Dagblaðið - 27.01.1977, Side 4

Dagblaðið - 27.01.1977, Side 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1977 „Samtökin” verða til áfram —en tveggja manna þingflokkurinn erklofinn „Samtökin" verða að likindum til áfram sem stjórnmálaflokk- ur. 1 viðtölum Dagblaðsins við nokkra áhrifamestu menn flokks- ins kemur þó í Ijós, að hvorum þingmanninum sýnist sitt um framhaldið. Nú hefur verið boðaður flokksstjórnarfundur Sam- takanna og verður landsfundur sennilega í framhaldi af honum. Karvel Pálmason: „Mér hefur ekki verið boðið” Karvel Pálmason, annar af þingmönnum Samtakanna, kvaðst hafa frétt í sjónvarpi af boðun flokksstjórnarfundar flokksins. „Mér hefur ekki verið boðið að taka þátt í fundinum," sagði Karvel í viðtali við Dagblaðið. Hann sagði, að meðal Samtaka- manna á Vestfjörðum væri óbreytt sú afstaða, sem tekin hefði verið á kjördæmisfundi í haust. Alþýðuflokknum hefði ver- ið skrifað um samvinnu. „Málið er í gangi," sagði Karvel, þótt form- legt svar hafi ekki borizt frá Al- þýðuflokknum. Karvel sagði, að samþykkt hefði verið í framkvæmdastjórn Samtakanna, að hverri einingu, deild, innan flokksins væri f sjálfsvald sett, hvaða afstöðu hún tæki í framtiðinni. Hann sagði, að sér skildist, að fundarboðunin nú væri ákvörðun Reykjavíkurdeildarinnar, og við því væri í sjálfu sér ekkert að segja. Karvel kvaðst ekki vilja svara fyrir Samtakamenn á Vestfjörð- um sem heild varðandi það hvort menn þaðan mundu mæta á flokksstjórnarfundinn. Menn mundu biða átekta. -HH Magnús Torfi Ólafsson: „Ástæðulaust að Samtökin leggi upp laupana” „Ég hef aldrei dregið dul á, að ég tel óeðlilegt og ástæðulaust, að ■Samtökin leggi upp laupana," sagði Magnús Torfi Ólafsson, for- maður flokksins og annar af þing- mönnum hans, i viðtali við Dag- blaðið. Hann taldi tvímælalaust, að flest fólkið, að minnsta kosti það, sem staðið hefur að samþykktum að undanförnu, svo sem félögin í Reykjavík, Kópavogi og á Húsa- vík, miðaði að því, að starfi flokksins yrði haldið áfram. Nokkrir flokksstjórnarmenn Samtakanna hafa gengið úr flokknum, en langflestir þeirra eru enn 1 honum. Magnús taldi, að túlka bæri samþykktir þannig, að starfi Sam- takanna yrði komið í eðlilegt horf, en staðan er nú þannig, að fram- kvæmdastjórn hefur lagt niður' störf. Gerði hann ráð fyrir lands- fundi I framhaldi af flokksstjórn- arfundinum, eins og felst í sam- þykkt flokksfélagsins í Reykja- vík. HH Elías Snæland Jónsson: „Hef ja starfsemi af fullum krafti” „Lítill vafi er á, að Samtökin hefja starfsemi á ný af fullum krafti á landsmælikvarða," sagði Elías Snæland Jónsson, fyrrver- andi ritstjóri Nýrra Þjóðmála, málgagns flokksins. Magnús Torfi Olafsson hefur nú tekið við ritstjórn blaðsins. „Flokksstjórnarfundurinn ákveður, hvað verður um Samtök- in í framtíðinni," sagði Elías. Hann sagði að sér virtist af samtölum við ýmsa flokksmenn, að áhugi væri á áframhaldandi starfi. „Ég er í Samtökunum og hef ekki ákveðið að segja mig úr þeirn," sagði Elías. Hann gat þess, að flokksstjórn- arfundir hefðu æðsta vald í Sam- tökunum milli landsfunda. Rúm- lega tveir þriðju flokksstjórnar- manna hefðu lagt fram óskir um fund, sem væri nægilegt, sam- kvæmt lögum flokksins. -HH „Almenningur hefur glatað trausti á dómsmálakerfið” — segir Gylfi Þ. Gíslason, sem krefst afsagnar ríkisst jórnarinnar ognýrra kosninga „Eg er ekki einn um þá skoð- un, að engin ríkisstjórn hafi um áratugaskeið notið jaf nlítils trausts meðal alls almennings og þessi ríkisstjórn, sem nú sit- ur,“ sagði Gylfi Þ. Gíslason, for- maður þingflokks Alþýðu- flokksins í viðtali við Dagblaðið i gær. Gylfi hefur á þingi skor- að á ríkisstjórnina að segja af sér og láta kosningar fara fram. „Það hefur margoft komið fram, að innan hennar er ágreiningur um fjölmörg mál, svo sem til dæmis kom fram við afgreiðslu fjárlaga og allir vissu, að átti sér stað við kosn- ingar í bankaráð Landsbank- ans,“ sagði Gylfi. „Báðir stuðn- ingsflokkar hennar eru klofnir um afstöðuna til hennar. Sem dæmi má nefna, að það heyrir til einsdæmá, að stuðningsblað ríkisstjórnar eins og Vísir er, skuli krefjast afsagnar tveggja' ráðherra, og það er líka eins- dæmi, að stjórn stærsta æsku- lýðsfélags annars stjórnar- flokksins skuli krefjast stjórn- arslita, ef forsætisráðherra biðji ekki um lausn fyrir tvo ráðherra samstarfsflokksins. _Þingflokkur Alþýðuflokksins' færði þrjú meginrök fyrir því, að rfkisstjórnin ætti að segja af sér,“ sagði Gylfi Þ. Gíslason “og gefa þjóðinni tækifæri á því að segja skoðun sfna f kosning- um. Hin fyrsta var sú, að al- menningur hefði glatað öllu trausti á ríkisvaldið, þar á með- al dómsmálakerfið. önnur ástæða var sú, að öll meðferð Kröflumálsins hefði verið hneykslanleg og eigi eftir að kosta þjóðarheildina hundr- uð milljóna ef ekki milljarða. Síðast en ekki sízt lagði þing- flokkur Alþýðuflokksins áherzlu á, að þessi ríkisstjórn gæti aldrei stuðlað að skynsam- legum kjarasamningum, sem er þjóðarnauðsyn að takist í sum- ar. Launþegasamtökin treysta henni ekki. Ýmis samtök vinnu- veitenda vantreysta henni líka. Hún ræður ekkert við efna- hagsmálin, og þess vegna telur Alþýðuflokkurinn kosningar nauðsynlegar, áður en lagður er heilbrigður grundvöllur að farsælli þróun efnahagsmála með skynsamlegum kjarasamn- ingum." -HH 2300 FERMETRA „HÖLL HAFSTEINS MIÐILS” SAMÞYKKT í KÓPAVOGI Stórhuga áhugamenn um sálarrannsóknir standa að baki með erlent f jármagn Fimm menn sem hafa áhuga á sálarrannsóknum ætla að reisa 2300 fermetra höll á tveimur hæð- um við Smiðjuveg í Kópavogi. A höllin að hýsa félagsstarfsemi þessara manna og sagt er að fjár- magn til byggingarinnar komi að mestu frá útlöndum. Hús þetta .æfur þegar valdið deilum í Kópa- vogi. Það er blaðið Kópavogur sem flytur þessa frétt í janúarútgáfu sinni. Segir þar að samtök 30 áhugamanna um spfritisma hafi sl. vor sótt um lóð fyrir hús, sem þeir vildu nefna Hafsteinshúsið, heitið eftir Hafsteini miðli. Var jafnframt sótt um undanþágu frá greiðslu gatnagerðargjalda. Það leyfi var veitt og lóð fannst við Smiðjuveg 11. Næsta skref var að leggja teikn- ingar fram og kom])á f ljós að um var að ræða tveggja hæða hús á 1165 fermetra grunnfleti. I hús- inu er gert ráð fyrir þremur sam- komusölum sem rúma 6-700 manns í sæti — en bilastæði við húsið eru þrjátfu talsins. Skipulagsnefnd hafnaði teikn- ingunni af slíku stórhýsi á þessari litlu lóð en fyrir atbeina fram- sóknar- og sjálfstæðismanna fór málið fyrir bæjarráð og var tillag- an um húsbygginguna þar sam- þykkt sl. föstudag að sögn „Kópa- vogs“. Forráðamenn byggingarinnar voru kvaddir á fund bæjarráðs og kom þá í ljós að þeir voru ekki 30 eins og í upphafi heldur aðeins 5. Hinir höfðu gefizt upp og yfirgef- ið hópinn er þeim var fjóst hve stórt hús átti að byggja. „Kópavogur" segir að þetta húsgímald muni skapa umferðar- öngþveiti og ótalinn kostnað bæj- arins við gatnagerð og fleira. Blaðið segir jafnframt að þetta sé ekki f fyrsta sinn sem bæjarstjórn grípi fram f.vrir hendur skipu- lagsnefndar og það muni draga dilk á eftir sér. -ASt.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.