Dagblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 13
13 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1977. Iþróttir I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Bikarmeistarar FH lögðu meistara Vals að velli — og tryggðu sér sæti í úrslitum annað hvort gegn Þrótti eða Fram — FH sigraði 25-23 Bikarmeistarar FH sigrðu i gærkvöld íslandsmeistara Vals í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ meó 25-23. Þar með er von Vals- manna um að leika eftir afrek FH frt slðastliðnu vori, að vinna bæði deild og bikar, að engu orðin. FH eygir hins vegar möguleika á að komast í Evrópukeppni bikarhafa en það hlýtur nú að teljast lík- legast til að sigra í keppninni. FH mætir annaðhvort Fram eða Þrótti í úrslitum. Leikur FH og Vals i gærkvöld var fjörlega leikinn, bæði lið stað- ráðin í að gefa ekkieftir. Jafnvægi var í leiknum út leiktímann — varnir ef til vill ekki sterkar né markvarzlan góð — en barátta sat í fyrirrúmi. FH hafði yfir í leik- hléi 10-9 — og í byrjun síðari hálfleiks náði FH tveggja marka forustu — en um miðjan fyrri hálfleik hafði Valur náð að vinna forskot FH upp — Og gott betur — Islandsmeistarar Vals náðu tveggja marka forustu sjálfir, 17- 15. . FH náði að jafna 17-17 — Geir hafði farið út af og hvílt en kom inn á tvíefldur og dreif spil FH áfram ásamt Viðari Símonarsyni. FH náði síðan forustu 19-18 — og 21-19 og sigur FH virtist nokkuð öruggur í höfn enda fór svo að bikarmeistarar FH stóðu uppi í lokin sem sigurvegarar 25-23. Þar með eru Valsmenn úr leik í bikarkeppninni — höfðu áður lagt að velli helztu keppinauta sína í deildinni, Víking. Síðan sigruðu Valsmenn Hauka í Hafnarfirði — en voru stoppaðir af bikarmeisturum FH í leik sem ýmsir telja að hafi verið hinn raunverulegi úrslitaleikur keppn- innar. Bikarmeistarar FH voru vel að sigrinum komnir í gærkvöld. Eins og svo oft, þegar mikið liggur við, stóðu leikmenn FH sannarlega fyrir sínu. Þeir voru drifnir áfram af góðum leik þeirra Geirs Hallsteinssonar og Viðars Símonarsonar og Islandsmeistar- ar Vals áttu ekkert svar. Þeir reyndu að taka Geir úr umferð en gáfust fljótlega upp á því. Vörn FH var ef til vill ekki ákaflega traust — né heldur markvarzlan sannfærandi — en sóknarleik- urinn þeim mun beittari. Hann öðru fremur var lykillinn að sigri FH. Valur náði sér hins vegar aldrei verulega á strik. Varnarleikurinn var alls ekki nógu traustur — hvað eftir annað opnaðist vörnin illa — sérstaklega á afdrifaríkum augnablikum í lok siðari hálfleiks í hægra horninu. Nokkuð sem FH nýtti sér vel — og tryggði Hafnar- fjarðarliðinu sigur. Eins var markvarzla Vals ekki nógu góð — en leikmenn börðust en það reyndist ekki nóg í gærkvöld. Mörk FH skoruðu: Geir Hall- steinsson 8, Viðar Símonarson 5, Guðmundur Magnússon 3, Jón Gestur, Janus Guðlausson og Sæmundur Stefánsson 2 mörk hver. Þeir Auðunn Óskarsson, Árni Guðjónsson og Guðmundur Árni Stefánsson skoruðu sitt markið hver. Jón Pétur Jónsson og .Jón Karlsson skoruðu 4 mörk hvor fyrir Val, Þorbjörn Guðmunds- son, Björn Björnsson, Bjarni Guð- mundsson og Stefán Gunnarsson skoruðu 3 mörk hver. Gísli Blöndal, Bergur Guðnason og Gunnsteinn Skúlason skoruðu sitt markið hver. Leikinn dæmdu þeir Gunn- laugur Hjálmarsson og Karl Jóhannsson. h halls. Páll meistari í 30 km. göngu Um helgina var haldið í Blá- fjöllum Reykjavíkurmeistaramót í 30 km skíðagöngu en skíðadeild Hrannar sá um keppnina — Reykjavíkurmeistari varð Páll Guðbjörnsson frá Skíðafélagi Reykjavíkur á 144.25 mínútum. Bragi Jónsson úr Hrönn varð annar á 156.51 mínútu og þriðji félagi Braga úr Hrönn — Valur Valdimarsson á 160.11 mínútum. Fjórði varð síðan Páll Krist- mundsson úr Skíðafélagi Reykja- víkur á 179.54 mínútum. það þýðir ekki - Auðvitað ekki. Eg —- að stinga höfð- held þú þarfnist mín inu í sandinn ekki. Þú hefur alltaf l T 'ygreitt úr slíkum málum sjálfur. Danir velja gegn Pólverjum Danir leika við Pólverja á sunnudag i undankeppni Heims- meistarakeppninnar og fer leikurinn fram á Idrætsparken í Kaupmannahöfn. Danir hafa val- ið lið sitt —og vantar þrjá þekkta leikmenn í liðið — allt atvinnu- menn. Þar er fyrstan að nefna Henning Jensen, sem leikur með Real Madrid á Spáni, en hann hefur átt við þrálát meiðsli aó stríða í vetur. Og Danir verða að vera án Benny Nielsen og Morton Olesen, en þeir leika báðir með Molenbeek í Belgíu. Molenbekk vill ekki láta þá lausa þar sem félagið hefur ekki náð að tryggja sér sæti í UEFA-keppninni næsta keppnisímabil, en það var slegið út úr keppninni í undanúrslitum af Atletico Bilbao — 1-1 í Belgíu — 0-0 á Spáni. En landsliðshópur Dana er: Birger Jensen, FC Brugge, Benno Larsen, Augsburg, Johnny Han- sen, Vejle, Niels Tune, St. Pauli, Fleming Ahlberg, Frem., Henn- ing Munk Jensen, AAB, Lars Lar sen, Frem., Per Rönt-Ved Werd- er, Bremen, Ole Björnmose, Hamburger SV, Heino Hansen, Munster, Jan Höjland, Munchen 1860, Ole Rasmussen, Hertha Berlin. Allan Simonsen, Borussia Mönchengladbach, Fleming Lund, Essen, Jan Sörensen, Frem og Ove FIindt-Berg, Karlsruhe. Fyrirtækja- keppni í borðtennis Fyrirtækja- og stofnanakeppni í borðtennis á vegum Borðtennis- sambandsins verður haldin 10—15. maí nk. Hverju fyrjrtæki eðá stofnun er heimilt að senda fleiri en eitt tveggja manna lið og. verður keppnin með Corbillom fyrirkomulagi. Þátttaka kostar 5000 kr. fyrir liðið. Þátttökutil- kynningar berist fyrir 5. maí í síma 82322, Ragnar Ragnarsson, og 81810, Sigurður Guðmundsson. VAÐ- STÍGVÉL Verð 1495.- Stærðir: 27-34 BREIÐH0LT BREIÐHOLT Leikföng Æfingagallar Verð f rá 3995.- Vörur fyrir hestamenn Fótboltar frá kr. 440.- Viðleguútbúnaður t.d. svefnpokar frá kr. 4.800.- Fótboltaskör Strigaskór Verð frá 513.- Veiðivörur Sportvöruverzlun Póstsendum Ingólfs Oskarssonar Louhoium 2-6 - sm 75020

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.