Dagblaðið - 27.01.1977, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 1977
UPPSKERUBRESTUR
—Um sýningu finnskra
listamanna f
Norræna húsinu
11
Þegar minnst er á finnska
nútímalist dettur flestum
sjálfsagt í hug hinir rómuðu
byggingameistarar og hönnuðir
Finnlands. Nöfn eins og Alvar
Aalto, Saarinen og Ruusuvuori
þekkja allir þeir sem láta sig
byggingalist varða og enn fleiri
kannast við Marimekko,
Vuokko og fleiri hönnuði í hús-
gagnagerð og glermunahönnun.
Finnskir grafíklistamenn hafa
einnig gert garðinn frægan og
þeir sýndu og sönnuðu á grafík-
sýningu í Norræna húsinu á
síðasta ári að í þeirri grein
standa þeir jafnfætis þvi besta
sem gert er á Norðurlöndunum
hinum. Einnig er vel látið af
höggmyndalist þeirra. Aftur á
móti hef ég heyrt litlar sögur af
nútímamálaralist, þaðan af
síður því sem almennt er nefnt
Stuart Wrede — „Ice skating
on ice“ nr. 35.
„framúrstefna'*. Eflaust er sök-
in mín eigin. En nú er sem sagt
bætt úr þessari ávöntun, þar eð
galvaskur hópur finnskra „upp-
skérumanna" sýnir þessa dagr
ana verk sín í Norræna húsinu.
„Cheop Thrills"
Það er ávallt erfitt fyrir
ókunnugan að draga ályktanir
um stefnu og markmið heillar
kynslóðar listamanna af út-
sendri samsýningu, enda hefur
samsetning slíkra sýninga oft-
sinnis ráðist meir af persónu-
legum samböndum heldur en
sannri löngun til þess að gefa
útlendingum kost á að sjá hvað
er í raun að gerast í heimaland-
inu. Sýningu finnanna „Viðloð-
andi frumtákn" (Adhesiva
arketyper) — marklaus titill úr
sálarfræði Jungs — verður því
að taka með þeim fyrirvara. Þó
skilst mér að aðstandendur
hennar reki gróskumikið
gallerí undir nafninu „Cheap
Thrills" í Helsinki og þessi
ferðasýning þeirra hefur hlotið
styrk frá Norræna menningar-
málasjóðnum. Væntanlega eru
meðlimir hennar því teknir
sæmilega alvarlega innan
menningar,,samfunnet“ á
Norðurlöndum.
Stefnuleysi
Eftir skoðun sýningarinnar
er ekki laust við að maður
spyrji sjálfan sig: hvers vegna?
Nú er ekki hægt að saka alla
sýnendur um kunnáttuleysi —
Olli Lyytikainen er t.d. af-
bragðs teiknari og málar af
sannfæringu, Leo Ruuskainen
kann að beita pentskúf á kraft-
mikinn hátt og þeir Carl Erik
Ström, Philip von Knorring og
Stuart Wrede kunna með ljós-
myndavél að fara. En þegar á
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
Myndiist
heildina er litið kemur í ljós að
finnsk „framúrstefna" — ef
dæma skal eftir þessari sýn-
ingu, er stefnulaus, föst í
gömlum expressjónisma eða
symbólik og að mestu laus við
sjálfsgagnrýni. Stefnuleysið
kemur vel fram í sýningarskrá
þar sem ægir saman grunn-
hygginni pólitík, konkret skáld-
skap og eftirlætislegri róman-
tík. 1 framhaldi af því mætti
svo sem segja að engin ástæða
sé fyrir samtök að halda sig við
eina línu — en þó gerir maður
þær kröfur til samtaka að þau
forðist algjörar þverstæður.
Að sjálfsögðu er ekki hægt að
krefjast þess af nútímalista-
mönnum að þeir notfæri sér
ekki þá list sem á undan er
komin, en þó verður maður að
ætlast til þess að þeir bæti ein-
hverju við hana.
Engin viðbót
Eg get ekki séð neina slíka
viðbót í verkum Ruuskainens,
sem notar skæra Iiti og ex-
pressjóníska uppsetningu, né
heldur í naífisma Reinikainens
og landslagsmyndir Carolus
Enckells held ég að mundu
ekki þykja gjaldgengar á neina
sýningu hér. Portrettmyndir
Antero Kare (gerðar með að-
stoð episkóps?), næmlega
teiknaðar, mundu eflaust sóma
sér vel á veggjum góðborgara
sem ekki mundu láta sér detta
„framúrstefnur" í hug. Olli
Lyytikainen er hinsvegar
þroskaður listamaður með sér-
legt hugarflug, litkrítarteikn-
ingar hans af Grétu Garbo.
