Dagblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. frýálst, nháð dagblað Utgcffandi Dagblaöiö hff. Framkvæmdastjóri: Svoinn R. Eyjóifsson. Ritstjórí: Jónas krístjánsson. fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjórí ritstjornar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. AÖstoöarffrottastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaöamonn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Ema V. Ingólfsdóttir, Gissur fSigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob Magnússon, Katrín Pálsdóttír, Krístín Lýös- S^óttir, ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjarnleifsson, iHöröur Vilhjálmsson, $veinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Olafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn t»orleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M 'falldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakiö. Ritstjóm SiÖumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskríftir og afgreiösla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf.. Ármúla 5. Mynda-og plötugerö: Hilmirhf., Síöumúla 12. Prentun: Arvakur hf., Skeifunni 19. Allir við sama borð Dagblaðið og margir fleiri aðil- ar hafa á undanförnum mánuðum lagt mikla og vaxandi áherzlu á, að afnema beri forréttindi skömmtun í lánakerfinu og að staðinn eigi að láta markaðsöflin um að beina fjármagninu í þá staði, þar sem það gefur beztan arð og hæstu vexti. Seðlabankinn stendur nú andspænis miklum vanda á þessu sviði. Annars vegar frystir hann nú 25% af sparifé innlánsstofnana, sem er hæsta leyfilegt mark. Og hins vegar fer þetta fé í rauninni ekki til frystingar og er því ekki stjórntæki í peningamálum eins og til er ætlazt. Peningarnir eru notaðir til endurkaupa bank- ans á afurðalánum þeirra atvinnuvega, sem forréttinda njóta. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, fjallaði um þennan vanda í ársfundarræðu sinni í síðustu viku. Vék hann að háværum kröfum, einkum frá landbúnaðinum, um aukningu af- urðalána. Ef orðið yrði við þessu, þyrfti aukna frystingu og þar af leiðandi yrði minna afgangs til atvinnuvega á borð við iðnaðinn. Sagði Jóhannes, að nú væri um tvo kosti að velja: „Fyrri kosturinn er ... aukning almennrar bindiskyldu og enn frekari útfærslu afurða- og birgðalánakerfisins til þeirra atvinnuvega, sem taldir eru þurfa mest á þeim að halda ... Mundi hún enn auka þann hlut heildarútlána, sem veittur væri með sjálfvirkum hætti án mats á raunverulegri lánsþörf hverju sinni. Jafnframt yrði bæði þrengdur kostur allra annarra lántakenda og dregið úr ráðstöfunar- rétti stjórnenda banka og sparisjóða á. því fjármagni, sem innstæðueigendur hafa trúað þeim fyrir. Eftir þessari leið væri því stefnt út í enn meiri og formfastari skömmtun lánsfjár en við höfum hingað til átt við að búa. Mesta f lugslys sögunnar: Svörtu kassarnir leiða ýmislegt í Ijós — rannsókninni á þeim er þó enn ekki lokið —niðurstöðu er ef til vill að vænta síðar f vikunni Enn liggja ekki fyrir niður- stöður rannsóknarnefndar sem kannar orsakir flugslyssins mikla á Kanaríeyjum á dögun-i um. Þó hefur málið einfaldazt mjög og beinist rannsóknin í raun og veru að einni spurningu. Hvers vegna flug- stjóri KLM þotunnar, Jacob Louis Veldhuyzen van Zanten, hóf flugtak áður en Pan Am þotan var komin út af flug-. brautinni. í síðustu viku unnu flug- málasérfræðingar að þvf að Þetta eru „svörtu kassarnir" svokölluðu, sem eiga að leiða sérfræðinga í allan sannleika um orsakir mesta flugslyss sögunnar. Þarna koma þeir