Dagblaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 10
10
MMBUUUB
íijálst, úháð dagblað
Utgofandi Dagblaðiö hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrífstofustjórí ritstjómar:
Johannos Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarfróttastjórí: Atli Stoinarsson. Safn: Jón
Sævar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson.
BlaÖamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Ema V. Ingólfsdóttir, Gissur
Sigurðsson, Hallur Hallsson, Holgi Pótursson, Jakob Magnússon, Katrín Pálsdóttir, Krístín Lýös-
dóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson,
Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóösson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn ÞoHeifsson. Dreifingarstjórí: Már E.M.
Halldórsson.
Áskriftargjald 1100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakiö.
Ritstjóm Síöumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiösla Þverholti 2, sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda-og plötugerð: Hilmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
3ja króna Kröfluorka
Kröfluvirkjun er nú komin svo
langt á veg, að með lagi er unnt að
grilla í nokkrar staðreyndir, sem
ekki sáust áður. Þar á meðal eru
ýmsar tölur um kostnað og orku-
verð. Fara þær nokkuð bil beggja
milli kenninga Kröflusinna og Kröfluand-
stæðinga.
Orkustofnun reiknar með, að þrjár skástu
holurnar, sem boraðar hafa verið, muni gefa
samtals um tíu megawött. Hún telur sig enn-
fremur geta fundið fimm borholum þessa árs
betri staði og náð um tíu til tuttugu megawött-
um til viðbótar. Ætti það að vera nóg til að
knýja fyrri vélasamstæðu orkuversins fullum
krafti.
Um áramótin voru komnar 6413 milljónir í
Kröflu. Reiknað er með, að í ár fari 1380
milljónir til frekari framkvæmda og 1564
milljónir í fjármagnskostnað. Er þá reiknað
með miklum kostnaði í frekari boranir. í lok
þessa árs ætti Krafla því að vera komin upp í
9357 milljónir á núverandi verðlagi.
Ekki er þar með öll sagan sögð, því að þá er
enn eftir að bora fyrir gufu til að knýja síðari
vélasamstæðu orkuversins. Er því engan veg-
inn fráleitt að telja, að öll muni Krafla kosta tíu
milljarða króna á núverandi verðlagi.
Auðvitað er þetta miklu hærra verð en menn
bjuggust við að borga fyrir Kröflu. Það mun
koma fram í orkukostnaði, þótt ekki eigi hann
að þurfa að verða eins hár og sumir and-
stæðingar Kröfluvirkjunar halda fram. Dæmi
Kröflu verður að reikna með svipuðum hætti
og önnur slík dæmi hér á landi.
Ekki er unnt að heimta, að Krafla nýtist að
fullu í upphafi. Ekki er gert ráð fyrir, að
Sigalda nýtist nema 20—40% á þessu ári og
hinu næsta. Samt á að setja báðar vélasam-
stæður Sigöldu upp strax. En árið 1979 líður að
því, að Sigalda verði fullnýtt. Þá getur byggða-
línan farið að flytja suður orku frá Kröflu, sem
gæti þá orðið fullnýtt árið 1981 eða 1982.
í áætlunum vatnsorkuvera hefur hingað til
verið reiknað með 40 ára afskriftatíma, þegar
orkuverðið er metið. Mjög ósanngjarnt virðist
að gera ráð fyrir 7 eða 15 ára afskriftatíma
Kröflu, svo sem sumir andstæðingar hennar
hafa gert. 25 ára afskriftatími virðist hæfilegur
í samanburði við vatnsorkuverin, þegar tekið
er tillit til meiri úreldingar á ýmsum þáttum
gufuvirkjunar.
Að þessum forsendum gefnum má búast við,
að orkan frá Kröflu muni kosta þrjár krónur
kílówattstundin, sem er um það bil 50% dýrara
en áður var talið. Þessi orka er um og rúmlega
50% dýrari en orkan frá Soginu og Þjórsá-
Tungnaá. Hún er hins vegar ódýrari en orka
frá smávirkjunum, svo sem.Mjólká, sem Kostar
3—4 krónur. Og hún er langtum ódýrari en
olían, sem hún leysir af hólmi og kostar hvorki
meira né minna en 10 krónur kílówattstundin.
Allt byggist þetta náttúrlega á því, að Orku-
stofnun meti ástandið rétt, þegar hún mælir
með því, að áfram verði haldið framkvæmdum,
og telur sig geta náð hinni heitu gufu, sem
reyndist svo erfið viðureignar á síðasta ári. Ef
það mat reynist rétt, ættum við að geta fengið
Kröflurafmagn á sómasamlegu verði, þótt ekki
verði það eins ódýrt og vonað var í upphafi.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1977.
ÁSGEIR
TÖMASSON
BANG, BANG!
ÞÚERT
DAUÐUR!
H
Tetsusaburo Hirai'
formaður klúbbs
leikfangabyssu-
safnara: „Ég efast
um að við getum
haldið aftur af
unglingunum."
sex hundruð þúsund nákvæmar
eftirlíkingar séu til af hverju
cinasta skotvopni, sem hugsazt
getur.
Japanska lögreglan lítur
þessar nákvæmu eftirlíkingar
óhýru auga. Þær eru sérlega
vel hentugar fyrir bankaræn-
ingja, flugræningja og alls
konar glæpamenn. Engan mis-
mun er að finna á þeim og
alvörubyssum — fyrr en að því
kemur að hleypa þarf af. Yfir-
leitt taka þeir, sem éru fyrir
framan byssuhlaupið ekki þá
áhættu.
