Dagblaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. APRlL 1977.
14
JKG svarar Þráni Sigfússyni:
Hann hlýtur að hafa veríð alveg
sérstaklega illa fyrírkallaður”
Á miðvikudaginn birtist á poppsíðu Dagblaðsins
svarbréf Þráins Sigfússonar stud. art. á Eiðum við
útlistunum JKG á hljómsveitinni Jörlum. JKG brá hart
við og skrifaði á methraða svarbréf við svarbréfinu
og fer það hér á eftir:
Við lestur bréfsins frá stud.
art. á Eiðum, nánar tiltekið
Þráni Sigfússyni, sem birtist
I Dagblaðinu 30. marz sfðastlið-
inn, komst ég ómögulega hjá
þvf að mynda mér þá skoðun, að
maður nokkur á Austfjörðum
(engin nöfn eru nefnd í þvf
sambandi) sé annaðhvort stðr-
skrýtinn eða með ákaflega lé-
legan húmor nema hvort
tveggja sé, sem ég tel einna
líklegast á þessu stigi málsins.
Þráinn gerir smáveður út af
„djókgrein" um hljómsveit,
sem hét Jarlar og birtist á
Poppsíðu Dagblaðsins einhvern
tíma fyrir löngu síðan. Ekki
ætla ég að fara að deila við
Þráin um gæði hljómsveitar,
sem er hætt fyrir löngu en
aftur á móti langar mig til að
biðja hann að fylgjast örlítið
betur með því sem er að gerast í
kringum hann og fara ekki að
halda því fram í blöðum eða
öðrum fjölmiðlum — ef hann
skyldi rekast á hrósgrein um
Hljómsveit Svavars Gests í ein-
hverju gömlu og löngu úreltu
Morgunblaði — að hljómsveit-
irnar Heródes og Öpera séu
miklu betri og snjallari en
Hljómsveit Svavars Gests. Það
er langskemmtilegast að blanda
ekki nútíðinni saman við fortíð-
ina í þessum málum frekar en
öðrum.
Þó að ég ætli ekki að deila við
Þráin Sigfússon um löngu
hættar hljómsveitir þá vil ég
leiðrétta hans furðulega bréf á
stöku stað því að þar er ákaf-
lega mikið af bulli og öðru
álíka. Til dæmis skrifar Þráinn
eftirfarandi orðrétt: „Ég vil
byrja á að leiðrétta þann mis-
skilning sem þar kom fram, að
Jarlar séu frábærlega góð
hljómsveit því að það er alls
ekki rétt.“
Ég vil benda á að hvergi í
„djókgreininni" minni minnist
ég einu orði á að Jarlar séu góð
hljómsveit, hvað þá frábærlega
góð. Þvert á móti stóð þar ein-
mitt að aldrei hafi verið stofn-
uð góð hljómsveit á Aust-
fjörðum, — að undanskilinni
hljómsveitinni Amon Ra frá
Neskaupstað. Ég er hræddur
um að annaðhvort hafi Þráinn
hlaupið yfir línur eða jafnvel
blaðsíður við lestur Dag-
blaðsins þann dag sem greinin
mín birtist eða að hann hafi
verið alveg sérstaklega illa
fyrirkallaður. Ég votta honum
samúð mína hér með. ef svona
r J
ÁSGEIR m
TÓMASSON L- K
nokkuð kemur oft 'fyrir hjá
honum og óska honum þá í leið-
inni skjóts bata.
Seinna í bréfi sínu verða
Þráni svo á öllu eðlilegri mistök
er hann skrifar:
„Það er mjög stutt mál að
telja upp kosti þeirra (Jarla),
því að þeir eru engir." Og hann
er ekki fyrr búinn að fullyrða
eitt en næsta fullyrðing kemur
og skrifar hann þar með þvert
ofan í sjálfan sig:,,Eini meðlim-
urinn, sem eitthvað getur
spilað, er Snorri ÖIversson.“
Alls staðar þar sem ég þekki
til er það talinn kostur að geta
spilað eitthvað og vona ég að
slikt sé einnig á Eiðum. Annars
leyfi ég mér að fullyrða að ef
Jarlar sáluðu hefðu ekki haft
Einsdæmi á Austurlandi
„LOÐNUTEMPÓ”
Meðan hljómsveitir í hinum
róstusama poppheimi Islend-
inga koma og fara eða heilsa
og kveðja hefur ein austfirzk
hljómsveit staðið af sér alla
völundarsmið og heródesar-
dóma. Það er hljómsveitin
Einsdæmi sem í vor hefur
starfað nær óslitið í fimm ár.
Hljómsveitin hefur haldið sig
við Múlaþing hið forna og nær-
sveitir.
Einsdæmi var stofnuð vorið
1972. Nokkrar mannabreyting-
ar hafa átt sér stað á þessum
tíma. Meðal annarra störfuðu
þeir Halldór Gunnarsson og
Ingólfur Steinsson úr Þokka-
bót með hljómsveitinni um
tíma. Þeir stofnsettu Þokkabót
ásamt þeim Gylfa Gunnarssyni
og Magnúsi Einarssyni sem
eru enn í Einsdæmi. Núver-
andi liðsskipan hljómsveitar-
innar er annars þessi:
Gísli Blöndal leikur á
trommur, Ölafur Már Sigurðs-
son á bassa, söngvari er Rafn
Heiðmundsson og síðast en
ekki sizt eru þar Gylfi
Gunnarsson og Magnús Einars-
son sem leika á gítara og
syngja.
Allir hafa þessir menn spila-
'mennskuna að aukastarfi.
