Dagblaðið - 21.03.1977, Síða 10
10
Irjálst, úháð dagblað
Útgefandi Dagblaftiö hf.
Framkvœmdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas kristjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar:
Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aftstoftarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón
Sœvar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson.
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Ema V. Ingólfsdóttir, Gissur
Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob Magnússon, Katrín Pálsdóttir, Kristín Lýðs-
dóttir, Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson,
Hörður Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkori: Þráinn Þorieifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M.
Halldórsson.
Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Ritstjóm Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda-og plötugerð: Hilmir%f., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Svæfmgar ínefnd
Hannibal Valdimarsson, for-
maður stjórnarskrárnefndar,
sagði í viðtali við Dagblaðið á
þriðjudaginn, að nefndin hefði
lítið starfað um skeið. Tekur hann
þar vægt til orða, því að nefndin
hefur frá upphafi nær ekkert
starfað. Heilu árin liðu án funda fyrst eftir
að stjórnarskrárnefnd Hannibals komst á
laggirnar á tíma vinstri stjórnarinnar síðari.
Enn virðist ýmislegt vera því til fyrirstöðu,
að langþráð endurskoðun stjórnarskrárinnar
verði að veruleika. Ráðsmaður Hannibals í
Selárdal hefur veikzt og á nefndarformaðurinn
því ekki heimangengt. Virðist búskapurinn í
Selárdal ætla að verða þjóðinni örlagaríkur.
Merkilegt er, að hinum önnum kafna Selár-
dalsbónda skuli ekki hafa dottið í hug að fela
formennskuna að minnsta kosti um tíma ein-
hverjum öðrum, sem má vera að því að sinna
þessu þjóðþrifamáli. En sennilega framkvæmir
Hannibal svæfingar sínar með vitund og vilja
leiðtoga þjóðarinnar, úr því að ekkert er rekið á
eftir honum.
Hannibal upplýsti ennfremur í viðtalinu, að
ekki væri hljómgrunnur í nefndinni fyrir ein-
menningskjördæmum. Hafa þó skoðanakann-
anir leitt í ljós, að með þjóðinni er útbreiddur
áhugi á einmenningskjördæmum. En full-
trúum flokksvélanna í nefndinni þykir sjálf-
sagt líklegt, að einmenningskjördæmi mundu
draga úr ofurvaldi flokksvélanna.
Þessar flokksvélar þrúga þjóðina á margan
hátt og er þetta eitt dæmið. Við getum ekki
fengið betri þingmenn, kosna beint í persónu-
legu kjöri, í stað núllanna í öruggum sætum
framboðslistanna, af því að slík breyting
hentar ekki flokksvélunum.
Hannibal þykir ekki tíðindum sæta, að nefnd
ungra manna úr þremur stjórnmálaflokkum,
Alþýðuflokknum, Framsóknarflokknum og
Sjálfstæðisflokknum, hefur náð samstöðu um
tillögur um persónulegt kjör alþingismanna.
„Það er góðra gjalda vert, að unga fólkið
myndar sér skoðanir,“ segir Hannibal um
þessar ágætu tillögur.
Samkvæmt tillögunum eiga flokksvélarnar
ekki að geta troðið þægu börnunum sínum í
örugg sæti, því að ekki er kosið eftir listum.
Kjósendur eiga sjálfir að setja númer fyrir
framan nöfn frambjóðendanna í þeirri röð, sem
kjósendur en ekki flokksvélarnar vilja hafa
þá. Og kjósendurnir geta meira að segja sett
frambjóðendur annarra flokka inn í þessa röð,
ef þeir vilja.
Því miður er áhugaleysi Hannibals um
þessar tillögur líkast til dæmigert um áhuga-
leysi þingmanna almennt. Þeir eru skrautblóm
flokksvélanna og hafa smám saman unnið sig
upp eftir númeraröð framboðslistanna. Þeim er
þaó sjálfsagt óbærileg tilhugsun, að skyndilega
kæmi til sögunnar ný skipan, er gæti á einni
nóttu gert alla þessa fyrirhöfn að engu.
Núverandi alþingismenn hafa þeirra hags-
muna að gæta, að kosningalögin verði ekki
bætt. En Hannibal ætti ekki að þurfa að þjóna
þessum hagsmunum.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. MARZ 1977.
HELGI
PETURSSON
Tafír á afgreiðslu
jarðgass frá
Norðursjónum
kosta milljónir
Olíuboranir á Ekofisk-svæðinu í Norðursjónum.
Fyrsta tilraun til þess að
leiða gas frá hinu auðuga
Ekofisk-svæði í Norðursjónum
hefur nú tafizt í marga mánuði
og lítur allt út fyrir að svo verði
um sinn. Ástæðan: Illa frágeng-
in leiðsla sem unnin var af
dönsku fyrirtæki.
Leiðslan liggur um 55 km
leið um danska hlutann af
Norðursjónum og vill viðskipta-
ráðuneyti Dana ekki leyfa notk-
un hennar fyrr en tryggt sé að
hún sé fullkomlega örugg.
Viðgerðin mun taka marga
mánuði og kosta milljarða
króna. Tapið telst vera gífur-
legt því um hana eiga að fara
15-16 milljarðar kúbikmetra af
jarðgasi til neytenda i Þýzka-
landi, Frakklandi og Hollandi.
Heildarmagnið svarar til allrar
orkunotkunar Dana á einu ári.
Einn metra niður
Það hafa áður orðið seink-
anir á afgreiðslu jarðgassins.
Seinkunin nú er því að kenna
að Danir gerðu vissar öryggis-
kröfur er leggja átti leiðsluna á
botn Norðursjávar frá Ekofisk-
svæðinu til borgarinnar Emd-
en í Norður-Þýzkalandi. M.a.
var gert ráð fyrir að leiðslan
yrði grafin niður í botn
Norðursjávar og hulin jarðvegi
í öryggisskyni. Norðmenn og
Þjóðverjar gerðu svipaðar kröf-
ur á sínu landsvæði.
Svífur
Nú er búið að leggja leiðsi-
una. En er rannsóknir voru
gerðar á henni fyrir stuttu kom
í ljós að mikið bjátaði á. A
sumum stöðum er hún alls ekki
grafin niður. Sums staðar flýt-
ur hún bókstaflega í sjónum.
Það gæti haft hinar alvarleg-
ustu afleiðingar. Leiðslan er
umlukt steinsteypu og ef hún
liggur ekki kyrr er hætta á að
steypan brotni af. Eins gæti
farið svo að leiðslan flyti upp
undir yfirborð sjávar og þá
væri hætta á ásiglingum, með
ómældum afleiðingum.
Viðurkennir afglöpin
Fyrir nokkrum árum flaut
gasleiðsla upp undir yfirborðið
vió Holland. án þess þó að nokk-
uð alvarlegt kæmi fyrir.
Þess vegna hafa Danmörk og
löndin tv.ö krafizt þess að gert
verði við leiðsluna áður en hún
verður tekin í notkun.
Danska fyrirtækið, sem lagði
leiðsluna, hefur viðurkennt
mistökin og er búizt við að það
verði að greiða miklar upphæð-
ir í skaðabætur.