Dagblaðið - 21.03.1977, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 21.03.1977, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. MARZ 1977. íþróttir Iþróttir Iþróttir iþróttir Hörkulið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar! — LiverpooNiðin, Leeds og Manch. Utd. sigruðu á laugardaginn í 6. umferð Fjögur af stórliðum enskrar Knattspyrnu tryggðu sér rétt i undanúrslit ensku bik'arkeppn- innar á laugardag. Everton, Leeds, Liverpool og Manch. Utd. Langt er síðan svo vel hef- ur verið skipað í undanúrslit og hvert, sem er þessara fjögurra líða gæti orðið sigurvegari í keppninni. Leikirnir í undan- úrslitum verða háðir 23. apríl, en úrslitaleikurinn verður 21. maí á Wembley — eða þremur vikum siðar en venjan hefur verið síðustu áratugina. Enska kanttspvrnan fer lengra fram á sumarið en áður vegna riðla- keppni heimsmeistarakeppn- innar og hafa þeir, sem ráða deildakeppninni mjög amast við því, svo ekki sé meira sagt. En nóg um það. Snúum okk- ur aó leikjunum fjórum í 6. umferð bikarsins á laugardag. Urslit urðu: Everton-Derby County 2-Ó Liverpool-Middlesbro 2-0 Man.Utd.-Aston Villa 2-1 Wolves-Leeds Utd. 0-1 Skemmtilegasti leikurinn var á Old Trafford í Manchester, þar sem lið Aston Villa kom verulega á óvart án þriggja sinna beztu manna, Chris Nich- oll, Andy Gray og Alex Cropley. Leikirnir erfiðu við Everton í úrslitum deildabikarsins sátu ekki í leikmönnum Villa og lið- ið fékk óskabyrjun. Eftir að- eins 90 sek. hamraði Brian Little knettinum í markið hjá Alex Stepney af 30 metra færi — í vinstra hornið. Strax allt á suðupunkti og 60 þúsund áhorf- endur voru heldur betur með á nótunum. Knötturinn gekk markanna á milli. Á 25. mín. var dæmd aukaspyrna á Aston Villa rétt utan vítateigs. Bak- vörðurinn Stewart Houston tók spyrnuna og við hörkuskot hans réð John Burridge ekki. Á 10. mín. meiddist enski lands- liðsframvörðurinn Brian Greenhoff hjá United og eftir að hafa haltrað um stund á vell- inum varð hann að fara út af. David McCrerry, írski fram- herjinn, kom í hans stað og varð hægri bakvörður en Jimmy Nicholl miðvörður. Þetta var veiking — en ekki afgerandi og eftir að hafa jafn- að sótti lið United mjög fram að leikhléinu. Sókn Manch. Utd. var lengst- um þyngri í s.h., en Gordon Hill fór tvívegis illa með góð færi — áður en Lou Macari skoraði sigurmark leiksins á 76. mín. Miðherjinn Stuart Pearson var með knöttinn úti á kanti — gaf vel fyrir og Macari skoraði. Þriðja mark hans í bikarnum — 11 á leiktímabilinu. Rétt á eftir var Brian Little nærri að jafna fyrir Villa — en lokakafli leiksins tilheyrði United. Leik- menn lögðu áherzlu á að halda knettinum — og sigur liðsins var verðskuldaður. Meistarar Liverpool — án John Toshack og Ian Callaghan — voru lengi að ná sér á strik gegn Middlesbro, reyndar svo, að það var aðeins markvarzla Ray Clemence, sem hélt Liver- pool á floti framan af. Þrívegis bjargaði hann hreint í heims- klassa frá Alf Wood, David Mills og Souness. En í s.h. var Liverpool betra liðið, einkum eftir að David Fairclough — super-varamaðurinn tvítugi — skoraði fyrsta mark leiksins á 54. mín. Pat Cuff, markvörður Middlesbro, átti ekki mögu- leika að verja hörkuskot hans af nokkuð löngu færi. Sex mín. síðar gulltryggði Kevin Keegan sigur Liverpool, þegar hann skallaði í mark af stuttu færi. Vafi var á hvort Keegan gæti leikið vegna bólgu á vinstra hné næstum fram að leiktima. En Keegan gat leikið og mark hans eftir hornspyrnu Kay Kennedy var fallegt. Þá vakti athygli stórgóður leikur Tommy Smith í Liverpool- liðinu. Þessi fyrrum fyrirliði Liverpool