Dagblaðið - 05.03.1977, Side 24
Fæöingarortof
skert til muna
— ef makihefur
1430 þiísund
á ári fellur
þaðniður
Það þótti stór áfangi í
réttindabaráttu kvenna þegar
lög voru samþykkt á Alþingi
þess efnis að allar konur skyldu
njóta fæðingarorlofs í þrjá
mánuði. Nú hefur það gerzt að
þessi réttindi hafa verið skert
mjög. Konur sem eiga maka
sem hafa 1430 þúsund í árs-
tekjur fá ekkert orlof. Þetta
tekjumark er svo lágt að
fjölskyldur gera vart meira en
að draga fram lífið á þessari
upphæð.
Frá því í ársbyrjun 1976
hefur konum verið greitt
fæðingarorlof án þess að tillit
sé tekið til tekna maka. Þegar
reglugerð var samin um þetta
mál varð úr að orlofið yrði
greitt úr Atvinnuleysis-
tryggingasjóði. Um hann gilda
ákveðin lög sem á nú að
framfylgja út í yztu æsar. Þar
segir m.a. að miða skuli
greiðslur úr sjóðnum'við tekjur
maka og skiptir þá ekki máli
hvort hjóna aflar þeirra. Þann
12. janúar sl. var samþykkt af
sjóðsstjórn að þetta ákvæði
skyldi einnig ná til greiðslu
fæðingarorlofs úr sjóðnum. í
stjórn sjóðsins eru: Axel Jóns-
son alþingismaður, Björn Jóns-
son forseti ASI, Kristján
Rangarsson formaður LÍU og
Eðvarð Sigurðsson alþingis-
maður. Einnig eru í stjórninni
Pétur Sigurðsson alþingis-
maður og Hermann Guðmunds-
son formaður Hlífar í Hafnar-
firði, en þeir voru ekki á þess-
um fundi.
-KP.
Þórunn Valdimarsdóttir: Hróplegt
óréttlæti.
„Hróplegt
óréttlæti”
— segirÞórunn
Valdimarsdóttir um
skert fæðíngaroríoT
Vegna þeirra breytinga sem
orðið hafa á greiðslum fæðingar-
oriofs snerum við okkur til
Þórunnar Valdimarsdóttur, for-
manns Verkakvennafélagsins
Framsóknar. Hún átti sæti í
nefnd þeirri sem var skipuð til
þess að semja reglugerð um
fæðingarorlof. Einnig voru í
þeirri nefnd Ragnhildur Helga-
dóttir alþingismaður, Eyjólfur
Jónsson lögfræðingur og Jón Ingi-
marsson skrifstofustjóri í
heilbrigðisráðuneytinu.
„Það var alls ekki meiningin að
lögin yrðu túlkuð á þennan hátt,“
sagði Þórunn. „Þegar þetta var
rætt við samningu reglu-
gerðarinnar voru allir með það i
huga að allar konur fengju þetta,
eins og reyndar hefur verið
reyndin sl. ár. Frá mannlegu
sjónarmiði er þetta hróplegt
Þarf laga-
breytingu
ef á að leið-
rétta þetta
— segir Bjom Jonsson
Ekki skíðaveður
„Mér sýnist horfa illa með
skíðaveðrið fyrir Sunn-
lendinga um þessa helgi,“
sagði Páll Bergþórsson í
gær. „Það er landsynningur
í aðsigi með regnsvæði og 5-6
vindstigum. Þetta veður
gæti staðið fram á
sunnudag."
Páll sagði að betra útlit
væri með skíðafæri norðan-
lands og vestan. Reyndar
var veður á Vestfjörðum
slæmt í gær og snjókoma á
Norðurlandi en horfur voru
á að það batnaði verulega.
-AT-
Björn Jónsson: Þaö verður aö
breyta lögunum ef leiörétting á
að fást.
óréttlæti. Þetta nær til allra
kvenna innan ASl en konur hjá
ríki og borg fá sitt kaup óskert í
þrjá mánuði,“ sagði Þórunn enn-
fremur.
