Dagblaðið - 25.04.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 25.04.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. að drar-" úr orkunotkun um tvö Pil . á ári og segir Schlesing- er "■* -'að eigi að vera unnt með spaniaði og eigi ekki að þýða að iðnaður dragist saman. Ekki eru þó allir Bandaríkja- menn sofandi á verðinum. Eftir að OPEC ríkin skelltu á stórfelldri hækkun á olíu 1973, áttuðu margir sig á að ekki var von til að verðið lækkaði aftur, < heldur þvert á móti, sem er reyndar raunin. Fyrirtækið American Telephone and Telegraph segist hafa minnkað heildar- orkunotkun sína um 8,7 prósent siðan 1973 og orkunotkun síma þeirra hafi lækkað um 20. General Motors, sem stöðugt framleiðir eyðslufrekari bíla, hefur hins vegar minnkað orkunotkun við framleiðslu sína um 13% siðan 1972. IBM segist nota 40% minni orku til kyndingar höfuðstöðva sinna ■ en aðrar sambærilegar byggingar þar sem sparnaðinum hefur ekki verið gefinn gaumur. Auðvelt er að spara orku í öllum byggingum að vissu marki, t.d. með betri einangrun, minni kyndingu, lægra hitastigi á heitu vatni í krönum o. fl. Svo eru hér slæmar fréttir fyrir kvartmílumenn. Schlesinger segir að ef menn haldi að þeir geti í framtíðinni fengið bíla upp á tvö til tvö og hálft tonn, sem geta rifið sig upp í 100 km hraða á innan við 10 sekúndum, þá sé það mis- skilningur, framleiðsla á svo kraftmiklum bílum muni drag- ast saman og jafnvél hætta.Nú er búizt við að tillaga Carters þess efnis að skattleggja sér- staklega stóra og eyðslufreka bíla muni hljóta samþykki þingsins, sem er fyrsta skrefið í þessa átt. Schelsinger tekur fram að notkun kraftminni bíla geti ekki talizt afgerandi né skaðlegur þáttur á lífsmáta landa sinna. Þess má að lokum geta, að ráðamenn margra olíufram- leiðsluríkja hafa lýst ánægju sinni yfir þessum orku- sparnaðartillögum Carters, enda séu þær í samræmi við hugmyndir þeirra þess efnis að draga úr bruðli ábensíniog olíu í heiminum. tvinnaðs embættismannakerfis sem virðist vera að helríða þjóðinni? Við þjóðarflokks- menn teljum að þessi mál þurfi að rannsaka, hvort ekki væri tímabært að einfalda kerfið, gera það umfangsminna, fækka I því, þynna út yfirmannafylk- inguna, gera tölvurnar að raun- hæfu skrifstofutæki en ekki bara mublu sem svo er raðað í kringum heilum hersveitum af alls konar lýð sem i flestum tilvikum gerir ekki annaó en þvælast hver fyrir öðrum. Það hlýtur að vekja grun- semdir meðal almennings að þaðskuliþurfaþriðjung þjóðar- innar til að skipta eða deila niður þjóðartekjunum sem átt- undi hluti þjóðarinnar, bændur og sjómenn, afla þjóðarbúinu árlega. Það getur naumast talizt raunhæft að ein þjóð, jafnvel þó um íslenzku þjóðina sé að ræða eða forráðamenn hennar, stundi þrælahald I svo ríkum mæli. Við þjóðarflokksmenn teljum að það þurfi að taka menntakerfið til alvarlegrar at- hugunar. Menntun er nauðsyn, en jafnvel hún þarf að vera undir eftirliti, ekki svo að skilja að öllum sem vit hafa á að læra sé það ekki frjálst. En við Is- lendingar þurfum ekki að leggja sérstaka áherzlu á menntun lögfræðinga og lista- manna sem, að minnsta kosti þeir síðarnefndu, virðast lítið annað eiga til að bjóða þjóðinni upp á að sjá en grænmáluð kyn- færi. Við, hinir almennu borg- arar, höfum enga löngun til að horfa á slíkar sýningar, þó þær snerti ef til vill fínustu fram- sóknartaugar menntamálaráð- herrans á einhver sérstæðan hátt. Þessum mönnum á ekki að veita námsstyrk. Þjóðina vanhagar um tækni- menntaða menn, 'sérstaklega menn sem eru sérmenntaðir í fiskiðnaðinum. Við verðum að stefna að því að flytja allan fisk APRlL 1977. .... 11 A HVERJU UFUM VIÐ? I síðastliðnum mánuði birtist hér í blaðinu kjallaragrein eftir undirritaðan sem hafði yfir- skriftina Við flytjum út til að lifa . Daginn sem blaðið kom út með þessari grein hringdi einn lesandi þess til mín og var mik- ið æstur. Hann endaði símtalið með því að hóta að fletta ofan af bændamaflunni og birta all- an sannleikann í Dagblaðinu. Þar sem nokkuð er um liðið síðan þetta samtal átti sér stað virðist maðurinn ekki hafa komið grein sinni að, sem þó er nú heldur ótrúlegt, því hann virtist vera á Dagblaðslinunni. Til að fullnægja öllu réttlæti verður hér endursagður hluti af samtalinu. Viðmælandi minn verður kallaður Jón, til hægðar- auka, en hann hét reyndar allt öðru nafni. Jón: Halló, ,er þetta blaðamað- urinn hjá bændum? Ag.: Ég er enginn blaðamaður, get ég eitthvað gert fyrir þig? Jón: Skrifaðir þú þessa grein í Dagblaðinu I dag um að við þyrftum að flytja út til að lifa? Ag.: Já, ætli það ekki. Jón: Hvers konar vitleysingur ertu eiginlega, veizt þú ekki hvort þú hefur skrifað greinina eða ekki? Þú hlýtur að vera sami maðurinn sem skrifaðir greinina um vigtina á Dagblað- inu. Veiztu það að siðaðir menn hafa ekki leyfi til að skrifa svona bull. Ag.: Þetta er sennilega alveg rétt hjá þér. Jón: Þú hefur eflaust aldrei komið til útlanda og veizt ekk- ert um hvað íslenzka dilkakjöt- ið kostar í verzlunum við Strik- ið í Kaupmannahöfn. Ég skal segja þér það; í fyrri viku kost- aði það 13 kr.d. hvert kg. Ag.: Voru þetta ekki hálsæðar eða hæklar eða einhvers konar afskurður? Jón: Nei, þetta var bara venju- legt islenzkt kindakjöt. Ég ætla að bjóða þér út til að sjá þetta kjöt. Hvers konar vitleysa er þetta að halda því fram að við lifum á því að flytja út? Ag.: Varla lifum við á þvi að flytja inn vörur? Jón: Jú, það er einmitt það sem við gerum. Ag.: Hvernig eigum við að borga fyrir það sem inn er flutt? Jón: Örugglega ekki með ís- lenzkum landbúnaðarafurðum. Ag.: Æ, ég nenni ekki að tala við þig lengur. Símtólið var lagt á en sam- stundis hringdi siminn aftur og nú var Jón öllu æstari en áður. Jón: Hvað þykist þú eiginlega vera? Ráðherrar leggja ekki símtólið á þegar ég tala við þá. Ag.: Góði minn, skrifaðu bara I Dagblaðið. Jón: Það ætla ég svo sannarlega að gera og þá fáið þið aldeilis að finna fyrir því, þessir kallar sem eruð að gera Island óbyggi- legt fyrir heiðarlegt fólk. Hvers vegna fá ekki íslenzkir sæl- gætisframleiðendur undan- rennuduft á sama verði o; er- lendir? Ag.: Ert þú sælgætisframieið- andi? Jón: Nei, ég er trésmiður. Ástæðan fyrir þvl að ofan- greint samtal er rakið nokkuð er sá grunur, sem læðzt hefur að ýmsum góðum og þjóðholl- um Islendingum, að Jónasi Kristjánssyni hafi tekizt að brengla svo dómgreind lesenda blaðsins að þeir séu farnir að álíta að afkoma þjóðarinnar muni batna eftir því sem meira er flutt inn og minna út. Fiskurinn er undirstaðan Það er nú varla spurning um fiskinn, hann er svo sjálfsagður sem aðalútflutningsafurð okkar að um það verður ekki deilt. Það mundi ekki skipta máli þótt einhver benti á að fiskur væri ódýrari í Kína eða Zambíu, þá stendur þorskurinn af Halamiðum fyrir sínu. Það eru aðeins undarlegir fuglar sem hafa áhyggjur og halda að Kjallarinn Agnar Guðnason þorskurinn endist okkur ekki öllu lengur. Það væri nú samt talin auð- veld lausn á landbúnaðar- vandamálinu ef bændur slátr- uðu öllum gripum áður en þeir næðu kynþroskaaldri. Flestir vona að nokkrir þorskar sleppi svo við getum enn um nokkra áratugi flutt hann út. Hvers vegna þarf að flytja út vörur? Það er rétt áður en lengra er haldið að staldra við og íhuga hvers vegna nauðsynlegt er fyr- ir okkur að flytja út vörur. Það er auðvitað fáránlegt að ætla að fólk hafi það takmarkaða þekk- ingu á efnahagsmálum að það viti ekki að við verðum að flytja út vörur til þess að geta keypt ýmislegt inn í landið eða skroppið til sólarlanda. Við verðum einnig að flytja út til þess að geta greitt af lánum sem tekin voru til þess að byggja raforkuver sem hafa það meginverkefni að selja út- lendingum ódýra orku. Við verðum að flytja út til þess að geta byggt fleiri orkuver til þess að skapa útlendingum fleiri tækifæri til að auka á mengun og tapa meira. Þetta hljóta allir að skilja. Það er einnig ljóst að margir lesendur Dagblaðsins eru sammála Jóni að við lifum ekki á því að flytja út landbúnaðarafurðir. Hvað annað en fisk og ól? Einstaka sinnum heyrast þær raddir að vaxtarbroddar is- lenzks iðnaðar séu í fullvinnslu á vörum úr ull og skinnum. Meira að segja álita þeir bjart- sýnustu að takast megi að tvö- falda gæruframleiðsluna án þess að auka kjötmagnið veru- lega. Það verður nú varla á þessari öld sem tekst að rækta upp fjárstofn með tveim gær- um, þótt þeir séu snjallir okkar búvísindamenn. Trúlega verða þeir í minnihluta sem vilja býggja upp innlendan iðnað á hráefnum frá landbúnaði stunduðum af íslenzkum bænd- um. Þá er að finna aðra inn- lenda framleiðslu. Margt bend- ir til þess að hún sé skammt undan og furðulegt að ekki skuli hafa verið bent á þá vöru í ræðu né riti á iðnkynningarári. Þeir sem fylgjast með í fjöl- miðlum hafa sjálfsagt eitthvert hugboð um við hvaða vöru er átt því engin íslenzk fram- leiðsla hefur fengið aðra eins auglýsingu, hvorki í sjónvarpi né blöðum. A síðustu matvælakynningu á íslenzkum matvælum var þessi vara einna mest áberandi. Nú vita sennilega allir hver framleiðslan er en það er að sjálfsögðu „Sólargeislinn frá Flórida“ blandaður Gvendar- brunnavatni. Ef við getum ekki komið Gvendarbrunnavatninu út óblönduðu þá er þetta leiðin og öruggasta bjargráðið úr að- steðjandi efnahagskreppu. Agnar Guðnason, form. Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. og aðrar sjávarafurðir út í neyt- endapakkningum, stefna að þvi að fullvinna allar sjávarafurðir okkar hér heima.Það út af fyrir sig mundi geta skapað þjóðar- búinu það miklar tekjur að for- ráðamenn, sem í framtið- inni eiga sæti í ráðherrastólun- um, sæju sér ef til vill fært að „setja á“ bæði öryrkja og gamalmenni. Þá menn, sem fara út í slikt nám, á að styrkja svo að þá skorti ekki neitt meðan á námi stendur og verja svo fé til að skapa þeim aðstöðu að námi loknu. Það yrði happa- drýgra fyrir þjóðina heldur en styrkja þá sem virðast læra það eitt að mála kynfærin græn á þeirri forsendu að þeir séu að sýna samborgurum sínum list. Það hlýtur að vera undarlegt hugarfar þeirra manna sem sjá aldrei nema sjálfa sig. Ég held að allt venjulegt fólk yrði leitt á svoleiðis en svona persónur sýnast manni þeir vera sem nú teljast æðstráðandi til sjós og lands hjá íslenzku þjóðinni í dag. Það skiptir engu máli á hvaða flokk er litið. Það þarf ekki að grandskoða neinn sér- stakan þar til þess að sjá að hver og einn er ekkert annað en eitt stórt ég. Ef ég hef það gott, þá er mér sama um hina. Hér sat við völd öllum ógleym- anleg viðreisnarstjórn, sem vann ötullega að því að magna upp verðbólgudraug sem varð til þess að skapá hér vinstri stjórn, alveg frægt fyrirbæri í veraldarsögunni, þar sem hver flokksrytjan barðist á móti annarri unz fyrirbaérið trosnaði allt í sundur. Það varð þó til þess að fæða af sér eitt furðugetnaðarfyrirbærið sem virðist ætla að slá öll met í mannlegri ániðslu og yfirgangi. Við þjóðarflokksmenn telj- um nauðsyn að koma því á að enginn megi vera lengur á þingi í einu en eitt kjörtímabil Kjallarinn Guðmundur Jónsson og sömuleiðis megi enginn sitja lengur í ráðherraembætti I einu en eitt kjörtímabil. Það mundi skapa aðhald og glæða ábyrgðartilfinningu hjá mönn- um að reyna að gera betur en sá sem fyrir var. Það þykir alveg fráleitt að ganga alltaf í sama frakkanum, hann verði svo hversdagslegur. En miklu fráleitara hlýtur þó að vera að hafa alltaf sömu ráðherrana. Með því er þjóðin að gefa í skyn að bara þessir sömu menn