Dagblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 11
ÁSGEiR
TÓMASSON
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. APRlL 1977.
leyti segir aöstoöarflug-
maðurinn viö Veldhuyzen van
Zanten, hvort hann sé alveg
viss um að hann eigi að vera
lagður af stað.
(Jr rannsókninni hefur einn-
ig frétzt að síðustu orðin á upp-
tökunni úr flugstjórnarklefa
KLM þotunnar hafi verið er
aðstoðarmaðurinn kallaði upp:
„V-einn.“ Það merkir hraðann
sem þotan átti að véra á til að
geta hafið sig til flugs. Strax á
eftir kom hróp frá Veldhuyzen
van Zanten: „God Verdomme.“
(Djöfullinn sjálfur).
Flu gstjórinn gat ekki
misskilið fyrirmœli flug-
turnsins
Eftir þvi sem næst verður
komizt sýna upptökurnar ekki
hvers vegna hollenzki flug-
stjórinn hugðist hefja þotuna
til flugs án leyfis, frá flug-
turninum. Síðustu skilaboðin
til hans var ekki hægt að mis-
skilja. Þau gáfu honum ekki
leyfi til að leggja af stað, —
aðeins til að bíða átekta. Þar að
auki var hann yfirflugstjóri
KLM, — sá starfsreyndasti
þeirra allra og annaðist þjálfun
og endurmenntun annarra flug-
stjóra.
Sérfræðingar sem vinna að
rannsókn slyssins könnuðu í
síðustu viku „samsetta“ eftir-
töku, þar sem allar
upptökurnar eru skeyttar
saman eftir tíma og hreyfing-
um beggja þotanna. Þetta er
gert með því að bera saman
sírita flugvélanna. Þegar
rannsókn á þessari sam-
setningu er lokið, — ef til vill I
þessari viku, — þá liggja
væntanlega einhverjar hald-
betri upplýsingar á lausu og
staðfestar að auki um þetta
hryllilega slys sem kostaði 577
manns lífið.
Það var mikið verk og vafalaust ógeðfellt fyrirþá sem urðuað reyna
að bera kennsl á líkin 577 og koma þeim i kistur.
kanna allar upptökur með fjar-
skiptum milli þotnanna tveggja
og flugturnsins á Tenerife. Þar
á meðal voru upptökur úr
„svöru kössunum", sem sluppu
óskaddaðar úr öllu brakinu.
Könnun þessi er í öllum at-
riðum leynileg en eins og fyrri
daginn leka ávallt einhverjar
upplýsingar út.
Truflanir voru á fyrri
hluta setningarinnar
Rannsóknarmennina hafði
grunað frá upphafi að annað
hvort hafi flugstjóri KLM
þotunnar ekki heyrt eða skilið
öll fyrirmælin. sem flugturninn
sendi síðast út, áður en Slysið
varð.
Þau voru svohljóðandi:
„OK. Verið tilbúnir í flugtak.
Við köllum ykkur upp.“
Það hefur spurzt út að
upptakan úr flugstjórnarklefa
KLM þotunnar hafi verið
trufluð að nokkru leyti eða
„Verið tilbúnir í flugtak....“.
Ekki er vitað hvað veldur
þessu, en til greina getur komið
að einhver utanaðkomandi
flugmaður hafi komizt inn á
fjarskiptin og truflað þau.
Síðari hluti fyrirskipananna
frá flugturninum ...Við köll-
um ykkur upp“, heyrðist aftur
á móti skýrt og greinilega.
Aðstoðarflugmaðurinn
efaðist um flugtaksheim-
ildina
Þá heyrðust einnig vel orða-
skipti flugturnsins og Pan Am
þotunnar, þar sem bandaríski
flugstjórinn tilkynnti að hann
væri enn á flugbrautinni. Síðan
sýnir svarti kassinn, að KLM
þotan leggur af stað. Um sama
\
Hversu alvarlegt sem flugslysið er þá eiga „svörtu kassarnir" ávallt
að sleppa óskaddaðir. Jafnvel þó að brakið sé jafnmikið og á
þessari mynd.
Veldhuyzen van Zanten yfirflugstjóri hollenzka flugfélagsins KLM.
Hvað fékk jafnreyndan flugmann til að leggja af stað án flugtaks-
heimildar? Enn er reynt að grafast eftir svarinu.