kom inn, þegar Thompson meiddist og vex með hverjum leik. Ulfarnir sóttu miklu meira í leiknum gegn Leeds — en heppnin var ekki með leik- mönnum liðsins. Ekkert heppn- aðist við mark Leeds, þrátt fyrir góðar tilraunir Hibbitt, Daley og Kindon. Ulfarnir áttu 70% af leiknum — en Leeds treysti á skyndiupphlaup. Á 31. min. skoraði Eddie Gray og það reyndist eina mark leiksins. Ekki sanngjarnt, sagði Brian Butler, fréttamaðurinn kunni hjá BBC. Síðustu 10 mín. var knötturinn að mestu í öðru horninu á vallarhelmingi Úlf- anna — leikaðferð, sem Leeds hefur oft beitt, þegar tefja þarf. Hreint snillingar á þessu sviði — en það fór í taugarnar á leikmönnum Úlfanna og til nokkurra stimpinga kom milli leikmanna. En áætlun Leeds heppnaðist. Gordon Lee, nýi fram- kvæmdastjórinn hjá Everton, kom á óvart fyrir leikinn við Derby. Setti Duncan McKenzie úr liði Everton, en valdi skozka miðherjann Jim Pearson í hans stað. Að áliti Lee hefur McKenzie ekki lagt sig nóg fram i leikjum Everton að und- anförnu. Ekki tilbúinn í slag- inn i hörku ensku knattspyrn- unnar eftir dvölina hjá Ander- lecht. En hvað um það — bragð- ið heppnaðist hjá Lee. Derby var ýtt til hliðar, sem auðvitað kom ekki á óvart, því Derby hefur ekki unnið leik á útivelli á leiktímabilinu. Það var þó bið í mörkin. Þegar klukkustund var af leik skallaði Bob Latch- ford í mark Derby eftir fallegt upphlaup Bruce Rioch (áður Derby) King og Lyons. 1 næsta upphlaupi Everton, hálfri mín. síðar, skoraði Pearson síðara mark Everton. í dag verður dregið í undan- úrslit keppninnar og sagt er, að fólk í Liverpool hafi legið á bæn í nótt og óskað þess, að Liverpool-liðin sleppi við hvort annað. Það hefur enn ekki skeð í 105 ára sögu bikarkeppninnar, að Everton og Liverpool hafi mætzt i úrslitaleik FA- bikarsins. Eddie Gray, til vinstri, skoraði sigurmark Leeds gegn Úlfun- um á laugardag. Eina mark leiksins. Ipswich komst ekki á toppinn í Sunderland Utd., — sem lék snilldarlega leiknum. Staðan er nú þannig: l.deild Ipswich Town nýtti ekki tækifærið, sem liðinu gafst á laugardag, til að komast á ný í efsta sæti 1. deildar. Liðið lék þá í Sunderland — og jafntefli nægði til að ná toppsætinu. En án þriggja stórkarla, Beattie. Mills, fyrirliða, og Whymark réð Ipswich ekki við hið gjör- breytta lið Sunderland. Þar hefur Jimmy Ádamson beinlín- is gert kraftaverk. Hann hefur verið peninganna virði og eins og Sunderland leikur í dag á liðið ekkert erindi niður á 2. deild á ný, sagði fréttamaður BBC. Það er önnur saga hvort Sunderland tekst að verjast falli. Hins vegar náði liðið báð- um stigunum af Ipswich með marki Colin Waldron, láns- manns frá Manch. Utd., sem áður lék lengi undir stjórn Adamson hjá Burnley. Það var á 70. mín. eftir hornspyrnu — og miðvörðurinn fór upp og skoraði. Sunderland var betra liðið lengstum drifið áfram af stórgóðum leik Arnott, korn- ungs leiksmanns. En marka- vélin fór ekki í gang eins og síðustu vikurnar á Roker Park — og i lokin þurfti Barry Siddell, markvörður Sunder- land, að taka á honum stóra sínum til að koma í veg fyrir að Ipswich jafnaði. Úrslit í deildakeppninni á laugardag urðu þessi: 1. deild Birmingham-Tottenham 1-2 Bristol City-QPR 1-0 Stoke-Leicester 0-1 Sunderland-Ipswich 1-0 WBA-Newcastle 1-1 Meðal þeirra leikja, sem fresta varð vegna bikarkeppn- innar voru Liverpool-Manch. Utd.. Manch. Cit.v-Everton. 2. deild Bolton-Cardiff fr. Carlisle-Fulham 1-2 Shelsea-Bristol Rov. 2-0 Hereford-Luton 0-1 Hull-Charlton 0-0 Millwall-Oldham 2-1 Notts Co. -Blackburn 0-0 Orient-Burnley 0-1 Plymouth-Blackpool 2-0 Sheff. Utd.