Dagblaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1977.
" .............
Richard Burton
og nýr og betri
er eins
maður
— Suzy er alsæl og hefur engar áhyggjur þött hann kalli hana stöku sinnum Elizabetu
Richard Burton er oroinn
gjörbreyttur maður eftir að
hann kvæntist Suzy litlu Hunt.
Þótt hún sé ung að árum, ekki
nema tuttugu og átta ára,
stjórnar hún honum með harðri
hendi og lætur ekki á sig fá þótt
hann kalli hana stundum Eliza-
betu í mesta ógáti auðvitað.
Eftir fjögurra mánaða hjóna-
band hefur henni tekizt að
temja Velska ljónið svo að hann
er orðinn hlýðinn og ljúfur og
alveg lagt vodkadrykkju á hill-
una.
„Sú mynd sem Richard hafði
skapað sér í hugum almennings
er mér algjörlega ókunn. Ég
hef aldrei kynnzt þessum
drukkna kvennabósa sem fólk
heldur að Richard sé,“ sagði
Suzy í viðtali við fréttamenn.
Þau Richard voru stödd í
London þar sem hann á að taka
þátt i sjónvarpsmyndaflokki
um brezku konungana fyrir
BBC.
„Rich er blíður, skilnings-
ríkur og vitur, þótt það hljómi
e.t.v. dálítið bjánalega,“ sagði
hún. „Svo er fólk sífellt að
tönnlast á að hann hafi verið
svo heppinn að „ná í þessa
ungu og föngulegu ljósku!" Eg
lít svo á að það hafi verið ég
sem var sú heppna að ná í
hann.“
Burton lagði höndina
blíðlega á öxl hinnar ungu konu
sinnar og talaði opinskátt um
„frelsun sína“.
Utlit hans er líka allt annað.
Hann er ekki lengur rauður og
þrútinn í andliti og hann hefur
endurheimt hina hljómmiklu
rödd sína, sem er ekki lengur
þrungin af vodkadrykkju.
„Þetta var alveg hræðilegt
líf, svona með Jekyll og Hyde-
laginu. Eftir fyrstu fjögur eða
fimm glosm var ég vanalega
ósköp vingjarnlegur við allt og
alla. Eftir næstu fjögur eða
fimm glös varð ég mjög málgef-
inn. A næsta stigi reikaði ég um
og spurði fólk óþægilegra
spurninga og lokastigið var svo
þegar ég fékk slagsmálabrjál-
æði og æpti, komið með
Muhammed Ali, mig langar í
slag,“ sagði Burton.
„Þegar maður vaknaði svo
eftir svona kvöld létu timbur-
mennirnir og samvizkubitið
ekki á sér standa og sjálfsvor-
kunnsemin ætlaði að buga mig.
Þá gat liðið heill mánuður
þangað til ég snerti áfengi á
ný.“
Richard var að því spurður
hvort hann gæti gert fyrir Suzy
það sem honum tókst ekki að
gera fyrir fyrirrennara hennar,
Elizabetu Taylor og Elizabetu
prinsessu frá Júgóslavíu, — að
haída sig á mottunni og bragða
ekki áfengi.
„Nei,“ svaraði hann, „ég er
ekki viss um það. En ég ætla
svo sannarlega að reyna mitt
bezta. Annars var það svo ein-
kennilegt að mér var ekkert illa
við að vera þekktur að því að
vera í drykkjusvalli og deyja
brennivínsdauða í spýj-
unni úr sjálfum mér. Ég hlýt að
hafa verið að fara í gegnum
einhvers konar breytingar-
skeið, svona líkt og konur gera
á miðjum aldri,“ sagði hann.
Og svona eins og til þess að
undirstrika hið nýja líferni sitt
afþakkaði hann kurteislega
þegar honum var boðið upp á
rauðvínsglas.
„Það er ekkert við Rich sem
hræðir mig,“ sagði Suzy. „Mér
bregður ekki einu sinni þegar
hann fær geðvonzkuköst. Eg
hlæ bara að honum — og hann
Fyrirrennarar
Suzy, nöfnumar
Bizabet prínuiu
...og Elizabet
Taylor.