Hergé, Arabíu Lawrence og
Nietszche eru þokkafull verk
og „Andarbæjarmyndir" hans
vinna á — en samt eiga þessi
verk lítið skylt við síðustu
hræringar í listum. Hins vegar
virðast sumir ljósmyndararnir
vera með á nótunum. Ström
gerir „concept“-myndir með
ljóðrænu yfirbragði en Wrede
rokkar á milli „concept"-
hugmynda eins og í Exit I & II"
og „Ice skating on ice" og
hreinnar áhugaljósmyndunar.
Hringlandi
Mikill hringlandi er ginnig á
Takalo-Eskola — hann sýnir sig
beran i nokkrum „aðstæðuserí-
um“ (saun-ismi?), gerir griðar-
lega umfangsmikla expressjón-
iska myndröð um landslag og
málar gróflegar portrettmynd-
ir. Ekkert af þessu sýnist mér
sprottið af leit eða sjálfstæðri
hugsun. Erik .Uddström og
Peter Widén heid ég að megi
einnig telja til áhugaljósmynd-
ara sem villst hafa inn í „fram-
úrstefnu“-félagsskap. Philip
von Knorring er síðan hreinn
auglýsingaljósmyndari. Fyrir
utan Ström er J.O. Mallander sá
ljósmyndaranna sem best vinn-
ur úr „concept"—hug-
myndatengslum. „Pappírs-
skúlptúrar" hans — landslag og
borgarumhverfi með stafainn-
skotum, eru sposk og heillega
hugsuð.verk, en þó undir áhrif-
um frá Claes Oldenburg. Sumar
litljósmyndir hans eru álit-
legar, en samt er í sumum
þeirra viðkvæmnisleg náttúru-
rómantík sem stangast á við
rökvísi svart-hvítu ljósmynda-
verkanna.
Svona er nú það. Það er því
ansi lítið sem má á þessari sýn-
ingu græða. Einn kost hefur
hún samt: hún gefur okkur
samanburð og þó ljótt sé að
ympra á þjóðlegheitum á þess-
um vettvangi, þá er ég sann-
færður um að íslensk „framúr-
stefna", eins og hún gerist best,
stenst fyllilega allan saman-
burð við það markverðasta sem
gert er á því sviði á Norður-
löndum.
Hin harða og miskunnar-
lausa umræða um dómsmál
heldur áfram. Krafist hefur
verið brottvikningar Ólafs Jó-
hannessonar dómsmálaráð-
herra og Einars Ágústssonar
utanríkisráðherra vegna af-
skipta þeirra af máli Hallgríms
Jóhannessonar. Á hinn bóginn
er ekkert til sparað af hálfu
ríkissaksóknara að koma Hauki
Guðmundssyni lögreglumanni í
íKeflavik í fangelsi.Síðasta ráðið
í því efni var það eindæma
hneyksli að kalla fjölmargar
konur fyrir Guðbjart Pálsson,
þar sem hann sat í dómarasæti
með skelmisbros á vör. Eg efast
um að nokkur tiltekt dóms-
valda hafi verið eins afdrifarík
og valdið eins mikilli reiði hér í
bæ.
Vilmundur og fleiri
fílósófera um niðurlægingu
Framsóknar. Ekkert nýtt kem-
ur fram í greinum hans. Upp-
lýsingalind hans virðist þornuð.
Umbótavilji hans er einkum og
aðallega fólginn í að ýta ráð-
herrum Framsóknar til hliðar.
í því sambandi ræðst hann í
siðustu grein sinni á Þórarin
Þórarinsson með fjölmörgum
fúkyrðum. Nú er það staðreynd
að fáir ritstjórar dagblaða í
Reykjavík hafa í blaðaskrifum
og tillögum á Alþingi stutt mál-
stað bindindismanna á drengi-
legri hátt en Þórarinn Þórarins-
son. En Vilmundur metur slík
mál lítils. Hann er ekki bar-
dagamaður gegn áfengisauð-
magninu.auðvirðilegasta og sví-
virðilegasta auðmagni heims.
Þvert á móti er hann talsmaður
þess. samanber grein i Dag-
blaðinu fyrir áramót. Satt að
segja get ég ekki gert mér grein
fyrir á hvaða grunni gagnrýni
hans á glæpum og spillingu
hvilir. þar sem það er löngu
viðurkennt að 80-90% afbrota
stafa af áfengisnautn og af-
leiðingum hennar. Það þarf
mikið hugrekki til. að berjast
Umbæturen ekki
pólitískt þras
f.vrir fyrirbyggjandi aðgerðum í
áfengismálum okkar í dag,
miklu meira en að hrópa niður
með ráðherra á götuhornum.
Undirheimarnir rísa
Það er engum vafa undir-
orpið að alls kyns undirheima-
lýður gerist nú æ aðsópsmeiri í
fjár- og stjórnmálalifi þjóðar-
innar. Mál Hallgrims og Guð-
bjarts eru engin einsdæmi. Mér
er t.d. tjáð að mjög algengt sé
að kærumál leynivínsala í Rvík
endi í Sakadómi Rvíkur með
dómssátt enda þótt í lögum
standi að alvarleg brot af því
tagi varði atvinnumissi. Hvers
vegna?
