Dagblaðið - 25.04.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 25.04.1977, Blaðsíða 24
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 25. APRÍL 1977. 28 Jón Valur Gunnarsson sem lézt 15. apríl sl. var fæddur 12. nóvember 1909 að Velli i Hvol- hreppi. Foreldrar hans voru Gunnar Jónsson frá Stóra-Hofi Kangárvallasýslu og Jónína Þorkelsdóttir, Öseyrarnesi Eyrar- bakka. Tónlistin átti stóran hluta í lífi Jóns og var hann orgelleikari f ýmsum kirkjum í Rangárvalla- sýslu fram á síðustu daga, laga- smiður var hann einnig ágætur og stjórnaði kórum á sínum yngri árum. Árið 1939 kvæntist Jón Ingibjörgu Jónsdóttur frá Bol- holti í Rangárvallasýslu. Konu sína missti Jón fyrir nokkrum árum. Þeim varð tveggja barna auðið, sem eru Svala, gift Erni Bergssyni skipasmíðameistara, og Jónína, gift Jóni Benediktssyni vélsmíðameistara. Jón var jarð- settur að Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð sl. laugardag. Rósa Oddsdóttir frá Flatey sem lézt 15. apríl sl. var fædd í Eski- holti í Borgarfirði 5. október 1890. Foreldrar hennar voru Oddur Jónsson og kona hans, Guðfinna Þórðardóttir. Voru þau hjón bæði borgfirzkrar ættar. Árið 1919 giftist Rósa Jóni Jónssyni trésmið frá Lundi í Þverárhlíð. Bjuggu þau lengst af í Flatey. Þau eign- uðust tvær dætur, Jakobínu og Áslaugu, en einnig ólu þau upp Guðrúnu, dóttur Jóns af fyrra hjónabandi, og Guðfinnu Þóru, bróðurdóttur Rósu. Einn son eignaðist Rósa áður en hún giftist, Kristján bónda í Ferjukoti í Borgarfirði. Arið 1953 fluttu þau Rósa og Jón til Vestmannaeyja, Þar lézt Jón árið 1959. Síðustu árin dvaldist Rósa á Hrafnistu. Halldór Víglundsson sem lézt 15. apríl sl. var fæddur 11. júní 1911. Hann var ráðsmaður við Alþýðu- skólann á Eiðum. Eftirlifandi eiginkona Halldórs er Gróa Salvarsdóttir. Hafdís Lilja Halldórsdóttir sem lézt 31. marz sl. var fædd 21. októ- ber 1940. Foreldrar hennar voru hjónin Halldóra Þórðardóttir og Halldór Runólfsson húsasmiður. Vorið 1959 giftist hún Andrési Jónssyni frá Hellissandi og þangað fluttu þau og hófu búskap. Þeim hjónum varð fimm barna auðið og eru þau: Halldór Pétur á nítjánda ári, Sólveig 16 ára, Jón Bjarni 15 ára Páll á 14 ári og yngst er Halldóra Kristín 12 ára. Karl Guðmundsson rafvélameist- ari sem lézt 15. apríl sl. var fæddur 30. desember 1898. Hánn var fæddur og uppalinn í Króki á Rauðasandi. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Einarsdóttir Thoroddsen og Guðmundur Sig- freðsson. Karl fór til náms að Hvanneyri 1923 og lauk þaðan búfræðiprófi 1925. Hér syðra stundaði hann rafvélastörf hjá Ormsbræðrum og fleirum, en stundaði auk þess fleiri störf. Um 1930 varð hann sýningarstjóri í Tjarnarbíói og svo í Háskólabíói, en samhliða gegndi hann rafvéla- störfunum sem hann lagði aldrei á hilluna með öllu. Hinn 19. júní 1926 giftist Karl Margréti Tómas- dóttur frá Hróarsholti í Arnes- sýslu. Þau bjuggu alla sína hjú- skapartíð í Reykjavík. Þau eign- uðust níu börn, fjórar dætur og fimm syni, sem öll lifa og eru fyrir löngu uppkomin. Karl verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 1.30. Herdis Katrín Magnúsdóttir Fögrukinn 12 Hafnarfirði verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju mánudaginn 25. apríl kl. 2 e.h. Sigurður Kristján Stefánsson bifvélavirki Rauðagerði 14, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 26. apríl kl. 3 e.h. Magnús G. Waage