Dagblaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1977. Ii Útvarp Sjónvarp Útvarpið íkvöld kl. 19.35: Vinnumál „Viö tökum fyrir gamla fólkiö á vinnumaá'kaðnum og veltum fyrir okkur hver sé til- gangur félagslegrar sam- hjálpar og félagslöggjafar," sagði Arnmundur Backman, annar stjórnandi Vinnumála, en hinn er Gunnar Eydal. „Til umræöu er hvort sam- hjálp sé ekki aó hafa sívaxandi auga meó breyttu þjóðfélagi og breyttum þjóðfélagsháttum. Við flokkum gjarnan fólk í þessu augnamiði í hópa og einn þeirra er gamla fólkið. Stóra spurningin er hvernig við búum að öldruðum, hvernig við launum þeim fyrir stritið. Hvað bera þeir úr býtum eftir að þeir eru hættir að vinna? Jú, ellilíf- eyririnn er 22.147 kr. á mánuði og ef aðrar tekjur fara ekki fram úr 10 þús. kr. má hækka þá upphæð um 19 þús. kr.“ Þeir Gunnar og Arnmundur fá Guðrúnu Helgadóttur til þess að ræða þessi mál en hún er deildarstjóri hjá þeirri deild Tryggingastofnunarinnar sem hefur mál aldraðra á sinni könnu. Þá taka þeir einnig aldr- aða tali. Sumir ríghalda í sína vinnu af sálarlegum ástæðum, finnst lífið búið, hætti þeir að vinna. Aðrir geta ekki hætt að vinna af fjárhagsástæðum. EVI » Það fer ekki illa um þessa öldr- uðu unglinga á dvalarheimil- inu í Asi Hveragerði, en hvernig er aðbúnaði aldraðra yfirleitt háttað í þjóðfélagi okkar? DB-mynd Arni Páll. Sjónvarp íkvöld kl. 22.05: Umbótatímabilinu lýkur —nýr og spennandi f ramhaldsmyndaf lokkur Nú er hinu sex vikna glæpa- þáttalausa tímabili sjónvarps- ins lokið. Dæmalaust verða sjónvarpsáhorfendur líklega fegnir. Það hefur mikið verió kvartaðyfirþessu siðabótatíma- bili sjónvarpsins en ekki minnist ég þess að hafa séð bréf á lesendasíðum blaðanna frá þeim sem áður kvörtuðu yfir glæpaþáttum! Það er líka oftast svo að fólk kvartar yfir því sem miður fer — en er ekkert að hafa fyrir því að hæla því sem Þriðjudagur 15. febrúar 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleik- ar. 14.30 Þeim var hjalpað. Sæmundur G. Jóhannesson ritstjóri á Akureyri flytur erindi. 15.00 Miðdegistónleikar. Sinfóníuhljóm- sveitin í Chicago leikur Sinfónísk til- brigði eftir Hindemith um stef eftir Weber: Rafael Kubelik stjórnar. Konunglega fílharmoníusveitin í Lundúnum leikur „Flórída". hljóm- sveitarsvítu eftir Delius; Sir Thomas Beecham stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir).. 16.20 Popphorn. 17.30 Litli barnatíminn. Finnborg Schev- ing stjórnar tímanum. 17.50 Á hvítum reitum og svörtum. Guð- mundur Arnlaugsson flytur skákþátt. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fréttaauki. Tilk.vnningar. 19.35 Vinnumál. Arnmundur Backman og Gunnar Evdal lögfræðingar stjórna þætti um lög og rétt á vinnumarkaði. vel er gert. í kvöld kl. 22.05 er nýr bandarískur framhaldsmynda- flokkur á dagskránni. Hann-er í 15 þáttum og er um hinar ill- ræmdu Colditz-fangabúðir. Þangað sendu nasistar stríðs: fanga sem reynt höfðu að flýja úr öðrum fangabúðum. í fyrstu þremur þáttunum eru aðalpersónurnar kynntar og sagt frá því hvernig þær komu í fangelsið. Síðari þætt- irnir eru um lífið í fanga- 20.00 Lög unga fólksins. Ásta R. Jóhannesdóttir kynnir. 