Dagblaðið - 05.03.1977, Side 7

Dagblaðið - 05.03.1977, Side 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977. 7 „Það eru fífl sem eru með skrílslæti” Nemendur i 9. bekk grunnskóla, sem nýlega hafa lokió samræmdum prófum, f.jöl- menntu um miðbæinn í gær með spjöld á lofti. Mátti þar greinilega i sjá að þeir voru ekki sáttir við nýja fyrirkomulagið. DB tók nokkra úr hópnum tali. Karola Hængsdóttir úr Réttar- holtsskóla: Við vitum ekkert hvar við stönd- um og það er ekki hægt að við séum alltaf notuð sem tilrauna- dýr. Við viljum fá að vita hvernig við leysum úr verkefninu, t.d. hvort við höfum getað 80% eða 5% af prófinu sem við förum í. Björgvin Ingólfsson: Mér finnst ekki hægt að ákveða fyrirfram hve margireigaað falla á prófunum. Svo var það algjört hneyksli hvernig framkvæmdin var á prófunum. Það fór allt í vitleysu í enskuprófinu og auðvit- að hafði það misjöfn áhrif á krakkana. Þessi skrílslæti finnst mér alveg út í hött og það eru bara fífl sem eru að kasta þessum eggjum. -KP Öskubíll og flugvél í „umferðarslysi" — Hæstiréttur staðfesti dóm undirréttar Oskubíll og flugvél lentu í árekstri á Reykjavíkurflugvelli hinn 20. janúar 1972. Flugvélin skemmdist talsvert og var tjónið metið á nærri eina millj- ón króna. Areksturinn varð með þeim hætti að verið var að færa flug- vélina TF-FIK út úr flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Til þess var notuð dráttarvél af Cole- man-gerð. Skuggsýnt var þegar þetta var. Einn af sorphreins- unarbílum borgarinnar stóð fyrir utan flugskýlið, framan við dyrnar sem flugvélinni var ýtt út um. Tókst þá svo illa til að flugvélin rakst á öskubílinn með framangreindum af- leiðingum. Agreiningur varð um það hver ætti sök á þessum árekstri og þá um leið hver bæri bóta- áb.vrgð á tjóninu sem af honum hlauzt. Eigandi flugvélarinnar, Flugfélag islands hf. höfðaði skaðabótamál á hendur borgar- stjóranum i Reykjavík f.h. borgarsjóðs. Var krafizt fullra bóta frá borgarsjóði. Undirréttardómur féll þannig, að öskubíllinn ætti 2/3 sakar en þeir, sem flugvélinni ýttu út úr skýlinu ættu að bera 1/3 sakarinnar. Þess má geta að með dómi Sakadóms Reykjavíkur 2. ágúst 1972, voru ökumenn bæði ösku- bílsins og dráttarvélarinnar dæmdir í 2 þúsund króna sekt hvor, fyrir að hafa ekki sýnt næga aðgát í akstri í umrætt sinn. Borgarstjórinn áfrýjaði undirréttardómnúm til Hæsta- réttar. Var sá dómur staðfestur í Hæstarétti hinn 2. marz sl. Var borgarstjórinn f.h. borgar- sjóðs dæmdur til að greiða gagnáfrýjanda, Flugfélagi íslands, kr. 200 þúsund í máls- kostnaði í héraði og fyrir Hæstarétti. Borgarsjóði var þannig gert að greiða tvo þriðju hluta tjóns- ins, eða kr. 631.409,00 ásamt vöxtum. Flugfélagið bar hins vegar sjálft einn þriðja hluta tjónsins eða kr. 305.738,00. Loks má geta þess, að hæsta- réttarritari, Björn Helgason, mun fjalla um þetta sérstæða „umferðarslys“ í þættinum „Af vettvangi dómsmálanna" í út- varpinu innan tíðar. BS Réttarholtsskólinn verður gagnfræðaskóli — kennarar og foreldrar á móti breytingu Pétur Arnason úr Réttarholts- •* skóla: Mér finnst alveg furðulegt hvern- ig Vilhjálmur getur bara ákveðið hvað margir fallí} svona fyrir- fram. Hann hefur fallið sjálfur á prófinu og við gefum honum E fyrir þessa frammistöðu. Á fundi fræðsluráðs 21. febrúar sl. var samþykkt að gera Réttarholtsskólann að unglinga- skóla fyrir nemendur í 7. til 9. bekk grunnskólans. Fræðsluráð samþykkti jafnframt að gera Breiðagérðis- Fossvogs- og VlLLH. Jenný og Þórunn úr Ármúla- skóla: Það er verst ef krakkarnir ætla að vera með skrílslæti, það var aidrei meiningin. Við viljum að tekið sé mark á óánægju okkar. Það verður að taka þetta til greina. Greiðir vexti af mismuninum Villa slæddist inn í frétt um ávisanir í gær. Maður, sem á 89 þúsund á reikningi slnum en skrifar ávísun fyrir 90 þúsund, greiðir dráttarvexti aðeins af mismuninum, 1000 krónum. Að sögn Sveinbjörns Hafliðasonar, lögfræðings Seðlabankans, getur maðurinn í þessu dæmi notað 89 þúsundirnar til að greiða upp í þær 90 þúsundir sem gúmmí- tékkinn hljóðaði upp á. Heimild blaðsins í þessum málum var starfsmaður Múla- útibús Landsbankans, sem hefur þar með þessi mál að gera, og var frásögn hans um þetta ekki í samræmi við frasógn Sveinbjörns. Þetta leiðréttist hér með. Önnur atriði fréttarinnar standa. -HH. Hvassaleitisskóla að barnaskól- um, eða frá 1.-6. bekk. Koma þess- ar breytingar til framkvæmda frá og með næsta skólaári. Hvassa- leitisskóli skal þó á næsta skólaári hafa 7. og 8. bekk eins og verið hefur. Þess nýbreytni hefur ekki mælzt vel fyrir hjá foreldrum og kennurum skólanna í þessum hverfum. Undirskriftum var safnað meðal foreldra í Hvassa- leitisskóla og skrifuðu 270-280 manns undir.Telja foreldrar þessa breytingu ekki til bóta og vilja heldur hafa börn sín í sama skóla árin sem þau eru í grunnskólanum. BIAÐIÐ fijálst, úháð dagblað Kristján J. Gunnarsson sagði að Réttarholtsskóli nýttist ekki ef þessi breyttng kæmi ekki til fram- kvæmda Einnig gæfist nemendum kostur á að velja meira milli námsgreina ef þetta form verður haft. Nú er svo kom ið að það eru tæplega tveir bekkir í hveri bekkjardeild í áðurnefnd- um skólum. Verður því ekki hægt að bjóða nemendum upp á sömu möguleika í vali milli námsgreina og gert verður í Réttarholtsskóla. „Við sendum foreldrum bréf og skýrðum þessar breytingar en ég held að margir hafi skrifað undir listana vegna þess að þeir kynntu sér ekki málin nægilega vel,“ sagði Kristján. -KP Ritstjórn SÍÐUMÚLA 12 Simi 8im Bflasalan Bílvangur s/£ Sími 8581 BIAÐin HAFNARFIRÐI Umboðsmaöur: Steinunn Sölvadóttir Selvogsgötu 11 Sími 52354 (kl. 5-7) Óskum eftir bflum á skrá Rúmgóðir sýningarsalir Opiðfrá 10-7 ídag V ^ Næg bflastæði Vagnhöfði Tangarhöfði Bfldshöfðí o: ? 9 a> Vesturiandsvegur

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.