Dagblaðið - 23.11.1976, Qupperneq 13
12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 197«.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. NÖVEMBER 1976.
13
ss*
Forusta Juventus
á Ítalíu
Liðin frá bílaborginni miklu —
Torino við rætur Alpafjalla á
Ítalíu heýja nú rétt eins og á
síðasta keppnistímabili baráttu
um ítalska meistaratitiiinn.
Þegar hafa liðin — Juventus og
Torino tekið forustu, Juventus þó
stigi á undan.
Juventus vann nauman sigur
á Verona í Torino en þeir Bettega
og Causio, sem svo mjög komu við
sögu í leik Itala og Engiendinga,
skoruðu mörk Juventus. Þeir
félagar sýndu — snilldartakta
gegn Englendipgum — það gátu
ísienzkir knattspyrnuáhangendur
sannfærzt um af hinni stuttu
fréttamynd ' sem sjónvarpið
sýndi frá leiknum. Þó hefur
snurða hiaupið á þráðinn hjá
hinu fræga liði — Verona
hefur kært leikinn þar sem
einn ieikmanna liðsins varð
fyrir flösku, sem kastað var inn á
völlinn og varð að fara útaf. Hver
niðurstaðan verður af kærunni er
of snemmt að spá um — en þó
ólíklegt sé að stigin verði tekin af
Juventus er ekki ólíklegt að
heimaleikir verði teknir af lið-
inu. Juventus á eins og
íslenzkum knattspyrnuunnend-
um er vafalaust kunnugt sjö leik-
menn í italska iandsliðinu, sem
sigraði Engiand 2-0 i síðustu viku.
Aður hafði Juventus siegið út
bæði Manchesterliðin í UEFA-
bikarnum. Fyrst Manchester City
2- 1 samanlagt og síðan United
3- 1 samanlagt.
Villa sigraði
Frankfurt!
Aston Villa Iék i gærkvöld við
v-þýzka liðið Eintrach Frankfurt
á Villa Park í Birmingham. Villa
sigraði örugglega 3-1 — og er
greinilega ákaflega sterkt á
heimavelli. Leikurinn var
vináttuleikur liðanna. Þá fór
fram annar vináttuleikur á Eng-
landi i gærkvöld. Manchester
City fór til Stockport — útborgar
Manchester og sigraði 4. deildar-
lið Stockport 2-0.
Karl langafi gerir
það ekki endasleppt
Karl Wallende — hinn 71 árs
gamli langafi gerði það ekki
endasieppt í gær. Þá gekk Karl
eftir strengdum vír í 30 metra
hæð yfir jörðu. Vírinn var
strengdur milli hótelbygginga og
fvrir neðan blasti við grjóthörð
gangstéttin og ekkert öryggisnet.
Sá gamli lét það ekkert á sig fá
— þegar hann var kominn hálfa
vegalengdina — 30 metra langt
— þá stoppaði hann og hvíldi
aðeins, stóð síðan á höfði eins og
ekkert va>ri einfaldara eða sjalf-
sagðara.
Hræddur? Nei, aldeilis ekki en
Karl kvartaði undan því, að
vírinn hafi ekki verið nógu vel
strengdur. Og af hverju gerir
Karl þetta? Jú, sagði hann, þetta
væri spennandi og vekti aðdáun.
Karl YValIenda byrjaði að sýna í
fyrri heimsstyrjöldinni og fyrir
sex árum, 1970, vann hann sitt
mesta afrek. Þá gekk hann eftir
350 metra löngum strengdum vír
— og 220 metrum fyrir neðan
hann blöstu við berir klettarnir í
Talluah gljúfri í Bandarikjunum.
Lene Köppen
drottning NM
í Reykjavík!
Lene Köppen var skærasta
stjarnan á Norðurlandamótinu i
badminton sem háð var um helg-
ina. Hin glæsilega danska stúlka
stóð uppi í lok mótsins sem þre-
faldur Norðurlandameistari í
badminton. Hún sigraði með yfir-
burðum í einliðaleiknum —
fjórða árið í röð. ,,Ég er orðin vön
þessu,“ sagði Köppen eftir mótið.
Já, sannarlega hefur Köppen
verið yfirburðamanneskja í bad-
minton. Köppen sigraði einnig í
tvíliðaleiknum og tvenndarleikn-
um.