Þá er mér ennfremur tjáð að
stjórn stéttarfélagsins vilji
gjarnan hreinsa sitt „musteri".
Margir vilja ganga í félagið en
grunur liggur á að allmargir
þeirra sem fyrir eru afli tekna
með le.vnivínsölu.
„Criminal judge"
ó íslandi
F.vrir nokkrum árum fór ég
ásamt öðruni tslendingi á al-
þjóðaráðstefnu i llaag t . Hol-
íandi.. Félagi minn var dómari.
Strax fyrsta kvöldið í Hollandi
kont fram að maðurinn átti við
vandamál að glíma. Hann kom
ekki heim á hótelið f.vrr en ná-
lægt morgni og þá hafði leigu-
bílstjóri hirt hann upp af
götunni. Þjónn á hótelinu sagði
að félagi minn hefði verið
heppinn: í sínu landi væri það
siður að keyra drukkna menn
beint á lögreglustöðina. Ég
kvað það sögu til næsta bæjar
ef svo hefði farið, eða veiztu
hvað maðurinn gerir?
—Nei, sagði þjónninn.
— Hann er criminal judge á
íslandi (sem útleggst dómari),
sagði ég.
Alltaf siðan þegar þjónninn
vildi segja mér eitthvað spaugi-
legt, byrjaði hann ræðu sína á
þessaleið:
— Criminal judge in Iceland.
Nú má enginn halda að með
þessu sé ég að gefa í skyn að
dómarar í refsimálum á Ísíandi
séu alkóhólistar upp til hópa.
Þvi fer fjarri. En gæti samt sem
áður ekki verið þörf að hreinsa
það „musteri" líka? Og gæti hér
ekki verið um leyniþráð að
ræða?
Hvers vegna eru
ekki allir jafnir
fyrir lögunum?
Ólafur Jóhannesson dóms-
málaráðherra kom hingað á
Suðurnes um daginn á vegum
Junior Chambers. hélt stutt
erindi um dómsmál og svaraði
fyrirspurnum. Olafur er eins og
allir vita skarpvitur maður og
Kjallarinn
Hilmar Jónsson
fróður í lögum. Yfirleitt gaf
hann greið íivör, þótt stundum
kæmi hinn klóki stjórnmála-
maður á vettvang. Einn fyrir-
spyrjenda. Jósafat Arngríms-
son, gaf Olafi sérstakt siðferðis-
vottorð. Ekki er ég v:ss um að
það hafi verið upphefð fyrir
Ólaf eins og nú standa sakir.
Hins vegar hélt Jósafat þarna
skínandi góða ræðu og réðst
sannarlega ekki á garðinn þar
sem hann er lægstur. eða Seðla-
bankann og Jóhannes Nordal.
M.a. sagði hann frá skyndi-
könnun á innistæðulausum
tékkum á vegum Seðlabankans,
þar sem komið hefðu fram um
120 milljónir sem engin fjár-
hæð reyndist fyrir. Jósafat full-
yrti að bankinn hefði engar
aðgerðir haft í frammi við þá
sern þarna gerðust brotlegir
HveVs vegna?
Raunar er það rannsóknarefni
fyrir þjóðfélagsfræðinga hvaða
hlutverki seðlabankastióri
gegnir með þjóðinni. Yfir
hann virðast engin lög og
reglur ná. Hann virðist geta til-
kynnt gjafir til Péturs og Páls
úr sameiginlegum sjóði lands-
manna án þess að löggjafarsam-
kunda þjóðarinnar fjalli um
það á nokkurn hátt. Það er tal-
að um Gunnar Thoroddsen sem
orkumálaráðherra en leyfist
mér að spyrja: er ekki miklu
eðlilegra að telja Jóhannes
Nordal orku- og peningamála-
stjóra þjóðarinnar? Hann situr
og hefur setið í stjórn Lands-
virkjunar hvort sem verið
hefur vinstri eða hægri stjórn f
landinu. Hvar á byggðu bóli
þekkist sú skipan mála að
bankastjóri þjóðbankans sitji
sem stjórnarmeðlimur og for-
maður í ótal fyrirtækjum lands-
manna?
Samtök gegn glœpum
Ég hefi nú ákveðið að gang-
ast fyrir stofnun samtaka gegn
glæpum. Tilgangur þeirra_ er
fyrst og fremst að veita lítil-
magnanum skjól, dómsvöldum
aðhald og styðja þá einstakl-
inga sem vilja berjast gegn
spillingu. Þeir sem vilja gerast
félagar í slíkum samtökum geta
fengið e.vðublað hjá undirrit-
uðum.
Hilmar Jónsson
bókavörður
Keflavik.
/V