Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.11.1976, Qupperneq 11

Dagblaðið - 23.11.1976, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976. _ 1]L Brýnasta þörf dreif býlisins — vegir með varanlegu slitlagi Það er höfuðnauðsyn fyrir sérhverja þjóð að hafa fullkom- ið vegakerfi, steinsteypta eða malbikaða vegi. Það er ekki nóg að hafa þá bara i Reykjavík og nágrenni eða á svæðinu sem tengir Keflavíkurflugvöll höfuðborginni. Okkur bráðliggur á að fá sem fyrst lífæðar út á landsbyggð- ina eins og þær sem Suður- landsbraut og Keflavíkurvegur- inn eru, er tengi dreifbýlis- og þéttbýlissvæðin órofa böndum. An þeirra er allt tal um jafn- vægi í byggð landsins tómt mál og áróður einn. í rauninni er mikill hluti af íslenzka vega- kerfinu vart mikið brúklegri en Sverrisvegur, eða mundi ekki vera talinn það í öðrum löndum, og kostnaður við viðhald þeirra er gífurlegur. Vegakerfi vort er þó eins gott og fámenn þjóð getur gert það bezt. Kunnáttumenn í vegagerð skortir vissulega ekki. Alþingi á lof skilið fyrir, hve það hefur varið miklu fé til vegagerðar. en allt þetta hrekkur skammt. Þær vegagerðarfram- kvæmdir, sem þörf er á, eru svo fjárfrekar, að þjóðin getur blátt áfram ekki við þær ráðið af eigin rammleik enda er ekki nein ástæöa til þess, þar eð íslenzka vegakerfið er jafn- mikilvægt NATO og okkur og því eðlilegt. að Bandaríkin kosti framkvæmdir. Sem sé. að eitthvað af þeim hundrað og tuttugu milljörðum, sem hernaðarráðherra Bandaríkj- anna fer fram á hjá þinginu fyrir næsta ár, fari til íslenzkra vegamála — ef Alþingi íslands og ríkisstjórn fæst þá loksins til að samþ.vkkja það. Auðvitað á öll framkvæmd þessara mála að vera í höndum samgöngumála- ráðuneytisins, vegamálastjóra og íslenzkra verktaka. Þessir aðilar eru fullfærir um að gera þessa dýru vegi. Það, sem vantar, er ekki þekking heldur mikið fjármagn, og það er til- tækt, og m.a.s. okkur að kostn- aðarlausu. Vélar og tæki getum við fengið frá verkfræðideild- um hers og flota og tæknilega aðstoð á vissum sviðum ef þess gerðist þörf. Það er heldur engin ástæða til þess, að ísland taki á'sig frekari skuldbind- ingar en varnarsamningurinn felur i sér, þó að Bandaríkin taki á sig umræddan kostnað. íslenzka vegakerfið hefur mikið gildi fyrir Bandaríkja- menn, ef til styrjaldar kæmi, og það réttlætir íjárveitinguna fullkomlega. ' Við þurfum steinsteyptan hringveg um landið svo og einn eða tvo steinsteypta vegi þvert yfir landið. þar á meðal leið yfir Sprengisand. Kæmi til styrj- aldar, þarf að vera hægt að flytja fólk í snatri inn í landið og við verðum að hafa þar við- búnað til að taka á móti þvi. Án þess getur ekki verið um neinar raunverulegar varnir íslend- inga að ræða, nema skjótan brottflutning þeirra úr landi með skipum. Dreifbýlið á svo mikið undir því, að þetta mál nái fram að ganga, að ég er sannfærður um, að fólkið í sjávarplássum og sveitum kemur þingmönnum í Kjallarinn Þórður Valdimarsson skilning um, að þeir eigi að krefjast endurskoðunar varnar- mála hið bráðasta, miðaða við gerð fullkamins vegakerfis á ís- Iandi, aðstöðugjöid af Kefla- víkurflugvelli, óke.vpis oiíu, sem ísland þarf á að halda. frá Bandaríkjunum o.s.frv. Dreiíbýlisfólkið mun kunna einhver ráð til að knýja þjóna sína á Alþingi til að gera skyldu sína og fara að vilja þjóðar- innar en svipta þá ella þing- setu. Það jaðrar í rauninni við landráð að hafa haft og ekki nýtt möguleikann á að láta gera fullkomið steinsteypt vegakerfi um allt ísland. En um axarsköft liðins tíma stoðar ekki að fást, og batnandi mönnum er bezt að lifa. Umræddar framkvæmdir eiga að sjálfsögðu að vera í höndum samgöngumálaráðu- neytisins og vegamálastjóra, en rétt er, að þessir aðilar hugi að hinu fullkomna vegakerfi Bandarikjanna. Þar liggja vegir með varanlegu slitlagi um gervallt landið, jafnt