Dagblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJÚBAGUR 23. NÓVEMBER 1976. fl Útvarp 23 Sjónvarp Útvarp kl. 14.30 á morgun: Miðdegissagan Morðdeildin leysir gát- una um fullan strætis- vagn af myrtu fólki! „Þetta eru virkilega spennandi sögur og hafa verið metsölubæk- ur á Norðurlöndunum og á Englandi". sagði Ölafur Jónsson phil. cand. um síðdegissöguna „Löggan sem hló“, sem hann les kl. 14.30 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. „Höfundarnir, Maj Sjöwall og Per Wahlöö tóku að sér að skrifa tiu reyfara, — morðsögur, fyrir ákveðið útgáfufyrirtæki. Þetta tók þau tíu ár og er söguhetjan í öllum bókunum Martin Beck, yf- irmaður morðdeildarinnar. Hver bók er sjálfstæð. Wahlöö var róttækur rithöfundur, en hann er nú látinn, — en Sjöwali er blaðamaður. Sagan sem ég les er sautján lestrar. Hún gerist haustið 1967, byrjar raunar á svipuðum tima og nú er, 13. nóvember og henni lýk- ur í janúar. Hún er um fjölda- 'morð, en það finnst strætisvagn Ölafur Jónsson kann vel að meta góða reyfara. sem er fullur af myrtu fólkí.“ Ólafur þýddi sjálfur söguna. Hann sagðist kunna því ágætlega að lesa upp reyfara, — hann hefði gaman af slíkum sögum. Næsti lestur Olafs verður á morgun kl. 14.30. A.Bj. Útvarp í kvöld kl. 19.35: Það átti að greiða Nígeríumönnunum þrjá dali á dag — Öryggi á vinnustöðum víða í miklum ólestri. Ýmislegt sem áður var hulið kemur á daginn í þættinum Vinnumál Þátturinn Vinnumál, sem fjallar um lög og rétt á vinnu- markaðinum er á dagskrá út- varpsins í kvöld kl. 19.35. Stjórn- endur þáttarins eru" Arnmundur Backman og Gunnar Eydal. „Það verða tvö efni tekin til meðferðar hjá okkur i kvöld," sagði Gunnar Eydal. „I fyrsta lagi verður fjallað um ráðningu Nígeríumannanna á íslenzkt skip, sem frægt er orðið og út frá því verður fjallað um ráðningar út- lendinga á íslenzk farskip yfir- leitt.” — Er mikið um að útlendingar ráði sig á íslenzk farskip? „Nei, það mun ekki vera, en hins vegar kemur fram í þættin- um að dæmi eru um að íslenzk skip sigli undir fána annarra rikja, t.d. Singapore, og fengum við gefin upp tvö dæmi um slíkt. Þótt málið snúist ekki beinlínis um ráðningu Nígeríumannanna kemur fram athyglisverður þátt- ur varðandi mál þeirra, þ.e.a.s. undirritaður samningur sem gerður var við annan þeirra. Samningur þessi hefur ekki verið birtur áður en þar kemur í ljós að Nígeríumaðurinn er ráðinn upp á þrjá dollara á dag eða sem svarar sex hundruð krónum íslenzkum. (Osjá Stjórnendur þáttarins Vinnumál, lögfræðingarnir Gunnar Eydal og Arnmundur Backman. DB-mynd Bjarnleifur. Ölöglegt er að semja undir þeim kjörum sem stéttarfélag hefur samið um, þegar um ráðningar manna á íslenzk skip er að ræða. Hitt málið sem fjallað verður unt er bruninn hjá Sláturfélagi Suðurlands á dögunum. M.a. er rætt við starfsmenn á staðnum og lýsing þeirra á öryggisatriðum er með ólíkindum. Þarna virðist hafa verið stórkostleg slysahætta á meðan vinnusalurinn var fullur af fólki og slátursalan fór þar fram. í þættinum kemur fram að öryggismálin almennt á vinnu- stöðum virðast mjög ’víða vera i slæmu ástandi. T.d. kemur fram hjá Bárði Daníelssyni brunamála- stjóra að stórbrunar undanfar- inna mánaða eigi oftast rætur sínar að rekja