Segja má með sanni að þeir
standi allir í fremstu víglínu
hins blómlega tónlistarlífs á
Seyðisfirði. Gylfi Gunnarsson
er skólastjóri Tónlistarskóla
Seyðisfjarðar, stjórnar Horna-
flokki Seyðisfjarðar, kórum
staðarins og er jafnframt
organisti hinnar lútersk-
evangelisku kirkju. Magnús
Einarsson starfar sem tón-
listarkennari og auk hans leika
þeir Ólafur Már og Gísli
Blöndal í Hornaflokki Seyðis-
fjarðar. Söngvarinn, Rafn
Heiðmundsson, er að sjálf-
sögðu virkur í kórum bæjar-
ins.
Tónlistin, sem Einsdæmi
flytur og hefur flutt á ferli
sínum, miðast eingöngu við
dansleiki og tilfallandi
skemmtanir sem hljómsveitin
leikur á. Sjálfir vilja Einsdæm-
ingar flokka tónlist sína undir
skilgreininguna „popprokk-
popp“ með léttu sveiflu-
kenndu ívafi, auk rammís-
lenzkrar sveitatónlistar. Aðrir
sérfræðingar á þessu sviði
telja tónlistina bera keim af
„soðkjarnarokki“ með föstu
loðnutempói.
Hljómsveitin Einsdæmi æfir
nú á fullum dampi og hyggst
koma sterk undan snjónum í
vor.
fleiri kosti en þann einn að
Snorri ölversson gæti spilað
eitthvað þá hefðu þeir ekki
haft jafnmikið upp úr spila-
ævintýri sínu og raun ber vitni.
Einn Jarlafélaginn sagði mér
einhverju sinni að nettöhagn-
aður sinn hefði verið 498 þús-
und og sjö hundruð krónur og
tvær brauðsneiðar.
Margt fleira fjallar Þráinn
Sigfússon um í bréfi sínu. Um
það vil ég segja að margar
hljómsveitir áttu fremur skilið
að komast á lista yfir björtustu
vonir ársins 1976 en Heródes
frá Fáskrúðsfirði. Þá er nokkr-
um orðum farið um Óperu frá
Þorlákshöfn. Ég tel það vera
algjörlega út í hött að lofsama
einhverja hljómsveit upp úr
öllu eðlilegu valdi fyrir það eitt
að hún skuli ekki misþyrma
einu einasta lagi. Hingað til
hefur það eitt ekki þótt ástæða
til að hlaupa út um víðan völl
með dásemdarorð á vörum.
Með fullri virðingu fyrir
Sigurvin Þorkelssyni þá á hann
langt i land með að verða einn
af tíu beztu trommuleikurum
landsins. Áður er ég hræddur
um að hann verði að sýna að
hann sé betri en til dæmis
Sigurður Karlsson, Hrólfur
Gunnarsson, Pétur östlund,
Jón Gíslason, Ólafur Garðars-
son, Sir Viðar Júlí Ingólfsson,
Ragnar Sigurjónsson, Erlendur
Svavarsson, Ásgeir Óskarsson,
Guðmundur Steingrímsson,
Ölafur Kolbeins eða Ólafur
Helgason, svo að nokkrir séu
nefndir.
Vonandi á Sigurvin Þorkels-
son eftir að sýna það og sanna
að hann sé einn af tíu beztu
trommurum okkar. Áður er ég
hræddur um að hljómsveit
hans, Ópera, verði að tileinka
sér dálítið flóknari músík en
hún leikur núna því að hún er
ekki vel til þess failin að sýna
hæfni meðlimanna á hljóðfæri
sín. Ég óska samt Óperu alls
hins bezta í framtíðinni, svo og
Þráni Sigfússyni.
JKG
r Verzlun Verzlun Verzlun j
Skrifborðssett ímismunandi litum.
Húsgagnaverzlun Reykjavíkur
Brautarholti 2 — Símar 11940 -12691
INNRÉTTINGAR.
Smíðum eldhúsinnréttingar, fataskápa, innihurðir o. fl.
Gerum teikningar og föst tilhoð. Leggjum áherzlu á að
gera viðskiptavini okkar ánægða. Hagstæðir greiðsluskil-
málar.
ÁRFELL II.F. Súðarvogi 28-30,
Arni B. Guðjónsson húsgagnasmíðameistari. Simi 84630.
Ferguson litsjónvarps-
tœkin- Amérískir inlínu
myndlampar. Amerískir
transistorar og díóður
ORRI HJALTASON
Hagamel 8, sírai 16139.
B0RGARLJ0S
— Sími 82660.
Grensásvegi 24
I
Loftlampar
frá kr. 1450.-
Vegglampar
frá kr. 2650.-
Borðlampar
ekta marmari frá kr. 15.000,-
Baðherbergislampar
frá kr. 1380,-
IVJJÖG HAGSTÆTT VERÐ.
Húsgögn við!
allra hœfi
Sófasett
verð kr.
178.500,-
Góöir greiðsluskilmálar eöa stað-
greiðsluafsláttur.
^6'>gö0<*
SEDRUS
Súðarvogi 32
Simar 8-40-47 og 3-05-85
A .
^5GÖ0
Hlaðriím, bæsuð ígrænu, rauðu, briínu
og viðarlit
Húsgagnaverzlun Reykjavíkur
Brautarholti 2 — Símar 11940 -12691
Þetta
geturþú
sjálfur
gert-
fyrir lítið...
System Plus er raðað saman
úr 3 mismunandl staarðar-
einlngum og festingum.
Bseklingur
J|f tyrirllgg|«ndl
Jll
SKÚUSMIJÍKSSM BlLDSH0FOÍ18
SÍMI30543
FÖNDUR GEYMSLA FORSTOFA VINNUPLASS
VleikplAss SVEFNHERBERGI BARNAHERBERGI STOFAJ