seu til forustu fallnir en þvi fer fjarri að svo sé. Það er kald- hæðni örlaganna ef þjóðin getur ekki vaknað af dásvefni og skynjað það að þjóðin sem heild hefur ekki tóm ættar- nöfn, sen eða síus, danskar klessur aftan við skírnarnafnið. Viðhorf almennings eru breytt og figúruhátturinn og hrokinn hlýtur að færast aftur til for- tíðarinnar. Nútímaþjóðfélag útheimtir ekki erfðaforustu heldur nýjar og ferskar kyn- slóðir sem skynja ætlunarverk sitt og þarfir samtíðarinnar hverju sinni. Þannig verður að stjórna nútímaþjóðfélagi. Fólk sættir sig ekki lengur við að kroppa molana sem hrjóta af allsnægtaborðum höfðingj- anna, hljóta svo útlegðardóm, brottrekstur úr samfélaginu, ef heilsan bilar eða fólk lifir það að verða gamalt. Þessu viljum við þjóðarflokksmenn breyta. Við viljum fækka embættis- mannasetuliðinu sem er orðið hættuleg afæta á þjóðar- búinu. Við viljum stórfækka bankaútibúum í þéttbýlis- kjarnanum hér suðvestan- lands.nýta þau húsabákn, sem hafa risið undir slíka starfsemi. fyrir heimili fyrir aldraða og sjúka, það segir sig sjálft að ekki þarf marga banka fyrir meginhluta þjóðarinnar til að ganga inn í og fá neitun um smálán. Enda eru forráðamenn þjóðarinnar, að því er virðist, að undirbúa ný störf handa þessum goðum sínum uppi á Grundartanga í Hvalfirði. Því það mega þeir vita að inn i þá eitureimyrju fer enginn heiðarlegur maður. Þjóðarflokkurinn vill láta endurskoða alla starfsemi hjá Pósti og síma, því vægast sagt eru símareikningar sumra manna býsna dularfullir fyrir nú utan það að enginn er skyldugur til að greiða þann reikning sem er ólæsilegur fyrir fjöldann. Það eru ekki allir Islendingar tölfræðingar og eru því margir ókunnugir ríkisstjórnargötunum á gulu spjöldunum frá Landssimanum svoleiðis innheimta verður að flokkast undir fjárkúgun og þarf svo sannarlega rannsóknar við. Einnig teljum við að endur- skoða þurfi og rannsaka rétt- mæti hitaveitu- og rafmagns- reikningakerfisins, svo og raunar rekstur og fjárreiður allra opinberra stofnana í landinu. Þessar stofnanir eru eign þjóðarinnar í heild og því nauðsynlegt að nýir menn rannsaki rekstur og fjárreiður allra opinberra fyrirtækja. Svo gífurlegar eru þjóðartekjurnar miðað við fólksfjölda, bæði afurðatekjur og skattar, að það er erfitt hverjum manni að trúa því, að allt sé með felldu og sýndur sparnaður og stjórn- semi I þjóðarbúskapnum, þar sem sífellt er klifað á rekstrar- halla. Því trúir enginn maður lengur. En þessu verður ekki breytt nema fólkið geri það sjálft. Það má ekki vera verra en dýrin sem rölta alltaf sömu götuna af því þau vöndust á það meðan þau voru ung, þvi að flest dýr hafa vit á að snúa við, ef þau lenda I ógöngum, og leita þá gjarnan að nýjum leið- um, sem reynast greiðfærari. I sjonvarpsþætti, sem ég hlýddi á fyrir skömmu, lagði fréttamaður þá spurningu fyrir formann LÍÚ hvort hann teldi tekjuskiptingu milli sjómanna og útgerðarmanna réttmæta og taldi formaður LlÚ að svo væri þvi að útgerðarmenn tækju á sig ábyrgðina. Mér er spurn. Hvaða ábyrgð tekur útgerðar- maðurinn á sig? Hvaða útgerð- armaður á skipin sem hann er talinn fyrir? Skipin eru upp- haflega að mestu keypt með lántökum, síðan er alltaf rekstr- arhalli á útgerðinni og ný lán tekin til að halda útgerð þeirra gangandi. Hvaða ábyrgð er for- maðurinn eiginlega að tala um? Við þjóðarflokksmenn hefðum afskaplega gaman af að fá nán- ari skýringu á þvi hvað for- maður LlU átti við með svari sínu, ef hann þá á nokkra skýr- ingu til á þvi sjálfur. Þeim hættir oft til þess, djúp- stólasetumönnunum, að gleyma vinnutimanum sem sjómenn- irnir okkar verða að vinna, enda ekki von að þeir skilji þá hlið lífsbaráttunnar. Það gera aðeins þeir sem hafa reynt það. Guðmundur Jónsson Þjóðarflokknum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.