20.50 Aö skoöa og skilgreina. Kristján E. Guðmundsson og ErlendurS. Baldurs- son sjá um þátt fyrir unglinga. 21.30 Ungverskur konsert fyrír fiölu og hljómsveit op. 11 eftir Josoph Joachim Aaron Rosand og Sinfóníuhljómsveit ríkisútvarpsins í Lúxemborg leika. Siegfried Köhler stjórnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (8) 22.25 Kvöldsagan: „Síöustu ár Thorvald- sens'* Endurminningar einkaþjóns hans. Carls Frederiks Wilckens. Björn Th. Björnsson les þýðingu sína. (7). 22.45 Harmonikulög. Hljómsveit Karls Grönstedts leikur. 23.00 Á hljóöbergi. ..Morð í dóm- kirkjunni" — ..Murder in the Cath- edral“ eftir T.S. Eliot. Robert Donat og leikarar The Old Vic Company flytja. Leikstjóri: Robert Helpman — Síðari hluti. 23.40 Fréttir. Dagskrár.lok. Miðvikudagur 16. febrúar 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 Og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og forustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00. Morgunbœn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00. búðunum og um flóttatilraumr fanganna. Með aðalhlutverkin í þessum nýja framhaldsmyndaþætti fara Robert Wagner, David McCallum, Edward Hardwicke og Christopher Neame. Þýðandi er Jón Thor Har- aldsson. Rétt er að taka það fram að þessi myndaflokkur er einn af þeim sem ekki er hægt að senda út í lit að svo komnu máli. A.Bj. 1 ^ Sjórivarp I Þriðjudagur 15. febrúar 20.00 Fróttir og veOur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Ugla sat á kvisti. Síðari hluti skemmtiþáttar. sem helgaður er gam- anvfsnasöngvurum og hermikrákum. sem verið hafa fólki til skemmtunar á liðnum árum. Meðal gesta I þættinum eru Arrii Tryggvason, Jón B. Gunn- laugsson. Karl Einarsson og ómar Ragnarsson. Umsjónarmaður Jónas R. Jónsson. Aður á dagskrá 18. maf 1974. 21.15 Skattapólitík. Forvígismönnum stjórnmálaflokkanna boðið í sjón- varpssal til umræðu um skattalaga- frumvarpið og skattamálin f heild. Umræðum Stýrir Ólafur Ragnarsson ritstjóri. 22.05 Colditz. Nýr, bandarfskur fram- haldsm.vndaflokkur f 15 þáttum um hinar illræmdu Colditzfangabúðir. en þangað sendu nasistar þá strfðsfanga. sem reynt höfðu að flýja úr öðrum fangabúðum. Myndaflokkurinn lýsir m.a. lffinu í fangabúðunum og flótta- tilraunum fanganna. Aðalhlutverk Robert Wagner. flavid McCalIum, Edward HardwicKe og Christopher Neame. Þýðandi Jón Thor Haralds- 22.55 Dagskrárlok. ✓ 23 Kjötafgreiðslu- maður Vanur kjötafgreiðslumaður óskast. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins merkt „Kjötafgreiðslumaður“. Óskaeftiraðkaupa Störan stálvask meðborðplötu. Uppl.ísíma 74100 Við höfum einkaumboð á Islandi fyrir ACOUSTIC magnara og söngkerfi, OVATION kassa og rafmagnsgítara. ACOUSTIC og OVATION er amerísk gæðavara. Ennfremur höfum við á boðstólum MXR.hljóð-„effekta“, ROTOSOUND gítar- og bassastrengi, WEATHER KING trommuskinn (reguiar og black dot), æfingabretti fyrir trommuleikara og m.fl. Við kappkostum að hafa á boðstólum aðeins viðurkennda gæðavöru og starfsfólk okkar hefur margra ára reynslu ð þessu sviði. Sendum gegn póstkröfu. V.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.