Dagblaðið - 25.04.1977, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 25.04.1977, Blaðsíða 17
DACBLAÐIÐ. MANUDAdUR 25. AFKÍL 1977 Hort hrekur heimsmetin á Seltjarnarnesinu: Hann er sko eng- —15 þiísund leikirá emum Jæja, eigum við að byrja? Þú verður að leika fram, maður, ég get ekki beðið! inn Skákmeistarinn Vlastimil Hort frá Tékkóslóvakíu seiti nýtt heimsmet í fjöltefli um helgina vestur í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Hann tefldi við 550 menn og konur á 24 klukkutímum og 20 minútum betur. Það var klukkan rétt liðlega hálf-tíu á sunnudags- morgun. að síðasti keppandinn gafst upp fyrir stórmeistaran- um. Að baki var linnulaust þramm stórmeistarans um „gryfjuna" í samkomusal hins glæsilega skólahúss. Hort hóf taflið á laugardags- morgun. Klukkan 9 um morguninn höfðu stjórnar- menn Skáksambandsins og starfsmenn Dagblaðsins séð um að innrita þá 200 sem áttu að etja kappi við Hort í einni lotu. Aðallega voru þetta ung- menni úr taflklúbbum Æsku- lýðsráðs borgarinnar, en einnig fólk sem hafði verið innritað af Dagblaóinu til keppninnar. Það kom í ljós að enn sem fyrr eiga tslendingar harð- snúnu liði ungs og efnilegs skákfólks á að skipa. Tveir piltar sneru á Tékkann og knúðu hann til að gefast upp. Nokkrir náðu jöfnu. Að tefla gegn 200 manns í einu er út af fyrir sig einstæð þrekraun og tókst meistaranum að ljúka taflinu gegn þeim um 4-leytið á laugardaginn. Varð hann að fara vítt og breitt um skólahúsið, mestmegnis hlaup- andi á léttum, hvítum striga- skóm, klæddur næfurþunnri skyrtu. Taflið gegn þessum „massa“ er nýtt heimsmet, áður hafði enginn teflt gegn svo mörgum í einu, Hort tefldi við 201. Að þessu afreki loknu var gúmmftékki! ” stillt upp til nýrrar atlögu í ,,gryfjunni“. Umhverfis hana er ákjósanlegt áhorfendapláss og var það allan tímann full- skipað áhorfendum og jafnvel meira en það. Ekki er gott að átta sig á hversu margir áhorf- endur voru alls, en trúlega hafa þeir verið allt að þrjú þúsund talsins. Eftir að i „gryfjuna" var komið þurfti Hort ekki að sýna aðra eins yfirferð og fyrr en árevnslan ægileg, bæði andleg og likamleg. Greinileg þreytumerki mátti sjá á honum eftir að tefla við stóra hópinn, enda borðin nokkuð lág og áreynslan fyrir bakið meiri en hollt þvkir. Milli þess sem Hort tefldi af ótrúlegu öryggi, saup hann á trópicana- glasi eða kókflösku. Areynslan hefur örugglega komið niður á kílóunum, en eins og hann mun sjálfur hafa bent á fyrir maraþontaflið, þá mátti hann við að missa nokkur. Það kom fljótlega í ljós að Hort var mun sneggri að leggja 50 manna hópinn í „gryfjunni' en hann og sérfræðingar höfðu reiknað með. Hort hafði búizt við 36 tíma törn við taflborðin en hún reyndizt sem sé ekki nerna 24 tímar og 20 mínútur. Viðurkenna verðum við að stjórnun öll fór nokkuð úr skorðum við þetta, en fámennt starfslið Skáksambandsins og Dagblaðsins reyndist harðsnúið og sneri vörn í sókn, þannig að flestir fengu viðunandi lausn. Að sjálfsögðu voru mörg ljón í veginum varðandi framkvæmd keppninnar, reynsluleysið al- gjört, enda um að ræða nýjung, sem vart verður reynd að nýju hér á landi a.m.k. í bfáð. Að sjálfsögðu biðja mótsaðilarnir alla þá vel- virðingar sem hér voru látnir „hlaupa apríl“. En þá verður kannski gert gott úr öllu saman með þvi að