Hún sagði að það væri naumast
annað hægt en að mótmæla þessu.
Raunar væri bezt að hafa or-
lofsgreiðslur innan trygginga-
kerfisins, en til þess þarf að
breyta lögunum
„Þetta er mikið leiðindamál og
kom mjög flatt upp á okkur,“
sagði Þórunn.
Dagblaðið sneri sér til Björns
Jónssonar forseta ASÍ en hann á
sæti í stjórn Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs.
„Lögin eru ósanngjörn eins og
þau eru en til þess að breyta þeim
þarf Alþingi að láta málið til sín
taka. Mér finnst að þetta eigi að
vera laun en ekki atvinnuleysis-
bætur, eins og það er núna. At-
vinnuleysistryggingasjóður
starfar samkvæmt lögum, sem
verður að sjálfsögðu að fylgja.
Það þarf breytingar á lögum um
starfsemi sjóðsins, annars telur
sjóðstjórnin að hún sé að taka fé
ófrjálsri hendi,“ sagði Björn. -KP.
Ferskt loft í dagsins önn
Það er engu líkara en hundurinn ráðl ríkjum á skrifstofu
þessari, rólegur og yfirvegaður hefur hann rölt út í dyr til að fá
sér ferskt loft í önnum dagsins, gargandi símum, óleystum
verkefnum og öðru þvargi. Svo er þó ekki, þvi skrifstofuna á
Þóróur á Sæbóli, biómasali með meiru, svo hundurinn er ekki
nema í mesta lagi til aðstoðar þar. DB-mynd Hörður.
Leíkið um þriðja sætið viðTékka ídag:
Ungu strákamir leika þá í nslenzka liðinu!
þeir sem ekki hafa fengið tækifæri áður í B-keppninni
Frá Halli Hallssyni, Linz.
— Það fá allir tækifæri. Þvi
munu þeir Kristján Sigmunds-
son, Þorbergur Aðalsteinsson
og Bjarni Guðmundsson leika
með ísler.zka landsliðinu í
leiknum við Tékka um 3.-4. sæt-
ið í dag — og Viggó Sigurðsson
verður í liðinu, sagði Birgir
Björnsson, formaður landsliðs-
nefndar, þegar ég ræddi við
hann um skipun islenzka liðs-
ins gegn Tékkum.
Þeir Ölafur H. Jónsson og
Axel Axelsson fóru til
Þýzkalands í gærmorgun og það
verða því aðeins tveir ísl. leik-
mannanna hér sem ekki leika
gegn Tékkum. Ekki vildi Birgir
gefa það upp — en miklar líkur
eru á að Kristján komi í stað
Gunnars Einarssonar í markið
og annaðhvort Þorbjörn Guð-
mundsson eða Ágúst Svavars-
son hvíli af útispilurunum.
Islenzku leikmennirnir tóku
lífinu með ró í gær — það var
slappað af á hótelinu í Linz.
Fundur var í morgun og þá lögð
á ráðin en Karl Benediktsson
fylgdist með leik Tékka og Svía
í Vínarborg á fimmtudag.
—Ég held við höfum ágæta
sigurmöguleika gegn Tékkum,
sagði Birgir ennfremur. Liðs-
andinn er svo einstakur og
strákarnir vel stemmdir fyrir
leikinn. Við sigruðum Tékka1
líka í Reykjavík með sama liði
og við höfum hér, sagði Birgir.
Leikurinn bofst kl. eitt að ísl.
tíma.
íslenzki landsliðshópurinn
heldur ’il Vinarborgar á sunnu-
dag og fylgist þar með siðustu
leikjunum í keppninni — það
er milli Svía og Austur-
Þjóðverja um efsta sætið og
Spánverja og Búlgara um 5/6
sætið. Heim verður haldið á
mánudag og komið til Keflavík-
ur um kvöldið um Glasgow.