-Nottm.For. 2-0 Leik Southampton- Wolves frestað vegna bikarsins. 3. deild Brighton-Bury 1-1 Chester-Grimsby 2-0 Gillingham-Sheff.Wed. 1-0 Mansfield-Peterbro 1-1 Northampton-Port Vale 3-0 Oxford-C.Palace 0-1 Preston-Tranmere 1-0 Reading-Chesterfield 2-0 Rotherham-York 1-1 Shrewsbur.v-Swindon 2-2 Walsall-Portsmouth 1-1 4. deild Barnsley-Doncaster 1-1 Bradford-Huddersfield 3-1 Cambridge-Hartlepool 2-0 Colchester-Southend 0-1 Darlington-Southport 2-1 Exeter-Bournemouth 1-1 Rochdale-Workington 0-3 Scunthorpe-Halifax 2-1 Stockport-Aldershot 0-0 Watford-Crewe 3-1 Tottenham hlaut dýrmæt stig í Birmingham og kannski tekst Lundúnaliðinu fræga að verj- ast falli. Þriðji útisigur Tott- enharn á leiktímabilinu. John Conolly náði forustu f.vrir Birmingham á 5. mín., en að- eins mín. síðar jafnaði Glen Hoddle f.vrir Tottenham. Peter Taylor skoraði sigurmarkið á 62. mín. þar sem markvörður Birmingham, Jim Montgomery. lánsmaður frá Sunderlahd. beinlíms hjálpaði knettinum í markið. Sigtjtr ToHennafú var verðskuldaður. QPR fór illa með góð.tæki- færi framan af leiknum í Bristol — einkum David Webb og Peter Eastoe. En siðan fór Bristol Cit.v að ná tökum á leiknum. Don Masson bjargaði á marklínu QPR — og á 78. mín. skoraði Collier sigurmark City. Báðir markverðirnir, Phil Parkes, QPR, og John Shaw vörðu af snilld. I lokin varð QPR fyrir miklu áfalli. Enski landsliðsmaðurinn Stan Bowles var borinn af velli og var óttazt að hann hefði brotnað á ökkla. Stoke tapaði á heimavelli gegn Leicester, þar sem Frank Wothington skoraði eina mark leiksins — en Peter Shilton bjargaði Stoke frá stærra tapi með frábærri markvörzlu. Það er hann. sem heldur Stoke á floti. Aðeins Liverpool . og Manch. Cit.v hafa fengið á sig færri mörk en Stoke. Jafntefli varð í West Bromwich. þar sem Newcastle kom í heimsókn. Nýi leikmaðurinn, Laurie Cunning- ham, lék snilldarlega í liði WBA og skoraði mark liðsins. en Mahoney varði oft mjög vel frá honum. Barrowclough skor- aði mark Newcastle. Chelsea náði forustu á ný í 2. deild með sigri á Bristol Rov- ers. Sjálfsmark Peter Aitken á 63. mín. kom Chelsea á bragðið og rétt á eftir skoraði Steve Wichs. Úlfarnir og Bolton léku ekki — en Luton komst í 3ja sætið með sigri i Hereford. Ron Futcher skoraði eina mark leiksins á 88. mín. eftir fyrir- gjiif John Aston — áður Man. Liverp. 31 18 6 7 50-27 42 Ipswich 31 17 7 7 53-29 41 Man.City 30 14 11 5 42-23 39 Man.Utd.28 14 7 7 51-36 35 Newc. 30 12 10 7 50-36 35 Leicester 32 11 13 8 43-46 35 WBA 31 12 10 9 44-38 34 A.Villa 26 14 4 8 51-30 32 Middlesb 30 12 8 10 29-32 32 Leeds 29 11 9 9 34-35 31 Arsenal 31 10 8 13 47-52 28 Norwich 31 11 6 14 34-48 28 Birm’h 30 10 7 13 46-46 27 Stoke 29 9 8 12 17-28 26 QPR 26 9 6 11 32-36 24 Coventry 27 8 8 11 31-39 24 Everton 27 9 6 12 38-49 24 Tottenh. 30 9 5 16 37-5« 23 Bristol C 28 7 7 14 26-33 21 Sunderl. 31 7 7 17 31-38 21 Derb.v 28 5 11 12 31-42 21 W.Ham 28 8 5 15 27-45 21 2. deild Chelsea 32 16 11 5 56-42 43 Wolves 30 16 9 5 67-35 41 Luton 32 18 4 10 52-34 40 Bolton 30 16 7 7 55-38 39 Blackp. 32 12 13 7 45-34 37 Notts Co 31 15 7 9 50-44 37 Nottm.F. 30 13 8 9 56-35 34 Millwall 31 12 10 9 46-39 34 Charlton 31 11 11 9 52-46 33 Blackb. 31 12 8 11 33-39 32 Oldham 30 12 7 11 40-41 31 Hull 30 7 15 8 36-35 29 South’t. 28 9 10 9 49-46 28 Sheff.U. 30 9 10 11 36-41 28 Plym. 32 6 14 12 38-49 26 Bristol R 32 9 8 15 38-55 26 Cardiff 30 9 7 14 40-47 25 Burnley 32 7 ii 14 34-52 25 Orient 28 7 10 11 29-36 24 Fulhant 32 7 10 15 40-54 24 Carlisle 31 7 7 17 32-58 21 Hereford 30 4 9 17 35-59 17

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.