Dagblaðið - 21.03.1977, Síða 4

Dagblaðið - 21.03.1977, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUK 21. MARZ 1977. Strandaði trillu í Vogunum —grunaður um ölvun Lítil trilla sigldi í strana i Ferðinni var heitið til Reykja- stoðar. Hann var færður til Vogunum á laugardag. Einn víkur. Fólk í Vogum benti lög- blóðprufu vegna gruns um ölv- maður var í bátnum og var reglunni i Keflavík á trilluna un. hann að koma úr Keflavík. og kom hún manninum til að- -KP. CASITA VERÐUR ÞAÐ ÍÁR Casita hjólhýsið er FELLI- HÝSI. Það er reist á aðeins 30 sekúndum. Þetta er hið glæsi- legasta hjólhýsi sem þér getið valið um í dag. Sem sagt, Casita er framtíðin, því það veldur engri mótstöðu í akstri og bíllinn þinn dregur það hvar sem er. Þetta er undravagn, sannkölluð töfrakerra, allt einangrað og loft bólstrað. Pantið því strax i dag því afgreiðslufrestur er stuttur. Munið að aftan í franskan bíl passar aðeins franskt fellihýsi og þó auðvitað Casita. Casita fer sigurför um allan hinn stóra heim. Casita heillar alla, einnig þig. Hallbjörn J. Hjartarson hf. Skagaströnd. Simi 95-4629. Við þotum ciö óbgrgjfl/l þjónu/lu okkcif og bjóðum auk þess hagstæðasta verðið Eskifjörður: Bæjarstjóri og forseti bæjarstjómar segjaupp störfum súium Bæjarstjóri og forseti bæjar- stjórnar á Eskifirði hafa sagt upp. Jóhann Kiausen bæjar- stjóri boðaði tii bæjarstjórnar- fundar á föstudag eftir langa mæðu. Fundurinn var opinn og stóð stutt. Forseti bæjarstjórn- ar, Kristmann Jónsson, las upp bréf frá félagsmálaráðuneyt- inu þess efnis að hús Bóasar Emilssonar skyldi keypt fyrir elliheimili Eskfirðinga. Forseti bæjarstjórnar sagði þar með lausu sínu starfi. Einnig lýsti Kristmann (Fram- sóknarflokki) því yfir að fyrsti varamaður. Vöggur Jónsson (Alþýðuflokki), tæki ekki vió forsetastarfinu því að hann væri á móti áðurgreindum húsakaupum. Georg Halldórs- son (Sjálfstæðisflokki), sem er annar varamaður, tók við forsetastarfinu. Samþykkt var í febrúar að kaupa húsið fyrir elliheimili og voru tveir sjálfstæðismenn og tveir alþýðuflokksmenn því fylgjandi. Jóhann Klausen tók því næst til máls og sagði sínu starfi lausu með sex mánaða fyrir- vara frá 1. marz. Eskfirðingar halda sumir að Jóhann ætli að sækja um starf sláturhússtjóra hjá Pöntunarfélagi Eskfirð- inga, því að sláturtíð byrjar þar aldrei fyrir 1. október. Guðmundur Arnbjörnsson tók næstur til máls og lýsti undrun sinni yfir því „einræði og ábyrgðarleysi" sem minni- hlutinn sýndi í þessu nauð- synjamáli, sem hann taldi að kaupa áðurgreint hús sem er með 1846 fermetra lóð og bíl- skúr, fyrir 8 milljónir. Jafn- framt lýsti Guðmundur ánægju sinni með undirtektir félags- málaráðuneytisins. Bæjarstjóri tók aftur til máls og sagðist verða að hlíta úr- skurði ráðuneytisins en hann væri ekki ánægður með hann. Eskfirðingar ræða mikið um uppsögn bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar og sumir telja að bæjarstjóri hafi lagt í of miklar framkvæmdir á of stuttum tíma. Gárungar skjóta því fram að Jóhann og Kristmann hafi „hræðzt að verða settir á elli- heimilið". Regína/KP „Utanlandsferðir auka ostneyzlu landsmanna:” Sex kíló af ostum á mann „Það er ekki nokkur vafi á þvi að aukinf ferðalög almenn- ings til útlanda hafa gjördbreytt matarvenjum okk- ar Islendinga. Til sæmis hefur ostaneyzla þjóðarinnar aukist frá því sem áður var. Á síðasta ári var ostaneyzlan tæp sex kg á mann en var fyrir fáum árum ekki nema þrjú kg á mann. Margar þjóðir neyta þó mun meiri osts, eða allt að tólf kg á mann," sagði Óskar H. Gunn- arsson framkvæmdastjóri Osta- og smjörsölunnar, á fundi með blaðamönnunt fyrir helgina. Ársfundur fyrirtækisins var haldinn sl. fimmtudag. Þar kom m.a. fram, að velta fyrirtækis- ins á árinu var 2610 milljónir og hafði aukizt um 450 milljón- ir frá árinu áður. Samt varð verulegur samdráttur í osta- framleiðslunni, eða sem nam 379 lestum en aukning á smjör- framleiðslunni var 314 lestir. Aukning varð á smjörsölunni um 6,8% en sala á ostum var hliðstæð og árið áður. Meðal- neyzla landsmanna á smjöri var 7.3 kg. Mjólkurnevzla lands- manna er gífurlega mikil miðað við ne.vzlu annarra þjóða, en hver íslendingur drekkur 232 lítra af mjólk á ári á móti 192 lítrum i Noregi og 174 lítrum í Svíþjóð. Osta- og smjörsalan sér um sölu og dreifingu á um 70% af sölumagni smjörs og osta í land- inu. F.vrirtækið hefur rekið öfl- uga k.vnningarstarfsemi í forrni ostakynningar í verzlunum bæði í Revkjavík og úti á landi. Hefur húsmæðrakennari verið í þjónustu fyrirtækisins síðan 1969 og séð um ostakynning- una, útgáfu á mjög smekkleg- um bæklingum með ostaupp- skriftum og einnig vinnur hús- mæðrakennarinn að því að finna bragðefni í smurostana. í vor og sumar er ráðgert að efla kynningarstarfsemi á ostum úti um land. Nú hafa verið gefnir út tuttugu og tveir bæklingar með uppskriftum. Utflutningur á mjólkurafurð- um var mjög lítill á árinu. Alls voru flutt út 317 tonn af osti til Bandaríkjanna og fæst gott verð fyrir ostinn á þeim mark- aði, þó ekki nema um 60% af innanlandsverði. Lögð hefur verið áherzla á að framleiða óðalsost fyrir Bandarikjamark- að og eru taldar líkur á þvi að verðið myndi hækka ef fram- leiðsla og útflutningur yrði jafnari en verið hefur. Eins og frægt var voru flutt út 100 tonn af undanrennudufti á árinu og þurfti fyrirtækið að greiða um 200 kr. með hverju kg. Einsýnt þótti að slíkur út- flutningur borgar sig ekki og er ráðgert að bændur fái til sín aftur það undanrennuduft sem eftir er í landinu til þess að' gefa skepnum sem fóðurbæti. Þá voru 342 tonn af „kaseini" flutt út, en kasein er notað í efnaiðnað. Nú eru á markaðinum um þrjátíu tegundir af ostum og hefur fyrirtækið lagt sig fram um að hafa framleiðslu sína í smekklegum umbúðum. A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.