Svíar hafa komið mjög á
óvart í keppninni hér — og
leikið sinn örugga handknatt-
leik. Austur-Þjóðverjar eru
ekki öruggir um sigur gegn
þeim. — Þýzku- leikmennirnir
tala enn um þá heppni sína að
ná algjörum toppleik gegn ís-
landi. Þar heppnaðist allt hjá
þeim — en eins og Þjóðverjarn-
ir léku gegn Spáni og Hollandi
hefði Island haft góða mögu-
leika. Það er almennt álit
þeirra sem fylgzt hafa með
keppninni. Öli Ben. markvörð-
ur heldur til Svíþjóðar á sunnu-
dag og mun leika sinn fyrsta
leik með Olympía á mánudag.
—h.halls.
frjálst, úhád dagblað
16 ára
fangelsi
fyrirMiklu-
brautar-
morðið
— og þjófnaðinn
íHéðni
Ásgeir Ingólfsson, Reynimel
84 í Reykjavík, var í gær
dæmdur í sakadómi Reykja-
víkur í sextán ára fangelsi fyrir
morðið á Lovisu Kristjáns-
dóttur 26. ágúst sl. og þjófnað í
Vélsmiðjufini Héðni 27. nóvem-
ber 1975.
Asgeir var einnig dæmdur til
að greiða Vélsmiðjunni Héðni
hf. 817 þúsund krónur skv.
kröfu fyrirtækisins, 80 þúsund
krónur í málsóknarlaun til
ríkissjóðs, 120 þúsund krónur i
réttargæzlu- og málsvarnarlaun
til verjanda síns og 40 þúsund
krónur til réttargæzlumanns
síns við rannsókn þjófnaðarins
f Héðin hf..
Dóminn upp sakadómararnir
Haraldur Henrýsson, sem var
dómsformaður, Jón A. Ölafsson
og Sverrir Einarsson.
I frétt frá sakadómi Reykja-
víkur segir m.a.: „Dómurinn
taldi sannað að ákærði hefði
hinn 26. ágúst sl. ráðið Lovísu
Kristjánsdóttur, Eiriksgötu 17
bana að Miklubraut 26 með þvi
að slá hvað eftir annað í höfuð
hennar með kúbeini. Var þessi
verknaður talinn varða við 211.
gr. almennra hegningarlaga nr.
19/1940. Einnig var hann
talinn sannur að sök skv. 244
gr. sömu laga með þvf að hafa
haft á brott með sér peninga og
ýmis verðmæti úr fyrrgreindu
húsi sama dag.
Þá var einnig talið sannað að
ákærði hefði hinn 27. nóvem-
ber 1975 gerzt sekur um að
stela þremur peningakössum
úr fjárhirzlu Vélsmiðjunnar
Héðins hf., hér í borg, sem
hann hafði komizt yfir lykla
að en í kössum þessum voru
peningar og ýmiss konar
verðmæti. Var þessi verknaður
sömuleiðis talinn varða við 244.
gr. hegningarlaganna."
-ÖV.
Bandaríkjamaður
dæmdurí
þriggja mánaða
fangelsi fyrír
innflutning áLSD
Ungur Bandarlkjamaður var í
fyrradag dæmdur í þriggja mán-
aða fangelsi, 300 þúsund króna
sekt og til greiðslu málskostnaðar
í Sakadómi í ávana- og fíkniefna-
málum.
Lét hann senda sér 255
skammta af ofskynjunarefninu
LSD í janúar og febrúar sl. I al-
mennum pósti frá Bandaríkjun-
um. Níutíu skömmtum kom hann
í dreifingu til nokkurra aðila en
hitt lagði lögréglan hald á.
Bandaríkjamaður þessi kom
einn síns liðs hingað til lands.
Hann komst í kynpi við nokkra
íslendinga og áttaði sig þá fljót-
lega á því að hér var markaður
fyrir efni af þessu tagi.
Hann hefur verið 1 gæzluvarð-
haldi um nokkurt skeið og hóf
afplánun refsidómsins þegar eftir.
uppkvaðningu hans.
-ÖV.