dreifbýli sem önnur svæði, og þarfnast furðulítils viðhalds. Tækni Bandarikjamanna við að leggja mikið af vönduðum vegum á tiltölulega skömmum tíma, með fullkomnum vinnuvélasam- stæðum, er athyglisverð fyrir ráðamenn íslenzkra vegamála. Dugnaðarfólkið i dreifbýlinu má til með að koma þjónum sínum á þingi í skilning um, hvað það vill I þessu efni. Við lifum í lýðræðisríki, og valdhaf- arnir tala oft fjálglega um gildi þjóðaratkvæðagreiðslu, er þeir þó aldrei fást til að beita sér fyrir. Ég skora á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu um það, hvað þjóðin vill í varnarmálum. Vill hún, að vel athuguðu máli og eftir að hafa fengið fulla vitneskju um hinar leyndu hernaðarlegu staðreyndir varðandi Islands- svæðið, að bandarískur her sé hér eða ekki? Vill hún eða ekki, að Bandarikjunum sé gert að greiða 40 milljarða á ári í að- stöðugjald og það sé notað sem lyftistöng iðnaðar, sjávarútvegs og landbúnaðar, til eðlilegrar eflingar tekna láglaunamanna og annarra og síðast en ekki sízt til að ellilífeyrisþegar geti fengið mannsæmandi greiðslur? Viil þjóðin umrætt steinsteypt vegakerfi eða ekki? Háttvirtu þingmenn, spyrjið húsbónda yðar, þjóðina, um þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Meira en áttatíu prósent hennar munu vera því fylgj- andi, að minnsta kosti. Það er hættulegast að rísa gegn þjóðarviljanum. Það kynni að fara svo, að þið lærðuð þá lexíu í næstu kosningum, ef þið vanrækið að gera skyldu ykkar í þessu lífshagsmuna- máli og fáist ekki einu sinni til að bera málið undir þjóðina, sem ærin ástæða er þó til. íslenzka þjóðin hefur ekki efni á að sleppa því tækifæri, sem hún hefur, vegna hernaðarlegs mikilvægis síns, til að eignast steinsteypt vega- kerfi um landið. Er það ekki skortur á vegum og samgöng- um, sem stendur Afríkuríkjum og þriðja heiminum hvað mest fyrir þrifum? Ástandið er lítið betra hjá okkur en þeim, hvað þetta snertir. Hvað vegamál snertir erum við í rauninni van- þróað land, eins og við er að búast. Hugleiðið það, háttvirtu herrar á Alþingi, að heill og hamingja þjóðarinnar er mikið komin undir steinsteyptu vega- kerfi og sómasamlegum sam- göngum og i okkar tilfelli veltur líf þjóðarinnar bókstaf- lega á vegakerfinu, ef svo illa tækist til að heimurinn djöflaði sér út í heimsstyrjöld. Þórður Valdimarsson „Þid erað nú meiri lummumar” (tileinkað leiðarahöfundum Dagblaðsins) Á undanförnum vikum hafa verið birtar í forystugreinum í blaði ykkar slíkar blekkingar og rangfærslur um landbún- aðinn, að á bak við þau skrif hljóta að liggja annarlegar hvatir. Það skyldi þó aldrei vera að þið væruð ekki lengur frjálsir oi, óháðir en komnir á mála hja einhverjum óheilla- öflum? Oft hefur örlað á því í þessum skrifum ykkar að þið viljið veg verzlunarinnar meiri. Þið ætlizt þó varla til að ís- lendingar lifi eingöngu á verzl- un? Nei, svo vitlausir eruð þið ekki. Þó virðist mega trúa ykkur til margs. Fyrirsagnir forystugreina Til upprifjunar fyrir lesend- ur blaðsins læt ég hér fylgja með nokkrar fyrirsagnir forystugreina sem birzt hafa undanfarið: „85 milljarða draumsýn", „Heimska, forneskja, lúxus", „Níu millj- arða gamansemi", „Þannig má spara“ og „Gjaldþrot“. Draumsýn búnaðar- málastjóra um tíföldun fjár- stofnsins í landinu var hugar- burður ritstjóra ykkar, svo það er óþarfi að fara mörgum orðum um slíkan skáldskap. en þar sem ykkur hefur orðið tíð- rætt um niðurgreiðslur, skulum við aðeins staldra við þær. Styrkur til bœnda? Til að sanna að niðurgreiðsla á verði búvara sé styrkur til bænda, var bent á það í einni forystugreininni að þar sem greitt væri til Lífeyrissjóðs bænda 312 millj. kr. samkvæmt fjárlögum og talið með niður- greiðslum. þá væru þær og greiðslan til lífeyrissjóðsins st.vrkir. Þetta er nú með því gáfulegasta eða hitt þó heldur. Ef bændum væri gert