I kvöld leikur Bayern Munchen
á Olympíuleikvanginum í
Munchen við brazilíska liðið
Cruzeiro Bello Horizonte —
uppgjör S-Ameríku og Evrópu
—leikur sem beðið er víðs vegar
um heim með mikilli eftirvænt-
ingu.
Bayern mun hafa alla sína
landsliðsmenn innanborðs — þá
Franz Beckenbauer, Gerd Muller,
Uli Höness, Sepp Maier, Franz
Schwarzenbeck, Rummenigge
f"áV-Þýzkalandi og sænska lands-
liðsmanninn Conny Thorstenson.
Hinir frægu kappar Bayern
voru á skotskónum um helgina —
Gerd Muller skoraði tvö mörk,-
Franz Beckenbauer og Uli
Höness eitt markið hvor 1 4-1
sigrinum í Essen.
Skærasta stjarna Cruzeiro er
Jairzinhio, brazilíski landsliðs-
maðurinn sem heillaði heiminn í
heimsmeistarakeppninni í
Mexíkó 1970 þegar Brazilía varð
heimsmeistari. Jairzinhio var þá
markhæstur í liði Brazzanna.
Þjálfari Cruzeiro, Zeze Moreira,
sa'gði að lið sitt mundi sækja — þá
eina knattspyrnu kunna S-
Ameríkubúar. Þrátt fyrir að leiks-
ins sé beðið með mikilli eftirvænt-
ingu beggja vegna Atlantshafsins
— og þá fyrst og fremst vegna
Góður sigur FH
FH sigraði Ármann 14-10 og Vaiur - UBK
154 í deild kvenna í handknattleik
FH vann góðan sigur á
Armanni 14-10 í íþróttahúsinu í
llafnarfirði um helgina í 1. deild
Islandsmótsins í kvennahand-
knattleik. í Garðabæ lék Valur
við Breiðablik . og sigraði Valur
örugglega 16-4.
Leikur FH og Armanns var
allan tímann ákaflega jafn — þó
ekki væri hann að sama skapi vel
leikinn. Armann hafði yfir í leik
hléi 5-4 eftir að hafa komizt í 4-1.
Framan af síðari hálfleik hafði
Ármann undirtökin — en FH
sigldi síðan framúr og sigraði
örugglega 14-10.
Ármannsliðið hefur orðið fyrir
áföllum frá í fyrra — þrjár af
meginstoðum liðsins vantar.—
Liðið er ungt en verður varla lík-
legt til stórræða í vetur. FH er
eins og undanfarin ár léttleikandi
— en hvort liðið gerir stóra hluti í
vetur á eftir að koma á daginn.
Svanhvít Magnúsdóttir var
markahæst FH-inga með 6 mörk
en fyrir Ármann gerði Guðrún
Sigþórsdóttir flest mörkin eða 4
talsins.
Leikur Vals og Breiðabliks var
ólíkur þeim í Hafnarfirði að því
leyti að aldrei fór á milli mála
hvort liðið var sterkara — Valur
hafði undirtökin frá upphafi til
enda. Staðan í leikhléi var 6-1 Val
í vil og yfirburðir Vals héldust í
síðari hálfleik.
Sóknarleikur Breiðabliks var í
molum — og vörnin gloppótt.
Vajsstúlkurnar áttu ekki í
erfiðleikum með að brjótast í
gegn um vörn Blikanna og að
sama skapi var vörnin þeim auð-
veld.
Einn leikur átti að fara fram á
Akureyri. KR átti að leika við
Þór. Leikurinn átti að fara fram á
laugardag — en var frestað til
sunnudags. Þá mættu KR-
stúlkurnar ekki og leikurinn var
þeim dæmdur tapaður.
Stjörnur Bayem
gegn Brözzunum
Bayern Munchen leikur í kvöld við Cruzeiro frá Brasilíu um
hinn óopinbera heimsmeistaratitil félagsliða í knattspyrnu
Bayern Munchen — handhafi
Evrópubikarsins síðastiiðin þrjú
ár — hefur verið í mikiiii sókn í
Bundesiígunni í V-Þýzkalandi
undanfarið, unnið hvern stórsig-
urinn á fætur öórum. Eins og við
greindum frá í gær þá vann
Bayern Munchen athyglisverðan
sigur á Rot-Weiss Essen um
helgina — sigur sem vafalítið
kemur hinu fræga liði til góða í
keppni við þá beztu í S-Ameríku
um óopinberan heimsmeistaratit-
il félagsliða.