FÁTÆKRASÆLA
* >
I þættinum Ekki beinlínis
fyrir skömmu lýstu alþingis-
maður, ritstjóri og kennari því
yfir að alls ekki mætti flytja út
innlenda orku. í því sambandi
var eitthvað minnst á að
þjóðin væri illa stödd fjár-
hagslega, en það væri ekkert
sem tæki því að tala um. Það
væri þvert á móti alls ekki pftir-
sóknarvert að vera efnahags-
lega sjálfbjarga. Þessi ofugugga-
boðskapur hefur dunið á þjóð-
inni í mörg ár. Ég vil spyrja
þessa vel menntuðu og gáfuðu
þremenninga, er ekki útflutn-
ingur þjóðarinnar nú og hefir
alltaf verið framleiddur með
orku? (Handafl, hestafl, vélar-
afl, sem gengur fyrir vatnsafli,
olíu eða jarðgufu). Reiðilestur
þremenninganna og fjölmargra
menntamanna annarra gegn
stóriðju og mengun álversins
mun ég síðar taka til með-
ferðar.
Fjölmargir menntamenn, þar
á meðal stórskáld, hafa for-
dæmt Kísiliðjuna við Mývatn.
(Þar eiga aðeins að búa fiski-
menn, helzt fátækir að manni
skilst). Bændur eru sakaðir um
náttúruspjöll fyrir það að
þurrka ónýtar leirdrullumýrar
og gera þær að verðmætu landi
bæði til beitar og slægna. Ætli
þessir menn myndu ekki ljóma
af ánægju ef þeir ættu að
stunda smalamennsku eða hey-
skap í leirmýrunum og ekki
myndi ánægjan minnka ef þeir
fengju smáskammt af sunn-
lenzkum rosa á meðan.
Harðduglegar vinnustéttir og
athafnamenn hafa ekki hikað
við að taka nýja tækni á flest-
um sviðum og þar með gert það
mögulegt að flestir sem vilja og
hæfileika hafa geta auðveld-
lega komizt til mennta, metorða
og góðs efnahags. Svo koma
þeir menn sem komizt hafa í
svokallaðar „æðri“ stöður
vegna framsýni framfara-
manna og boða fátækrakenn-
ingu, þrátt fyrir að margir hinir
eldri þeirra hafi alizt upp í sár-
ustu fátækt.
Ég held því miður að það sé
stefna þessa nýja afturhalds-
fólks að stuðla að sem mestum
stéttamismun. Með öðrum
orðum: Við eigum að vera rík
og njóta margs konar unaðs-
semda lífsins, en þú sem dregur
björg í bú og heldur uppi af-
ætubákni þjóðfélagsins átt að
vera fátækur. („Sælt að vera
fátækur, elsku Dísa mín“). Það
er einmitt lýður af þessu tagi
sem ætíð sýnir hina ótrúlegustu
heimtufrekju til almennings i
landinu (ríkisins) þótt þeir
hljóti að vita að við erum sífellt
að sökkva dýpra í stórhættulegt
erlent og innlent skuldafen.
Nefni nýjasta dæmi, kröf-
urnar um að ríkið endurreisi
Bernhöftstorfuhúsin. Torfu-
samtökin byrjuðu á því fyrir
nokkru að rjúka í að klina
málningu á þessa nauðljótu,
hálffúnu rottukofa frá dönsk-
um verzlunartíma án þess að
spyrja eigendur þeirra, þjóðina
(ríkisstjórnina), um leyfi.
Hvernig myndu reykviskir hús-
eigendur taka því ef einhver
samtök væru farin óbeðin að
klína málningu á hús þeirra
einhvern morguninn þegar þeir
risu úr rekkju?
Það er alveg stórfurðulegt
hvernig ráðamenn þjóðarinnr
Kjallarinn
IngjaldurTómasson
skríða i duftinu fyrir heimtu-
frekjuöpunum og uppfylla
oftast án tafar kröfurnar,
hversu fjarstæðar sem þær eru.
Nýjasta dæmið um þetta er
að einn, að ég hélt ágætur þing-
maður, lætur sig hafa það að
gerast forvígismaður torfu-
hópsins og krefjast geysihárrar
fjárveitingar úr þrautpíndum
ríkissjóði til endurbyggingar
torfuhúsanna. Ef þessi torfu-
lýður hefði nú manndáð í sér til
þess að reisa húsin á eigin
kostnað þá væri það ef til vill
athugandi. En það er nú líklega
full mikil bjartsýni að „samtök-
in“ geri sömu kröfur til sin
sjálfra og annarra.
