Dagblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. KIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1977.
15
1956: Þarna var Elvis 21 árs. Þá átti hann vingott
við Natalie Wood sem þá var tvftug.
1967: Þarna var Elvis þrjátiu og tveggja ára. Þá
kvsntist hann Priscillu Beaulieu, tuttugu og eins
árs.
1974: Nú er Elvis orðinn þrjátiu og nfu ára. Þarna
er hann með Lindu Thompson, tuttugu og þriggja
ára.
Elvis orðinn
alltof feitur
—og hræddur um að hann sé búinn
að missa kynþokkann
1975: Sheila Ryan,
tuttugu og tveggja ára.
1976: Malessa Blackwell,
nftján ára.
1977: Ginger Alden,
tuttugu og þriggja ára.
Þótt Elvis Presley sé orðinn
fíörutíu og tveggja ára og feitur
á hann enn milljónir aðdáenda.
Hann er að komast á „erfiða“
aldurinn, — sem ekkert okkar
sleppur við,
Eins og flestir menn á þeim
aldri á hann í baráttu við spikið
og reynir eftir fremsta megni
að vera unglegur í útliti. Sál-
fræðingur einn bætir því við að
Elvis sé jafnframt mjög farinn
að efast um kynþokka sinn.
Verstu óvinir haps eru
skakkur matseðill og leiðindi í
starfi. Það eru vandamál sem
aðrir karlmenn á sama aldri
eiga við að stríða.
Ekki fer hjá því að þetta setji
sin spor á einkalíf hans. Hann á
sífellt í stríði við vinkonur
sínar og I einu rifrildinu skaut
hann upp í loftið úr byssu,
orðum sínum til frekari árétt-
ingar þegar hann reifst við
Ginger Alden, núverandi vin-
konu.
Hún hafði hótað að yfirgefa
Elvis þar sem þau voru í stór-
hýsi hans í Memphis. Elvis kom
út i útidyrnar og skaut upp í
loftið og rauk svo inn aftur.
Skapið hleypur oft með hann
í gönur. Hann kom til Nashville
til plötuupptöku en hann lét
hljóðfæraleikarana bíða eftir
sér í þrjá daga. I staðinn fyrir
að mæta til upptökunnar læsti
hann sig inni í smáhýsi á Shera-
ton mótelinu. Hann sagði upp-
tökufyrirtækinu að hann væri
slæmur af kvefi, fór síðan frá
Nashville án þess svo mikið
sem að kveðja hljóðfæraleikar-
ana.
Þessi upptaka fór seinna
fram á heimili hans i Memphis.
Þegar hann hlustaði á hana á
sínum eigin hljómflutnings-
tækjum var hann svo óánægður
með hana að hann hótaði að
skjóta allt draslið í klessu.
Það fer líka greinilega í taug-
arnar á honum hvað hann er
feitur og hann er alltaf að
þyngjast. Nýlega var hann 230
pund (tæplega 115 kg). Það er
nærri 30 kg meira en hann vó
þegar hann var upp á sitt bezta,
tæpl. 87,5 kg.
☆
☆
Það er svo sem ekkert skrítið
þótt hann sé feitur ef dæma á
eftir matseðlinum. 1 morgun-
matinn, sem vanalega er fram-
reiddur um fimmleytið á dag-
inn, borðar hann fjögur egg,
fjóra skammta af steiktu
beikoni, kaffi og sykraða
kleinuhringi.
Frá því hann stendur upp frá
morgunverðarborðinu og
þangað til hann fer að sofa um
klukkan fjögur næsta morgun,
er hann sffellt að stinga ein-
hverju upp í sig. Eitt af þvi sem
honum finnst allra bezt er
brauðklemma smurð með
hnetusmjöri og sultu, steikt
upp úr smjöri. Honum þykir
einnig gott að fá sér hamborg-
ara.^tappaðar kartöflur, sósur
alls konar, grillaðar samlokur,
svínakótelettur, rjómais og svo
það sem hann hefur alltaf við
höndina, sykraða kleinuhringi.
Liflæknirinn hans, dr.
George Nichopoulos, sem ný-
lega kom frá Hawaii með Elvis,
segir að þetta sé mjög
næringarrík fæða en Elvis
borði bara alltof mikið af
henni.
„Elvis er ekkert öðruvísi en
aðrir menn, hann á erfitt með
að neita sér um hlutina. Nú er
hann kominn á matarkúr og
þegar honum lýkur á hann að
verða stórkostlegur," segir
læknirinn.
Geðlæknir einn í New York
segir að um Elvis gildi sama og
um aðra menn á líkum aldri, að
honum sé hætt við þunglyndi.
„Hann telur að kynþokkinn sé
farinn að dvina og það sem
verra er, hann setur kynþokk-
ann f samband við velgengni f
starfi.
Auðvitað er slæmt fyrir hann
að vera of feitur, þótt margir af
aðdáendum hans láti sig það
engu skipta. Það er aðallega
slæmt vegna þess að það hefur
of mikil áhrif á andlega velferð
hans sjálfs,“ segir geðlæknir-
inn.
„Það eru aðeins ungar konur
sem hann vill umgangast. Þær
einar megna að halda honum í
Elvis sjálfur er tæplega 115 kg á þyngd, greinilega alltof feitur.
1975: Allt er fertugum fært, þarna kemur Elvls til New York i
fylgd með tuttugu og eins árs garnalii fegurðardrottningu, Diana
Goodman.
góðu formi, honum finnst eins
og lífið sé þegar hálfnað og
farið sé að halla ískyggilega
undan fæti fyrir honum.“
Sumar af stúlkunum sem
Elvis á vingott við í dag eru
minnsta kosti fimmtán árum
yngri en hann er sjálfur. Þegar
hann varð frægur fyrir tuttugu
árum var hann vanur að eiga
vingott við jafnaldra vinkonur
sínar. Má þar nefna Natalie
Wood, Julie Prowse, Hope
Lange, Tuseday Weld, Ann-
Margret og Anitu Wood.
Árið 1959 missti hann allan
áhuga á þessum fögru konum
þegar hann hitti hina fimmtán
ára gömlu þýzku Priscillu
Beaulieu. Hann fór með hana
heim til Memphis og kvæntist
henni. Hjónabandið entist í
fimm ár, þá skildu þau.
Skömmu eftir hitti hitti Elvis
Lindu Thompson, fyrrverandi
fegurðardrottningu. Hún var
aðeins tuttugu^g eins árs.
Hann hefur átt vingott við
fleiri fegurðardrottningar.
Núverandi vinkona hans er
Ginger Alden, tuttugu og
þriggja ára fegurðardís, — en
hann hittir Lindu samt ennþá.
-A.Bj.
Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll