Dagblaðið - 25.04.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 25.04.1977, Blaðsíða 14
1-1 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. APRÍL 197 , I íþrótfir Iþróttir Iþróttir iþróttir Iþrótti Valur tók stig á Skaganum Síðasti leikurinn i Meistara- keppni KSÍ fór fram í gær á Akra- nesi — þá áttust við Skagamenn og Valur. Jafntefii varð, 1-1. og íslandsmeistarar Vals hlutu því sjö stig í keppninni — höfðu áður sigrað Fram tvívegis og Akranes í Reykjavík. Valsmenn náðu forustu í fyrri hálfleik þegar Atli Eðvaldsson átti sendingu fram á Guðmund Þorbjörnsson, sem skoraði. Vals- menn voru heldur atkvæðameiri í fyrir hálfleik — áttu skot í stöng. Leikurinn jafnaðist í síðari háifieik — og þá tókst Skaga- mönnum að jafna. Arni Sveinsson skoraði með góðu skoti sem Sigurður Dagsson í marki Vais náði ekki að verja. Að loknum leiknum voru ís- iandsmeisturum Vals afhent verðlaun fyrir sigur í keppninni — fyrsti bikarinn í ár að Hiíðar- enda. ÍBV sigraði Blikana 4-2 Vestmannaeyingar sigruðu Kópavogsbúa í bæjarkeppni í knattspyrnu á iaugardag. — Eyja- ménn sigruðu 4-2 eftir að Biikarnir höfðu komizt i 2-0. Breiðablik fékk sannkallaða óskabyrjun þegar Þór Hreiðars- son skoraði þegar á 1. mínútu og Hinrik Þórhailsson bætti við öðru marki Eyjamenn náðu að minnka muninn rétt fyrir leikhlé þegar Karl Sveinsson skoraði. Þar með voru Eyjamenn komnir á bragðið — Sigurlás bætti við öðru marki fyrir Eyjamenn — Tómas Pálsson náði síðan forystu fyrir Eyja- menn og Sigurlás Þorleifsson gulltryggði sigur Eyjamanna með fjórða marki iBV. Páll Pálmason varði mark iBV í fyrir hálfleik — og í hinum siðari kom Sigurður Haraldsson, íslandsmeistarinn í badminton, i mark ÍBV og kom hann ágætlega út. Ajax sigraði Fejenoord í Amsterdam — og hefur nú tryggt sérsigur íHollandi Ajax Amsterdam, þrívegis Evrópumeistari í upphafi þessa áratugs, svo gott sem tryggði sigur sinn i holienzku 1. deildinni um helgina. Þá lék Ajax við helzta keppinaut sinn i gegn um árin, Fejenoord frá Rotterdam, en Fejenoord var einmitt Evrópu- meistari 1970 — Ajax síðan 1971—’72og 1973. Þessir risar hollenzku knatt- spyrnunnar mættust í Amster- dam og Ajax sigraði 2-1 — og hefur því nú náð sex stiga for- ustu. Fejenoord hefur enn mögu- leika — möguleika, sem miklu frekar er reikningslegur en raun- verulegur. Nú eru eftir þrjár um- ferðir í hollenzku deildinni — og sigri Fejenoord í þeim og Ajax taþi öilum sínum þá verður Fejenoord meistari. Möguleiki, sem enginn í raun reiknar með. Hoilenzki landsiiðsmaðurinn Ruud Geels skoraði bæði mörk Ajax. Hann hefur nú skorað 34 mörk á þessu kcppnistímabili — 8 meir en næsti maður. En úrslit í Hollandi urðu: Twente — Utrecht 8-0 Venlo — Telstar 0-0 MAC Breda — Go Ahcad 1-1 Ajax — Fjenoord 2-1 Sparta — Amsterdam 0-0 FC Haag — Roda 3-0 PSV Eindhoven — NEC 3-0 Haarlem — Graafschap 2-1 AZ ’67 — Eindhoven 3-0 Ajax hefur nú hlotið 49 stig að lokinni 31 umferð. Fejenoord hefur hlotið 43 stig — AZ ’67 er síðan í þriðja sæti með 43 stig — meistararnir frá i fyrra, PSV Eindhoven — hafa hlotið 41 stig og Roda er siðan í fimmta sæti með 37 stig. Björgvin Þorsteinsson fór síðustu holuna á þrem höggum, eða tveim undir pari, en það var til lítils. Hér „einpúttar” Björgvin á 12 braut og „Eagle” er staðreynd. DB-mynd: Hörður. Jafntefli Celtic Knötturinn hafnaði í marki Celtic í síðustu spyrnu leiksins, en meðan knötturinn var á leið- inni hafði dómarinn blásið leiks- lok, svo markið gilti ekki. Celtic slapp þvi við tap i ieiknum gegn Partick í Glasgow á laugardag — og var reyndar heppið að hljóta stig. Greinilegt að leikmenn liðs- ins eru með hugann við úrslita- leik skozka bikarsins við Rangers 7. maí sagði fréttamaður BBC. Jafntefli varð 1-1. Roy Aitken skoraði fyrir Celtic á 12. mín. Partick jafnaði, þegar langt var liðið á leikinn — eftir mikil varnarmistök. Þá bjargaði McGrain eitt sinn á marklínu Celtic. Jóhannes Eðvaldsson lék ekki með Celtic að þessu sinni og báðir varamenn liðsins, Paul Wil- son og Tommy Burns komu inn á. Úrslit í skozku úrvalsdeildinni urðu þessi. Ayr — Hearts 1-1 Dundee U. — Rangers 0-1 Hibs — Kilmarnock 0-0 Motherwell — Aberdeen 1-3 Partick — Celtic 1-1 Staðan er nú þannig: Celtic 34 22 8 4 75-36 52 Rangers 35 18 10 7 60-36 46 Aberdeen 35 15 11 9 54-41 41 Dundee U 34 15 8 11 51-43 38 Hibernian 35 8 18 9 34-34 34 Partick 35 10 13 12 39-44 33 Motherw. 33 10 10 13 52-54 30 Ayr 35 11 8 16 44-66 30 Hearts 35 6 13 16 46-64 25 Kilmarn. 35 4 8 23 31-69 17 KR sigraði í 2. flokki KR sigraði i íslandsmóti 2. flokks karla — en úrslitakeppnin var háð á Akureyri um helgina. Armann varð í öðru sæti, Víkingur þriðja, en KA rak lestina. Nánar síðar. Fyrsta golfmót sumarsins var háð á Hvaleyrarvelli Þar skiptust á skin og skúrir —glæsileg spilamennska íslandsmeistarans var til lítils Fyrsta golfmót ársins, Uni- royalkeppnin, fór fram á Hval- eyrarvelli í gærdag. Segja má með sanni, að skipzt hafi á skin og skúrir í keppninni og varð hún all söguleg. j Björgvih Þorsteinsson, Islands- meistarinn frá Akureyri, kom inn á langbezta skorinu, eða þrem höggum yfir pari, þrátt fyrir tvö vítishögg, eitt í hvorum hring. En „Adam var ekki lengi i Paradís”. Það kom upp úr kafinu, að vallar- reglur voru ekki þær sömu og giltu á sl. ári og var Björgvin (og reyndar fleiri), dæmdur frá keppni, þar sem hann hafði mis- skilið orðalag nýju reglnanna. Næstir Björgvin komu þeir Geir Svunsson, GR, og Sigurjón Gíslason, GK, báðir á 79 höggum. Þeir háðu bráðabana sem lyktaði með sigri Geirs, eftir að hann hafði rekið niður 5 metra pútt og það á lélegustu flöt vallarins. Þriðji í keppninni varð Hannés Eyvindsson, GK, á 82 höggum. í keppninni með forgjöf sigraði Eyjólfur Jóhannsson, GK, á 72 höggum nettó. Annar varð Árni Öskarsson, Golfklúbbi Selfoss á 75 höggum, en jafnir í þriðja sæti urðu þeir Sveinn Snorrason, GR, og Sveinn Sigurbergsson, GK, og verða þeir að leika unTþað sæti. , Að vanda gaf Bert Hansson, umboðsmaður Uniroyal á íslandi, veglega verðlaunagripi til keppn- innar, en þetta er í fjórða sinn sem Uniroyalkeppnin 'er háð á Hvaleyrarvelli. Annað árið sem keppnin var haldin brá svo við, að snjóa fór um hádegisbil og olli það keppendum erfiðleikum, eins og lög gera ráð fyrir. I gær fengu keppendur að reyna golfleik í svo til öllum veðrum sem ísland hefur upp á að bjóða, nema logni, svo notuð séu orð Jóns Marínós- sonar, sem sleit mótinu