Dagblaðið - 21.03.1977, Page 5

Dagblaðið - 21.03.1977, Page 5
5 DACBLÁÐJÐ. MÁNUDAGUR 21. MARZ 1977. Kosið um klerka — 40 ár frá síðustu prestskosningum í Firðinum A annaó þúsund Hafnfirðingar höföu mætt á kjörstaði til að kjósa sér prest kl. 3 í gær en um 40 ár eru liðinfrásíðustuprestskosning- um í Hafnarfirði. Þetta er í fyrsta skipti sem kosið er í tveim presta- köllum en bænum hefur nú verið skipt í Víðistaðaprestakall, með um 37% kjósenda og Hafnarfjarð- arprestakall með um 63%. Fráfarandi prestur, sr. Garðar lega tryggja kynsystur sinni em- bættið.“ „Ekki er ég sammála því,“ sagði annar dyravörður á staðn- um. „Gunnþór fer inn. Á þvi leik- ur enginn vafi.“ „Undarlegt þetta með prests- kosningar," sagði Einar Ólafsson. „Fólkið er húðlatt við að mæta í kirkju en svo fer allt á annan Á kjörstað í Hafnarfirði í gær. Þorsteinsson hefur þjónað þess- um prestaköllum sem einu sam- fellt í 40 ár. Mikil kirkjusókn hefur verið í Hafnarfjarðarkirkju sl. þrjá sunnudaga en þá hafa messað þeir þrír prestar sem nú sækja um. endann þegar á að fara að kjósa prest.“ „Ég held að dreifibréfið hafi skemmt mikið fyrir Auði Eir,“ sagði nærstödd kona „en mér finnst tími til kominn að kona fái að sanna ágæti sinn í predikunar- stólnum." Mikill hugur í konunum I Lækjarskóla var kjörstaður f.vrir Hafnarfjarðarprestakall en þar eru sem kunnugt er tveir um- sækjendur, sr. Auður Eir Vil- hjálmsdóttir og sr. Gunnþór Inga- son. „Þáð er mikill hugur í konun- um," sagði Helgi Enoksson dyra- vörður við eina kjördeildina. „Þær eru duglegri við að mæta en karlmennirnir og vilja augljós- Nauðsynlegt að kjósa í Víðistaðaskóla, sem var kjör- staður Víðistaðaprestakalls voru öllu færri kjósendur mættir enda aðeins einn umsækjandi sr. Sig- urður H. Guðmundsson og telja vafalaust margir óþarfa að kjósa í slíkum tilfellum. Svo er hins veg- ar ekki. Til að kosning geti talizt lögmæt verður a.m.k. helmingur kjósenda að mæta og greiða at- kvæði sitt og helmingur af þeim Einar Ólafsson og kona hans: Fólkið húðlatt að mæta í kirkju en svo fer allt á annan endann við prestskosningar. Hluti sóknarnefndar Víðistaðasóknar: Jóhanna Engiiberts, Soffia Stefánsdóttir, Einar Sveinsson og Guðbjörn Ólafsson. DB-myndir: Sveinn Þorm atkvæðum verður að vera greidd- ur umsækjanda þótt aðeins sé um einn að ræða. Við hittum fyrir sóknarnefnd- armennina Guðbjörn Ölafsson og Einar Sveinsson: „Sigurður H. Guðmundsson kemur til með að þjóna þeim hluta bæjarins sem hvað örast hefur vaxið á undan- förnum árum. Hann er afar vin- sæll maður og vel liðinn og mun koma hans hingað mörgum kær- komin.“ Vaxandi trúaróhugi „Trúaráhugi og kirkjusókn ver mjög vaxandi í þessum bæjar- hluta og er það ekki síst að þakka dugnaði nokkurra kvenna í sókn- arnefndinni,“ sagði Guðbjörn. „Eftir messu sl. sunnudag, sem var mjög fjölmenn, var öllum boð- ið í kaffi og kökur og þá voru hér rúmlega tvö hundruð manns." Sr. Sigurður H. Guðmundsson hefur starfað á Eskifirði undan- farin ár við mjög góðan orðstír og munu sóknarbörn hans þar hafa safnað undirskriftum til að skora á hann að sitja áfram. „Við eigum von á mörgum seinna í dag en fólk bregður sér gjarnan út úr bænum með börnin á sunnudögum,“ sagði Einar, „en hér verður kjörstaður opinn til kl. 10 í kvöld." Úrslit kosninganna í báðum prestaköllum munu gerð kunn n.k. fimmtudag. -JFM. Framleiðendur grásleppuhrogna Við neðanskráðir framleiðendur grásleppuhrogna teljum nauðsynlegt, að nú þtgar verði hafizt handa við stofnun samtaka grásleppuhrognaframleiðenda, sem hafa að markmiði að gæta hagsmuna framleiðenda og sjómanna, semja um sölu framleiðslunnar á hagstæðustu kjörum á hverjum tíma og koma fram sem fulltrúi félagsmanna við verðákvarðanir í framtíðinni. Við undirritaðir höfum komið okkur saman um að mynda undirbúningsnefnd til stofnunar samtaka, en formlegur stofnfundur verði síðan haldinn í ágúst-október nk. Framkvæmdastjórn nefndarinnar skipa þeir Sigursteinn Húbertsson, Henning Henriksen og Karl Agústsson. Við skorum á alia framleiðendur að taka höndum saman um hagsmunamál sín og láta skrá sig sem aðila að samtökunum. Mun íslenzka útflutningsmiðstöðin h/f, sími 16260, annast skráningu félagsmanna auk okkar undirritaðra. Sigursteinn Húbertsson, Ilafnarfirði, sími 51447. Zóphanías Ásgeirsson, Hafnarfirði, simi 51113 Gunnar Stefánsson, Akranesi, sími 93-2085 Kristján Vídaiín, Stykkishólmi. Ingvi Haraldsson, Barðaströnd. Ólafur Gíslason, Selárdal, Henning Henriksen, Siglufirði, sími 97-71196 Helgi Pálsson, Húsavík, sími 96-41231. Karl Ágústsson, Raufarhöfn, sími 96-51133 Kristinn Pétursson, Bakkafirði. Aðalsteinn Sigurðsson, Vopnaf., Sími 97-3118. Hrafnkell Gunnarsson, Breiðdalsvík sími 97-6185 Marej Edvaldsson, Hafnarfirði, sími 50954 Ingóifur Haiidórsson, Keflavík, sími 92-1857 Kjartan Óiafsson, Stykkishólmi Einar Guðmundsson, Barðaströnd. Þráinn Hjartarson, Patreksfirði, sími 94-1312 Guðmundur Halldórsson, Drangsnesi Július Magnússon, Ólafsfirði, sími 96-62130 Guðmundur A. Hólmgeirss. Húsavik, sími 96-41492 Þorbergur Jóhannsson, Þórshöfn, sími 96-81165 Elías Helgason, Bakkafirði. Þorgeir Sigurðsson, Seyðisfirði, sími 97-2111. SALA verötryggðra spariskírteina ríkissjóðs hefst þriöjudaginn 22. mars n s/\S" SEÐLABANKI ÍSLANDS < - 3

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.