Dagblaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. APRlL 1977 frfálst, áháð dagblað Utgefandi DagblaðiA hf Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjansson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrui: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. AAstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Ema V. Ingólfsdottir, Gissur ’Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob Magnússon, Katrín Pálsdóttír, Krístín Lýðs- clpttir, Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson. Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjarnleifsson, iHörður Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn tÞorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M- Halldorsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Orðsending um álveríð Makk iðnaðarráðherra og ríkis- stjórnar vió höfuðsmenn sviss- neska hringsins Alusuisse mælist mjög illa fyrir hjá þjóðinni. Fátt af því, sem stjórnvöld gera, nýtur minna fylgis en fyrirhuguð stækk- un álversins í Straumsvík. Þetta sýndi skoðanakönnun Dagblaðsins. Niðurstöður hennar eru óyggjandi, svo að ekki er til neins að beita þeirri vörn, að ekki sé að marka slíka símakönnun. Skekkja í könnun af þessu tagi gæti verið um það bil fimm prósent. I skoðanakönnun Dagblaðsins kváðust rúmlega sjötíu afhverjum hundraðvera andvígir stækk- un álversins í Straumsvík. Þegar undan eru skildir þeir, sem voru óákveðnir, var andstaðan yfir áttatíu og einn af hverjum hundrað. Vel að merkja var þarna almennt spurt um stækkun álversins. Það tekur því til þeirrar stækkunar, sem þegar hefur verið samþykkt af íslenzkum yfirvöldum, stækkun annars ker- skála. Hún verður í óþökk mikils meirihluta þjóðarinnar. Miklu frekar eru menn að sjálf- sögðu andvígir þeirri stækkun, sem nú er verið að makka um, byggingu þriðja kerskálans. Lýst var yfir fyrir skömmu, að viðræður hæfust í alvöru um þriðja kerskálann. Reyndar hefur menn rennt grun í, að sú stækkun hafi allt að því verið samþykkt og eigi að tengjast næstu stórvirkjun. Aðeins eigi eftir að ganga frá málinu formlega. Mengunin frá álverinu og nýjar fréttir um hana munu væntanlega ráða mestu um viðhorf almennings til álversins. Þeim, sem fylgzt hafa með, er ljóst, að þar hafa Svisslendingar dregið landann á asnaeyrunum árum saman, svo að1 vitnað sé til ummæla eins þingmanns Sjálf- stæðisflokksins. Almenningur er nú nægilega upplýstur til að geta tekið einarða afstöðu gegn öllu því spili, og þar með er talið gjafaraf- magn til álversins og sú ósvífni Alusuisse að leggja fram áætlun um yfirtöku framtíðarvirkj- ana, sem hefði fært ísland á nýtt nýlendustig. Þessa frekju byggðu Svisslendingar auðvitað á mati sínu á sveitamennsku íslendinga, miðað við fyrri reynslu. Nú verðum við að trúa yfir- lýsingum ráðherra þess efnis, að Svisslending- um verði ekki að þessari ætlan sinni. Undirlægjuhættinum gagnvart þessum er- lendu auðmönnum hlýtur að linna, enda sjást merki þess. Stjórnmálamenn, sem fyrir nokkr- um árum létu ekkert tækifæri ónotað til að lofa og prísa Alusuisse, eru nú farnir að koma að í því, sem eftir þeim er haft opinberlega, að þeir vilji ekki fleiri álver á vegum Alusuisse, að við höfum samið af okkur um hreinsitæki og raf- orku og erlend stóriðja komi helzt eða alls ekki til greina hér, nema íslendingar eigi meirihluta í fyrirtækjunum og hafi ráðin. Þetta getur boðað tímamót, ef hinn almenni kjósandi fylgir vilja sínum eftir, þegar hann á þess kost. Almenningur hefur nú sent ráðamönnum orðsendingu þess efnis, að öllu makki um stækkun álversins í Straumsvík verði hætt. Það sé hið eina, sem við sé unandi. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!!I!IIIIIIIIIIIIIIIM ísraelska forsætis- ráðherrafrúin átti ólöglegan banka- reikning eriendis —gætihaft áhrifá kosningarnar ímaí lllllllllllllllllllllllll!llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Blaðamaður frá ísrael fór í banka í Washington og sagðist ætla að leggja inn 50 dollara. Því miður mundi hann ekki númerið en Leah Rabin átti reikninginn. Bankastarfs- maðurinn tók peningana og blaðamaðurinn fékk númerið á reikningi þeim sem hann var að leggja inn á. Maðurinn sem lagði inn á reikninginn í Washington skrifaði um fjármál frú Leah Rabin í blað sitt Haaretz. Greinin vakti mikla athygli, sérstaklega af því að hún fjall- aði um fjármál forsætisráð- herrafrúarinnar í ísrael. Það er nefnilega bannað að eiga fé á banka í útlöndum og með því að eiga þennan reikning í Banda- ríkjunum var frúin orðin lög- brjótur. Leifar frá sendiherraárunum Á reikningnum voru 2000 dollarar. Blaðamaðurinn bætti 50 við. Þegar málið var kannað kom í ljós að frú Rabin hafði þennan reikning þegar maður hennar var sendiherra í Washington fyrir um það bil fjórum árum. Það hefði átt að Hér er forsætisráðherrann, Yitzhak Rabin (lengst til hægri), með Goldu Meir fyrrverandi forsætisráð- herra og utanríkisráðherranum Yigal Allon. ARÐRÁN MILLIUÐANNA Útvarpserindi Stefáns Karls- sonar handritafræðings um daginn og veginn i fyrri viku hefur vakið almenna og verð- skuldaða athygli, enda fjallaði hann þar með skilmerkilegum hætti um gátu sem mörgum hefur reynst torráðin: hvers vegna ísland er orðið láglauna- svæði og jafnvel auglýst sem slíkt af íslenskum stjórnvöld- um i erlendum blöðum, á sama tíma og þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur eru sambærilegar við það sem gerist í nágranna- löndunum og verðlag.á íslensk- um sjávarafurðum fer hækk- andi á alþjóðamörkuðum. Hann benti á að hér hlyti annaðhvort að vera á ferðinni mikið arð- rán eða lélegur rekstur. Seinni kostinn taldi hann ólíklegan þareð íslenskir aðilar seldu færeyskar fiskafurðir með góð- um hagnaði, þó kaupgreiðslur i Færeyjum væru miklum mun hærri en hérlendis. Stefán ræddi ekki arðráns- kenninguna nánar, enda er þar um flókinn vef að ræða, en það hlýtur að liggja öllum heil- skyggnum mönnum í augum uppi, að hér er komið að kjarna málsins. Það blasir væntanlega við öllum sem kæra sig um að sjá, þegar þeir litast um í ákveðnum hverfum í höfuð- staðnum og skoða lífshætti ýmissa samborgara sinna, að eitthvað meira en lítið er bogið við þjóðfélag sem ekki treystist til að greiða láglaunastéttum lífvænlegt kaup, heldur þrælk- ar þær myrkranna á milli fyrir smánarlaun, meðan burgeisar berast á eins og arabískir olíu- furstar. Vel má vera að launa- jafnrétti sé hér meira en víða annarsstaðar í nálægum lönd- um, en tekjujafnrétti er hér ekkert, heldur lifa hverskonar braskarar í vellystingum eins og sníkjudýr á þjóðfélaginu og

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.