Dagblaðið - 31.05.1977, Síða 4
4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. MAl 1977.
Enn einn gallagripurinn frá Póllandi:
Hefur aðeins náð þrem heilum veiði-
túrum síðan fyrir miðjan marz sl.
—raf kerfið meingallað—strokkur brotnaði í vél o.f I.
Tl* m *
Ftonr
Þessar fjórar gerðir af hvíldarstólum
eru framleiddar með leðri, plusi
og/eða leðurlíki i úrvali lita.
Sért þú hvildar þurfi ættir þú að hafa
samband við okkur því við bjóðum
bæði staðgreiðsluafslátt og góða
greiðsluskilmála.
Litaprufur sendar ef óskað er.
Póstsendum um allt land.
MJÖG TAKMARKAÐ
UPPLAG FRAMLEITT.
INNBYGGT í ARMA
BLAÐAGRIND Á HJÖRUM
OG VÍNSKÁPUR MEÐ
SPEGLI.
LAUS PÚÐI í SETU.
FÆRANLEGIR TVÖFALDIR ARMAR.
LAUS PÚÐI í SETU.
ÞRJÁR BAKSTILLINGAR.
4ÚTSKURÐUR Á
, ÖRMUM.
LAUSIR PÚÐAR
í BAKI OG SETU.
ÞRJÁR BAKSTILLINGAR,
SNÚNINGUR OG RUGGA.
MEÐ OG ÁN SKEMILS.
NORSKI HEIMILISSTÓLLINN
HEFUR FARIÐ SIGURFOR UM|
ALLA SKANDINAVÍU.
ÞRJÁR BAKSTILLINGAR,
SNÚNINGUR OG RUGGA.
FÁANLEGUR MEÐ OG ÁN
SKEMILS.
LAUS PÚÐI í SETU.
ERUM AÐ LAUGAV. 134
RÉTT FYRIR OFAN
HLEMM
OG SÍMINN ER 16541.
g\lýjak
<Bólsturgorðin
Ekki tílaés byrlega fyrir sam-
eiginlegri skuttogaraútgerð
Selfyssinga, Eyrbekkinga og
Stokkseyringa þessa dagana því
nýi pólski skuttogarinn, Bjarni
Herjólfsson, hefur aðeins náð
að klára þrjá heila túra síðan
hann fór á veiðar 13. marz sl. en
meðaltúr tekur 10 til 12 daga.
Ýmiss konar bilanir hafa
hrjáð útgerðina og hefur það
komið illa ,við pyngjur skip-
verja, að sögn þeirra, er DB
heimsótti um borð í Hafnar-
fjarðarhöfn á föstudaginn. Þá
lá togarinn í höfn vegna bilun-
ar.
Eftir því sem blaðið kemst
næst mun rafkerfi skipsins
gallað bæði hvað varðar flutn-
ingsgetu og frágang. Rafkerfi í
skipi sem slíku er mjög
þýðingarmikið og verulegur
hluti af kaupverði. Einnig
hefur stimpill brotnað í aðalvél
auk ýmissa fleiri smærri vand-
ræða.
Skipið kom hingað 8. marz sl.
og fór á veiðar þann 13. marz.
Dagana 17. til 20. ' sama
mánaðar var skipið stopp vegna
þess að eldur kom upp í raf-
magnstöflu sem m.a. hleypti í
gegn um sig straumi til togspils-
ins. Þann 10. apríl varð að
endurbæta vinnuaðstöðu í lest
sem var alls ófullnægjandi. Tók
sú lagfæring átta daga.
Nokkrum dögum síðar, eða
22. apríl, bilaði aðalvélin. Þá
brotnaði strokkur og slíf. Var
skipið frá veiðum þess vegna til
6. maí. Upphaflega áttu að vera
svissneskar vélar í skipinu af
gerðinni Sulzer. Því var breytt
og keyptar Sulzer, sem fram-
leiddar eru í Póllandi með leyfi
frá svissnesku verksmiðjunum.
Svo var það í síðustu viku,
eða 25. mai, í nýbyrjuðum túr
að rofi í grandaraspili bilaði og
skipið varð enn að leita hafnar
til viðgerðar. Fór það aftur á
veiðar sl. föstudag.
Auk ofangreindra tafa vegna
bilana hefur ýmiss útbúnaður
verið endurbættur á meðan
skipið hefur landað og má
nefna að allir ljóskastarar
skipsins hafa verið settir í land
og nýir settir upp í staðinn
vegna slæms ásigkomulags
þeirra fyrrnefndu.
Á föstudaginn var var
pólskur maður á vegum fram-
leiðenda um borð í skipinu að
skrá galla og hluti sem miður
fóru vegna hugsanlegra bóta.
-G.S.
Skuttogarinn Bjarni Herjólfsson í Hafnarfjarðarhöfn.
DB-mynd: Hörður Vilhjálmsson.
Islendingar drekka
flestum þjóðum minna
— segir f skýrsiu Áfengisvarnaráös
Frakkar og Portúgalir drekka
Iangmest allra þjóða, ef marka má
skýrslu, sem Afengisvarnaráð
hefur sent frá sér. Skýrslan er
tekin upp úr tímaritinu „Alkohol
og Narkotika". Hún gerir grein
fyrir neyzlu 35 þjóða á sterkum
drykkjum, þ.e. 50% áfengis-'
magni, léttum vínum og sterku
öli.
íslendingar eru meðal fimni
þjóða sem reka lestina þegar
reiknað er hversu mikið magn af
100% áfengi hver íbúi drekkur.
Samkvæmt þeirri viðmiðun erum
við jafnir Perúmönnum með 2.9 1
af 100% áfengi á mann árið 1975.
Minna en það magn drekka aðeins
Mexikómenn, ísraelir og Tyrkir,
þar sem trúarbrögð banna veru-
legum hluta þjóðarinnar að neyta
áfengis.
Frakkar eru sagðir drekka 17.0
1 af 100% áfengi á mann,
Portúgalir 16.9 1 , Spánverjar 14.1
1 , Italir 13.4 I, Vestur-Þjóðverjar
12.5 1 og Austurrikismenn 12.3 1.
Danir eru sagðir drekka 8.9 1,
Bretar 8.4 1 , Bandaríkjamenn 7.0
I . írar 6.7 I, Sovétmenn 6.3 1.
Finnar 6.2 1 , Sviar 6.0 1 ,
Norðmenn 4.3 1. - BS
Nýr bankastjóri vestur á ísafirði
Isfirðingar eiga von á nýjunt
bankastjóra við útibú Landsbank-
ans vestra. Á fundi bankaráðs
fyrir síðuslu heigi var ákveðið að
ráða Þór Guðmundsson viðskipta-
fræðing til starfans frá 1. júlí. Þór
er 41 árs gamall og starfaði um
skeið í Framkvæmdabanka Is-
lands. Til Landsbankans réðst
hann 1966 og var þá jafnframt
framkvæmdastjóri Atvinnujöfn-
unarsjóðs. Síðustu 5 árin hefur
Þór starfað sem aðstoðarmaður
bankastjórnar. Fyrirrennari Þórs
í starfi á Isafirði er Helgi Jónsson
sem nú tekur við starfi útibús-
stjóra á Akranesi.
- JBP-