benda á að upphaf- lega var mótshald þetta apríl- gabb í Dagblaðinu. í sambandi við starfsliðið má heldur ekki láta hjá líða að bera hól á nemendur Valhúsaskóla sem lögðu fram mikla vinnu og vökur við keppnina, önnuðust úrvals veitingasölu og svöruðu fyrirspurnum af mikilli snilld. Skákin hélt áfram. Hver maðurinn af öðrum gafst upp fyrir snillingnum, sem virtist búinn rafeindaheila. Kom það fyrir að hann bar að einhverri skákinni að hann taldi að tví- leikið hefði verið í fjarveru sinni. Var þetta sannprófað í a.m.k. eitt skiptið. Og sjá, Hort hafði rétt fyrir sér. Stálminni hans og glöggskyggni virtist ofurmannleg. Þegar leið á nóttu þóttust menn sjá líkamleg þreytumerki á Hort, þó alltaf væri hann jafn- fljótur að átta sig á stöðunni. Hann tyllti sér gjarnan á borð- röndina gagnvart andstæðingn- um. Fótaburðurinn orðinn nokkuð þunglamalegur, sögðu menn og spáðu honum ekki öllu 'fleiri skákum. En 5 mínútna hlé milli skiptinga notaði meistarinn sér til að skipta um skyrtu eða sokka og anda ögn léttara og hvíla augun á litlu svörtu og hvítu mönnunum. Og nóttina hvelfdist yfir Sel- tjarnarnes, sem í fyrsta skipti um árabil var annað og meira en ,,bara“ svefnbær Úti í regn- úðanum sjáum við hjón koma vígreif með töflin sín undir arminuín. Einn og einn hefur yfirgefið vínveitingahús, farið heim og sótt taflið. Inni fyrir er þröng manna, sem sækir, stíft að stjórnarmönnum skák- sambandsins og vilja fá inni í næsta ,,holli“. Áhorfendur virðast una sér vel við að virða stórmeistarann og „fórnardýr“ hans fyrir sér niðri í „gryfj- unni“. Geislar morgunsólarinnar helltust yfir Nesið og stendur Hort enn á báðum fótum, gagn- stætt hrakspám ýmissa, haltur að sjá, en búinn að slá æva- gamalt met Svíans Stáhlbergs, 400 skákir í fjöltefli. Og mikið vill meira. Þrátt fyrir yfir- lýsingu um 444 skákir, hcldur Tékkinn sínu striki og til- kynnir loks að hann hætti eftir að hafa teflt við 550. Það tekst svo klukkan 9.35. Einar Einarsson fagnar meistaranum og loks brosir Hort breiðu brosi. í heilan sólarhring hefur hann fært taflmenn til og frá af þeirri kúnst sem fáum einum er gefin. Ekki er ótrúlegt að hann hafi leikið um 15.000 leiki þennan sólarhring. Það er meira en hóflegt er talið, jafnvel þótt menn hafi gaman af skák! Einar Einarsson ávarpar áhorfendur, suma nýkomna og vel útsofna með taflið sitt, tilbúna til atlögu. Ávarpið er stutt, en vel orðað. Hann tekur í hægri hönd Horts og færir hana upp í loftið, húrrahrópin dynja — sigurinn er Tékkans. Einstætt þrekvirki hefur verið unnið vestur á Nesi. Æ, í hvora áttina ætlaði ég? DB-mynd. Hörður. sólarhring og flestir reyndust réttir IIIIIMIIIIimilllll Eftir einvígið jafnar Hort sig í einkaherbergi sínu um stund. Hann er máttfarinn, skrifar þó nafn sitt fyrir nokkra unga að- dáendur en sér brátt að hann hefur vart þrek í meira þann daginn. Hann hverfur síðan á braut ásamt starfsmönnum tékkneska sendiráðsins sem koma honum fyrir á Hótel Loft- leiðum. Hvílíkur sólarhringur í Val- húsaskóla! Hann líður fáum úr minni, sem vitni urðu að at- burðinum, „Hann er sko enginn gúmmítékki þessi,“ verður ein- hverjum að orði, þegar Hort hverfur inn á milli húsa syðst á Seltjarnanesi. Það er hverju orði sannara. JBP. to -

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.