Dagblaðið - 31.05.1977, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1977.
3
Hvar eru 6200 krdnumar?
KANNSKIFASTAR MILLI
Raddir
lesenda
Spurning
dagsins
PðSTGÍRÓS 0G BANKANS
Umsjón:
Jónas Haraldsson
HUSIÐ
GRETTISGÖTU 46 • REYKJAVÍK • SÍMI 25580.
Geir Þormar hefur eftirfarandi
sögu að segja um viðskipti sín
við póstþjónustuna:
„Árið 1975, nánar tiltekið 17.
júlí, greiddi ég í gíró krónur
6200 til greiðslu á tveim eintök-
um af frímerkjabókinni, sem
þá átti brátt að sjá dagsins ljós.
Bókin var gefin út í tilefni af
100 ára afmæli íslenzka frí-
merkisins. Kom bók þessi loks
út núna í vor, eins og lesendur
munu eflaust vita.
Nú taldi ég að tvær bækur
biðu mín, enda sannanlega
Skálholts-
samþykktir
Sigurður Jónsson stýrimaður
skrifar:
Á öllum tímum hefur trúar-
leg reynsla verið mönnum
helgidómur og andlegt leiðar-
ljós. Á öllum tímum hafa menn
líka haft aðra ástríðu sem er
engu síður sterk og áleitin.
Þessi ástríða er að vita hið rétta
og skilja hið raunverulega
sanna. Fyrri ástríðan er grund-
völlur trúarbragða, hin síðari
þekkingar og vísinda. Þessar
tvær ástríður eru undirrót allra
deilna um trú og vísindi og deil-
urnar halda áfram meðan
sannleiksást og trúarleg þörf
eru hluti af eðli okkar.
Nú er það að flestra dómi
staðreynd að menn eru alltaf að
bæta við reynslu sína og þekk-
ingu. En það hefur aftur í för
með sér að bæði trúarhugmynd-
ir og vísindalegar kenningar
eru í stöðugum vexti og þess
vegna alltaf að breytast.
Enginn vísindamaður getur í
dag verið að. öllu leyti sammála
Galileo eða Newton. Og svo örar
eru breytingarnar, að enginn
vísindamaður getur í dag að
öllu leyti verið samþykkur
skoðunum sem hann hélt að
væru réttar fyrir tíu árum.
Trúmönnum hættir oft til að
álíta að skoðanir og skýringar
þeirra á helgum bókum séu svo
sannar og réttar, að þær séu
óhagganleg undirstaða trúar-
innar. En þessar trúarskoðanir,
sem menn héldu óhagganlegar
niðurstöður um hvernig skilja
bæri ritningarnar, hafa engu
síður breytzt en vísindalegar
„staðreyndir".
I frumkristni skýrðu menn
ritninguna þannig, að enginn
sannkristinn maður gæti efast
um að heimsendir væri í nánd.
Þegar tíminn leiddi í ljós að
þetta var misskilningur, gerðist
ekkert annað en það, að
kristnir menn breyttu kenn-
ingu sinni og útskýringum.
Lærðir guðfræðingar á 6. öld
töldu það eina af grundvallar-
kenningum biblíunnar að jörð-
in væri flöt. Munkur einn,
Cosmos að nafni, skrifaði bók
um þessi efni árið 535, þar sem,
hann hugðist finna óyggjandi
ritningargreinar í biblíunni
sem sýndu að jörðin væri fer-
hyrningur og lengd hennar
væri helmingi meiri en breidd-
in. Hvað gerðist nú, þegar
menn urðu að viðurkenna að
þetta var rangt? I raun og veru
ekki neitt. Kenningunni var
breytt án þess að kristin trú
missti við það gildi sitt á nokk-
urn hátt.
Lærðir guðfræðingar á 6. öid
töldu það eina af grundvallar-
kenningum biblíunnar að
jörðin væri flöt.
búinn að greiða andvirði
þeirra. En málið var ekki auð-
sótt. Ég ræddi við Rafn Júlíus-
son póstfulltrúa sem var ekkert
nema góðmennskan ein. Hann
tjáði mér að því miður væri
ekki hægt að afhenda mér bæk-
urnar, — Póstur og sími hefði
aldrei fengið umrædda
greiðslu! Þetta þykir mér
nokkurt harðræði, ekki sízt þar
sem póstgíróþjónustan er undir
sömu stjórn og bókarútgefand-
inn.
Hjá póstinum er mér sagt að
mistökin hljóti að vera hjá
Landsbankanum. Gjaldkerinn í
þeim banka gaf mér kvittun
fyrir greiðslunni, og þar
stendur skýrum stöfum að ég sé
að greiða fyrir áður umrædda
minningarbók um íslenzka frí-
merkið.
Kannski get ég aldrei náð
rétti minum í þessu máli, —
nema kannski með flóknum og
langvinnum málaferlum. Hver
fer út í slíkt út af 6200 krónum?
En eitt er víst. Ekki treystir
maður betur póstgírókerfinu
eftir að hafa kynnzt afgreiðslu
eins og á þessu máli minu sem
þegar hefur kostað mig mikinn
ÍSLENZK FRÍMERKI í 100 ÁR
tíma og fyrirhöfn án þess að
nokkur árangur virðist í nánd.“
PÖNTUN
Gxir
Hnmili V (L
~fí>arry)Díhlu
PóuJicifinjumöð
~kÚ.
FJÖI.DI FINTAKA
2st-
»7* Ðókin vctður póstlögð jafnskjótt og hún kcmur út,
hafi greiðsla borizt fyrir þann tíma.
KVÍTTUN FYRIR GREIDSLU
A A Nr 638B90
iicund c*t issiu
// / •
/00 .
/írr
//M. -
r
VIOyCM-TASIOFNUN CMlÐANOA
É Verzlunin flytur í Bankastraeti 14
. -. >. , .»
W %
&Q
afclátUr
o
Borðarþú
mikið af
ávöxtum?
Agnes Karlsdóttir, afgreiðsiu-
stúlka: Já, appelsinur og banana
af þvi áð ávextir eru hollir og
góðir og ég reyni að nota það
litla sem gefst fyrir heilsuna.
Rósa Stefánsdóttir skrifstofu-
stúlka: Mjög mikið. Appelsínur
og epli borða ég helzt. Þetta er
hollt og gott, auk þess sem ég er
að passa línurnar.
Linda Þórðardóttir, atvinnulaus:
Nei, ekki mikið. Mér þykja
ávextir ekkert sérstaklega góðir.>
Ég borða þó dálítið af eplum,
appelsínum og banönum.
Sandra Róberts gjaldkeri: Já, þó
nokkuð mikið, þetta er svo hollt.
Eg borða aðallega epli og.
appelsínur.
Kristinn Hallsson söngvari: Eg
skal segja þér það, — hvílík
spurning! Eg borða ávexti þegar
ég kemst í tæri við ávexti sem
mér þykja góðir. Annars borða ég
vel af öllu sem mér finnst gott.
Regína Steingrímsdóttir. 9 ára:
Já, appelsinur, epli og banana.
Þeir eru svo góðir.