Dagblaðið - 21.03.1977, Side 3

Dagblaðið - 21.03.1977, Side 3
DAGBLADIÐ. MÁNUDAGIIR 21. MARZ 1977. 3 Hvor á að bera kostnaðinn? —sá sem þiggur þjónustuna eða sá sem veitir hana Hermann Hansson, Kaupfélaginu á Hornafirði, hafði samband við blaðið. í tilefni af grein mat- sveinsins á Öskari Halldórssyni í blaðinu sl. þriðjudag, viljum við vinsamlegast koma á fram- færi eftirfarandi athugasemd: Matsveininum láðist að geta þess að umrædd afgreiðsla fór fram seint að kveldi, alllöngu eftir lokunartima verzlana en afgreiðslugjaldið er að sjáif- sögðu ekki tekið á venjulegum verzlunartíma. Til að afgreiða pöntunina þurfti að kalla út starfsmann og samkvæmt kjarasamningum verzlunarmanna ber að greiða 4 klst. í næturvinnu fyrir út- kallið. Laun og launatengd gjöld vegna útkalisins nema fast að 6 þúsund krónum. Smásöluálagningin er við það miðuð að vörusala fari fram á venjulegum verzlunartíma og álagning á þær vörur sem af- greiddar voru í umrætt skipti nemur samtals kr. 2574,- Ríkissjóður fær sinn hlut af afgreiðslugjaldinu í gegnum söluskattsinnheimtu þannig að í hlut verzlunarinnar koma kr. 3333.-. Smásöluálagningin og nettó fjárhæð afgreiðslugjalds- ins, nemur þannig kr. 5.907.- eða því sem næst launa- kostnaðinum við útkallið. M.ö.o. vörurnar eru seldar á kostnaðarverði. Af þessu má ljóst vera að viðskiptin eru hvorugum hag- stæð, kaupanda eða seljanda. Spurningin er hins vegar sú: Hvor á að bera kostnaðinn, sá sem þiggur þjónustuna eða sá sem veitir hana. dii blaðasali leggur víst hendur á litla sölu- stráka Stefán Tyrfingsson fisksali hringdi: Mig langar til þess að leggja nokkuð til málanna vegna þeirra skrifa sem orðið hafa um Öla blaðasala. Hann sagði í blaðinu hjá ykkur fyrir skömmu að hann hefði aldrei lagt hendur á „litla blaðsölustráka". Ég leyfi mér að lýsa Óla ósannindamann, því ég er sjálfur einn af „blaðsölu- strákunum" sem ÓIi hefur lagt hendur á. Á árunum 1954-58 var ég lítill polli sem vann mér inn aura við blaðasölu. Eg hafði þann starfa að hjálpa til að bera Vísi frá Félagsprent- smiðjunni í afgreiðsluna og fékk tíu eintök af blaðinu fyrir. Ég var því oft fyrstur. á vettvang á hornið á Reykja- víkur Apóteki ásamt Óla blaða- sala. Þá urðu blóðug slagsmál, þvi Óli var meiri að líkamsburðum heldur en ég og hann bæði lamdi mig og sparkaði í mig. Það eru því helber ósannindi að Óli blaðasali hafi aldrei lagt hendur á aðra blað- sölustráka sem hafa „leyft“ sér að koma inn á hans „umráða- svæði“ við apótekið. Annars finndist manni að Óli blaðasali ætti að fara í eyrarvinnu eins og liver annar og láta lítlu strákunum cftir að selja blöð í miðbænum. — Ijósmyndavörur óhemjudýrar Okur eða bara háir tollar? Bjartur skrifar: Ég er svo óheppinn að vera einn af þeim mörgu sem hafa „Það er dýrt spaug að hafa áhuga á Ijósmyndun,“ segir Bjartur bréfritari. gaman af því að taka myndir. Eg fór með litfilmu i framköllun til Hans Petersen fyrir 4 dögum og lét framkalla hana og kópera. Þetta var aðeins 12 mynda filma (venjulega nota ég þó 36 mynda). Það kostaði 1380 kr að framkalla og kópera 12 mynda filmu. Ég var áður búinn að kaupa filmuna fyrir 630 krónur, þannig að þessar 12 myndir kostuðu mig kr. 2010. Er ekki hægt að taka þessi mál til endurskoðunar? — Hví þarf að vera svo dýrt að taka myndir nú til dags þegar tæknin er svona mikil og Hans Petersen er með eintómar sjálfvirkar vélar? Er þetta vegna svo hárra tolla eða er þetta bara okur? Ég vænti þess að þeir hjá Hans Petersen svari þessu bréfi sem fyrst. Spurning dagsins Hvaða ostur finnst þér beztur? Birgitta Jónsdóttir húsfreyja: Lg kaupi yfirleitt 30% ostinn frá Osta- og smjörsölunni en mysu- osturinn finnst mér líka mjög góður. Ólafur Ólafsson skrifstofumaður á Alþingi: Nú ætla ég að kaupa bragðsterkan ost til tilbreytingar. Ætli ég kjósi ekki tilsitter og ambassador í þetta skipti. Gréta Nielsen húsfrú: Eg kaupi aðallega paprikuostinn sem er tiltölulega nýr á markaðnum. Þá ■finnst mér roeherfordosturinn af- ar bragðgóður og svo auðvitað 30% osturinn vinsæli. Davið Kr. Jensson: Mér finnast allir íslenzku ostarnir mjög góðir yfirleitt og Osta- og smjörsalan má vera stolt af framleiðslu sinni. Mínir uppáhaldsostar eru camem- bert og 30 % brauðosturinn. Svanhvít Loftsdóttir frá Vest- mannaeyjum: Mysingur og smur- ostur. Sigurbjörg Björgvinsdóttir, af- greiöslumær í Osta- og smjör- sölunni: Ég er hrifnust af óðals- ostinum sem erlendis er þekktur sem Emmentahl, en tilsitterostur- inn finnst mér einnig mjög ljúfur.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.