til Washington. V /* Haldið til móts við heilbrigði Hin leiðin stefnir til gagnstæðrar áttar, þar sem markaðsöflin ... verði látin ráða mun meira en nú um útlánadreifinguna... I fyrsta lagi yrði að stefna að þvi að tryggja eigendum sparifjár, sem raunverulega fjármagna útlán bankanna, sómasamlega ávöxtun á fé sínu, ... í öðru lagi þyrfti að stefna að því að jafna lánskjör sem mest, þannig að hætt yrði að ýta undir eftir- spurn með óeðlilega hagstæðum lánskjörum. Með þessum hætti gæti tvennt áunnizt. Annars vegar ætti útlánageta bankakerfisins að geta aukizt verulega, en hins vegar ætti lánsféð að nýtast betur til arðbærs rekstrar og fjárfestingar, þar sem allir sætu við sama borð og eðlilegir raunvextir væru greiddir af öllu lánsfé.“ Síðan sagði Jóhannes: „Það er skoðun banka- stjórnar Seðlabankans, að reynsla undanfar- inna ára vitni bezt um nauðsyn þess að fara í vaxandi mæli inn á síðari leiðina.“ Þessi yfirlýsing frá Seðlabankanum markar tímamót í fjármálum þjóðarinnar. Með henni hefur bankinn lagt sitt lóð á vogarskál fjár- hagslegs jafnvægis og efnahagslegra framfara. Veri hann þar velkominn. Fjölmargir tslendingar segja það í dag að þeir hreinlega muni ekki lifa af að komast ekki í tvær sólarlandaferðir á ári. Sumarferð til Mallorca í Miðjarðarhafi og vetrarferð til Kanaríeyja undan Afríku- ströndum. Það kann líka að vera, að hafi menn vanið sig á að fá bessa vetraruppbót á heilsu sína þá er erfitt að slíta sig frá þeim vana. Það er og mikið gleðiefni, hversu margir af eldri' kynslóðinni treysta sér í slíkar ferðir í fylgd einhvers ættingja. Það liggur stundum við að hinir eldri séu sprækari en unga kyn- slóðin og sæki fastar lysti- semdir lífsins þann stutta tíma sem dvalið er á suðurslóðum. Framtiðarverkefnið er að leigt sé gistihUsnæði einhvers staðar á suðlægum slóðum fyrir ykkur sem eldri eruð. Rætt er um að hafa dvölina fimni til sjö vikur í senn, enda þrjár vikur of stuttur timi fyrir ykkur, sem óvön eruð miklum ferðalögum og snöggum breytingum. ' Það tekur venjulega viku að venjast loftslaginu og umhverf inu, mataræðinu o.s.frv. Sé þetta hugsað af alvöru, má spara þjóðinni mikinn pening, en eins og þið öll vitið er mikill skortur á gistirými á elliheimil- um landsins. Gistirýmið er dýrt Kjallarinn Friðrik Á. Brekkan og eins og svo réttilega er á bent hjá forstjóra Grundar, er full nauðsyná þvíaðnýtasem drýgst það pláss sem tnögulegt er fyrir langlegusjuklinga. Það væri jákvætt ef hægt væri að losa pláss á dvalarstofn- unum þessar fimm til sjö vikur, sem rætt var um að fólk myndi dvelja á erlendu hressingar- hæli og taka þá inn á meðan aðra dvalargesti. Síðan er komin hringrás og verður þetta til þess að létta á kerfi þessara stofnana. AndrUmsloftið verður léttara. Dvalarfólkið sem kemur heim Ur sólskins- ferð ræðir við hina um ferðina og er í því mikil uppörvun og endurkviknar margur vonar- neistinn við það. Jafnvel gætu margir sem snUa heim Ur slíkri ferð snUið heim til sinna eigin heimilafullirnýjum þrótti. Þetta er allt mögulegt. Þið vitið að þið eigið kröfu á okkur sem yngri eru. Þið byggðuð stoðirnar undir þá tiltölulega almennu velferð sem er í dag. Við getum að sjálfsögðu lagt fram þann erlenda gjaldeyri sem þarf. Þið skulið ekki vera hrædd um að þetta takist ekki. Það þarf aðeins að koma réttum aðiljum í raunsæjan skilning um þetta nauðsynjamál. Við notum þá aðferð að segja þeim að þeir muni sjálfir njóta góðs af þessu á morgun. Friðrik Asmundsson-Brekkan, kaupmaður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.