til þess að öryggis- reglum á vinnustað sé ekki fylgt. Einnig er rætt við Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóra. í því viðtali kemur m.a. fram að Eldvarnaeftirlit Reykjavíkur- borgar annast skipulega fræðslu um eldvarnir fyrir starfsmenn ýmissa fyrirtækja en Sláturfélag Suðurlands hefur ekki notfært sér þá þjónustu,” sagði Gunnar Eydal lögfræðingur. A.Bj. Sjónvarp í kvöld kl. 22.10: Söngur og Ijóð. Bóndinn og skóla- stjórinn flytur eigin Ijóð og annarra Barðastrandarsýslu og er eini launaði starískrafturinn við barnaskóla hreppsins. í viðtali við DB i sumar, i tilefni af útkomu nýrrar plötu með Sigrúnu sagði hún m.a.: „Eg nota frístundirnar til.-að æfa mig á gitar og held að ég sé aðeins að skána á hann. Þá gef ég mér einnig tima til að glugga i drauma mina og stjörnuspeki. Það er mun auðveldara að sann- prófa öll kerfi og draumaráðning- ar á svo fámennum stað sent Klettur er. heldur en i fjölmenni. Þánota ég einnig timann til að læra af náttúrunni. hlusta á hana ,og fræðast um hluti sem ég þekkti ekki áðui;. A Kletti njótum við út i yztu æsar þess sem sveitin hefur upp á að bjóða. gróðursins. vatns- itis og loftsins. Heimurinn. eitis og hann litur út i dag virðist vera á góðri leið með að tortima sjálfum sér tneð mengun og alls konar skit og drullii. El' honum tekst það endanlega tetla ég ekki að taka þált i þeirri tortimingu." A.Bj. Söngur og ljóð nefnist þáttur sem er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 22.10. Sigrún Harðar- dóttir fl.vtur eigin Ijóð og annarra. Með henni koma fram Magnús Kjartansson, pianóleikari og söngvari. Ingólfur Steinsson, söngvari og gitarleikari hjá Þokkabót. og Ragnar Sigurjóns- son trommuleikari, en hann lék siðast með hljómsveitinni Mexicó. Sigrún Harðardóttir er bæði bótuli og skólastjóri, búsett á bænum Kletti i Gufudalshreppi i «c Sigrún Ilarðardóttir söngkona er sannkallað náttúruharn. Ilún liefur lagt stund á allskyns dul- speki og stjörnuspeki. Þegar hún heimsótti höfuðhorgina i suntar lar þessi mynd tekin al' lienni i Gr jótaþorpinu. þar sent liiin dvaldi i heimsókninni. DB-mvnd Arni l»áll. I Utvarp Þriðjudagur 23. nóvember 12.00 DaKskráin. Tónleikar. TilkynninK* ar. 12.25 Veðurfrefínir 0« fróttir. Tilkynninfíar. Vió vinnuna: Tónleikar. 14.30 Póstur frá útlöndum. Sendandi: Sifímar B. Hauksson. 15.00 MiAdegistónleikttr. Serfiej Rakhmaninoff ofe sinfóníunljómsveit- in í Filadelfiu leika Píanókonsert í fís-moll op. 1 nr. 1 eftir Rakhnjninoff Euuene í*rmandy stj. Fílharmoniusveitin i Osló leikui Sinlóu.. nr. 1 í D-dúr op. 4 eftir Johan Svendsen; Miltiades Caridis stjórnar. 16.00 Fróttir. Tilkynninfíar (16.15 Veóurfrefínir). 16.20 Popphorn. 17.30 Litli barnatíminn. Finnhorfí Schevinf’ sér-um tímann. 17.50 Á hvítum reitum og svörtum. Guðmundur Arnlaugsson flytur skák- þátt. 18.20 Tðnleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Vinnumál, — þáttur um lög og rétt á vinnumarkaði. Arnmundur Back- man og Gunnar Eydal sjá um þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Ásta R. Jóhannesdóttir kynnir. 20.50 Frá ýmsum hliðum Hjálmar Árna- son og Guðmundur Arni Stefánsson sjá um þáttinn. 21.30 „Upp til fjalla", hljómsveitarverk eftir Áma Bjömsson. 