Dagblaðið - 25.04.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 25.04.1977, Blaðsíða 6
t; DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 25. APRÍL 1977 Stígvél úr mjúku leðri Litir: Brúnt og svart Kr. 8590.- Póstsendum r SKOSEL Laugavegi 60 — Sími 21270 Afgreiðslustarf Sérverzlun í miðbænum vantar af- greiðslustúlku allan daginn. Aldur 25- 40 ára. Tilboð sendist afgreiðslu Dagblaðsins Þverholti 11 merkt „Framtíð 1234“. Nýkomið: Hvrtar og mislitar skyrtublússur ELÍZUBÚÐIN, Skipholti 5 Sumargjöfin handa eiginkonunni CREDA-tauþurrkarinn er nauðsynlegt hjálpartæki á nútima heimili. Löng og farsæl reynsla sannar gæðin. Um 4 gerðir er að ræða af TD 275 og TD 400. Góð ábyrgðar-, viðgerðar- og varahlutaþjónusta. Sími sölumanns er 1-87-85 Verð frá kr. 65.727.- Kjarni, Vestmannaevjum, sími 1300. Rafha, Oðinstorgi, sími 10332. Kr. Lundberg, Neskaupstað. Stapafell, Keflavík, sími 1730. sími 7179, og hjá okkur Raftækjaverzlun Islands Ægisgötu 7 — Símar 17975-17976 Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur félagsfund að Hótel Sögu, Súlnasal, í dag, 25. apríl, kl. 20.30. Fundarefni: Kjaramálin — Öflun verkfalls- neimildar. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 0PEC ríkin vilja fá Saudiaraba til fulls samstarfs: Gæti þýtt enn hærra olíuverð — Saudiarabar hækkuðu síðast um 5% en 0PEC um 10% Carlos Andres Perez, forseti Venezuela, byrjar í dag viðræður við opinbera embættismenn í Riyadh í Saudi-Arabíu um samræmda stefnu OPEC ríkjanna og Saudi-Araba í verðlagningu olíu á heimsmarkaðnum, en Saudi-Arabía er mesta olíuút- flutningsríki í heimi og reynd- ar í OPEC. I desember sl. neituðu Saudi- Arabar og nokkrir minni fram- leiðendur að fallast á fyrir- hugaða verðhækkun hinna 11 OPEC ríkjanna, á fundi í Kadar, og hafa síðan farið sínar eigin leiðir í þeim málum. Hin ríkin samþykktu þá 10% hækkun og skyldi 5% hækkun fylgja hægt í kjölfarið. Saudi- Arabar ákváðu hins vegar 5% hækkun án þess að nefna frekari hækkanir í bráð. Þetta hefur valdið samdrætti í olíusölu nokkurra OPEC- landanna en hins vegar söluaukningu hjá Saudi- Aröbum. Hafa margar tilraunir verið gerðar til að fá S-Araba til fulls samstarfs í þessum málum, en án árangurs hingað til. Perez mun m.a. ræða við krónprinsinn Fahd Ibn Abdulaziz. Eþíópía fellur ífaðm Rússa — bandarískum stofnunum íland- inu skyndilega lokað og starfs- mönnum vísað úr landi Enn vinnur stjórnin í Addis Ababa í Eþíópíu að því að ryðja úr vegi öllum hindrunum til að sameinast austurveldunum enn meir. Nú um helgina lokaði hún skyndilega þrem bandarískum stofnunum fyrirvaralaust og vísaði starfsmönnum þeirra úr landi. Þ.á m. var bandarísk hernaðarnefnd, sem stjórnvöld hafa litió á sem tákn Banda- ríkjanna í landinu. Alls var 300 Bandaríkja- mönnurn vísað úr landinu með skömmum fyrirvara, en öryggi þeirra er tryggt. Byltingar- dans í Portúgal Fjöldi Portúgala í Lissabon dansaði og skemmti sér fram á nótt á götum úti og víðar í gær, til að minnast þriggja ára bylt- ingarafmælisins. Fyrir þrem árum var 50 ára harðstjórn af- létt í landinu og var herinn í fylkingarbrjósti við þær að- gerðir. Verður hátíðarhöldum fram haldið í dag og mun forsetinn, Antonio Ramlho, m.a. verða viðstaddur þrjú þúsund manna hersýningu. Litlar fréttir berast nú af bar- dögum stjórnarhersins í Zaire í Afríku við lið innrásarmanna í Kolwesi héraði. Sem kunnugt er, lánaði Marokkostjórn Zairestjórn hóp hermanna til að berjast við innrásarmennina og Frakklands- stjórn lagði til flugvélar til að flytja þá á staðinn. Zairestjórn ásakar Rússa, Angolamenn og Kúbumenn um aðild að innrás- inni, en þeir neita allir. í fyrri viku taldi Zairestjórn að lokaátök- in væru á næsta leiti með fulln- aðarsigri stjórnarhersins. HLUTABRÉFAEIGN BRET ADROTTNING AR ÁFRAM LEYNDARMÁL Brezk stjórnvöld hafa nú ákveðið að hlutabréfaeign brezku konungsfjölskyldunnar verði áfram hennar leyndarmál um leið og ákveðið var að aðrar Elíubat drottning er talin eiga meiri hluta- bréf í ýmsum fyrirtœkjum en nokkur annar Breti. leynilegar hlutabréfaeignir í landinu skyldu verða opinberar a.m.k. innan viðkomandi fyrir- tækja. Elísabet Englands- drottning er tal'n einhver mesti hlutafjáreigandi í Bretlandi með bréfum í fjölda fyrirtækja. Miklar deilur urðu um þessa ákvörðun í neðri málstofu þingsins og benti einn fulltrúi Verkamannaflokksins á að ef slík ákvæði væru i gildi t.d í Bandaríkjunum og Hollandi hefði ekki verið hægt að koma upp um mútuhneyksli Lockheed flugvélaverk- smiðjanna og Bernharðs prins. Telur hann þessa ákvörðun vernda hugsanlegt fjármála- misferli drottningarinnar. ■*isr Fulltrúaráðsfundur Fulltrúaráó sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík efnir til fundar þriðjudaginn 26. apríl ki. 20.30 að Hótel Sögu, Súlnasal. Dagskrá: 1. Val landsfundarfulltrúa. 2. Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, flytur ræðu um stjórnmálaviðhorfið. Fulltrúar mætió stundvíslega og sýnið fulltrúaráðs- skírteini 1977 við innganginn. Stjórn Fulltrúaráðsins. ÞRIÐJUDAG 26. APRÍL — KL 20.30 — SULNASAL.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.