Dagblaðið - 27.01.1977, Síða 8

Dagblaðið - 27.01.1977, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. JANtJAR 1977. EKKERT YLRÆKTARVER VERÐUR í REYKJAVÍK — undirbúningsfélag leyst upp ígær, of margir þættir óvissir Undirbúningsfélag að yl- ræktarveri í Reykjavík var leyst upp á fundi þess í gær og ekkert bókað um að frekari at- hugun málsins færi fram. Þessi ákvörðun var tekin á grund- velli skýrslu sem félagið hef- ur látið gera um hina ýmsu þætti málsins. Höfuðástæður þess að félagið var leyst upp og ekki var stofn- að formlegt hlutafélag um mál- ið eru m.a. að óvissa ríkir um framleiðsluafköst með tilliti til vaxtarhraða græðlinga og þarf- ar fyrir vinnuafl. Þá hafa stjórnvöld hér ekki viljað fella niður aðflutningstolla af bún- aði, sem til verksins þarf, en það mun m.a. ein forsenda þess. Loks ríkir óvissa um markað, að mati félagsins. Sem kunnugt er stóð til að verið yrði reist í samvinnu við hollenzkt fyrir- tæki, en aðilar undirbúningsfé- lagsins voru Reykjavíkurborg, Flugleiðir hf, Kassagerð Reykjavíkur hf, Olíufélagið Skeljungur hf og Heimilistæki hf. Á fundinum í gær var bókuð samþykkt þess efnis að láta skýrsluna liggja fyrir, ef ein- hver vildi kynna sér hana, senda hana ráðuneyti og þeim aðilum í Hveragerði, sem byggjast starfrækja ylræktar- ver í samvinnu við sama hollenzka fyrirtækið. -G.S. I sýningarsölum okkar eru meöal annars Maverick ’70. Blár, 6 cyl., beinsk. Mjög fallegur bill. Verð 1 millj. Vauxhall Viva ’74. Rauður, ek- inn 30 þ. km. Nagladekk. Verð kr. 900 þús. »1 rXfTL IM Fiat 128 ’73. Hvítur, ekinn 56 þ. km„ nagiad. Verð kr. 550 þús. Volvo Amazon ’63. Rauður, 4ra dyra, góð vél. Verð kr. 300 þús. pBUU"1* - Austin Mini ’73. Gulur, ný sprautaður, vei með farinn bíll Verð kr. 520 þús. Humber Hawk ’66. Grænn. mjög vei með farinn bíll. Tif boð, skipti. M. Benz 190 ’58. Blár, góður bill miðað við aidur. Tiiboð, skipti. Willys Jeepster ’67. Grænn, Verð kr. 700 þús. .kaduhinn Opel Rekord Sprint '69 ljósbiár, nýuppt. vél. Verð kr. 620 þús. Ford Fairlane 500 Fastback ’68. blár, 8 cyi (302), sjálfsk. Verð kr. 900 þús. Skipti á dýrari og nýrri bíl. Citroén G.S. ‘T2 blár. útvarp. snjód.+sumard Verð kr. 700 þús. Mazda 929 '75 brúnn, sanseraður, ekinn 37 þ, km. snjód+ sumard. Verð kr. 1650 þús. Saab 99 '73, grænn, ekinn 40 þús. km, mjög fallegur bill. Verð kr. 1650 þús. Mazda 929 station '75 brúnn, ekinn 42 þús. km, segulband, útvarp, 2 gangar af dekkjum. Verð kr. 1650 þús. Citroén Dyane ’70, grár, nvuppt. vél. Heillegur bíll. Verð kr. 340 þús. Vauxhall Viva station '72 rauður. lítur vel út. Verð kr. 650 þús. Chevrolet Van ’76 brúnn, ekinn 8 þ. km, sjálfsk. aflstýri, útvarp. Verð kr. 2.3 millj. Willys ’65, hvítur, Hurricane vél, skúffa nýleg. Verð kr. 550 þús. Atislin Clubman '76 rauður. ekinn 12 þ. km Verð kr. 1 millj. Will.vs ’42 rauður, Chevrolet vél 327 cc, 4ra gira kassi.Hurst skipting, vökvastýri, pústflækjur. Verö kr. 780 þús. Leiðin liggurtilokkar NJÁLSGATA GRETTISGATA f5- Við eru staðsettir í hjarta borgarinnar. Bílaskipti oft möguleg LAUGAVEGUR Grettisgötu 12-18 Sigrún Sverrisdóttir stendur fyrir framan myndvefnaðinn sem hún nefnir „Að loknu dagsverki” þar sem hún sýnir roskið fólk sem hefur, ekki i annað hús að venda en ihúir í blokk og það finnsi Sigrúnu heldur sorglegt. DB-myndir Bjarnleifur. Norræn veflist á Kjarvals- stöðum Mikiðbrættá Raufarhöfn, en enginn sér „móðuna" Raufarhafnarbúar hafa alveg sloppið við rafmagnsleysi og hef- ur verið brætt þar látlaust undan- farnar vikur. Að sögn fréttaritara DB hefur rúmlega 13 þúsund tonnum af loðnu verið landað þar og var talið að pláss fyrir um 1800 til 2000 tonn myndi losna núna næstu daga, þar eð einn tankur væri að tæmast. Um 50 manns vinna á vöktum við bræðsluna, sem gengið hefur vel. Segjast Raufarhafnarbúar ekki hafa yfir neinu sérstöku að kvarta, nema e.t.v. sjónvarpsleysi, eða „móðunni", eins og sjónvay? er nefnt á Norðausturlandi. Beina Raufarhafnarbúar þeim tilmæl- um til forráðamanna þess fyrir- tækis, að þeir verði a.m.k. látnir vita næst þegar sjónvarp eigi að sjást þar. -J.Fr. Tóku byssuna og róuðu ölóða Lögreglan var í fyrrinótt kvödd inn í Laugarneshverfi þar sem félagar tveir, húsráðandi og gest- ur hans, höfðu gerzt ölóðir mjög. Húsfreyjan á staðnum hafði þá nokkru áður yfirgefið heimilið vegna ástands þar innan veggja og hafði hún með sér 18 mánaða gamalt barn. Lögreglumenn róuðu þá sem voru á staðnum en til vonar og vara höfðu lögreglumenn á brott nteð sér haglabyssu og hlaðið skotbelti sent annar mannanna hafði i höndum og á sér. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.