HM í Argentínu ’78 — þá hefur
fyrsti snjór vetrarins í Munchen
dregið úr áhuga Munchenbúa á
leiknum. í gær höfðu aðeins 10
þúsund miðar selzt á leikinn
Að lokum skuium við lita á
stöðuna í Bundeslígunni
Bor. M. Gladbach 14 33-12 23
Bayern Munchen 14 48-32 20
Eintr. Braunschw. 14 24-15 20
Hertha BSC 14 27-15 18
FCKöln 14 30-20 17
Schalke 04
Duisburg
Bochum
Hamburger SV
Bor. Dortmund
Fort Diisseldorf
Werder, Bremen
Karlsruhe
Kaiserslautern
Tennis Borussia
Eintr. Frankfurt
Saarbrucken
Rot-Weiss, Essen
14 32-26 17
14 29-20 16
14 22-23 15
14 22-24 14
14 26-26 13
14 20-24 13
14 23-24 12
14 18-24 12
14 16-18 10
14 22-44
14 29-34
14 11-22
14 16-45
10
9
8
5
Ég næ mér niðri á
þér, svertingi
— Ali ætlar að snúa til hringsins og berjast við Foreman
Muhammed Ali — „the
greatest" hefur nú ákveðið að
koma fram í sviðsljósið og berjast
við George Foreman en það var
ekki fyrr en Forman hafði skorað
á meistarann að draga sig út úr
skel sinni og brigzlað honum um
hræðslu. „Viljir þú berjast við
mig, þá gerðu það,“ sagði
Foreman við Ali. Það stóð ekki
lengi á svarinu — „Bíddu bara í
þrjá mánuði. Þá næ ég mér niðri
á þér. svertingi!" var svar Ali.
Og nú bíða menn spenntir eftir
viðureign þeirra kappa. Ali til-
kynnti þann 1. október að hann
hygðist draga sig í hlé svo að hann
gæti útbreitt múhameðstrúna. En
yfirlýsingu hans þann 1. október
var tekið með varúð — allir vita
að Ali er óútreiknanlegur. En
hvað eftir annað hélt Ali við sitt
— hann ætlaði sannarlega að
draga sig í hlé. Raddir heyrðust
um að Ali hafi ekki orðið um sel
eftir hinn nauma sigur gegn Ken
Norton —- þá hafi honum skilizt
að stundin væri upp runnin til að
hætta.
Frýjunarorð George Foreman
gat Ali ekki staðizt og búizt er við
að Ali keppi fyrst við Duane
Bobick í New York í febrúar —
Bobick þessi hefur ekki tapað leik
á ferli sínum en er engu að síður
álitinn auðveldur viðfangs fyrir
Ali „the greatest”. En ennþá
hefur Ali ekki staðfest að hann
hyggist snúa aftur til hringsins —
þrátt f.vrir yfirlýsingar vita allir
að Ali er óútreiknanlegur.
Nýir leikmenn úr ýmsum
attum
6 f rá Anderlecht
— leika nú með Royale Union í 2. deild, sem stefnir að því að endurheimta forna
frægð í belgískri knattspyrnu
Brussel 17. nóvember.
Frá því keppnin um belgíska
meistaratitilinn í knattspyrnu
hófst 1896 hafa aðeins tvö lið
hlotið meistaratignina oftar en 10
sinnum. Bæði frá Brussel. Ander-
lecht, sem sigrað hefur 16 sinn-
um, og Union.sem sigrað hefur
ellefu sinnum. Anderlecht er
frægasta lið Belgíu eftirstríðs-
áranna — hefur unnið alla sína
meistaratitla eftir síðari heims-
st.vrjöldina. Þann fyrsta 1947.
Union var hins vegar frægasta lið
Belgiu fyrir heimsstyrjöldina.
Beerschot er í þriðja sæti með sjö
meistaratitla. Standard Liege i
f jórða sæti með sex.
Síðustu mánuði hefur verið
gert stórt átak í að endurreisa
forna frægð Union. Nýir luik-
menn fengnir úr ýmsum áttum —
meðal annars sex frá Anderlecht,
Marteinn Geirsson — Royale Union
og svo erum við tveir Islendingar
í liðinu og Spánverji. Það kom því
eins og köld skvetta, er því var
slegið upp fyrir nokkrum vikum,
að félagið væri gjaldþrota. Það
mál var þó ekki eins alvarlegt og í
fyrstu var talið. Gjaldþrotið heyr-
ir nú til liðinni tíð og fjárhagur
félagsins orðinn traustur, að þvi
er ég bezt veit. Liðinu hefur geng-
ið vel í 2. deildinni og er nú
komið með annan fótinn í 1. deild
næsta leiktímabil eftir sigurinn
gegn Eupen fyrra laugardag, en
Eupen er í neðsta sæti í deildinni.
