Dagblaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRtJAR 1977.
5
Kenningar dr. Valgarðs Stefánssonar um Kröfluvarmann:
OF HEITUR
OG KALDUR!
—vatnskerf in eru tvö og mörg I jón á veginum að nýta þau
Túlkun dr. Valsarös Stefáns-
sonar, jaröeðlisfræðings hjá
Orkustofnun, á fyrirliggjandi
upplýsingunt um Kröflusvæðið
bendir til þess að mjög erfitt
verði með öflun nægilegrar
gufu til Kröfluvirkjunar.
„Vatnskerfin á Kröflusvæð-
inu eru tvö," sagði dr. Valgarð-
ur i samtali við DB í gær, ,,og
athuganir okkar hafa leitt i ljós
að ýmis vandkvæði eru við nýt-
ingu þeirra beggja. Efra kerfið
-er 200-220 gráða heitt sem er of
lítið, en það neðra 300-330
gráða .heitt sem er of mikið.
Efnasamsetning neðra kerfis-
ins er einnig óhagstæð hvað
varðar koldíoxíðmagnið, sem
þýðir að nýting þess er mun
erfiðari en ella.“
Dr. Valgarður taldi ekki von
til að efra vatnskerfið hitnaði
,,að minnsta kosti á meðan við
lifum“ en ekki væri hægt að
segja til um hvort kólnaði í
..neðra“. Kvað hann tímann
eiga eftir að leiða í ljós hvort
eldsumbrotin á Kröflusvæðinu
væru völd að þessu ástandi þar
en ýmislegt benti til að svo
væri.
í efra vatnskerfinu er tiltölu-
lega lítil gufa, en þaö er hún
sem notuð er til raforkufram-
leiðslunnar, og i þvi neðra eru
efnasamsetningar slíkar að erf-
itt er að nýta gufuna úr því til
raforkuframleiðslu. Þær holur,
sent tengdar verða inn á stöðina
til að byrja með. eru þó að
meginhluta úr neðra kerfinu.
-ÓV
Selfysskir „fótaþjófar á ferð
I.eikfélag Selfoss sýnir
gamanleikinn Sá sem stelur fæti
vcrður heppinn í ástum í félags-
heimilinu á Seltjarnarnesi á
mánudaginn kemur og í Kópa-
vogsbíói kvöldið eftir. Steinunn
■lóhannesdóttir leikstýrir og ráð-
gerir félagið einnig að sýna í Ara-
tungu. Vík i Mýrdal. á Kirkjubæj-
arklaustri og að Hvoli síðar í mán-
uðinunt. Verkið er eftir Dario Fo.
Mvndin er úr einu atriði leiksins.
-G.S.
Lögreglan sektaði
50 á tveimur tímum
—öllum bflunum var lagt ólöglega en
sektin er nú 3000 krónur
MORGUNSTUND GEFUR GULL I MUND
MED JKG-HVILDARKODDA
UTSOLUSTAÐIR ;
H JALPARTÆK JBANKINN
SKIPHOLTI 21
Fatabúdin, Skólavördustíg
Yfirmenn Seltjarnarnesskaupstaðar afhentu rausnariegt framlag til slysavarna- og björgunarstarf-
semi á Nesinu í litlu kaffisamsæti. Þar voru mættir talið frá vinstri Gunnar Friðriksson forseti SVFÍ,
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, Guðmundur Jón Helgason form. Aiberts, Magnús Eriendsson
forseti bæjarstjórnar, Jónatan Guðjónsson form. svd. Bjarna Páissonar og Hannes Þ. Hafstein framkv.
stj. SVFl.
Afhentu rúmlega hálfa aðra
milljón til slysavarna
Slysavarnadeildin'Bjarni Páls-
son og björgunarsveitin Albert,
sem starfar innan sveitarinnar,
fengu kærkomna gjöf í síðustu
viku er bæjarstjórn Seltjarnar-
ness ákvað á fundi sínum að
styrkja sveitirnar með 1.550.000
króna framlagi. Hefur þetta
rausnarlega framlag bæjarstjórn-
arinnar nú verið afhent deildun-
um.