21.50 Ljóðalestur. Ingólfur Sveinsson les frumort ljóð. 22.00 Fróttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Miningabók Þorvalds Thoroddsens" Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor les (13). 22.40 Harmonikulög. Erik FrariK leikur. 23.00 Á hljóðbergi. „Dagur í lífi ívans Denisovitsj“ eftir Alexander Solsjenitsín. Eli Wallach les kafla í enskri þýðingu eftir Marianne Mantell. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 24. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00. 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og forustgr. daghl.), 9.00 og 10.00. Morgunbaen kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Guðrún Guðlaugs- dóttir les söguna „Halástjörnuna“ eftir Tove Jansson (3). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfróttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Drög að útgáfusögu kirkjulegra og trúarlegra blaða og tíma- rita ó íslandi kl.10.25: Séra Björn Jóns- son á Akranesi flytur fimmta erindi SÍtt. Morgunto..'jikar kl. 11.00. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Viðvinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Löggan, sem hló" eftir Maj Sjöwall og Per Wahlöö. Olafur Jónsson les þýðingu sína (3). 15.00 Miðdegistónleikar. Martin Jones leikur á pianó Fjögur rómantísk smá- lög eftir Alan Rawsthorne. Igor Gavrysh og Tatjana Sadovskaja leika Sónötu fyrir selló og pianó eftir Hindemith. Fílharmoníusveitin í New York leikur Klassísku sinfóniuna í D-dúr op. 25 eftir Prokofjeff;(Leonard Bernstein stjórnar. 15.45 Fró Sameinuðu þjóðunum. Soffia Guðmundsdóttir segir fréttir frá alls- herjarþinginu. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Vcðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Óli frá Skuld" eftir Stefán Jónsson. Gísli Hall- dórsson leikari les (14). 17.50 Tónleikar. Tilkvnningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Rennsli vatns um berggrunn íslands og uppruni hvera og linda. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöngur: Engel Lund syngur íslenzk þjóðlög i Útsetningu Feidinands Rauters. Dr. Páll Isólfsson leikur á pianó. b Bóndinn á Brúnum. Svorrir Kristjánsson sagnfræðingur flvtur þriðja hluta frásögu sinnar. e. Vísur og kvœði eftir Lárus Salómons- son. Valdimar Lárusson les. d. Miðfjaröardísin. Rósa Gisladóttir los sögu úr þjóð'sagnasafni Sigfúsar Sig- fússonar. e. Kynni mín af huldufólki. Jón Arnfinnsson segir frá. Kristján Þó'rstoinsson les frásögnina. f. Haldið til haga. Grimur M. Helgason cand. mag. flytur þáttinn. g. Kórsöngur: Karlakórinn Fóstbrœður syngur. Söng- stjóri: Jón Þórarinsson. Pianóleikari: Carl Billich. ^ Sjónvarp Þriðjudagur 23. nóvember 20.00 Frettir og veður. 20.30 Auglysingar og dagskra. 20.40 McCloud. Bandariskur sakamála-, myndaflokkur. Illur fengur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.10 Söngur og Ijós. Sigrún Harðardóttir Hytur eigin ljóð og annarra. Flytjeud- ur með heiini eru Magnús Kjartans- son. Ingólfur Steinsson og Ragnar Sigurjónsson. Stjórn upptöku Tage Ammeiidrup. 22.25 Utan ur heimi. Þáttur iim erlend malel'ni ofaiiega á haugi. l'msjónar- maðúrJón Hákon Magmisson 22 55 Daqskrarlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.