvað liður. Hafa þær nú auglýst kynningar- fund i Reykjavík. EVI MJÖG GÓÐ ÞÁTTTAKA í PRESTSKOSNINGUNUM í LAUGARNESPRESTAKALLI Laugarnesbúar sýndu prests- kosningunum. sem fram fóru á sunnudaginn. mikinn áhuga. Alls greiddu atkvæði 71.1% ibúa á kosningaaldri eða 2144 af 3019 á kjörskrá. Til saman- burðar má geta þess að i kosn- ingum til Dómkirkjunnar. sem l'ram l'óru 10. október. greiddu aðeins um 40%, atkvæði og 60%, i kosningum i Háaleitispresta- kalli sama dag. Til að prestskosning teljist lögmæt þurfa 50‘V, atkvæða- bærru manna að greiða at- kvæði Þvi marki var náð i Laugarnesprestakalli um finun- leytið um daginn. Prestsefni i þessum kosning- um eru tvö. — séra ,Ión Dalbú Hróbjartsson skólaprestur og Pjetur Maack cand. theol. Atkvæði verða talin á skrif- stofu biskups á fimmtudaginn og liggur væntanlega ljóst f.vrir um hádegið hvor frambjóðend- anna verður næsti prestur Laugarnesprestakalls. -AT-

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.