Austurlandssamþykkt
Nýlega voru samþykktar á
Austurlandi vítur á stjórn orau-
mála og hafnað boði um „hund“
frá Kröflu eða af Suðurlandi.
Þar var bent á tvær ár í heima-
byggð, mjög auðveldar til virkj-
unar, sem gætu forðað Aust-
fjörðum frá orkuskorti meðan
beðið er eftir stærri virkjun.
Nú vil ég spyrja Austfirðinga
og aðra þá landsmenn sem búa
við orkuskort: Er þetta ástand
ekki ykkur sjálfum að kenna að
verulegu leyti? Eru það Grims-
árvirkjunarsjónarmið sem ráða
ríkjum, bæði hjá ykkur og
víðar? Var ekki neitað um að
hækka vatnið i Leginum urn eitt
fet, svo að Lagarfossvirkjun
gæti skilað fullum afköstum?
Ætlar ekki allt vitlaust að verða
þegar minnzt er á hina stóru
Fljótsdalsvirkjun sem tryggt
gæti ykkur og jafnvel öllu land-
inu gnægð ódýrrar orku um
mjög langa framtíð? Útflutn-
ingsvara sem framleidd yrði
með orku frá þessu stóra orku-
veri myndi fljótlega greiða
allar okkar erlendu skuldir.
Hún myndi standa undir fjöl-
mörgum 'aðkallandi verkefn-
um sem nú ganga grátlega seint
vegna fjárskorts, nefni „ðeins
fullkomið, nýtízku samgöngu-
kerfi og orkudreifingakerfi um
allt land, stuðning við uppbygg-
ingu margs konár iðnaðar,
hafnarmannvirkja o.fl.
Austfirðingar. Byfjið bara
sjálfir á því að virkja t.d.
Fjarðará, nú þegar. Ef kapp-
samlega er að unnið gæti hún
ef til vill komizt f gagnið fyrir
næstu jól. Minni virkjanir eru
miklu einfaldari fyrirtæki
heldur en t.d. skuttogarar, stór
hraðfrystihús eða stórbygging-
ar (skólar, stórverksmiðjur)
Ég er viss um að núverandi
orkustjórn myndi styðja ykkur,
bæði með fjármagni og tækni-
legum fyrirgreiðslum.
Það er mjög skaðlegt, ekki
sízt fyrir þá landshluta sem eru
i orkusvelti, að einblfna stöðugt
á „komdu bara með það“
sjónarmiðið. Kröfurnar til rík-
isins eru orðnar svo óviðráðan-
legar að óhugsandi er að verða
við þeim öllum. Þrátt fyrir það,
þó að næstum önnur hver
krónan af tekjum almennings
sé heimtuð í hina óseðjandi
ríkishit, þá dugar það ekki til.
Ríkisbáknið sogar til sfn stóran
hluta af sparifé þjóðarinnar,
sem veldur útlánssvelti bank-
anna, og samt er ekki nóg. Það
líður tæpast mánuður að ekki
sé safnað stórskuldum erlendis.
Þetta er engu líkara en að hella
vatni i botnlausa tunnu.
Það verður tæpast séð að
launþegaforustan sé með mikla
vitglóru i kollinum, ef hún
heldur að hægt sé að stórauka
rauntekjur almennings, meðan
ríkisbáknið (sem er að stórum
hluta þeirra afkvæmi) grefur
stöðugt undan efnahagslegu
sjálfstæði þjóðarinnar á öllum
sviðum.
Hversu lengi ætla verðmæta-
sköpunarmenn þjóðari.inar að
láta siga sér út i ólaunuð verk-
föll þrýstihópa „yfirstétta" og
alls konar kaupsýslubraskara-
lýðs? Hvenær ætla verkamenn
að koma auga á þann sannleik
að störf þeirra eru engu
þýðingarminni en störf hinna
svokölluðu „yfirstétta", t.d. ráð-
herra eða bankastjóra? Hvenær
vakna verkamenn af aldargöml-
um þyrnirósarsvefni.
Ingjaldur Tómasson
verkamaður.
J