með stuttri ræðu, eftir að hann hafði tilkynnt um sigurvegarana. Eins og fyrr segir fengu sigur- vegararnir og þeir sem næst þeim komust veglega verðlaunagripi, en allir 84 þátttakendurnir í þessu fyrsta golfmóti sumarsins fengu golfbolta frá Islenzk- Ameríska, sem Bert Hansson veitir forstöðu. rl. FH-ingar sigursælir FH-ingar voru mjög sigursælir í Drengjahlaupi Ármanns 1 gær. 1 eldri flokknum — drengir 14 til 19 ára — urðu úrslit þessi: 1. Einar Guðmundsson, FH 7:16.5 2. Gunnar Þ'. Sigurðss., FH 7:25.0 9. Oskar Guðmundson, FH. 7:39.3 4. Ingvi Guðmundsson, FH, 7:57.0 Þeir Einar og Öskar eru bræður. I 3ja og 5 manná sveitum sigraði FH með 6 og 17 stigum. UBK hlaut 19 og 38 stig. I yngri flokknum — drengir' fæddir 1964 og síðar urðu úrslit þessi: iringvar Þórðarson, FH 4:38.7 2. Albert Imsland, Leikni, 4;40.b 3. Guðm. Hertevig, FH. 4:48.3 I 3ja manna sveitakeppni sigraði FH með 10 stigum, IR hlaut 15. I 5 manna sveitakeppni sigraði IR með 29 stigum. FH hlaut 30. Vegalengain 1 flokknum var 2.3 km, en 1200 metrar 1 yngri flokknum. Bert Hansson lengst til vinstri, ásamt nokkrum verðlaunahöfum. Þeir eru: Geir Svansson, GR, Sigurjón Gísiason, GK, Hannes Eyvindsson, GK og Sveinn Sigurbergsson, GK, sem reyndar á eftir að heyja „bráðabana” við nafna sinn Snorrason. DB-mynd Hörður. Standard vann efsta liðið Standard vann öruggan sigur á efsta liðinu í 1. deild, FC Brugge, á leikvelli sinum í Liege i gær- kvöld. 2-0 og þeir Riedel og Piot skoruðu mörk Standard. Mark- vörðurinn úr vítaspyrnu. Þetta var ekkert sérstakur leikur, sagði Stefán Halldórsson, þegar blaðið ræddi við hann í morgun, en hann horfði á leikinn ásamt Guðgeiri Leifssyni. Standard var betra liðið — en lcikmcnn Brugge virk- uðu þre.vttir. Þrátt fyrir tapið er Brugge öruggt um meistaratitilinn. Liðið hefur 45 stig. Molenbeek og Anderlecht 40, Standard 38 og Lokeren 36. Charleroi tapaði á heimavelli fyrir Lierse. Guðgeir kom inn sem varamaður. Okkur hjá Union gekk mjög vel. Sigruðum Malines á heima- velli 5-1 í gær, sagði Marteinn Geirsson. Stanley skoraði fyrsta mark Union, en Malines jafnaði. Síðan skoruðu Philip, Andre Denul, Ordonez og Stanley. Eg lék allan leikinn, sagði Marteinn, en Stefán var varamaður. Boom er nú efst í 2. deild með 36 stig, en Union og Eisden hafa 34 stig. Næsta laugardag leikur Union á útivelli við La Louviere, en Boom á útivelli við Eisden. í ágúst er fyrirhugað, að Union taki þátt í hraðmóti í Svíþjóð. Þar leika sænsku meistararnir Halm- stad, Union og Chelsea og Tottenham frá Englandi, sagði Marteinn að lokum. Úrslit í 1. deildinni belgisku urðu þessi: Antwerpen — Molenbeek 0-0 Malinois — Ostende 4-1 Courtrai — Waregem 0-2 Charleroi — Lierse 0-2 Anderlecht — Beerschot 1-0 Lokeren — Beringen 7-0 CS Brugge — Beveren 1-1 Winterslag — FC Liege 5-0 • Standard — FC Brugge 2-0 19 D AGBLADID. MANUDAGUR 25. APRIL 1977. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Verðlaunahafar fagna — Guðmundur Sigurðsson gullhafi Islands er kampakátur ásamt Pekka Niemi frá Finnlandi er hafnaði í öðru sæti og Jon Marsen frá Noregi er hlaut bronsið. DB-mynd Bjarnleifur. , Tvö gull til íslands á NM — Guðmundur Sigurðsson og Gústaf Agnarsson tryggðu íslandi gull — Árni Þór Helgason krœkti í silfur ísland eignaðist tvo Norður- landameistara um helgina — sína fyrstu í lyftingum á Norðurlanda- mótinu sem fram fór í Reykjavík um helgina. Tvö gull — til þeirra Guðmundar Sigurðssonar og Gústafs Agnarssonar. Auk þess hlaut ísland silfurverðlaun og bronsverðlaun — sannarlega góð útkoma og sú bezta hjá íslending- um á NM til þessa. tsland missti hins vegar af þriðja sætinu í stigakeppni þjóð- anna — hafnaði í fjórða sæti á eftir Dönum. En það var sannar- lega að ástæðulausu. Fyrir slæm mistök mætti Kári Elísson of seint í nafnakall — nokkuð sem kom flatt upp á íslendingana og um leið missti ísland af dýrmæt- um stigum — stigum, sem þegar að keppni lokinni hefðu fært Is- landi þriðja sætið, Finnar hlutu flest stig þjóðanna á NM — 101, Svíar 90, Danir 70, Islendingar 66 og Norðmenn 33. Norðurlandameistaratitlarnir unnu sannarlega upp vonbrigðin með þriðja sætið — og gott betur að sjálfsögðu. Sigrar þeirra félaga — Guðmundar Sigurðssonar og Gústafs Agnarssonar voru örugg- ir. Guðmundur sigraði í 100 kilóa flokknum — hann lyfti samtals 325 kílóum. Hann var nokkuð frá sínu bezta — lét öryggið sitja fyrir. Guðmundur lyfti 140 kíló- um í snörun — og 185 kílóum í jafnhöttun — og NM titillinn varð hans. Sannfærandi sigur, því þrátt fyrir að Pekka Niemi frá Finnlandi lyfti 322,5 kg var sigur Guðmundar öruggur. Hann átti tilraunir við meiri þyngd — en tókst ekki. Gústaf Agnarsson varð einnig öruggur sigurvegari — lyfti sam- tals 337,5 kg. í 110 kíló.a flokkn- um. Gústaf hafði yfirburði — lyfti 152,5 kg í snörun og síðan 185 kg í jafnhöttun — samtals 337,5. Gústaf reyndi að bæta þann árangur — reyndi við 162,5 kg í snörun og 200 kg í jafnhöttun en missti. En NM titillinn varð Gústafs — annar varð Jan-Olaf Norsjövs frá Svíþjóð — lyfti sam- tals 327,5 kg. Sá keppandi sem mest kom á óvart var vafalítið Arni Þór Helgason sem bætti árangur sinn verulega og krækti sér í silfur- verðlau'n í 90 kg flokknum. Hann lyfti samtals 300 kg, sem er hans langbezti árangur. Finninn Johnny Avelfan sigraði en hann lyfti samtals 325 kg. Evrópumeistarinn í kúluvarpi, Hreinn Halldórsson, hlaut brons á NM í yfirþyngdarflokki en hann lyfti samtals 310 kg — 140 og 170. Þar varð sigurvegari Svíinn Leif Nielsen en hann lyfti 382,5 kg. Annar varð Jakko Leppa frá Finnlandi en hann lyfti 370 og bronsið hlaut Hreinn. Haraldur Ólafsson hafnaði í fjórða sæti í 52 kg flokknum en hann lyfti 140 kg — sigurvegari þar varð Svíinn Viko Kontinen en hann lyfti 197,5 kg. I 56 kg flokkn- um náði Viðar Eðvarðsson ekki byrjunarþyngd — en þar varð sigurvegari Svíinn Perti Torikka en hann lyfti 215 kg samtals. Kári Elísson varð síðan af keppninni í 60 kg flokknum vegna slæmra mistaka. Þar varð sigurvegari Kahelien frá Finnlandi en hann lyfti 235 kg. Enginn þátttakandi var frá Islandi í 67,5 kg flokknum en sigurvegari þar varð Salakka frá Finnlandi — lyfti 255 kg. Már Vilhjálmsson varð fjórði í 75 kg flokknum, lyfti 255 kg. Þar varð sigurvegari Arvo AlaPönlia frá Finnlandi — lyfti 305 kg. Hjörtur Gíslason hafnaði í sjöunda sæti í milliþyngdarflokki — lyfti 277,5 kg samtals — en þar varð sigur- vegari Stefán Jacobsson