Slysavarnadeildin Bjarni
Pálsson var stofnuð árið 1968 og
skömmu síðar björgunarsveitin
Albert innan hennar. Björgunar-
sveitin naut frá upphafi góðs
stuðnings bæjaryfirvalda því
deildin fékk aðstöðu fyrir starf-
semina í áhaldahúsi bæjarins. Þar
er tækjageymsla og herbergi til
fundarhalda og annarrar félags-
legrar starfsemi.
Nú næstu daga mun björgunar-
sveitin Albert taka í notkun mjög
fullkontna björgunar- og sjúkra-
bifreið. Við fjáröflun til kaupa á
henni hafa félagar sveitarinnar
notið góðs liðsinnis fjölda stuðn-
ingsmanna á Seltjarnarnesi.
í fréttatilkynningu frá Slysa-
varnafélagi íslands er bæjar--
stjórn Seltjarnarness þakkað
höfðinglegt framlag til slysavarna
og björgunarstarfs. svo og öllum
íbúum bæjarins fyrir góðar mót-
tökur þegar félagar úr slysa-
varnadeildinni og björgunarsveit-
inni hafa leitað liðsinnis þeirra.
_______ -ASt.
..Það voru um 50 bíleigendur
kærðir á tveimur tímum i gær-
kvöldi fyrir að leggja bílum sin-
um ólöglega,'1 sagði Sigurður Sig-
urgeirsson varðstjóri í umferðar-
„Ólympíu-
mót”
íKópavogi
Skákþing Kópavogs, sem hefst í
kvöld, verður háð með nokkuð
nýstárlegu sniði. Keppendum
verður skipt í nokkra riðla sem
eiga að vera nokkuð svipaðir að
st.vrkleika. Efstu menn riðlanna
komast í A-úrslitariðil, næstu
menn í B-úrslitariðil o.s.frv. Svip-
ar þetta nokkuð til ólympíuskák-
mótanna. Mótið fer fram í Hamra-
borg 1. teflt veróur á miðviku-
dagskvöldum og laugardögum en
biðskákir á þriðjudagskvöldum.
Á aðalfundi Taflfélags Kópa-
vogs nú fyrir skemmstu var stjórn
félagsins einróma endurkjörin en
í henni sitja Sigurður Kristjáns-
son, formaður, Jörundur Þórðar-
son, varaform., Sverrir Kristins-
son. gjaldkeri, Björn Halldórsson,
ritari. og Hjalti Karlsson, með-
stjórnandi. Mikil starfsemi hefur
farið fram að undanförnu i félag-
inu.
-JBP-
deild lögreglunnar i viðtali við
DB. ..Við höfum verið með her-
ferð gegn ólöglega lögðum bílum í
um það bil fimm mánuði. Og
þó ekki hafi verið nema gripið í
þessi mál stuttar stundir í einu
hafa kærurnar'orðið allt að 50-G0
á dag.“
Sigurður sagði að flestar kær-
urnar væru vegna þess að lagti
væri við eða of nálægt bann-
merkjum. Sumir fengju kærur
fyrir að leggja bíl sínum að öllu
leyti uppi á gangstétt og einnig
sneru bílar öfugt hjá sumum mið-
að við akstursstefnu.
Sekt fyrir að leggja bíl ólöglega
er nú 3000 krónur ef menn greiða
innan viku frá þvi að kæran er
hengd á bílinn, annars hækkar
hún því næst lendir hún hjá full-
trúa lögreglustjóra og síðast í
Sakadómi.
Sigurður sagði að lögreglan sæi
árangur af þessari herferð sinni
enda munaði flesta orðið um 3000
krónur. Sem dæmi nefndi hann
að nú hefði að mestu tekizt að
hindra að bílum væri lagt austan
til við Skólavörðustíginn. Væri
þar nú oft enginn bíll, enda bann-
svæði, en áður hefðu þeir staðið
þar upp eftir allri götu.
Menn bregðast misjafnlega við
kærum vegna þessara mála en
vissara.er fyrir bíleigendur að
huga vel að hvernig þeir skilja við
bila sína.
ASt/DB-mynd Sveinn Þorm.
heimili
G0LFTEPPI
fyrir
—stigahiís—skrifstofur
AXMINSTER
Grensásvegi 8 — Sími 30676