Til að fyrirbyggja að glæpa
menn geti notað eftirlíkingai
við iðju sína verður lagt fram
frumvarp í japanska þinginu
síðar i þessum mánuði þess
efnis, að framleiðendur leik-
fangavopna skuli hafa byssur
sínar með föstum gikkum og
hömrum. Að sjálfsögðu
hyggjast leikfangavopnafram-
leiðendur og margir viðskipta-
vinir þeirra safna liði til að
mótmæla.
„Ef þetta frumvarp nær fram
að ganga, efast ég um að við
getum haldið aftur af ungling-
unum,“ . segir Tetsusaburo
Hirai hljómsveitarstjóri og for-
Líkt og á íslandi er bannað
að eiga skammbyssur í Japan.
Þar eru hins vegar margir
vopnasafnarar og talið er að um
Auglýsingar úr japönskum
blöðum.
maður klúbbs leikfangabyssu-
safnara. „Við munum öll hvað
gerðist í Bandaríkjunum, þegar
vínbannið var sett á og ég er
sannfærður um, að ástandið
hér verður litlu betra.“
Nefnd níu ieikfangabyssu-
framleiðenda vinnur nú mark-
visst að því að reyna að fá frum-
varpið fellt í þinginu. Nokkrir
almennir borgarar hafa einnig
lýst skoðun sinni opinberlega
á þessu gerræði lögreglunnar.
„Ef settir verða fastir gikkir
á byssurnar," segir einn leik-
fangabyssusafnari, „þá held ég
að við höfum fengið örugga
sönnun þess, að við búum í lög-
regluríki af verstu tegund.“
Kjör kvenna
I spegli jafnréttisins tekur
nútímakonan sig nokkru verr
út en karlmaðurinn, jafnvel í
þeim löndum, þar sem allt
virðist í himnalagi frá lagalegu
sjónarmiði. Vandalaust er að
setja lög um jöfn réttindi, en
érfiðara • reynist að deila
skyldunum jafnt milli
kynjanna.
Bandaríski prófessorinn
Holland Roberts, sem nýlega
var á ferð í Sovétríkjunum,
sagði að konur á Vesturlöndum
gætu öfundað sovéskar kyn-
systur sinar af þeim réttindum,
sem þær nytu í þjóðfélaginu.
Þrátt fyrir þessi lofsamlegu
ummæli hefur sovétmönnum
ekki enn tekist að leysa ýms
alvarleg vandamál, varðandi
niðurjöfnun skyldustarfa.
Skýringin á þessum vanda-
málum er í fyrsta lagi sú, að
enn hefur ekki -tekist að
skipuleggja heimilisstörfin
nógu vel, og ennfremur koma
til sögunnar gamlar venjur og
hefðir sem erfitt hefur reynst
að losna við. Áður fyrr var það
venjan, hvort sem fjölskyldan
var rússnesk, grúsísk, iíkranísk
eða af öðru sovésku þjóðerni,
að karlmaðurinn var höfuð
hennar og fyrirvinna, en
heimilisstörfin og barnauppeld-
ið komu ávallt i hlut konunnar.
A okkar dögum hafa hér orðið
miklar breytingar, og skyldu-
störfunum er nú tvímælalaust
jafnar skipt niður á fjöl-
skylduna. Engu að síður er það
reyndin í langflestum tilvikum,
jafnvel þótt bæði hjónin séu
jatnmenntuð og konan sé jafn-
vel betur launuð og gegni
meira ábyrgðarstarfi í
þjóðfélaginu, að ennþá koma
heimilisverkin óskipt í hennar
hlut, en hann kemur þar hvergi
nærri.
Jafnrétti kynjanna er
staðfest í sovésku stjórnar-
. skránni og fyrir því eru í gildi
ýmsar lagalegar og efnahags-
legar tryggingar. Arangurinn
af þessu er sá, að sovéskar
konur eru nú betur menntaðar
en karlmenn samkvæmt töl
fræðilegum upplýsingum, og
þær eru 51% þess vinnuafls,
sem þjóðarbúið ræður yfir. Að
vísu er það ekkert einsdæmi að
konum í atvinnulífinu fjölgi
verulega. I Frakklandi eru
konur nú þegar orðnar meira
en helmingur vinnuaflsins og i
Bandaríkjunum er þessi tala
komin uppfyrir40%.
Munurinn er sá að í Sovét-
ríkjunum vinna konur fremur
störf, sem krefjast menntunar
(þær eru t.d. 4/5 hluti starfs-
manna heilbrigðiskerfisins,
tryggingakerfisins og skóla-
kerfisins og tveir þriðju af
starfsfólki rafeindaiðnaðar og
fjármálastjórnunar) en á
Vesturlöndum er vinnuafl
kvenna mest nýtt í þjónustu-
störf ýmiss konar. Skoðana-
kannanir hafa leitt í ljós að
meirihluti sovéskra kvenna kýs
að vinna utan heimilis, fyrst og
fremst af siðferðilegum ástæð-
um og vegna áhuga á stárf-
inu en fjárhagslegar ástæður
eru í öðru sæti. Á Vestur-
löndum er þessu öfugt farið,
þar eru fjárhagslegar ástæður í
fyrsta sæti.
En hvað sem um það má
segja, er hitt þó víst að vanda-