frá Svíþjóð — hann lyfti 315 kg. Olafur Sigurgeirsson hafnaði í fjórða sæti i 90 kg flokknum. Hann var nokkuð frá sínu bezta. Lyfti samtals 250 kg. Var meiddur á hendi og blæddi úr, er hann réyndi með lóðunum. Síðan kom í fjórum þyngstu flokkunum — silfur — gull — gull — brons — sannarlega góður árangur Islands. h. halls Gullhafi íslands — Gústaf Agnarsson á verðlaunapalli. DB-mynd Bjarnleifur. Steua Evrópu- meistari Rúmensku meistararnir Steua Búkarest tryggðu sér sigur i Evrópukeppnl meistaraliða í handknattleik er Rúmenarnir sigruðu sovézku meistarana CSKA frá Moskvu 21-20 í úrsiita- leik sem fram fór í Sindelfingen í V-Þýzkalandi. Steua Búkarest hafði undirtök- in i fyrri hálfeik og hafði yfir í leikhléi 14-9. Sovétmennirnir komu tvíefldir til síðari hálfleiks og söxuðu á forskot Rúmenanna — en þeir ætluðu sér of mikið. Steua Búkarest varð því Evrópu- meistari í handknattleik í ár. Eintracht setti met Eintracht Frankfurt setti nýtt met i 1. deildinni vestur-þýzku á laugardag. Lék þá sinn 18. leik án taps — og sigraði Kaisersiautern 2-1. Borussia Mönchengladbach átti fyrra metið, 17 leiki án taps. Úrslit í Þýzkalandi urðu þessi. Karisruhe — Saarbrucken 3-0 Borussia — Hamborg 0-0 Dortmund — Brunswick 0-0 Bayern — Essen 3-1 Hertha — Köln 2-2 Kaiserslautern — Frankfurt 1-2 Bremen — Dusseidorf 0-2 Bochum — Ten. Berlín 2-1 Sigur Frakka íGenf! Frakkar sönnuðu enn á laugar- dag að þeir eru á góðri leið með að festa sig i sessi sem ein sterk- asta knattspyrnuþjóð Evrópu. Þeir léku á laugardag við Sviss- lendinga og fór leikurinn fram í Genf i Sviss — og sigruðu Frakkar öruggiega 4-0. Þessi sigur er Frökkum afar kærkomé inn eftir hið óvænta tap Frakka í Dublin á dögunum i undankeppnl HM. Tengiliðurinn Michael Platini átti stjörnuleik — nákvæmar sendingar hans komu Sviss í opna skjöldu. Platini skoraði eina mark fyrri hálfleiks beint úr aukaspyrnu. Síðan bættu þeir Six, Rochetaue og Rouyer við þremur mörkum i síðari hálfleik — tvö hin síðustu komu á fjórum síðustu minútum leiksins. Víkingur hélt sætinu Vikingur hélt sæti sínu í 1. deild kvenna. Sigraði Grindavik i báðum leikjunum um sætið í 1. deild Á laugardag var leikið i Njarðvíkum og sigraði Víkingur 20-13—en í fyrri leiknum í Laug- ardalshöll sigraði Vfkingur með 19-9. HK komst f 2. deild Handknattleiksfélag Kópavogs (HK) tryggði sér rétt til að leika i 2. deild næsta keppnistímabil. Sigraði Dalvfk fyrir norðan 24-21 á laugardag. Leiknir og Dalvfk munu leika um sæti í 2. deild. Fyrri leikurinn verður nú á mið- vikudag kl. 7.45 f Laugardalshöll, en síðari lelkurinn á Akureyri á föstudag. Dregið hefur verið í undanúr- slit bikarkeppni HSl. A miðviku- dag kl. 21 leika vaiur — í Laugardalshöll, en nk. mánudag Þróttur og sigurvegarinn úr leik KR — Fram, sem er i Laugardals- höll í kvöld. I kvöld verður einnig bikarleikur Armanns — KR i kvennaflokki kl. átta. A fimmtu- dag leika KR og Þróttur síðari leik sinn um réttinn til að leika í 1. deild karla næsta keppnistima- bil. KR sigraði i fyrri leiknum 15-14. Úrslitaleikurinn i bikar- keppni HSl verður miðvikudag- inn 4. maí, en keppnisstaður er enn ekki ákveðinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.