Asgarði 61, lézt 21. apríl. Jósefína Jósefsdóttir Birkimel 8 var jarðsungin í morgun kl. 10.30. Aðalbjörg Björnsdóttir sem andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri 19 þ.m. verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 26. apríl kl. 13.30. Valgeir Benediktsson Hrafnistu lézt 21. apríl á Landakotsspítala. Kirkjufélag Diqranesprestakalls helður fund í safnaðarheimilinu við Bjarn- hólastíg í kvöld kl. 20.30. Björgvin Sæmunds- son bæjarstjóri ræðir um staðsetningu kirkju og safnaðarheimilis í austurbæ. Jón H. Guð- mundsson skólastjóri sýnir kvikmynd. Kaffi- veitingar. Melavöllu r kl. 19. ðeykjavíkurmótið í knatt- spyrnu meistaraflokkur, Þróttur — KR. Leiklíst Nemendaleikhúsið sýnir Undantekningin og reglan — (Jrræðið eftir Brecht í Lindarbæ í kvöld kl. 20.30. Sjólfstœðisfélögin í Fella- og Hólahverfi halda félagsfund i kvöld kl. 20.30 að Seljabraut 54 (húsi Kjöts og fisks). Félag sjólfstœðiskvenna í Árnessýslu heldur fund í kvöld kl. 20.30 að Tryggvagötu 8 Selfossi. Landsmólafélagið Fram í Hafnarfirði heldur almennan fund í kvöld kl. 21 í Sjálfstæðishúsinu i Hafnarfirði. Félag ungra sjólfstœðismanna I Mýrasýslu heldur aðalfund í Hótel Borgar- nesi í kvöld kl. 21. Félag sjólfstœðismanna í Skóga- og Seljahverfi heldur almennan félagsfund í kvöld kl. 18.00 að Seljabraut 54. Kosning landsfundarfull- trúa. lÍÍÍil Fundur um jafnrétti Kvenréttindafélag tslands efnir til fundar um jafnrétti innan fjölskytdu — jafnrétti á vinnumarkaði þriðjudaginn 26. apríl 1977 að Hallveigarstöðum kl. 20.30. Framsögumenn verða Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir, Gestur ólafsson, Guðrún Gisla- dóttir og Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir. Almennar umræður. Fundurinn er opinn öllum. Félag kaþólskra leikmanna heldur fund í Stigahlíð 63 í kvöld kl. 20.30. Sagt verður frá Matt Talbot, irskum drykkju- manni, sem tókst að rifa sig upp úr áfengis- neyzlunni og helga líf sitt Guði. Fundurinn er opinn öllum almenningi. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur fðlagsfund að Hótel Sögu i Súlnasal i kvöld kl. 20.30. Fundarefni eru kjaramálin og öflun verkfallsheimildar. Hjúkrunarfélag íslands, Reykjavíkurdeild, heldur fund í kaffiteríunni Glæsibæ i kvöld kl. 20.30. kynnt verður framhaldsnám hjúkrunarfræðinga. Nemendur úr náms- braut H.í. kynna hjúkrunarnám á háskóla- stigi. Kvenfélag Hreyfils Fundur þriðjudaginn 26. apríl kl. 20.30 í Hreyfilshúsinu. Rædd verða félagsmál og fleira. Digranesprestakall Kirkjufélag Digranesprestakalls heldur fund í Safnaðarheimilinu við Bjamhólastíg mánudaginn 25. apríl kl. 20.30. BjCrgvin Sæmundsson bæjarstjóri ræðir um kirkju og safnaðarheimili í austurbæ (staðsetningu). Jón H. Guðmundsson sýnir kvikmynd. Kaffiveitingar. Nýir félag'ar velkomnir. Kvennadeild Slysavarnafélags íslands Afmælisfundur Kvennadeildar Slysavarna- félags Islands í Reykjavík verður fimmtu- daginn 28. apríl og hefst kl. 7. Góð skemmtiat- riði. Félagskonur eru beðnar að tilkynna þátttöku í síma 32062 fyrir miðvikudags- kvöld. Stjórnin. Aðalfundur Snarfara Aðalfundur Snarfara, félags sportbáta- eigenda, verður haldinn þriðjudaginn 26. apríl og hefst kl. 21 stundvíslega í húsakynn- um Slysavarnafélags Islands á Grandagarði. Lagabreytingar og venjuleg aðalfundarstörf. Aðalfundur Hörpukonur halda aðalfund að Lækjargötu 32 Hafnarfirði þriðjudaginn 26. apríl kl. 20.30. Aðalfundur byggingarsamvinnufélags kennara verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl kl. 20.30 í skrifstofu félagsins Þingholtsstræti 30. Dag- skrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Fjórfestingarfélag íslands Aðalfundur Fj^rfestingarf?lags Islands árið 1977 verður haldinn að Hótel Sögu, Bláa sal, fimmtudaginn 28. apríl kl. 17. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða af- hentir á skrifstofu Fjárfestingarfélagsins að Klapparstíg 26. Mólverkasýning í Bogasalnum Karl T. Sæmundsson sýnir 36 olíumálverk og ollupastelmyndir I Bogasalnum. Myndirnar eru málaðar á sl. tveimur og hálfu ári. Sýningin er opin daglega kl. 14-22 til 1. maí. Karl hefur einu sinni áður sýnt verk sln I Bogasalnum. Kjorvalsstaöir: Austursalur: Sýning á verkum Jóhannesar Kjarvals. Vestursalur: Sýning á verkum Hauks Dór og Þorbjargar Höskulds- dóttur Tiikynn Fréttatilkynning fró Kvenréttindafélagi íslands Kvenréttindafélag lslands efnir til fundar að Hallveigarstöðum við Túngötu þriðjudaginn 26. april nk. kl. 20.30. Fundarefni er jafnrétti innan fjölskyldu — jafnrétti é vinnumarkaði. Framsögumenn verða Aðalheiður Bjam- freðsdóttir, formaður starfsmannafélagsins Sóknar, sem mun segja frá könnun á lífskjör- um Sóknarkvenna 1976, er félagið gekkst fyrir og nýlega er komin út^jGestur Ólafsson, arkitekt, flytur erindi er haiin nefnir Jafn- rœöísfjölskyldur, Guðrún Gisladóttir, bóka safnsfræðingur. segir frá ráðstefnu. sem hún sótti I Svíðþjóð á síðastliðnu ári á vegum ráðherranefndar Norðurlandaráðs þar sem fjallað var um jafna stööu kynjanna inni é hoimilum og utan og Guðrún Sigríður Vil- hjálmsdóttir, B.A. I þjóðfélagsfræðum, fjall- ar um þróun atvinnuþétttöku giftra kvenna é íslandi. Að loknum framsöguerindum verða um- ræður. Fundurinn er öllum opinn og áhuga- fólk um jafnréttis- og jafnstöðumál er hvatt til að koma. Ljósmyndir frá aðalfundi KRFÍ 16. marz sl. munu liggja frammi og verður hægt að panta eftir þeim. Allt þetta ár, 71. starfsár KRFl er I gangi söfnun til eflingar Menningar-og minningar- sjóði kvenna. Á aðalfundinum safnaðist drjúg upphæð og eru allir velunnarar sjóðs- ins minntir á söfnunina, sem á að árétta að I ár voru liðin 70 ár frá því að Briet Bjarnhéð- insdóttir stofnaði Kvenréttindafélag Islands. Skíðalyftur í Blófjöllum eru opnar sem hér segir "Láugardaga og sunnudaga frá 10—18 Mánudaga og föstudaga frá 13-19 Þriðjudaga. miðvikudaga og fimmtudaga frá 13-22. Upplýsingar um færð og hvort lyftur s‘eu opnar er hægt að fá með því að hringja i simsvara 85568. Kattaeigendur, vinsamlegast merkið ketti ykkar. iiiiiiiiiiiiiiMiiMiiiiiiiiiiMiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuiiiiiiiiimimiiiiiiiiiii Framh.af bls.27 Hreingerningafélag Reykjavikur. Teppahreinsun og hreingerning- ar. Fyrsta flokks vinna. Gjöriö svo vel að hringja í síma 32118 til aó fá upplýsingar unt hvað hrein- gerningin kostar. Sími 32118. ökukennsla Ökukennsla—Æfingatímar. Kenni á Austin Allegro 77. Ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Nokkrir nemendur geta byrjað strax. Gísli Arnkelsson, sími 13131. Okukennsla—Æfingatímar: Aöstoða við endurnýjun ökuskír- teinis, kenni á Allegro 77,- öku- skóli og ])rófgi)gn ef óskað er. Magnús llelgason, simi 66660. (ikukennsla Kenni á Gortinu. Nemendur geta hyrjað strax, einnig bifhjóla- kennsla. I’áll Garðarsson, simi 44266. La‘riö að aka bil á skjótan og öi tiggan Íiáll. Sigurð- ur Þormar (ikukeiinari Simar 40769 og 71641 og 72214 Mazda 323 de luxe árg. 77. Lærið að aka þessum lipra létta og kraftmikla bíl. Öku- skóli og prófgögn ef óskað er. Vinsamlegast hringið og látið skrá yður fyrr en seinna. Sigurð- ur Gíslason, sími 75224. Okukennsla—Æfingatimar. Kenni á Mazda 929 árgerð 77 á skjótan og öruggan hátt.Ökuskóli og öll prófgögn ef óskað er. Nýir nemendur geta byrjað strax. Frið- rik A. Þorsteinsson, sirni 86109. Okukennsla —æfingatimar. Geí bætt við mig nemenó Kenni á Mazda 616 árg. 76, óku- skóli og öll prófgögn ef óskað er. Jóhanna Guðmundsdóttir, simi 30704. Ökukennsla — Æfingatímar. Kenni akstur og meðferð bifreiða, kenni á Mazda 818 — ökuskóli og öll prófgögn ásamt litm.vnd í öku- skirteinið ef óskað er. Helgi K. Sesseliusson. sími 81349. Ökukennsla—Æfingatimar. Kenni á Toyota Mark II árg. 76. Ökuskóli og prófgögn fyrir þá sem vilja. Nokkrir nemendur geta' hyrjað strax. Ragna Lindberg, sími 81156. 1 Þjónusta i Vantar þig aðstoð í garðinn? Veitum alhliða garð- þjónustu. Látió fagmenn vinna verkið. Uppl. í síma 35596 eftir kl. 19. Teppalagnir, viðgerðir og breytingar, vanur maður. Uppl. í síma 81513 eftir kl. 7 á daginn. Húsbyggjendur ath. Höfum til sölu milliveggjaplötúr, 5,7 cm steinrör til skolplagna og gúmmíþéttihringi, gagnstéttar- hellur, litaðar og ólitaðar. Ekið til kaupenda á Reykjavíkursvæðinu. Bjalli hf. steiniðja, Hellu, simi 99-5890. Sprunguviðgerðir. Þéttum sprungur í steyptum veggjum með silicon, kýtti, tökum einnig að okkur ýmsar breytingar og glerísetningar. Uppl. í síma 22992 eftir kl. 7. Málningarvinna úti og inni, greiðslufrestur að hluta. Uppl. í síma 86847. Húsbyggjendur ath. Höfum til sölu milliveggjaplötur, 5,7 og 10 cm steinrör til skolp- lagna og gúmmíþéttihringi, gang- stéttarhellur, litaðar og ólitaðar. Ekið til kaupenda á Reykjavíkur- svæðinu. Bjalli hf. steiniðja, Hellu, sími 99-5890. Húsdýraáburður til sölu, gott verð, dreift ef óskað er.Uppl. í síma 75678. Garðeigendur athugið. Utvega húsdýraáburð, dreift ef óskað er. Tek einnig að mér að helluleggja stéttir og laga. Uppl. í sima 26149. " Höfum opnað fjölritunarstofu að Efstasundi 21, vönduð fjölritun, smækkum, stækkum. Fljót og góð afgreiðsla. Offsetfjölritun hf, Efstasundi 21, sími 33890. Ilúsdýraáburður. Ökum húsdýraáburði á lóðir. Odýr og góð |)jömist;i. l'ppl. i sima 28195. Bólstrun, síml 40467; Klæðum og gerum við bólstruA húsgögn. úrval af áklæðuin. Uppl. i síma 40467. Húsdýraáburður. Ökum húsdýraáburði í garða og á lóðir, dreift úr ef óskað er. Uppl. í sima 38998. Húsdýraáburður til sölu. [Dreift úr ef ós’kaö er. Góð umgengni. Sími 42002. Garðeigendur. Tek að mér vegghleðslur í skrúð- görðum, útvega hraunhellur, einnig brotstein, 2 gerðir, litaða og ólitaða, hentugir í blómaker og veggi. Tilboð eða tímavinna. Ární Eiríksson, sími 51004. Málningarvinna. Öll málningarvinna. flisalagnir og múrviðgerðir. Upplvsingar í síma 71580 eftir kl, 6e.h. Sjónvarpseigendur ath. Tek að mér viðgerðir i heimahús um á kvöldin, fljót og góð þjón usta. Pantið í sima 86473 eftir kl 5 á daginn. Þórður Sigurgeirsson. útvarpsvirkjameistari. Húsaviðgerðir. Tökum að okkur gluggaviðgerðir, glerísetningar og alls konar inn- anhússbre.vtingar og viðgerðir. Uppl. i sírna 26507.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.