Dagblaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. APRÍL 1977. 7 \ Vængjamálið: Reikningarnir tölulega réttir Á aðalfundi flugfélagsins Vængja hf. sem boðaður hefur verið 22. apríl, munu kjörnir endurskoðendur félagsins leggja fram skriflegar athuga- semdir sínar við endurskoðaða reikninga félagsins, sem þar verða lagðir fram og ræddir. Sjálfa reikningana hafa þeir undirritað sem tölulega rétta, samkvæmt staðfestum heimild- um Dagblaðsins. Hafa endurskoðendurnir lesið út úr bókhaldinu, að óvar- lega hafi verið farið með fjár- muni félagsins, eins og ræki- lega hefur verið rakið í DB, og raunar að lánað hafi verið út úr því allt að tuttugu milljónum króna, m.a. til einstakra stjórnarmanna. Það fé hefur að m'estu verið greitt aftur — með víxlum, samþykktum af þriðja aðila. t þeim athugasemdum hinna kjörnu endurskoðenda Vængja hf. sem bíða þess að verða lagðar fyrir aðalfundinn og stjórn félagsins, eru tilgreind ýmis atriði varðandi þessa lána- starfsemi, sem áður hefur verið rakin í DB. í greinargerð lög- gilts endurskoðanda Vængja hf. til stjórnarinnar, Gunnars R. Magnússonar, segir m.a. um þessa lánastarfsemi: „Félagið hefur annazt milli- göngu um kaup og sölu hluta- bréfa einstakra hluthafa og lánað til þess fé... Ég lít svo á, að skylt sé samkvæmt skatta- lögum að telja slíka fyrir- —athugasemdir bíða aðalf undar greiðslu, sem er í eðli sínu óvið- komandi rekstri félagsins, sem ráðstöfun á skattfrjálsum vara- sjóði...“ Endurskoðandinn segir einnig: „Peninga í sjóði sbr. efnahagsreikning kr. 1.942.880, hef ég ekki kannað. Hér er um að ræða frávik frá aðalreglu um að „peningar" séu aðeins á bankareikningum. Bókhaldari upplýsir, að fyrir liggi greiðslu- fylgiskjöl greidd í febrúar 1977, á móti þessum sjóði.“ Upphaflega átti þessi endur- skoðun, sem kjörnir endurskoð- endur félagsins fóru fram á sl. sumar, aðeins að ná til loka ágústmánaðar 1976. Meðal þeirra sem fengið hafa lán hjá Vængjum hf., skv. greinargerð Gunnars R. Magnússonar, er Ferðamið- stöðin hf„ alls 3,2 milljónir gegn tveimur veðskuldabréf- um, öðru til þriggja ára en hinu sex ára. -ÓV. Tónlistarfélagið: Stuttgarter Kammerorkester Stuttgarter Kammerorkestor, tónleikar i Háskólabíói 23.03 '77. Efnisskrá: Pachelbel: Kanon J.S. Bach: Brandenborgar-konsert nr. 3. J.S. Bach: Konsert f. 2 fiMur og strengjasveit í d-moll. Anton Dovrak: Serenaöa f. strengjasveit. Stjórnandi: prófessor Korl Múnchinger. Óhætt er að fullyrða að sjaldan hefur heyrzt eins fágaður leikur á sviði Haskolabíös og hjá Stutt- garter Kammerorkester undir stjórn pr. Karls Munchingers. Þróttmikill, fágaður leikur, ekkert hik eða fum, allar innkomur hárnákvæmar og allir „með á nótunum". Tónmyndun öll var til eftir- breytni, hendingamyndun frá- bær. Þátttaka í hljómsveit af þessari stá>rð, eða 17 strengja- leikarar, krefst mikils, bæði af hljóðfæraleikurum og stjórnanda. Hvergi er hægt að „fela“ óná- kvæmni í tónmyndun eða spili, athyglin má aldrei hvika frá stjórnandanum. „Faðir“ þessarar afburða hljómsveitar er, eins og allir unnendur klassískrar tónlistar vita, prófessor Karl Munchinger. Eru nú liðin liðlega 30 ár síðan hún hóf feril sinn og hefur nróður hennar borizt viða. Hún er nú ein virtasta kammerhljómsveit heimsins, og eftir að hafa heyrt hana ,,live“, en ekki af hljóm- plötum, skilur maður hvers vegna. Stjórn Miinchinger á sveitinni er aðdáunarverð, hann stendur ekki uppi á palli andspænis henni heldur safnar hann hljóðfæra- leikurunum í kringumsig oglaðar síðan fram hvern tón með róleg- um handa- og puttahreyfingum og færir sig til eftir því hvar hans er þörf. Eftirminnilegast frá þessum tónleikum, þar sem allt var frábært, er í mínum huga upp- Tónlist hafið á Kanon eftir Pachelbel, þar var sem fyrsti tónninn ætti ekkert upphaf, var sem hann hefði alltaf verið í sellóunum og bassanum, með einni af sínum rólegu handa- hreyfingum „hækkaði" stjórnandi styrkinn og tónninn rann fram, tandurhreinn. Læt ég það nægja sem dæmi um leik af- burðahljómsveitar. JON KRISTINN CORTES 50 tonn af ýsu í emni í veiðiferð Þeir voru hýrir skipverjarnir á Sæþóri Árna frá Vestmannaeyj- um er þeir komu að á dögunum. I lok sex daga veiðiferðar fengu þeir uppgripaafla og lönduðu um 50 tonnum. Aflinn fram að þessu hefur verið heldur tregur. Mest af þessum 20 tonna afla var stór ýsa eða svokölluð grafýsa. Fékkst hún aðallega „austur á Vík“ eins og sjómenn segja. DB- mynd Ragnar. ÆTTARGRUSK ER ANÆGJA >jánaoÉi I ftórtkröfo irm olt lond f-—KEppið ét og MiMfið.-—. PRENTHÖNNUN P.O. BOX 7065 105 Reykjavlk. Undirritaður óskar hér með eftir .... eint. af Ættartölu. Stærðir □ 37x52 Verð 1 möppu kr. 810.- □ 52 x64 Verð í möppu kr. 10IB0.- NAFN:. j Póststöð: í Heimsækið ættingja um ha'tíðamar og berið saman bækur ykkar um ættina. Ættartöluskjalið fæst hjá Snæbirni Hafnarstræti, sími 14281 j (]Eöa beint frá útgefanda, sími 14401 Vel heppnaður fundur herstöðvaandstæðinga —vönduð dagskrá flutt fyrir húsfylli Rúmlega tvö þúsund manns voru á baráttufundi herstöðva- andstæðinga í Háskólabíói á mið- vikudagskvöldið. Munu sjaldan jafnmargir hafa safnazt saman samtímis í húsinu og var staðið jafnt í anddyri hússins, stigum og göngum. Fjölmargir listamenn komu' fram á fundinum auk ræðu- manna. Má þar nefna Spilverk þjóðanna, Olgu Guðrúnu Árna- dóttur, Kjartan Ragnarsson, Jónas Árnason og var þeim öllum vel tekið. Þá voru flutt stutt ávörp inn á milli og lesið var úr verkum Ólafs Jóhanns Sigurðssonar og Hannes- ar Sigfússonar. Einnig var fluttur leikþáttur eftir Pétur Gunnarsson og Sigurð Pálsson. Góð stemmning ríkti á fundin- um þrátt fyrir þrengsli og var það mál manna að dagskráin hefði tekizt hið bezta. JFM. Frá fundinum í Háskólabíói í fyrrakvöld. I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.