Dagblaðið - 25.04.1977, Síða 13

Dagblaðið - 25.04.1977, Síða 13
DAC.BLAÐIÐ. MANUDAGUR 25. APRIL 1977. 13 jþróttir íþróttir íþróttir Manch. Utd. aftur í úrslitin á Wembley —eftir sigur gegn Leeds í bikarkeppninni, en Liverpool-liðin verða að leika á ný á miðvikudag á Maine Road Annað árið í röð leikur IVtanch. Utd. til úrslita í ensku bikarkeppninni. Sigraði Leeds örugglega á laugardag í undanúr- úrslitum á Hillsborough í Sheffield, en ekki er enn vitað hvort Liverpool-Iiðanna, Everton eða Liverpool, verður mótherji Manch. Utd. á Wembley 21. maí, því þau gerðu jafntefli á laúgar- dag á Maine Road í Manchester i hinum undanúrslitaleiknum. Jafntefli 2-2 og kapparnir frægu í Liverpool-liðinu voru heppnir að sleppa svo vel. Liðín leika á ný á sama velli á miðvikudag. f 1. dcild missti Ipswich af öllum möguleikum til að hljóta enska meistaratitilinn. Tapaði á heima- velli fyrir Middlesbro — liði, sem ekki hafði sigrað í tíu leikjum á undan ieiknum á laugard. 1 2. deild þurfa Ulfarnir nú aðeins tvö stig úr fimm leikjum til að tryggja ser sæti í 1. deild á ný. En hverfum þá aftur til Hills- borough, þar sem Manch. Utd. tryggði sér úrslitasæti á fyrstu 14 mín. leiksins. Á 8. mín. fékk liðið hornspyrnu, sem Gordon Hill tók vel. Knötturinn barst fyrir mark Leeds og þar ætlaði Frankie Gray að spyrna frá, en knötturinn fór beint til Jimmy Greenhoff. Hann lét slíkt tækifæri ekki frá sér fara. Skoraði af sex metra færi. Á 14. mín. náði Manchester-liðið góðu upphlaupi, þar sem knötturinn gekk milli Houston, Greenhoff (Jimmy), og til Hill, sem splundraði vörn Leeds. Gaf síðan á Steve Coppell sem skoraði frábært mark. Manch. Utd. hafði lengstum yfirburði I leiknum og leikmenn Leeds náðu aldrei sín- um þekkta leik vegna ákafa Manchester-leikmannanna. Yfir- burðir liðsins fólust í snjöllum framvarðaleik Macari og Mcllroy, sem skyggðu mjög á Currie og Cherry, framverði Leeds. Manch. Utd. fékk tækifæri til að auka við markatölu sína, en tókst ekki — og um miðjan stðari hálfleikinn kom aftur spenna í leikinn. Jimmy ^Nichols, bak- vörður, braut þá á Joe Jordon innan vítateigs. Dæmd var víta- spyrna á Manch. Utd., sem Alan Clarke tók. Alex Stepney, mark- vörður, hafði hönd á knettinum, en hann rúllaði svo í markið. Stepney átti að verja slakt skot Clarke, sagði Brian Butler, frétta- maður BBC. Lokakaflann sótti Leeds — en án árangurs og sigur Manch. Utd. var mjög verð- skuldaður. í úrslitum bikarins í fyrravor tapaði Manch. Utd. mjög óvænt fyrir Southampton. Á Maine Road náðu leikmenn Liverpool sér ekki á strik gegn snjöllum leik Everton, sem gaf tóninn allan leikinn án þess þó að nýta það til sigurs. Meira að segja varð Everton, sem lék án King og Bob Latchford, tvívegis að vinna upp marks forskot Liverpool. Á 10. mín. skoraði Terry McDermott fyrir Liverpool — en síðan náði Everton yfirhöndinni og sóknar- bylgjurnar gengu á mark Liver- pool. Tvívegis varði Ray Clemence mjög vel, en það hlaut að koma að því, að Everton jafnaði. Það var á 35 mín. — Emlyn Hughes, miðvörður Liver- pool, féll, þegar hann ætlaði að reyna að ná knettinum frá Duncan McKenzie, sem komst í gegn og skoraði af öryggi. Eftir markið fékk Everton ágætt tækifæri til að ná forustu í leikn- um, en ekki vildi knötturinn í mark — og á 73. mín. náði Liver- pool forustu á ný. Það var mjög gegn gangi leiksins og mark Jimmy Case óvænt eftir varnar- mistök. Bryan Hamilton kom í stað Martin Dobson hjá Everton sem var farinn að haltra, og pressa var mikil á vörn Liverpool. A 80 mín. splundraði McKenzie vörn Liverpool — gaf á Burce Rioch, sem jafnaði í 2-2. Mínútu síðar lá