að greiða mötframlag (atvinnurekanda) auk eigin iðgjalds, án þess að það kæmi inn i verðlagið, þá mundu gilda aðrar reglur fyrir þá en aðra þegna þessa þjóð- félags. Bændur greiða að sjálfsögðu eigið iðgjald eins og launþegar. Mótframlag til lifeyrissjóða sem atvínnurekendur greiða, kemur eflaust fram í hærra vöruverði eða útseldri vinnu. Nákvæmlega sama mundi gilda ef bændum yrði gert að greiða allt iðgjaldið. það leiddi af sjálfu sér til hærra verðs á bú- vöru. Þetta er kannski of flókið f.vrir ykkur? Mér finnst trúlegt að eigendur Dagblaðsins, hversu frjálsir og óháðir sem þeir nú eru, hafi einhver tök á að láta kaupendur blaðsins eða auglýsendur endurgreiða fram- lag eigenda til lifeyrissjóðsins. Niðurgreiðsla og söluskattur Auðvitað samþykkja það allir að niðurgreiðslur á búvöru stuðla að aukinni sölu. Jafn- framt ætti öllum að vera það ljóst, að ef niðurgreiðslur Kjallarinn Agnar Guðnason væru með öllu afnumdar, þá mundi visitalan Ijækka veru- lega og þar með kaup, svo það er ekki fullkomlega' séð fyrir hvernig neyzlan yrði við þær breylingar. Hægt væri að hugsa sér, að söluskattur yrði afnum- inn á kjöti eins og á fiski og samtímis yrði niðurgreiðslum hætt. Við þessa breytingu yrði óveruleg hækkun á kjöti i heilum skrokkum, en lækkun á niðurbrytjuðu. Þannig mætti lækka fjárlögin nokkuð, en það yrði bæði gjalda- og tekjumeg- in. Ef við samþykkjum að niður- greiðsla sé styrkur til bænda. þá hlýtur söluskatturinn ein göngu að vera skattur á fram- leiðendur. Nú held ég að rann- sóknarmaskína ykkar ætti að fara í gang, þvi sennilega finnst vkkur svona röksemdir einum of vitlausar, en þetta er nú samt eitthvað í áttina við ykkar hugdettur. Lummulegar spurningar Þar sem þið virðizt álíta ykkur óskaplega spekinga í landbúnaðarmálum, þá væri fróðlegt fyrir lesendur blaðsins að þið upplýstuð hvaða útflutn- ingsverð muni verða á íslenzku dilkakjöti árið 1985. Fyrst þið álítið það óhugsandi að við getum fengið innlenda verðið þá. á erlendum mörkuðum, þá hafið þið fengið vitrun, eða er þetta árangur draumsýnar rit- stjórans, þegar hann hafði lokið við að telja 8 millj. fjár úr draumi búnaðarmálastjóra? „Gjaldþrot" Það var nú aldeilis fengur fyrir ykkur að fá skýrslu Rann- sóknarráðs um sauðl'járrækt. Þar eru einmitt nægilega lymskulegar tölur fvrir kalla eins og vkkur til að smjatta á. Hvers vegna hætta bara ekki allir bændur i heimi netna þeir á Nýja-Sjálandi að framleiða dilkakjöt? Víðast hvar i V- Evrópu fá framleiðendur meira fyrir dilkakjötið en isl. ba>ndur. Sem dæmi get ég nefnt b.endur i V-Þýzkalandi. Meðalverð til þeirra á síðast- liðnu ári var um 560 kr. fyrir kg af dilkakjöti. Þeir fram- leiddu 16.000 tonn en innflutn- ingur var 10.000 tonn, aðallega frá Nýja-Sjálandi. Brezkir bændur framleiddu 252 þús. tonn af dilkakjöti en flutt voru inn 241 þús. tonn. Þar fá bændur svipað verð og is- lenzkir þegar allt er talið með. Danir framleiddu sjálfir 1000 tonn en fluttu inn jafnmikið. Danskir bændur fá heldur meira en íslenzkir fyrir dilka- kjötið. í siðastliðinni viku var smásöluverð á nýju v-þýzku dilkakjöti í Hamborg í læri jafnvirði tæpra 1.900 ísl. kr. hvert kg. Er ekki furðuleg póli- tík að éta svona dýrt kjöt þegar nýsjálenzka kjötið kostar ekki meira en 'A af þessu verði? Haldið þið ekki að það hefði verið ánægjulegt fyrir íslenzka iðnrekendur, ef hliðstæð rit- smíð hefði birzt í blaði ykkar um skýrsluna um þróun iðnaðar og ykkur hefur tekizt að skrifa um landbúnaðar- skýrsluna? Hefði niðurstaða af þeim skrifum vkkar orðið sú. að í Hong Kong mætti sauma fern karlmannaföt f.vrir sama verð og ein hér á landi? . Þá væri það hliðstætt mati ykkar á stöðu landbúnaðarins. að dæma þessa iðngrein von- lausa á íslandi. Þvilikar lummur! Agnar Guðnason ráðunautur.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.