Þótt Suzy sé ekki nema tuttugu og átta ára og lftil og grönn stjórnar hún Rich sfnum
með harðri hendi og hefur einstaklega gott lag á honum.
svaraði hann. Hann sagðist
einnig hafa dáðst að Elizabetu
prinsessu vegna þess að hún
hefði haft svo mikinn baráttu-
vilja.
Suzy er algjör andstæða við
þær nöfnurnar. Hún skiptir
aldrei skapi og hún er aldrei
afbrýðisöm. Hún lætur sér
meira að segja fátt um finnast
þótt Burton kalli hana Eliza-
betu, þegar þau sitja saman yfir
kaffibolla.
„Mér varð einu sinni á að
kynna Elizabetu fyrir fullum
sal af gestum sem Phyllis og
það tók mig marga mánuði að
fullvissa hana um að ég þekkti
engan kvenmann með þessu
nafni,“ sagði Burton.
Suzy heldur þvi fram að sam-
band hennar og Elizabetar
Taylor sé mjög vinsamlegt.
„Mér þykir næstum því eins
mikið til hennar koma og Rich
þykir til James fyrri mannsins
míns. Hann kallar hann stund-
um tengdason,“ sagði Suzy. „Ég
hef ekki nokkrar minnstu
áhyggjur af sambandi Eliza-
betar og Rich. Ég kveið dálítið
fyrir að hitta börnin þeirra. En
þau tóku mér vel og þetta er
allt í stakasta lagi.“
Þýtt og endursagt A.Bj.
hlær líka þegar kastið er gengið
yfir,“ sagði hún.
Burton var að því
spurður hvers vegna hann
hefði kvænzt Elizabetu Taylor
tvisvar:
„Vegna þess að mér er alltaf
mjög hlýtt til þeirrar gömlu,“
Rómantíkin allsráðandi
hjá Yves St. Laurent
Þessi nítjándualdar kjóll var á vorsýningunni hjá Yves St.
Laurent núna fyrir síðustu helgi. Þetta er óneitanlega róman-
tískur klæðnaður með pífum og rykkingum eins og tíðkaðist í
gamla daga. Blússan er rykkt í hálsmálið, tekin saman með
silkibandi og síðan er rós stungið í öll herlegheitin.
Nýlega voru gefin saraan í Dóm-
kirkjunni af séra Þóri Stephen-
sen Kristín Erlingsdóttir og Björn
Oddsson. Heimili þeirra er að
Brávöllum 13, Egilsstöðum.
Stúdíó Guðmundar, Einholti 2.
Nýlega voru gefin saman í Któpa-
vogskirkju af séru Arna Pálssyni
Sigríður Ölafsdóttir og Þórir
Hjálmarsson. Heimili þeirra er að
Engjaseli 69. Stúdíó Guðmundar
Einholti 2.
Systkinabrúðkaup. Nýlega voru gefin saman í Mosfellskirkju af séra
Birgi Asgeirssyni Helga Haraldsd. og Engilhart Svenseh Björnsson,
heimili þeirra er að Þórólfsgötu 1 Hafnarfirði, og Sólveig Ástvalds-
dóttir og Garðar Haraldsson. Heimili þeirra er að Skerseyrarvegi 6 Hf.
— Stúdló Guðmundar, Einholti 2.
Nýlega voru gefin saman í Lang-
holtskirkju af séra Á rna Pálssyni
Kristín Ólafsdóttir og Ragnar
Bragason. Heimili þeirra er að
Langholtsvegi 80. Stúdfó Guð-
mundar, Einholti 2.
Nýlega voru gefin saman 1 Dom-
kirkjunni af séra Jónasi Gísla-
syni Þórdís Klara Ágústsdóttir og
Kolbeinn Kolbeinsson. Heimil
þeirra er í Bandarfkjunum næstu
ár. Stúdíó Guðmundar, Einholti 2.