knötturinn aftur í marki Liverpool. Hamilton skoraði en mjög á óvænt dæmdi dómarinn frægi, Clice Thomas, markið af. Leikmenn Everton mótmæltu mjög — og framkvæmdastjórinn Lee var mjög æstur við hliðar- línuna. En Thomas varð ekki hreyft — og eftir leikinn sagði Pathe Feeney, sem hofði á leikinn í sjónvarpi, að sennilega hefði Hamilton snert knöttinn með hendi áður en hann skoraði. En hvað um það. Jafntefli varð í viðureign Liverpool-risanna og þau leika á ný á miðvikudag á Maine Road. En við skulum líta á úrslitin á laugardag. Bikarkeppnin. Everton-Liverpool 2-2 Leeds-Manch. Utd. 1-2 1. deild Arsenal-Coventry 2-0 Aston Villa-Norwich 1-0 Ipswich-Middlesbro 0-1 QPR-Newcastle 1-2 Stoke-Tottenham 0-0 Sunderland-Derby 1-1 Leikjum Bristol City-Liverpool, Everton-WBA, Leicester-Leeds, West Ham-Manch. Utd. var frestað — en Manch. City sigraði Birmingham sl. þriðjudag 2-1. 2. deild Burnley-Chelsea 1-0 Carlisle-Plymouth 3-1 Fulham-Blackpool 0-0 Hereford-Blackburn 1-0 Hull-Bristol Rov. 0-1 Luton-Notts Co. 4-2 Nottm. For.-Cardiff 0-1 Southampton-Oldham 4-0 Wolves-Orient 1-0 Leik Sheff. Utd.-Millwall var frestað, en á föstudag gerðu Charlton og Bolton jafntefli 1-1. 3. deild Brighton-Port Vale 1-0 Bury-Portsmouth 1-0 Chester-Chesterfield 1-2 C. Palace-Sheff. Wed. 4-0 Grimsby-Shrewsbury 2-1 Mansfield-Gillingham 2-2 Oxford-Northampton 4-0 Peterbro-Wrexham 0-2 Preston-Reading 3-0 Rotherham-Swindon 1-1 Tranmere-Lincoln 2-2 York-Ealsall 0-0 4. deild Aldershot-Scunthorpe 1-1 Bradford-Southend 2-0 Brentford-Hartlepool 3-1 Darlington-Crewe 4-0 Doncaster-Watford 1-0 Huddersfield-Exeter 0-1 Newport-Rochdale 3-0 Swansea-Halifax 2-1 Ipswich án Mills, Beattie og fleiri aðalmanna kvaddi alla möguleika sína á meistara- titlinum á Portman Road gegn Middlesbro. I slökum leik tókst David Armstrong að skora eina mark leiksins sjö mín. fyrir leiks- lok. Þá er líklegt að Tottenham og Sunderland hafi sungið sitt síðasta vers I 1. deild um sinn. Tottenham náði ekki nema jafn- tefli í Stoke I leik, þar sem vel kom fram, að liðin tilheyra kjallara 1. deildar. Tvívegis voru mörk dæmd af Stoke í síðari hálf- leik — góð mörk að áliti leik- manna og áhorfenda Stoke. Sunderland tókst ekki að vinna Derby og á nú aðeins einn leik eftir á Roker Park. Sunderland hafði alla möguleika að sigra í leiknum og lengi í s.h. lék Derby aðeins með 10 mönnum. Newton meiddist og varamaður hafði áður komið inn. Powell náði forustu fyrir Derby í leiknum, en Sunder- land jafnaði úr vítaspyrnu Towers. Heimaliðið fór illa með góð færi — en James og Powell Duncan McKenzie — frábær gegn Liverpool. áttu báðir stangarskot fyrir Dergy. Coventry barðist vel á Highbury gegn Arsenal — og hinn nítján ára markvörður liðsins, Sealey, varði snilldarlega framan af. En á 75. mín. urðu Jim Holton á hroðaleg mistök og Frank skoraði fyrir Arsenal. Sjö mín. síðar gulltryggði Malcolm MacDonald sigur Lundúnaliðsins með skallamarki. Don Givens skoraði á 4. mín. fyrir QPR, en Newcastle, sem leikið hefur 11 leiki án taps, sigraði. Þó voru leik- menn Newcastle einum færri í 15. mín. Alan Gowling meiddist. Tommy Craig, hreint frábær, jafnaði fyrir Newcastle á 70. mín. og níu mín. síðar skoraði Natrass sigurmarkið. Brian Little skoraði sigurmark Aston Villa gegn Norwich, og enn hefur Villa möguleika á meisarati'tlinum. Hefur aðeins tapað einu stigi meira en Liverpool. í 2. deild eru Úlfarnir svo gott sem komnir í 1. deild á ný. Þurfa aðeins tvö stig úr fimm leikjum. John Richards skoraði markið gegn Orient. Hins vegar minnk- urðu möguleikar Nottingham- liðanna mjög . Forest tapaði mjög óvænt á