Dagblaðið - 25.04.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 25.04.1977, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. APRÍL 1977. sterka rvksusan... # Styrkur og dæmalaus ending hins þýögenga, stillaniega og sparneytna mótors, staðsetning hans. oghámarks orkunýting, vegna iágmarks loft- mótstöðu í stóru ryksíunni, stóra, ódýra pappírspokanum og nýju kónísku slöngunni, afbragðs sog- stykki og varan- legt efni, ál og l stál. Svona er \! NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvik- in. gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel. ár eftir ár. með lág- marks trufiunum og tilkostnaði Varanleg: til lengdar ódýrust. Nýr hljóð- deyfir: Hljóðlótasta ryksugan. Afborgunarskilmólar myiY hátún 6A ivlllA SÍMI 24420 Raftækjaúrval — Næg bflastæði tíven julegur eltingaleikur í miðborginni: Lagður íjám í Al- þingishússgarðinum —sprækur lögregluþjónn hljóp uppi óknyttastrák „Ég get ekki neitað því að ég er með nokkra strengi, en það fer nú úr mér eftir svo sem einn dag,“ sagði Þórir Þorsteinsson lögregluþjónn í viðtali við DB í gær. Þórir sýndi í fyrrinótt að lengi lifir í gömlum glæðum er hann hljóp uppi ungan og frískan strák sem hafði látið dólgslega þá um nóttina. Þórir var á árunum 1955—60 einn bezti hlaupari okkar tslendinga á vegalengdunum 400 og 800 m. Hann var þekktur fyrir keppnishörku og gafst aldrei upp. Þessir eiginleikar nýttust honum vel þegar hann og félagi hans, Björn Jónsson, áttu í útistöðum við unglinga á Laugaveginum aðfaranótt laugardags. „Við vorum á leið niður Laugaveginn á Volvo lögreglu- bíl, þegar við sáum unglinga- hóp á móts við verzlun Magnúsar Baldvinssonar og voru unglingarnir með ærsl og læti. Ég sá, að einn piltanna kastaði gosflösku í húsið svo hún . brotnaði. Ég renndi bílnum upp að drengnum og kippti honum upp í bilinn. Hópurinn æstist þá nokkuð en þetta hafa verið svo sem 10 unglingar, og heimtuðu þeir drenginn lausan. Þeir rifu upp . afturhurðina þar sem Björn sat með drenginn, en ég var fyrir utan. Ég bað ungiingana að fara burtu og sagði þeim að þeir fengju drenginn ekki laus- an að svo stöddu. Þeir sættu sig ekki við þetta og einn stór og stæðilegur piltur lamdi af öllu afli í afturrúðu bílsins og möl- braut hana. Pilturinn tók þegar á rás og hljóp suóur Bergstaðastræti og síðan niður og vestur Skóla- vörðustíg og ég fylgdi á eftir. Þetta var frískur strákur og hljóp mikinn. Leikurinn barst síðan nióur Bankastræti og suður Lækjargötu. Strákurinn stakk sér síðan inn i portið hjá BSR. Síðan fór hann Skóla- brúna og klifraði síðan inn í Alþingisgarðinn. Ég fór á eftir en var nokkra stund að finna hann því garðurinn er óupp- lýstur. En ég heyrði þrusk norðarlega í garðinum og þar lá hann í hnipri I runna. Þótt nokkuð væri af okkur báðum dregið, var pilturinn hortugur svo ég lagði handjárn á hann þarna í Alþingisgarðinum. Ég hef nú aldrei járnað mann áður þarna í garðinum. Ég fór með hann niður á Miðbæjarstöð og það gekk ekki sem bezt, en ég vildi ekki missa herfangið, svo ég fékk aðstoð vegfaranda, sem átti leið hjá og með hans hjálp tókst að koma piltinum á lögreglustöðina." Þórir vildi ekki gera mikið úr þessu og sagði þetta eðli- legt starf lögreglu. „En ég er líkamlega vel stæltur, þótt ég sé orðinn 43 ára. Ég hef aldrei reykt og það kemur sér vel. Annars er ekki eðlilegt að maður hafi við ungum og frísk- um strákum. En ég vil geta þess að ég tel þjálfun lögreglu- manna allt of litla. Almenn líkamsþjálfun er nánast engin. Þetta er mikil afturför frá þeim tíma er ég byrjaði i lögreglunni, fyrir rúmum tuttugu árum. Sjálfur æfi ég lítið, en held mér þó við með sundi.“ JH LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - Úrvalið aldrei meira en nú! Ertu að byggja? Þarftu að bæta? Viltu breyta? Mjög vönduð GÓLFTEPPI Verð frá kr. 1.800 ferm Verð frá kr. 1.400 ferm Vinyl gólfdúkur Kork-gólfflísar Verð frá kr. 2.780 ferm. Vinyl veggfóður Nýir,itir Verð frá kr. 600 rúllan. Málning og málningarvörur Frá helztu framleiðendum VEITUM MAGNAFSLÁTT 10% Það munar um minna Lítið við í Litaveri þvfþað hefur ávallt borgað sig Vandaður CONTAKT-pappír, litaúrval mikið — Teppi í bfla — RYA- og ESCERONA — VÖNDUÐ TEPPIÍ SÉRFLOKKI — LEÐURLÍKI — breidd 138 cm, glœsilegir litir. iiHiiii y Hreyfilshiísinu, Grensásvegi 18 Allar deildir ásama stað - LITAVER - LITAVER - LiTAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER —LITAVER —LITAVER - LITAVER

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.