Það verður að viðurkennst. hér
að við vorum mjög sme.vkir fyrir
þennan leik við Eupen. Þar var
mikið í húfi Völlurinn í
Eupen er afar slakur og þar rúm-
ast aðeins 3000 áhorfendur. Það
er mikil breyting frá hinum
ágæta velli, sem við leikum venju-
lega á hér í Brussel. Viillur sem er
með þeim betri i Belgíu og þar
rúmast 30.000 áhorfendur. En það
hafðist að sigra í Eupen, þótt litlu
munaði, því aðeins voru fjórar
mínútur til leiksloka, þegar
Leghait skoraði eina mark
leiksins. Þar með hlaut Union tvö
stig og efsta sætið i deildinni eftir
10 fyrstu leikina. Keppninni í 2.
d. er þannig háttað hér í
Belgíu, að leiKiui eiu ou leiKir,
sem síðan skipast niður í þrjár
„seríur" eins og það er kallað hér.
Efsta liðið eftir tíu fyrstu leikina,
sem í þessu tilfelli er Union eftir
sigurinn i Eupen, er búið að vinna
sér rétt til að keppa til úrslita um
1. deildarsæti að ári — það er að
segja ef liðið verður ekki i efsta
sæti að keppninni lokinni, því
efsta liðið beint í 1. deild.
Til gamans ætla ég að geta hér
þeirrar uppstillingar sem verið
hefur á liði Union síðustu leikina.
Nr. 1 er Weynand, markvörður,
sem er 22ja ára og kom til Union
frá E.upen.
Nr. 2 er Callaerts, 24 ára, en
hann lék áður með Anderlecht. ,
Nr. 3 er Lomme, 22ja ára og
hann varð Evrópumeistari í
keppni bikarhafa með Anderlecht
1976.
Nr. 4 er Marteinn Geirsson, 25
ára.
Nr. 5 er Phillipp. 26 ára, en
hann kom til Union í fyrra frá
Standard Liege, liðinu, sem As-
geir Sigurvinsson leikur með.
Nr. 6 er Ordonnes, 24 ára
Spánverji, sem áður lék með
Eupen.
Nr. 7 er Verheyen, 32 ára. Hann
lék áður með Anderlecht. en er
nú fyrirliði Union. Einn kunnasti
leikmaður Belgíu, er ieikið hefur
38 landsleiki.
Nr. 8 er Leghait, sem er 21 árs
og hann lék áður með Anderlecht.
Nr. 9 er Stefán Halldórsson.
22.ja ára.
Nr. 10 er De Bolle, sem er 27
ára og lék áður með Anderlecht.
Nr. 11 er Denul, 30 ára, og hann
lék áður með Anderlecht og hefur
leikið fjóra landsleiki.
Framkvæmdastjóri félagsins og
jafnframt aðalþjálfari liðsins
heitir Georges Heylens, sem leik-
ið hefur margá landsleiki fyrir
Belgíu. Var meðal annars í
belgíska landsliðinu '72, þegar ég
spilaði með því íslenzka hér í
Brussel það ár. Þá eru einnig
tveir aðrir þjálfarar hjá félaginu
— einn læknir, einn nuddari og
svo kemur fótasérfræðingur einu
sinni í viku.
Það er af okkur Stefáni að
segja, að okkur líkar mjög vel
hérna — og erum ánægðir með
félagið. Mórallinn getur ekki
verið betri og við stefnum allir
sem einn, að ná settu marki —
það er sæti í 1. deild næsta
leiktímabil.
Auk deildaleikjanna eru
nokkrir „vináttuleikir" framund-
an. Til dærhis við l'C Brugge á
Stefán Halldórsson — Royale Unioh
leikvelli okkar og síðan við
Anderlecht. en ekki er búið að
ákveða hvar sá leikur verður. Eg
sl;e þá botninn í þetta
kveðju heim.
Martein
og bið fyrir
n Geirsson.
MARTEINN GEIRSS0N SKRIFAR FRÁ BELGÍU