heimavelli fyrir Cardiff — en Notts County lá í Luton. Chelsea tapaði einnig en það ætti ekki að koma að sök. Eftir jafn- tefli við Charlton hefur Bolton nú góða möguleika á að vinna sér sæti I 1. deild ásamt Úlfunum og Chelsea. í 3. deild er Brighton efst með 57 stig, en Wrexham og Mansfield hafa 56 stig. Allar líkur benda til að þau leiki I 2. deild næsta keppnistlmabil. C. Palace, Rother- ham og Bury hafa 51 stig. 1 4. deild er Cambridge efst með 58 stig, Bradford hefur 55 stig, Colchester 53, Exeter 52, Barnsley 51 og Swansea 50. Staðan er nú þannig: l.deild Liverpool 36 2J, 8 7 57-29 50 Man. C. 37 19 12 6 52-28 50 Ipswich 38 21 7 10 63-36 49 Newc. 37 17 13 7 61-40 47 A. Villa 33 19 5 9 63-36 43 Man. U. 35 16 9 10 61-48 41 WBA 37 14 12 11 51-47 40 Leicester 37 11 17 9 45-51 39 Arsenal 37 14 9 14 56-55 37 Leeds 35 13 10 12 43-46 36 Middlesb 38 13 10 15 35-43 36 Birm.ham 37 12 9 16 57-55 33 Everton 34 12 9 13 53-58 33 Norwich 39 13 7 19 43-61 33 Stoke 37 10 12 15 22-39 32 QPR 34 11 9 14 41-44 31 Derby 36 7 16 13 42-51 30 Sunderl. 38 9 11 18 40-48 29 Tottenh. 39 10 9 20 43-66 29 Coventry 35 8 12 15 38-51 28 W.Ham 36 9 10 17 36-59 28 Bristol C 35 8 10 17 31-42 26 2. deild Wolves 37 20 11 6 78-42 51 Chelsea 39 19 12 8 64-52 50 Notts C. 39 18 10 11 61-55 46 Nott.For. 38 18 9 11 70-41 45 Bolton 37 18 9 10 67-48 45 Luton 39 20 5 14 64-45 45 Blackp. 38 14 16 8 54-41 44 Charlton 38 13 15 10 63-55 41 South’ton 36 14 10 12 65-59 38 Millwall 38 13 12 13 52-50 38 Sheff.U. 38 13 11 14 51-55 37 Hull 39 10 16 13 42-44 36 Oldham 38 13 10 15 49-57 36 Blackb. 39 14 8 17 41-53 36 Fulham 39 10 13 16 48-58 33 Burnley 38 9 14 15 40-56 32 Cardiff 37 11 9 17 51-58 31 Orient 36 9 13 14 32-43 31 Plym. 39 8 15 16 45-62 31 Bristol R 38 10 11 17 44-62 31 Carlisle 38 11 9 18 46-71 31 Hereford 37 7 12 18 52-73 26 Beckenbauer í sviðsljósinu Helmut Schön, landsliðsþjálf- ari Vestur-Þýzkalands, neitaði því ákveðið, að landsliðsferli Franz Beckenbauer, sem gerist leik- maður hjá Cosmos i næsta mán- uði, sé lokið. — Það er alls ekki rétt, að Beckenbauer hafi verið kastað úr landsiiðinu, sagði Schön á blaða- mannafundi. Hann sagði Becken- bauer bezta leikmann V- Þýzkalands — ieikmann, sem ekki væri hægt að gleyma. Hins vegar gat Schön þess, að Becken- bauer yrði þvi aðeins valinn í HM-landslið V-Þjóðverja ef hann sýndi viðunandi form. Vona aðeins að Cosmos leyfi honum að leika á HM — en þær hliðar samningsins hafa ekki verið ræddar enn, sagði Schön að lok- um. Þá má geta þess, að félag Beckenbauer, Bayern Múnchen, mun fara fram á 2,5 milljónir marka fyrir leikmanninn — eða um 200 milljónir íslenzkar. Cosmos hefur boðið Bayern eina milljón marka — en talið er, að þriggja ára samningur Becken- bauer við Cosmos gefi í allt sjö milljónir dollara til leikmanns- ins. Þar af 3 milljónir dollara — 570 milijónir ísl. kr. — við undir- ritun. Fyrsti leikur Beckenbauer með Cosmos verður líklega 28. maí. Hiísaviðgerðir símar 85489 og 76224 Gerum vió steyptar þakrennur, önnumst múrviðgerðir, málum hús úti og inni, tilboð eða tímavinna. Vandvirkir menn. Halldór Kristjánsson Laugarnesvegi 61. Hefurðu prófað Pep fyrir bensín Pep fyrir dieselolíu Pep fyrir gasolíu Pep smyr um leið cg það hreinsar. Pep eykur kraft og sparar eldsneyti Pep fœst hjá BP og Shell um allt land. pumn íþróttatöskur Ingólfs Öskarssonar Hólagarði Breiðholti Sími 75020 Klapparstíg 44 Sfmi 11783 Sportvöruverzlun puma fótboltaskór Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Hólagarði Breiðholti Simi 75020 Klapparstíg 44 Sími 11783

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.